Tíminn - 26.11.1974, Side 4
4
TÍMINN
Þriðjudagur 26. nóvember 1974.
Fangar sem
blóðgjafar
Arum saman hefur blóðbanki
Bretlands þegið blóð hjá
föngum. Blóðbillinn ók milli
fangelsanna, og fangarnir
röðuöu sér upp til að gefa blóð.
Margir fanganna sögðu, að það
að gefa sjúkum blóð styrkti
sjálfstraust þeirra og þeim
fyndist þeir aftur geta gert þjóö-
félaginu gagn. En nýlega
tilkynnti Blóðbankinn, að hann
myndi ekki framar taka við
blóði úr föngum. Astæðan fyrir
þvi er sú, að einn af hverjum 100
brezkum föngum ber i sér
hepatitisbakteriu eða einhverja
aðra smitandi blóðsjúkdóma.
Þetta er sambærilegt við að
meðal almennings væri einn af
hverjum 1000 með slikt smit. —
Dr. Thomas Cleghorn, forstjóri
eins héraðsblóðbankans, segir:
— Frá læknisfræðilegu sjónar-
miði er hreinlæti i fangelsum
okkar mjög ábótavant. Viö
getum varla verið undrandi yfir
að svo margir fangar þjást af
lifrarsjúkdómi.
Hollar ráð
leggingar um
sparnað
Japanir hafa orð á sér fyrir iðni
og sparneytni. Nú þegar kreppir
að hjá þeim i efnahagslifinu,
eins og fleiri, er gaman aö
forvitnast um, hvernig þeir
bregðast við. Nýlega birtust I
japanska vikuritinu Shukan
Gendai ráðleggingar til
sparnaðar fyrir svokallaða
flibbamenn: 1 1) Segðu konunni
þinni á hverjum morgni, hvað
hún sé falleg án fegrunarlyfja.
Vonandi hættir hún að kaupa
þau 2). Slepptu þvi að borða
hádegisverö, þegar þú ert
boöinn út að borða kvöldverð.
Boröaðu vel, og laumastu i disk
sessunautar þins, þegar hann er
byrjaður að drekka. 3) Ef
starfsfélagi þinn biður þig um
lán, skaltu snúa þér að honum
og segja: ,,Ég ætlaði einmitt að
fara aö biðja þig um lán”. 4)
Komistu i ókeypis sykur, t.d. á
veitingahúsi eða i flugvél, þá
skaltu muna eftir að fylla vasa
þina, áður en þú ferð heim.
Sykurinn hækkar nefnilega dag
frá degi. 5) Eyddu ekki
peningum i að kaupa sigarettu-
kveikjara. 1 bönkum og kaffi-
húsum geturðu fengið ókeypis
allar þær eldspýtur, sem þú
hefur þörf fyrir. 6) Þegar þú
kaupir þér nýja sokka, skaltu
ævinlega kaupa þrenna i sama
lit. Þótt gat komi á einn þeirra,
geturöu huggað þig við þá stað-
reynd, að þú átt enn fimm heila.
7) Notaðu heimasimann
eingöngu til þess að svara i
hann. Ef þú þarft að hringja, þá
blessaður notaðu simann á
vinnustaðnum. 8) Vertu i galla-
buxum og sportskyrtu, þegar þú
ferð úr og i vinnu, og hafðu
jakkafötin, skyrtuna og bindið
með þér i tösku. Siðan geturðu
skipt um föt á klósettinu, áður
en þú byrjar að vinna á
morgnana og aftur þegar þú
ferö heim. Þetta er mjög
mikilvægt sparnaðaratriði, þvi
þvottahús og efnalaugar taka
drjúgan skilding fyrir sina
þjónustu. 9) Notað afganginn af
hreinsikremi konunnar þinnar
(þegar hún hættir að mála sig,
þarf hún auðvitað ekki framar á
þvi að halda) til að bursta með
skóna þina, Það er makalaust
gott fyrir leðrið.
Tómatupp-
skeruvél
Rostelmasjverksmiðjan i
Rostov við Don hefur framleitt
tómatuppskeruvél. Eftir miklar
vangaveltur tókst sér-
fræöingum frá Sovétrikjunum,
Ungverjalandi og Búlgariu að
gera þessa vél.
Fyrst var reynt að rækta
tómata, sem hentuðu véltinslu
og siðan unnið að hönnun vélar-
innar. Vélin tinir tómatana af
runnunum og leggur þá á
færiband, sem sendir þá i kassa.
Vélin er mjög afkastamikil —
kemur i stað 150 manna
starfsliðs.
Barnajárn-
brautalest
Að
fráskildri stærð og þvi að
eimreiðarstjórar, farmiðasalar
og merkjaberar eru börn, er
barnajárnbrautin I Krasnojarsk
I Mið-Siberiu á allan hátt alvöru
járnbraut. Járnbraut þessi hef-
ur verið I gangi siðan 1936 og
hefur flutt 2 milljónir farþega .
Litli gufuknúði eimvagninn,
sem fyrst var notaður er nú á
safni. Um brautina er nú ekið
diseleimreið, sem ber hið skáld-
lega nafn „Draumurinn”.
Margir hinna ungu
„starfsmanna” hafa siöar meir
gerst járnbrautarstarfsmenn.
Járnfundur
í Ukraínu
I grennd
borgarinnar Saporosje i
suðurhluta tJkrainu hefur
fundist járnnáma og samkvæmt
útreikningum munu vera þar
um 320 milljónir tonna af járni.
Hægt er að vinna járnið ofan-
jarðar. Þetta er i fjóröa skiptið,
á nokkrum árum, sem járn
finnst á þessu svæði. Gildir
þessara funda eykst verulega
vegna þess, að stálverksmiðjur
eru þegar fyrir hendi i héraðinu.
Hvernig hægt er að bjarga
fólki ef ,,stendur í því"
Hafið þið heyrt um
„Heimlich-aðferðina”? Allir
ættu að kunna hana. Það er
hægt að bjarga fólki frá köfnun
með henni. Dr. Henry Heimlich,
yfirskurölæknir við Sjúkrahús
Gyðinga i Cincinnati, Ohio,
Bandarikjunum hefur gert at-
huganir og þróað þessa aðferð.
Hún er þannig, að ef það óhapp
gerist að einhver er að köfnun
kominn við matarborðið, eða af
öðrum orsökum, þá stillir
maður sér upp að baki hans,
leggur snarlega handleggina
utan um hann, gripur annarri
hendinni utan um úlnliö hinnar
handar og þrýstir fast að
þindinni rétt fyrir neðan rif-
beinin. Þessi meðferð þrýstir
loftinu uppúr lungunum og kem-
ur i veg fyrir köfnun. Dr.
Heimlich birti grein sl. júnii
timaritinu „Emergency
Medicine” um þessa björgunar-
aðferð. Siðan hefur þessi aðferð
oft verið reynd og i öllum tilfell-
um borið árangur.
Köfnunardauði út af mat eða
öðum hlutum I hálsi er i 5. sæti
yfir slysadauða i Bandartkjun-
um. Um 4000 manns deyja
þannig á ári hverju.
„Ef þú ætlar aö eyöa frlinu á
Mallorca, skaltu halda kjafti, og
halda áfram aö synda.”
„Nei, viö höfum engan eftir-
iaunasjóö. Þeir sem vinna hjá
þessu fyrirtæki komast sjaldnast
á þann aldur.”
DENNI
DÆMALAUSI
„Þaö hafa þaö allir gott hérna En
þegar þau fara aö þrasa er alveg
eins gott aö gefast upp strax.”