Tíminn - 25.10.1974, Qupperneq 15

Tíminn - 25.10.1974, Qupperneq 15
Föstudagur. 25. október. 1974. TÍMINN 15 Leikmenn Liverpool: Geta sjálfum sér um kennt... — Þeir fóru illa með marktækifærin gegn Ferencvaros Það er mönnuin hulin ráðgáta, hvers vegna hið trausta Liverpool lið var ekki búið að ná afgerandi forystu i þessum leik þegar i leik- hléi. Þennan leik hefðú þeir auð- veldlega getað unnið 6-0, en þess i stað urðu hinir 35.027 áhorfendur vitni að 1-1 jafntefli. Kevin Kee- gan skoraði mark Liverpool rétt fyrir hlé. i seinni hálfleik héldu lcikmenn Liverpool uppteknum hætti, og föru þannig með dauða- færin, eins og þeir þyrftu alls ekki að skora fleiri mörk, að þeir væru komnir áfram á þessu eina. Og þeim hefndist fyrir þetta, þegar Janos Mate skoraði jöfnunar- mark Ferencavros, minútu eftir að venjuiegum leiktima var lokið. Og nú verða leikmenn Liverpool að gjöra svo vel og skora mark i Ungverjalandi viiji þeir komast áfram. ★ ★ DUNDEE UTD. — BURSAPOR 0-0 Það kom mikið á övart, að Dundee Utd, skyldi ekki geta kné- sett tyrkneska liðið Bursapor á heimavelli sinum, Tannadice Park. Þar hefur liðið skorað 14 mörk i 4 leikjum i skozku deild- inni án þess, að fá á sig mark. Og hinir 10.000 áhorfendur á leiknum sneru vonsviknir heim, þeir hafa áreiöanlega verið að velta þvi fyrir sér, hvernig i ósköpunum leikmenn Dundee gátu farið að þvi að brenna af þeim aragrúa af dauðafærum, sem þeir fengu, auk þess, sem einhver hefur áreiðan- lega bölvað hinum knattliðuga markverði Tyrkjanna i sand og ösku. ★ ★ INTER MILAN — FC AMSTERDAM 1-2. Það, að FC Amsterdam skuli vinna Inter Milan á útivelli, sýnir bezt, hve gifurlega sterk hol- lenzku liðin eru orðin. Itölsku lið- in eru þekkt fyrir að fá ekki mörk á sig á heimavelli i Evrópukeppn- um, en Hollendingarnir höfðu skorað tvö þegar i hálfleik. Þar var að verki Wim Jansen, einn úr HM liði Hollands, hann skoraði bæði mörkin. Boninsegna minnk- aði muninn fyrir Inter i seinni hálfleik, en það má búast við, að hinir 15.000 áhorfendur, sem sáu leikinn, hafi farið mjög óánægðir heim. ★ ★ MALMÖ — REIPAS LATHI 3-1 Menn bjuggust við auðveldum sigri sænsku bikarmeistaranna, og kom það þvi, sem þruma úr heiðskiru lofti, er Hukka tók for- ystu fyrir Lathi þegar á 6. minútu. Það tók leikmenn Malmö nokkra stund að jafna sig eftir þetta, og I hálfleik hafði þeim að- eins tekizt að jafna, Larsson var þar að verki. Það var ekki fyrr en á siðustu 10 minútunum, að Malmö tókst að gera út um leik- inn, er Sjöberg og Larsson gerðu stööu Malmö aftur nokkuð sterka. ..Erfitt fyrir okkur qft leika gegn Sviss" — segir Halldór Jónsson, þjólfari og fyrirliði blakliðsins, sem tekur þótt í Norðurlandamótinu í Svíþjóð - * - islenzka landsliðið i handknatt- leik, sem tekur þátt i 4ra landa keppninni i Sviss, ásamt Sviss- lendingum, V-Þjóðverjum og Ungverjum, leikur sinn fyrsta Ieik ikeppninnii dag. Þá mæta is- lenzku leikmennirnir Sviss- lendingum I Zurich. „Við vitum litið sem ekkert um styrkleika Svissiendinga”...... sagði Páll Jónsson liðstjóri islenzka liðsins — þess vegna er það erfitt fyrir okkur að leika gegn þeim i fyrsta leiknum.” Það eru liðin tæp 14 ár ÓLAFUR JÓNSSON .... 70 ieikir. siðan tsland lék siðast gegn Sviss A-Þjóðverjar: Treysta á það — að íslenzka landsliðið nói stigi af Frökkum og Belgíumönnum „Við treystum þvi, að þið náið sigi frá Frökkum og Belgfumönn- um”... sögðu forráðamenn a-þýzka landsliðsins, eftir jafnteflisleik tslands og A-Þýzkalands I Madgeburg á dögunum. tslenzka lands- liðið, sem vakti athygli um alla Evrópu með jafnteflinu gegn A-Þjóðverjum, mun leika næstu tvo leiki slna i Evrópukeppni lands- liða á Laugardalsvellinum og verða þeir leiknir á mjög óhentugum tima fyrir Islenzka liðið — nefnilega i byrjun keppnistimabilsins 1975. Fyrst koma Frakkar hingað I heimsókn og Ieika hér 28. mai og aðeins átta dögumsiðar — 5. júni koma A-Þjóöverjar hingað og leika á Laugardalsvellinum. Það verður þvi nóg að gera fyrir landsliðs- mennina okkar, strax i byrjun keppnistimabilsins. — SOS. reyna að vinna sigur yfir Norð- mönnum og Dönum, — en ef þaö tekst ekki, þá er þö öruggt að við vinnum eitthvað af hrinum. Halldór sagði, að það væri mikill missir fyrir landsliðið, að fimm landsliðsmenn sem léku gegn Norðmönnum hér á landi sl. vetur, fara ekki með liðinu á Norðurlandamótið. En þeir leik- menn, sem hafa verið valdir i lið- ið, hafa æft mjög vel siðan i september. Liðið verður skipað þessum leikmönnum (landsleikir innan sviga): Anton Bjarnason, UMFL (2) Friðrik Guðmundss. tS (2) Gestur Bárðarson, Viking (0) Guðmundur Pálsson, Þrótti (2) Gunnar Árnason, Þrótti (0) Halldór Jónsson, tS, fyrirliði (2) Indriöi Arnórsson, tS (2) Torfi R. Kristjánss. UMFL (2) Valdimar Jónsson, Þrótti (2) Óskar Hallgrimss. Beiðab. (0) Eins og sést á þessu, þá leika þrir nýliðar i landsliðinu, þeir Gestur, Gunnar og Óskar. Islenzka liðið mun leika einn landsleik gegn Skotum, áður en haldið verður til Sviþjóðar. Sá leikur fer fram i Edinborg 30. október. Þá má geta þess, að þetta verður fyrsta utanlandsferð Islenzka blaklandsliðsins. —sos — segir Póll Jónsson. Við vitum lítið um styrkleika Svisslendinganna. Tæp 14 ór eru síðan við lékum gegn þeim „Wunderbar"! — hafa óhangendur Bayern eflaust hrópað, þegar Wunder innsiglaði sigur liðsins 3:2 yfir Magdeburg Það fór heldur betur um hina 70.000 áhorfendur á Olympia- stadion i Munchen, þegar leik- menn Magdeburg skoruðu annað mark sitt rétt fyrir ieikhlé, og höfðu þannig 2-0 forustu i hálfleik á móti Evrópubikarmeisturum Bayern Munchen, sem þarna voru að hefja vörn sina á titlinum. Þeir Hoffmann og Sparwasser skoruðu fyrir Madgeburg, og svo virtist, sem meistarar Bayern Munchen væru slegnir út f fyrstu lotu. En Gerd Muller, sem greinilega er að finna sitt gamla form, skoraði úr vitaspyrnu á 51. minútu, og minnkaði þannig muninn i 1-2. Við þetta mark urðu A-Þjóðverjarnir mjög tauga- óstyrkir, eins og i leiknum við ís- land i Magdeburg, og léku greinilega ekki með sama styrk- leika og áður. Þetta notfærði lið Bayern sér, og áður en yfir lauk hafði Múller skoraö annað mark, og svo innsiglaði Wunder sigur- inn, og er ekki að efa, að áhang- endur Bayern hafi hrópað „Wunderbar”. Hvort þessi 3-2 forysta dugir Bayern Munchen i seinni leiknum i Magdeburg þann 6. nóvember, skal látið ósagt, en hvað gerðu þeir ekki á mðti Dynamo Dresden i fyrra, unnu heimaleikinn fyrst 4- 3, og náði siðan 3-3 jafntefli i Dresden. Ó.O. GERD MULLER.-.skoraði tvö mörk fyrir Evrópumeistarana. „Möguleikar okkar á sigri eru mestir gegn Norðmönnum og Dönum — þeir eru ekki mjög sterkir um þessar mund- ir”...sagði Halldór Jónsson, þjálf- ari og fyrirliði islenzka landsliðs- ins I blaki, sem tekur þátt I Norðurlandamótinu i blaki. Það fer fram i Vaxjö i Suður-Sviþjóð dagana 1.-3. nóvember nk. Við munum leggja okkur alla fram og AXEL AXELSSON .... 4« lelkir. EINAR MAGNCSSON .. 50 leikir. — það var I HM-keppninni I V- Þýzkalandi 1961. Leikurinn fór fram i Wiesbaden og lauk með sigri islands 14:12 — þetta er i eina skiptið, sem íslendingar og Svisslendingar hafa leikið lands- leik i handknattleik. Aftur á móti, þá hafa is- lendingar oft leikið gegn V-Þjóð- verjum, og Ungverjum —• en aldrei hefur unnizt sigur gegn V- Þjóðverjum, aftur á móti höfum við unnið Ungverja einu sinni og einu sinni hefur orðið jafntefli. Árangur islenzka liðsins gegn þessum þjóðum litur þannig út: V-Þjóðverjar 10 0 0 10 170:217 Ungverjar 6 114 101:114 Þrir islenzkir leikmenn koma til með að leika timamótaleiki i 4ra landa keppninni — það eru þeir Axel Axelsson, ólafur Jóns- son og Einar Magnússon. Axel mun leika sinn 40 landsleik I ferðinni, ólafur sinn 70. og Einar sinn 50. og þar með hlýtur hann guliúrið. -SOS. „Möguleikar eru á sigri gegn Dönum og Norð- mönnum"

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.