Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Tíminn - 26.11.1974, Side 7

Tíminn - 26.11.1974, Side 7
Þriftjudagur 26. nóvember 1974. TÍMINN 7 Flutningaskipastóllinn aldrei aukizt jafn mikið sagt fró drsfundi Hafnarsambands sveitarfélaga Halldór E. Sigurðsson, sam- göngumálaráöherra, skýrði frá þvi á ársfundi Hafnasamabands sveitarfélaga í Hafnarfirði s.l. föstudag, að samgönguráðu- neytiö myndi setja á stofn sam- starfsnefnd milli þess, Hafna- sambands sveitarfélaga og Hafnamáiastofnunarinnar til ráðuneytis um gerð framkvæmdaáætiana, gjald- skrármái hafna og meðferö hafnarmáia almennt. Lagði ráöherrann áherzlu á, að gott samstarf tækist milli þessara að- ila um meðferð hafnarmála og hafnarframkvæmda. Aðalsteinn Júllusson, hafna- málastjóri, skýrði frá þvl á fundinum, að unniö myndi að hafnarframkvæmdum I ár fyrir einn milljarð króna. Formaður Hafnasambands sveitarfélaga, Gunnar B. Guðmundsson, gat þess I setningarræðu sinni á fundinum, að aldrei hefði flutningaskipastóll landsmanna aukizt jafn mikið og á þessu ári. Keypt hafa verið til landsins 12 flutningaskip samtals 10.381 brl. að stærð og að auki 37 fiskiskip samtals á> 326 brl. að stærð. Þannig hefur skipastóll landsmanna stækkað I ár um 19.701 brl. í framhaldi af upplýsingum um þetta efni sagði formaðurinn á fundinum: „Þessi gifurlega aukning byggðist á óeðlilegu kaupæði á hvers kyns innfluttum varningi fram eftir árinu og þar af leið- andi óraunhæfri, eða a.m.k. skammvinnri flutningsþörf, .sem notuö var til þess að knýja á um leyfi til skipakaupa. Sökum ónógrar aöstööu eða starfsliðs til afgreiðslu I landi lágu mörg þess- ara skipa dögum og vikum saman I höfn hlaöin vörum og biðu losunar. Fjöldi þessara skipa er nú orðinn verkefnalaus hér innanlands, en ef til vill tekst með þessu aö byggja upp kaupskipaflota, er leitar erlendra markaða. Mikinn hluta flutningavandans s.l. sumar heföi verið unnt aö leysa með þvl aö verja andvirði 1/2 skips til þess aö reisa hafnar- skemmur t.d. i Reykjavik og á Akureyri og þar með auðvelda uppskipun, hraðari afgreiðslu skipanna og auka þannig nýtingu skipastólsins. Sem dæmi um möguleikana I þeim efnum má nefna, að 4 skip anna sama flutningamagni á ári eins og 5 skip, ef ferðatiminn er styttur úr 17 dögum I 14 daga.” A fundinum flutti Gisli Viggós- son, rannsóknarverkfræðingur, erindi um rannsóknir á sjávar- kröftum vegna hönnunar hafnar-' mannvirkja, og Gylfi Isaksson, verkfræðingur fjallaði um samræmingu eyöublaða og lagði fram á fundinum greinargerð um fjármál hafna. Var það megin- umræðuefni fundarins. Fram kom, að 40 milljón króna halli hefði orðið á rekstri hafna landsins á seinasta ári, þrátt fyrir nýja gjaldskrá, sem tekin var I notkun frá byrjun ársins. Sveitar- félög hlutaðeigandi hafna lögðu með höfnum sinum á árinu 1973 37.5 milljónir króna, og fyrir- sjáanlegt þótti, aö um verulegan hallarekstur yrði að ræða I ár og á næsta ári, þótt gjaldskrár yrðu hækkaðar I samræmi við tillögur um það efni, sem lagðar voru Afhenti trúnað- arbréf Hannes Jónsson afhenti hinn 20. nóvember forseta Þýzka alþýöu- lýðveldisins, Willy Stoph, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands I Þýzka alþýðulýöveldinu meö aðsetri I Moskva. fram og ræddar á fundinum. Gylfi Isaksson setti fram hugmynd um nýja flokkun hafna, þar sem gengið er út frá þvi, að einungis kaupstaða- og vöru- hafnir hafi möguleika á að standa undir framkvæmdakostnaði með eigin rekstrartekjum, en að flest- ar fiskihafnir geti ei aflað nægra tekna með gjaldskrárhækkun einni saman. Eigi að vera nokkur möguleiki á að hafnarsjoðir Þó að Kristmann Guðmundsson sé að sjálfsögðu kunnastur fyrir skáldsögur sinar, sem öfluðu hon- um kornungum mikilla vinsælda vlðs vegar um lönd, munu all- margir lesendur hans minnast þess, að hann hefur komiö vlðar við á ritferli slnum og m.a. lagt stund á ljóöagerð. Eftir kuldalega æsku, hrakninga og heilsuleysi, og vonlaus um skólagöngu og annan frama hér heima, tókst honum, einkum með góðfúsri að- stoð Þorsteins Gislasonar skálds og ritstjóra, að koma sér til Noregs, staðráðinn, eins og hann komst þá að orði, að „gera Is lendingum það til skammar að verða þeim til sóma”, en nokkru áður, aöeins tvitugur að aldri, hafði hann gefið út allmyndarlega ljóðabók Rökkursöngva (1922)» Kom hann henni á framfæri með þvi að safna sjálfur áskrifendum að henni. Eftir margra ára útivist fluttist Kristmann aftur til Is- lands og alllöngu slöar gaf Helgafell út aöra ljóðabók hans, Kristmannskver. Var hún prentuð I mjög litlu upplagi og báðar munu þessar bækur nú vera litt eða ekki fáanlegar. . En nú hefur Almenna bóka- félagið sent frá sér þriðju kvæða- bók Kristmanns og nefnist hún Leikur að ljóöum. Skiptist hún I þrjá kafla, Æskuljóð, Ljoð frá miðjum aldri og Ljóð frá siðari árum. Má ætla að bókin hafi að geyma flest þau ljóö , sem höfundurinn hefur viljað halda til haga, allt frá elzta ljóðinu, sem hann yrkir 11 ára og til hinna slðustu. Þó að Kristmann hafi átt mis- jöfnu atlæti aö fagna I uppvextin- um og snemma kynnzt biturri lifsreynslu, hefur bernska hans og æska engu að siður miölað hin- um ljóðræna unglingi mörgum unaðsdraumi og þangað hefur honum löngum verið tamast að láta hugann hvarfla. Æska og ástir verða honum tiðast þau yrkisefni sem lyfta ljóðunum upp yfir beiskju og sárindi langrar lifsreynslu og halda minningum hans hreinum og óvelktum. Auðvitaö væri mjög rangt að telja öll kvæði Kristmanns til sama yfirbragðs og einkenna. í siðari ljóðum hans er aö finna áhrif frá austrænni lifspeki, og sums staöar gætir þar nokkurs napurleiks, sem freistar hans til slikra hafna standi undir sinum hluta af hafnar gerðar- kostnaði, verði að efla Hafna- bótasjdð til mikilla muna frá þvi sem ákveðið er i núgildandi lög- gjöf. í stjórn Hafnasambands sveitarfélaga næsta starfsár voru kosnir: Gunnar B. Guðmundsson, hafnarstjóri i Reykjavik, Bolli Kjartansson, bæjarstjóri á Isa- að segja skoðun sina afdráttar- laust. Af þeim toga, er t.d. kvæðið Andvökunótt, sem höfundurinn krefur sagna sjálfan djöfulinn, sem náð hefur drottinsvaldi i sál unnustu hans og þröngvað henni til illverka. Komin er út hjá bókaútgáfunni Iðunni ný bók eftir brezka met- söluhöfundinn, Alistair MacLean, sem náð hefur miklum vinsæld- um hérlendis. Nefnist hún Dauða- gildran og fjallar um æsispenn- andi og ógnvekjandi kappakstur. A bókarkápu segir m.a.: ,,A einni stærstu kappaksturs- braut Evrópu gerast dularfullir atburðir. Johnny Harlow, heims- meistarinn i kappakstri, virðist enn einu sinni valdur að ástæðu- lausum dauða keppinautar sins á kappakstursbrautinni. Ung stúlka er hálflimlest og eiginkona firði, Pétur Bjarnason, hafnar- stjóri á Akureyri, Sigurður Hjaltason, sveitarstjóri, Höfn i Hornafirði og Alexander Stefáns- son, oddviti I ólafsvik. Bæjarstjórn Hafnarf jarðar bauð þátttakendum til hádegis- verðar meðan á fundinum stóð og að fundi loknum skoðuðu þátt- takendur álverið i Straumsvik og hafnarmannvirki þar i boði is- lenzka álfélagsins. Fundinn sátu 45 fulltrúar frá 35 aöildarhöfnum sambandsins, og allmargir gestir. — ný Ijóðabók eftir Kristmann Leikur að ljóöum er 107 bls, að stærð og hin fegursta að öllum frágangi. Kápu gerði teiknistofa Torfa Jónssonar, en setningu, prentun og bókband leysti Prent- smiðja Hafnarfjarðar af hendi. auðjöfurs hverfur á ótúrskýran- legan hátt. 1 skjóli þessara atburða leynist úthugsaðasta samsæri miskunnarlausra glæpamanna sem einskis svifast til að ná markmiði sinu. Eitt rangt skref — og hinn óvarkárni verður að gjalda með lifi sinu. Og svo fer um marga áður en hinn æsi- spennandi kappakstur nær óhuganlegu hámarki i frönsku ölpunum.” Bókin er þýdd af Andrési Krist- jánssyni. Reiknistofa bankanna óskar að ráða eftirfarandi starfsfólk: 1. Sérfræðing i stjórnforskriftum. Kostur að hafa þekkingu á DOS, BAL og PL/1 en ekki skilyrði. Umsækjandi verður að geta farið til þjálfunar erlendis. 2. Tölvustjórar. Reynsla eða þekking á tölvustjórn eða forskriftagerð kostur en ekki skilyrði. Keyrslur fara fram undir DOS/VS IBM 370/135. 3. Aðstoðarfólk við móttöku og frágang verkefna, fyrir og eftir tölvuvinnslu. Óskað eftir umsækjendum með banka- menntun, stúdentsprófi eða tilsvarandi. Ráðning samkvæmt almennum kjörum bankastarf smanna. Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofu Bankanna, Laugavegi 120, Reykjavik, fyrir 1. desember 1974. Myndin er tekin á ársfundi Hafnasambandssveitarfélaga i Iðnaðarmannahúsinu i Hafnarfirði. (Ljósm. Gunnar Vigfússon) Leikur að Ijóðum Ný bók eftir Alistair AAacLeart CAV Olíu- og loftsíur i flestar tegundir bifreiða og vinnu- véla G 13LOSSH Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstaeði • 8-13-52 skrifstofa Rafgeymar í miklu úrvali 13LOSSL Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa SAMVIRKI Kaupmenn, Kaupfélög, Innkaupa- stjórar Hið vinsæla og þrosk- andi Matador-spil fyr- irliggjandi Hagstætt verð. Pantið strax. APPIRS V Ö R U R H/t Skúlagötu 32 Sími 84430 og 84435 Húsavið- gerðir s.f. Látið okkur skoða hús- eignína fyrir veturinn. Sími 12197.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.