Tíminn - 26.11.1974, Side 15
Þriðjudagur 26. nóvember 1974.
TÍMINN
15
Daniels skoraði 2 mörk
í sínum fyrsta leik...
ENN HARÐNAR baráttan um
toppinn i Englandi. Nú skilja
fjögur stig efsta liðið, Manchester
City og það lið, sem er i tólfta
sæti, Middlesbrough. Forystu-
sauður deildarinnar núna er lið
Manchester City, sem vann góðan
sigur yfir Leicester á laugardag-
inn var, 4-1. Denis Tueart var
maðurinn á bak við góðan leik
Manchester liðsins, hann skoraði
mark strax eftir 35 sek. leik, og
átti Leicester i miklum erfiðleik-
um með hann allan ieikinn,
Birchenall jafnaði leikinn fyrir
hlé, en seinni háifleikur var ein-
stefna á mark Leicester. Hinn
ungi Daniels, sem þarna lék sinn
fyrsta leik fyrir Manchester City
skoraði tvö mörk með stuttu
millibili, og Colin Bell skoraði svo
siðasta mark leiksins á 70.
minútu, og varð lokastaðan
þannig 4-1.
A meðan i nokkurra kilómetra
fjarlægð, nánar tiltekið i Liver-
pool, lék samnefnt heimalið á
móti West Ham frá Lundúnum.
Leikurinn þótti mjðg skemmti-
legur, og Day i marki West Ham
átti enn einn snilldarleikinn, það
— með Manchester City, sem vann
stórsigur yfir Leicester 4:1
★ Day ótti stórleik í marki West Ham
ó Anfield Road í Liverpool
★ Noble skoraði „Hat-trick" þegar
Burnley tók Newcastle í kennslustund
★ Bikarkeppnin er hafin
JOHN TOSHACK.... féll á læknis-
skoðun.
var fyrst og fremst hann, sem
bjargaði jafnteflinu i höfn fyrir
West Ham. Það var West Ham
sem tók forystuna þegar á 10.
minútu leiksins, er Robson skor-
aði óvænt úr erfiðri stöðu. Þessi
forysta Lundúnaliðsins var
aðeins til staðar i eina minútu, þá
átti Tommy Smith skot að marki
West Ham, sem fór i varnarmann
og inn. Það, sem eftir var af
leiknum, sótti lið Liverpool
meira, en sem fyrr segir
strandaði allt á hinum unga, en
frábæra Day i marki West Ham.
Þannig skilja aðeins þrjú stig
efsta liðið, og West Ham, sem er i
sjötta sæti.
Úrslitin á laugardaginn urðu
annars, sem hér segir, en vegna
mikilla rigninga i Suður-Englandi
varð að fresta tveimur leikjum i
1, deild og jafn mörgum i 2. deild.
1. deild
Burnley—Newcastle 4-1
Carlisle—Leeds 1-2
Chelsea—Sheffield Utd. fr.
Coventry—Arsenal 3-0
Derby—Ipswich 2-0
Liverpool—West Ham 1-1
Luton—Everton fr.
Manchester City—Leicester 4-1
Middlesbrough—Q.P.R. 1-3
Tottenham—Birmingham 0-0
Wolves—Stoke 2-2
2. deild
Aston Villa—Portsmouth 2-0
Bristol—Cyti—Blackpool 0-1
Hull—Manchester Ut. 2-0
Millwall—Cardiff fr.
Norwich—Bolton 2-0
Nottingham—York 2-1
Orient—WBA 0-2
Oxford—Bristol R. 2-1
Sheffield Wed.—Fulham 1-0
Southampton—Oldham fr.
Sunderland—Notts. 3-0
Ipswich féll af toppinum niður i
þriðja sæti, við 0-2 tapið i Derby.
Sigur Derby var mjög sanngjarn,
og hefði vel getað orðið miklu
stærri, en sérstaklega var
Francis Lee ekki á skotskónum i
þessum leik, hann átti ein fimm
dauðafæri, sem hann misnotaöi
öll. Auk þess, var Siveil i marki
Ipswich i miklu stuði, hann varði
hvað eftir annað glæsilega, og
þulir BBC tóku svo stórt upp i sig,
að segja, að i þessum leik hafi
Sivell I tvö skipti sýnt þá beztu
markvörzlu, sem þeir nokkru
sinni höfðu séð, og hafa þeir þó
séð margt um dagana. Hector
skoraði fyrsta markið á 8. mínútu
og Rioch skoraði siðan á 28.
minútu, og þannig hélzt staðan út
leikinn. Ipswich liðið átti að visu
sin marktækifæri, en liðið var
samt langt frá þvi að ná jafntefli
út úr þessum leik.
Middlesbrough tapaði óvænt á
heimavelli fyrir Q.P.R., 1-3. Dave
Sexton, framkvæmdastjóri
Q.P.R. sagði eftir leikinn, að
þetta hafi verið bezti leikur
Q.P.R. undir hans stjórn. Stan
Bowles skoraði fyrsta mark leiks-
ins snemma i fyrri hálfleik, glæsi-
legt skallamark. Don Givens
bætti svo öðru markinu við
skömmu seinna, og hélzt staðan
þannig þar til á 80. minútu
leiksins, að Alan Foggon minnk-
aði muninn fyrir „Bobo”. Ahorf-
endur voru þá greinilega farnir
að vonast eftir jöfnunarmarki frá
Middlesbrough, en á 87. minútu
varð sá draumur þeirra að engu,
þegar stórkostleg samvinna
Bowles og Thomas skildi Don
Rogers eftir á auðum sjó, og hann
átti auðvelt með að skora sitt
fyrsta deildarmark fyrir Rang-
ers.
Clfarnir náðu jafntefli á siðustu
minútu i leiknum á móti Stoke,
Hibbitt skoraði þá úr vitaspyrnu
fyrir þá. Salmons skoraði fyrsta
mark leiksins fyrir Stoke, en
Powell jafnaði fyrir Wolves rétt
fyrir hlé. Liö Úlfanna sýndi skin-
andi góðan leik I fyrri háifleik, en
nú var við Peter Shilton i marki
Stoke að etja, og hann sýndi hvers
vegna Stoke greiddi fyrir hann
335.000 pund með þvi að verja
hvað eftir annaö snilldarlega.
Robertson skoraði svo mark fyrir
Stoke I seinni hálfleik, og virtist
svo sem þaö myndi vera sigur-
mark leiksins, þar til á siðustu
minútu, eins og áður sagði.
Burnley átti sinn bezta leik um
langan tima, er þeir tóku lið New-
castle i kennslustund á Tur Turf
Moor vellinum sinum. James
færði Burnley forystu i fyrri hálf-
leik, en hann skoraði úr
vitaspyrnu, og var staðan þannig
i hálfleik. En i seinni hálfleik tók
Peter Noble leikinn i sinar
hendur, eða réttara sagt fætur,
þvi hann skoraöi þrjú mörk fyrir
Verður Toshack
skilað aftur?
— hann féll ó læknisskoðun hjó Leicester
★ Peter Shilton seldur til Stoke ó 335 þús. pund
Tveir frægir leikmenn skiptu um félag i Englandi i s.l. viku. Leicester fékk
loks nógu gott tilboð i Peter Shilton, Stoke bauð 335.000 pund fyrir hann, og
var þvi tilboði auðvitað tekið. Shilton lék sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja félag
s.l. laugardag á móti Wolves á Molineux og stóð sig mjög vel.
Hinn leikmaðurinn, sem skipti um félag, var John Toshack. Hann fór frá Liverpool til Leicester fyrir
160.000 pund, hann hafði misst stöðu sina i Liverpoolliðinu til Ray Kennedy, og var óánægður yfir að
þurfa aðleika I varaliðinu. Hann áttiaðleika fyrir Leicester á móti Manchester City s.l. laugardag, en i
læknisskoðun, sem framkvæmd var, eftir að hann kom til Leicester, fundu læknarnir eitthvað ath’uga-
vert við heilsu hans, og Leicester ákvað, að frekari læknisskoðanir yrðu gerðar eftir helgina, og yrði þá
tekin ákvörðun um, hvort honum yrði skilað aftur. Af þessum ástæðum var Toshack ekki látinn leika i
Manchester. ó.O.
MERVYN DAY........ átti snilldar-
leik I marki West Ham.
Burnley á skömmum tima. Eina
svar Newcastle við þessum
ósköpum var mark frá Barrow-
clough, en það vó ekki mikið á
móti fjórum mörkum Burnley.
Lengi vel leit svo út, sem að
Carlisle tækist að sigra meistar-
ana, Leeds United, á heimavelli
sinum Brunton Park. Martin
skoraði mark Carlisle I fyrri hálf-
leik, og það var ekki fyrr en seint i
leiknum, að Jordan og McKenzie
skoruðu fyrir Leeds, og urðu
þannig þess vaidandi, að Carlisle
tapaði sfnum fimmta leik i röð.
Coventry hafði mikla yfirburði
yfir Arsenallið, sem greinilega
var vængbrotið án Terry Mancin-
is, en hann er i leikbanni um þess-
ar mundir. Mortimer skoraði
fyrir Coventry þegar á fjórðu
minútu leiksins, og Arsenal getur
þakkað Rimmer i markinu það,
að mörkin urðu ekki fleiri i fyrri
hálfleikl. Coventry gerði siöan út
um leikinn I seinni hálfleik með
tveimur vitaspyrnum, sem þeir
Stein og Carr tóku, sú fyrri eftir
að Green var brugðið innan vita-
teigs, og sú siðari eftir að Stein
var brugðið inni i teignum.
Tottenham og Birmingham
spiluðu fótbolta eins og áhorf-
endur vilja EKKI sjá, þegar þau
mættust á White Hart Lane. Ekki
var mikiö um marktækifæri i
leiknum, en litlu munaði samt, að
Birmingham færi með bæði stigin
heim með sér, þegar Burns slapp
inn fyrir vörn Tottenham á
85.minútu. Jennings kom hlaup-
andi út á móti honum, en skot
og Robson (2) skoruðu fyrir Sund-
erland á móti Notts County.
Manchester hefur þannig ennþá
fjögurra stiga forystu yfir Sunder
land og Norwich, sem vann
Bolton á laugardaginn með mörk-
um Millers (2). En á milli
Manchester Utd. og liðs nr. 4 er
komið langt bil, heil átta stig, en
Aston Villa, WBA og Hull hafa öll
21 stig.
Fyrsta umferð enska bikarsins
hófst á laugardaginn, en þá taka
þátt öll lið þriðju og fjórðu deildar
ásamt 36 liðum utan deildanna,
sem hafa áunnið sér rétt til
þátttöku meö langri og strangri
keppni. Venjulega er nokkuð um
það, að utandeildarliðin vinni
deildarliðin, og komist þannig
áfram i keppninni á kostnað
þeirra, en ekkert slikt gerðist nú.
Að visu gerðu nokkur utandeild-
arlið jafntefli við lið úr 3. og 4.
deild á útivelli, og geta þannig
slegið þau út, þegar á heimavöll
kemur, en ennþá hefur engin
„giant-killing” átt sér stað. Hér
eru nokkur athyglisverðustu úr-
slitin úr þessum leikjum.
Blyth Spartans—Preston N.E. 1-1
Crewe Alexandra—Gateshead 2-2
Hitchin—Cambridge Utd. 0-0
Matlock—Blackburn 1-4
Peterborough—Weymouth 0-0
PortVale—Lincoln 2-2
Rochdale—Marine 0-0
Scunthorpe—Altrincham 1-1
Shrewsbury—Wigan 1-1
Slough—Brentford 1-4
Stockport—StáffordR. 0-0
Swindon—Reading 4-0
Watford—Colchester 0-1
1 Skotlandi tapaði Rangers i
fyrsta skipti, og hafa þannig öll
lið I deildunum i Englandi og
Skotlandi tapað leik. Rángers lék
á heimavelli á móti Hibernian og
tapaði 0-1, markið fyrir Hibs
skoraði Harper, sem áður lék
með Everton. Celtic gerði
jafntefli á móti öðru Edinborgar-
liði, Hearts á útivelli 1-1, og náði
Celtic þannig forystu i deildinni
markatölu fyrir Rangers. —O.O.
STAÐAN
1. DEILD
Manch.City 19 10 4 5 24-23 24
Liverpool 18 10 3 5 24-13 23
Ipswich 19 10 2 7 25-14 22
Everton 18 5 12 1 23-18 22
Derby 19 8 6 5 32-27 22
WestHam 19 8 5 6 35-28 21
Stoke 18 7 7 4 31-25 21
Sheff.Utd. 18 8 5 5 27-29 21
Birmingh 19 8 4 7 30-25 20
Newcastle 18 7 6 5 26-24 20
Burnley 19 8 4 7 32-30 20
Middlesbro 18 7 6 5 25-24 20
Wolves 19 5 8 6 22-25 18
QPR 18 6 5 7 22-24 17
Coventry 19 5 7 7 27-36 17
Leeds 18 6 4 8 23-21 16
Tottenham 18 5 5 8 22-25 15
Leicester 17 5 5 7 20-24 15
Arsenal 18 5 4 9 21-25 14
Chelsea 18 3 8 7 19-23 14
Carlisle 19 5 3 11 16-21 13
Luton 18 1 7 10 15-28 9
2. DEILD
Burns lenti i stöng og fyrir fætur Manch.Utd . 19 13 3 3 31-11 29
floward Kendalls, sem skaut að Sunderland 18 10 5 3 30-12 25
tómu markinu, en knötturinn Norwich 18 9 7 2 26-13 25
lenti I fótum Jennings, þar sem Aston Villa 18 8 5 5 28-15 21
hann var aö hlaupa til baka i WBA 19 7 7 5 23-15 21
markiö. Undir lokin voru hinir Hull City 19 7 7 5 24-32 21
rúmlega 27.000 áhorfendur farnir Bristol City 18 7 6 5 16-11 20
aö syngja „What a load of Oxford 19 8 4 7 18-28 20
rubbish”, eða „hvilik endemis Blackpool 19 6 7 6 18-15 19
vitleysa.” Bolton 18 7 5 6 21-19 19
Leikjum Chelsea og Sheffield Nottm.For. 19 8 3 8 22-26 19
Utd. og Luton á móti Everton var Notts Co. 19 5 8 6 23-26 18
frestað vegna blautra valla, en Bristol Rov. 19 6 6 7 17-22 18
mjög mikið hefur rignt i Englandi York City 19 6 5 8 24-26 17
að undanförnu. Orient 18 4 8 6 13-21 16
1 annarri deildinni tapaði Fulham 18 5 5 8 21-18 15
Manchester Utd. þriðja leik Oldham 17 5 5 7 18-21 15
sinum i deildinni, — nú fyrir Hull South.ton 17 5 4 8 22-26 14
á útivelli 0-2. Lord og Wagstaff Sheff.Wed 19 4 6 9 20-28 14
skoruöu mörk Hull. Aston Villa Millvall 18 4 5 9 18-26 13
vann Portsmouth með mörkum Cardiff 17 5 3 9 18-27 13
Hamilton og Little, en Porterfield Portsmouth 19 2 8 9 13-26 12