Fréttablaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 4
4 4. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR AFHENTI LYKLA OG LUKKUGRIP Tinna Gunnlaugsdóttir tók við starfi þjóðleikhússtjóra í gær. Við þetta tilefni gaf Stefán Baldursson, fráfarandi þjóðleikhússtjóri, henni lukkugrip, lítinn þríhöfða þurs, sem hann keypti í Noregi fyrir nokkrum árum. Þjóðleikhúsið var þá á leikferðalagi í Björgvin og keypti Stefán gripinn rétt áður en lagt var af stað heim. Þegar vélin var nýlögð af stað var henni snúið við og lent í Osló þar sem farþegunum var sagt að hún hefði misst nokkra lítra af olíu. Upp frá því leit Stefán svo á að um lukkugrip væri að ræða og gaf henni í upphafi starfsferils hennar í Þjóðleikhúsinu. ÓVEÐUR Hús hafa verið rýmd í Bol- ungarvík, Hnífsdal, Ísafirði og Pat- reksfirði vegna hættu á snjóflóðum. Sólarhringsvakt er á Veðurstofunni vegna hættunnar. Hún taldi ekki tímabært að hleypa fólkinu heim í gærkvöld. Aðstæður verða endur- skoðaðar í dag. Snjóathugunarmenn fylgjast með fannferginu á Vest- fjörðum. Alls hefur 38 manns verið gert að yfirgefa heimili sín á Ísafirði, í Hnífsdal, Dýrafirði og Önundar- firði. Snjóflóð féllu á snjóflóðavarn- argarð við sorpeyðingarstöðina Funa í Engidal, skammt frá Ísafirði, á aðalgötu bæjarins, Skutulsfjarð- arbraut, á Hnífsdalsveg og við hest- húsahverfið í Hnífsdal. Á miðnætti var umferð um aðalgötuna lokað samkvæmt upplýsingum almanna- varnarnefndar bæjarins. Hún ráð- leggur fólki að vera ekki á ferli. Á Patreksfirði fóru um áttatíu manns frá tuttugu heimilum sínum. Hefill keyrir á undan lögreglunni á staðnum þegar hún þarf að komast leiðar sinnar um ófærar götur bæj- arins. Lögreglan segir fólk flest gista hjá vinum og vandamönnum en fjöldahjálparstöð hafi verið kom- ið á fót í félagsheimilinu. Björgun- arsveit bæjarins hafi verið kölluð á Klettháls þar sem fólksbíll og jepp- lingur komust ekki leiðar sinnar. Þeir hafi verið dregnir heim. Í Bolungarvík voru sjö hús rýmd. Jónas Guðmundsson lög- reglustjóri, sem setu á í almanna- varnanefnd, segir að samkomulag hafi náðst við íbúana tuttugu. Sumir þeirra höfðu deginum áður neitað að yfirgefa hús sín. Auk snjóflóðahættunnar á Vest- fjörðum var rafmagnslaust á Barðaströnd um nokkurra klukku- stunda skeið. Flutningabíll Kaup- félags Steingrímsfjarðar sat fastur um eina og hálfa klukkustund við Broddanes á Ströndum og mokstri Vegagerðarinnar þar var hætt. Hjörleifur Ólafsson hjá Vega- gerðinni segir blindbyl og gríðar- legt fannfergi á Vestfjörðum. Vegir séu nær allir ófærir. Stefnt verði að mokstri en ólíklegt sé að af því verði eins og spáin sé. Veðurstofan spáir ofankomu á Ísafirði fram á fimmtudag. - gag@frettabladid.is Austur-Húnavatnssýsla: Rútur fengu aðstoð í byl ÓVEÐUR Fimmtán björgunarsveitar- menn á sérútbúnum björgunar- sveitarbílum frá þremur sveitum í Húnavatnssýslu aðstoðuðu rútur Norðurleiða og fólksbíla í gegnum Víðidal í Húnavatnssýslu í gær. Hilmar Frímannsson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita á svæði níu, segir veðrið hafa verið snarvitlaust frá Gljúfrárbrú á sýslumörkunum og yfir í Víðihlíð. Ásgeir Yngvason, bílstjóri Norð- urleiða, var síðdegis um fjóra tíma á eftir áætlun á leið til Akureyrar með þrjátíu og sex farþega og taldi enn þrjá tíma eftir. „Fólkinu líður vel. Við stoppuðum tvo tíma í Stað- arskála og svo aftur í Víðihlíð,“ sagði hann. - gag Stundar þú líkamsrækt? Spurning dagsins í dag: Fórst þú á áramótabrennu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 56% 44% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Heilbrigðisráðuneytið: Samið við lækna HEILBRIGÐISMÁL Samninganefnd heilbrigðismálaráðherra og fulltrú- ar Íslenska bæklunarlæknafélags- ins hafa gert nýjan samning um greiðslur fyrir bæklunarlækningar sjúkratryggðra samkvæmt lögum um almannatryggingar. Samningurinn tekur til læknis- verka sjálfstætt starfandi bæklun- arlækna. Hann gildir frá 1. janúar 2005 til 31. mars 2008 og er efnis- lega í samræmi við nýgerðan samn- ing við aðra klíniska sérfræði- lækna. Með samningnum við bækl- unarlækna eru allir samningar við klíníska sérfræðilækna í höfn. ■ Forsetakosningar: Mesic með mest fylgi KRÓATÍA, AP Stipe Mesic, forseti Króatíu, sagðist í gær sannfærður um að hann myndi ná endurkjöri eftir að hann fékk mest fylgi í forseta- kosningum á sunnudag. Mesic var hársbreidd frá því að fá meirihluta at- kvæða. Þar sem það tókst ekki verður kosið á ný á milli hans og J a d r a n k a s Kosor, varaforsætisráðherra Króatíu, 16. janúar. Mesic segir að aðalverkefnið verði að tryggja Króatíu aðild að Evrópusamband- inu. „Við munum í sameiningu byggja nútímalega, evrópska Króatíu.“ Mesic fékk rétt tæplega 49 prósent atkvæða en Kosor rúm 20 prósent. ■ Írak: Sjö látast í bíl- sprengjum HRYÐJUVERK Sex íraskir öryggis- verðir og einn óbreyttur borgari lét- ust í tveimur bílsprengingum í Írak í gær. Þrjátíu og níu særðust. Bíll var sprengdur upp nærri höfuð- stöðvum flokks Ayads Allawi for- sætisráðherra í Bagdad og létust þrír og tuttugu og fimm særðust. Síðari árásin var í borginni Balad, norður af Bagdad. Þar létust fjórir íraskir þjóðvarðliðar og 14 særðust. Ökumaður bifreiðar sem var sprengd í loft upp, hlaðin sprengiefni, lést einnig í árásinni. ■ Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Hljómsveitarstjóri ::: Michael Dittrich Einsöngvari ::: Ingveldur Ýr Jónsdóttir HÁSKÓLABÍÓI, MIÐVIKUDAGINN 5. JANÚAR KL. 19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS FIMMTUDAGINN 6. JANÚAR KL. 19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS FÖSTUDAGINN 7. JANÚAR KL. 19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 8. JANÚAR KL. 17.00 – UPPSELT Græn tónleikaröð #3 Óðum að seljast upp á Vínartónleikana! Ef að líkum lætur verða miðar á hina sívinsælu Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands ófáanlegir innan skamms. Enda ekki von, Vínartónleikarnir eru ávallt hátíðlegir og skemmti- legir og í ár eru gestir Sinfóníunnar ekki af verri endanum: Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzósópran-söngkonan fjölhæfa og þýski Strauss-sérfræðingurinn og hljómsveitarstjórinn Michael Dittrich. Lögreglan í Búðardal: Fær nýja bifreið LÖGREGLUMÁL Lögregluembættið í Búðardal fékk nýja bifreið í vik- unni. Bifreiðin er sömu tegundar og sú sem skemmdist við lögreglu- útkall að bænum Ásum í Saurbæj- arhreppi um miðjan desember. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Búðardal er bifreiðin ekki ný heldur kemur hún notuð frá bílamiðstöð Ríkislögreglu- stjóra. Lögreglan hefur ekki verið bíl- laus, heldur fékk lánsbíl frá lögregl- unni í Borgarnesi. Nýja bifreiðin af tegundinni Trooper er sem stendur á verkstæði í almennri viðhalds- skoðun. - gag FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. ÓVEÐUR VÍÐA UM LAND Víða um land var óveður og ófærð. Björgunarsveitir voru kallaðar til aðstoðar fólki á ferð um landið. Á Vestfjörðum var veðrið verst. Í Reykjavík var mikið um leysingar og hér sést borgarstarfsmaður hreinsa frá niðurföllum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Hríðarbylur og snjóflóð vestra Allt að 140 manns yfirgáfu heimili sín á Vestfjörðum vegna hættu á snjóflóð- um. Blindbylur var á svæðinu. Tveir fólksbílar voru sóttir á Klettháls. Ófært er milli allra þéttbýlisstaða og óvíst með mokstur. YFIRLIT ÁSTANDS GÆRDAGSINS: Ófært milli alla þéttbýlisstaða Vest- fjarða Ófært frá Hólmavík að Brú Blindhríð í Víðidal í A-Húnavatns- sýslu Ófært milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar Ófært til Siglufjarðar Afar hált á Vesturlandi Þung færð milli Dalvíkur og Akureyrar Hált í kringum Egilsstaði, færð að spillast um þjóðveg eitt til Akureyrar Óveður á Fjarðarheiði milli Egils- staða og Seyðisfjarðar Oddsskarð þungfært Vatnsskarð ófært * Upplýsingar lögreglu og Vegagerðar Sæmundur Pálsson: Hugleiðir Japansför UTANRÍKISMÁL Ekki er von á svari frá japönskum stjórnvöldum varðandi mál skákmeistarans Bobby Fischer fyrr en í fyrsta lagi í dag, fyrsta virka dag eftir áramót ytra, að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers. „Í augnablikinu er málið í far- vegi okkur í vil,“ segir Sæmundur og vill sjá til hvort ekki kemur bráð- lega svar frá japönskum stjórnvöld- um varðandi Fischer. Hann útilokar þó ekki, verði dráttur á viðbrögðum ytra, að halda til Japans með hópi kvikmyndagerðarmanna í von um að vera þeirra gæti orðið til að þrýsta á um úrlausn mála. - óká LANDI Í ELLIÐAÁRDAL Þrír stórir plastpokar með 39 lítrum af landa fundust í Elliðaárdal um miðjan nýársdag. Tilkynning barst lög- reglunni í Reykjavík um landann, sem var í eins lítra flöskum. Lög- reglan rannsakar málið. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR STIPE MESIC Forseti Króatíu var hársbreidd frá því að ná endurkjöri í fyrstu tilraun. Kosið verður að nýju 16. janúar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.