Fréttablaðið - 04.01.2005, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
ÞRIÐJUDAGUR
KIRKJUR Í EYJAÁLFU Klukkan korter
gengin í eitt í dag flytur Ian Breward, pró-
fessor við Melbourne-háskóla, fyrirlestur í
safnaðarheimili Neskirkju um kirkjur í Eyja-
álfu og nýleg átök í ensku biskupakirkjunni.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
4. janúar 2005 – 2. tölublað – 5. árgangur
● tekur við nýrri útvarpsstöð
Hættir sem
ritstjóri DV
Illugi Jökulsson:
▲
SÍÐA 30
ÞRÓUNARRÍKI ÖRVÆNTA Evrópusam-
bandið, fátæk þróunarríki og eyríki vilja að
viðræður hefjist um frekari minnkun útblást-
urs gróðurhúsalofttegunda. Bandaríkjastjórn
dregur hins vegar fæturna. Sjá síðu 8
JAPANSFÖR HUGLEIDD Ekki er von á
svari frá japönskum stjórnvöldum varðandi
mál skákmeistarans Bobby Fischer fyrr en í
fyrsta lagi í dag, sem er fyrsti virki dagur eftir
áramót ytra. Sæmundur Pálsson og föruneyti
hugleiða utanför. Sjá síðu 4
NIÐURFELLIN TOLLKVÓTA Um ára-
mót féllu niður tollakvótar á vefnað sem
framleiddur er í Kína og fluttur til Evrópu-
sambandslandanna. Samtök verslunar og
þjónustu telja afleiðingar geta bæði verið
góðar og slæmar. Sjá síðu 8
SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI SELST VEL
Sprenging hefur verið í nýbyggingum á skrifstofu-
húsnæði síðastliðin fimm ár. Skriður á markaðn-
um fyrir eldri eignir sem hafa lengi staðið auðar.
Allt að helmings verðmunur á fermetranum eftir
ástandi og staðsetningu. Sjá síðu 10
Kvikmyndir 26
Tónlist 26
Leikhús 26
Myndlist 26
Íþróttir 22
Sjónvarp 28
● heilsa
Golffíkill í
fitubollubolta
Jón Gunnar Geirdal:
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
SNJÓÉL SUNNAN OG VESTAN
Úrkomuminna annars staðar. Hiti við frost-
mark en eilítið yfir því sunnan til. Sjá síðu 4
Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
ÓVEÐUR Stórt snjóflóð sem talið er
hafa verið allt að 150 metra breitt
féll á Skutulsfjarðarbraut, aðal-
götu Ísafjarðarbæjar, síðdegis í
gær. Flóðið eyðilagði ljósastaur
og lenti á snjóruðningstæki en
ökumaðurinn þess slapp. Þrjú
önnur snjóflóð féllu á Vestfjörð-
um. Eitt þeirra féll á snjóflóða-
varnargarð við sorpeyðingar-
stöðina Funa í Engidal, annað á
Hnífsdalsveg og hið þriðja féll
við hesthúsahverfið í Hnífsdal.
Hús hafa verið rýmd og hafa
um 140 manns yfirgefið heimili
sín á Ísafirði, Bolungarvík,
Hnífsdal, Dýrafirði, Önundar-
firði og Patreksfirði. Sólarhrings-
vakt er á Veðurstofunni vegna
hættunnar. Hún taldi ekki tíma-
bært að hleypa fólkinu heim í
gærkvöld en aðstæður verða end-
urskoðaðar í dag. Á miðnætti var
umferð um aðalgötuna lokað,
samkvæmt upplýsingum al-
mannavarnanefndar bæjarins.
Nefndin ráðleggur fólki að vera
ekki á ferli.
Um 60 björgunarsveitarmenn
frá 11 björgunarsveitum Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar
voru að störfum víða um land í
gær. Hjálparsveit skáta í Hvera-
gerði var á ferðinni á Hellisheiði
til aðstoðar bílstjórum sem áttu í
vandræðum vegna veðurs og
ófærðar. Björgunarsveitir í
Húnavatnssýslu hafa verið að
störfum frá því um miðjan dag
vegna veðurs og ófærðar ásamt
því að aðstoða við sjúkraflutning.
Segja má að allar björgunarsveit-
ir á Vestfjörðum hafi verið að
störfum í dag vegna mikillar
ófærðar og óveðurs.
Hjörleifur Ólafsson hjá Vega-
gerðinni segir blindbyl og gríðar-
legt fannfergi á Vestfjörðum.
Vegir séu nær allir ófærir. Stefnt
verði að mokstri en ólíklegt sé að
af því verði eins og spáin sé.
Veðurstofan spáir ofankomu á
Ísafirði fram á fimmtudag.
sjá síðu 4
HAMFARIR Íslensk stjórnvöld hafa
orðið við beiðni sænskra yfir-
valda um að flugvél Loftleiða,
sem væntaleg er til Svíþjóðar
með slasaða sænska ferðamenn
frá Taílandi í kvöld, fari aðra ferð
suður til Taílands strax í fyrra-
málið. Óski sænsk stjórnvöld eft-
ir því að vélin fari þriðju ferðina
munu íslensk stjórnvöld taka já-
kvætt í það samkvæmt heimild-
um Fréttablaðsins. Enn er rúm-
lega 2.900 Svía saknað eftir ham-
farirnar á annan dag jóla.
Svíarnir sem flogið verður
með frá Taílandi í dag eru mikið
slasaðir en þó enginn í bráðri lífs-
hættu. Friðrik Sigurbergsson,
læknir og leiðangursstjóri, segir
alla farþegana hafa misst ætt-
ingja, auk þess sem munaðarlaus
börn séu um borð.
„Þetta ætti að vera einfaldur
sjúkraflutningur miðað við veik-
indi fólksins og áverka. Um borð
er þó fólk sem hefur gengið í
gegnum hörmungar sem orð fá
ekki lýst,“ segir Friðrik.
Eins Íslendings er enn saknað
í Taílandi og verður haldið áfram
að reyna að ná sambandi við
hann. Vitað er að hann er lífs þar
sem hann hefur notað greiðslu-
kort. Níu manns sem leitað hafði
verið höfðu í gær samband við
fjölskyldur sínar og amaði ekkert
að þeim.
Sjá síðu 2, 4, 6, 11 og 14.
DAGAR EFTIR AF
JANÚARTILBOÐI TOYOTA
28
RAV4
Tilboðsverð
2.590.000 kr.
18-49 ára
Me›allestur dagblaða
Allt landið
Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04
69%
43%
MorgunblaðiðFréttablaðið
Hús rýmd vegna
snjóflóðahættu
Nokkur snjóflóð féllu á Vestfjörðum í gær en engan sakaði. Um 140
manns víðs vegar um Vestfirði hafa yfirgefið heimili sín. Björgunar-
sveitir aðstoðuðu fólk vegna ófærðar.
ÓVEÐUR Á VESTFJÖRÐUM Snjóflóðahætta hefur verið víða á Vestfjörðum. Nær 140 íbúar hafa yfirgefið heimili sín sem eru á hættu-
svæðum, um áttatíu á Patreksfirði, nær fjörutíu í Ísafjarðarbæ og tuttugu á Bolungarvík. Almannavarnanefndir staðanna funda reglulega og
meta ástandið. Sólarhringsvakt er á Veðurstofunni. Myndin er tekin á Silfurtorgi á Ísafirði um þrjúleytið í gær.
Hólmavík:
Lúsasjampó
sótt í ófærð
HEILBRIGÐISMÁL Í hríðarbyl og
ófærð þurfti að útvega auknar
birgðir af lúsasjampói í Hólmavík í
gær, en óværan hefur stungið sér
niður í bænum síðustu daga.
Guðmundur Sigurðsson, læknir
á Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur,
sagði langt því frá að nokkuð
ófremdarástand væri vegna lúsar-
innar. „Faraldurinn er ekki meiri
en er oft á hverjum vetri í Reykja-
vík,“ sagði hann. „Við gerðum ráð-
stafanir til þess að auka sjampó-
birgðirnar þannig að nóg er til,“
bætti Guðmundur við og taldi ekki
að fólk þyrfti að halda börnum sín-
um heima við skólasetningu í dag
af ótta við lús. -óká
Fasteignaviðskipti:
Velta jókst
á milli ára
FASTEIGNIR Heildarupphæð veltu
vegna fasteignakaupa á höfuð-
borgarsvæðinu á árinu 2004 var
177 milljarðar
króna saman-
borið við 125,6
m i l l j a r ð a
króna árið
2003. Sam-
kvæmt Fast-
eignamati rík-
isins var með-
alupphæð á
hvern kaup-
samning 17,6
milljónir í
fyrra en árið
2003 var með-
alupphæð á
samning 14,8
m i l l j ó n i r
króna.
Árið 2004
var 10.045
kaupsamningum um fasteignir
þinglýst við embætti sýslumanna
á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2003
var 8.465 kaupsamningum þing-
lýst. Kaupsamningum fjölgaði því
um 18,7 prósent.
- th
MINNINGARATHÖFN Á PHUKET-EYJU
Líkkistur sex sænskra fórnarlamba hamfar-
anna í Asíu voru fluttar frá Phuket-eyju í
Taílandi í gær. Sænskir prestar og ættingjar
hinna látnu vottuðu þeim virðingu sína
áður en flugvélin hélt til Svíþjóðar.
Vél Loftleiða lendir í Svíþjóð í kvöld með slasaða sænska ferðamenn:
Svíum heitið frekari aðstoð
BLOKKARÍBÚÐIR
Meðalupphæð kaup-
samninga á síðasta
ári var samkvæmt
Fasteignamati ríkisins
17,6 milljónir króna.