Fréttablaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 11
11ÞRIÐJUDAGUR 4. janúar 2005
HAMFARIRNAR Sathiya Moorthy
Muthuvel, matreiðslumaður á
Götugrillinu á Akureyri, er ættað-
ur frá Tamil Nadu á Indlandi en
það svæði varð illa úti í hamförun-
um í kjölfar jarðskjálftanna á Ind-
landshafi. Fjölskylda Moorthy býr
um 70 km frá ströndinni, og sakaði
ekki, en engu að síður segist hann
hafa orðið fyrir miklu áfalli þegar
hann frétti af hamförunum.
Það voru indverskir vinir
Moorthys, búsettir í Reykjavík,
sem fyrstir báru honum fréttirnar
og fylgdust þeir með útsendingu
frá CNN-sjónvarpsstöðinni. „Þó
svo að fjölskylda mín hafi sloppið
grét ég þegar ég sá myndirnar í
Fréttablaðinu frá hamfarasvæð-
unum. Einkum voru það
myndirnar af börnunum sem
fengu á mig.“
Moorthy heldur til Indlands
síðar í vikunni til að hitta unnustu
sína, sem hann hefur enn ekki séð.
„Foreldrar mínir hafa valið mér
konu og ég er að fara til Indlands
til að gifta mig. Ég og nýja konan
mín munum svo koma aftur til Ís-
lands í mars og ætlum við að setj-
ast að á Akureyri,“ sagði Moorthy.
- kk
Hörmungarnar í Asíu:
Grét yfir myndunum
í Fréttablaðinu
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
K
KOKKURINN Á GÖTUGRILLINU
Moorthy er að fara að gifta sig og á ekki von á að hörmungarnar hafi áhrif á það.
Prentun á Íslandi:
Hlutfall
dregst saman
BÆKUR Hlutfall bókaprentunar
innanlands hefur dregist saman
um 3,4 prósent á milli ára að því
er fram kemur í könnun Bóka-
sambands Íslands á prentun
íslenskra bóka sem birtust í Bóka-
tíðindum Félags íslenskra bóka-
útgefenda fyrir jólin.
Fram kemur að titlum hefur
fjölgað um rúm 20,8 prósent, eru
651 en voru í fyrra 539. Fram
kemur að 67 prósent barnabóka
eru prentaðar erlendis, 44,1
prósent skáldverka, 23,7 prósent
fræðibóka og 32,2 prósent sagn-
fræðirita og ævisagna. - óká
Prentstaður bóka í Bókatíðindum:
Fjöldi titla Prósenta
Ísland 379 58,2%
Danmörk 76 11,7%
Kína 62 9,5%
Slóvenía 35 5,4%
Ítalía 18 2,8%
Finnland 18 2,8%
Svíþjóð 14 2,2%
Önnur lönd 49 7,5%
Samtals 651 100%
STRÍPALINGUR Í ÁSTRALÍU
Áhorfendum á landsleik í krikkett í Sydney
í Ástralíu virtist skemmt í gær þegar karl-
maður berháttaði sig og hljóp um víðan
völl með öryggisverði á hælunum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
JÓN EINAR MARTEINSSON
Fjarðanet hf. mun eiga náið samstarf við
Hampiðjuna hér á landi og dótturfélög
hennar, ekki síst á Írlandi, í Litháen og
Danmörku.
Sameining í sjávarútvegi
Nýr neta-
gerðarrisi
SAMEINING Um áramótin var rekst-
ur Netagerðar Friðriks Vilhjálms-
sonar í Neskaupstað sameinaður
rekstri Netagerðar Vestfjarða.
Sameinað fyrirtæki heitir Fjarða-
net og veltir um 400 milljónum
króna. Starfsmenn verða 40 og
starfsemin á sjö stöðum á landinu
en höfuðstöðvarnar verða í
Neskaupstað. Stærstu hluthafar í
Fjarðaneti eru Hampiðjan,
Eignarhaldsfélag Austurlands og
Jón Einar Marteinsson sem jafn-
framt er framkvæmdastjóri
Fjarðanets.
Að sögn Jóns Einars er nýja
félagið byggt á mörgum rótgrón-
um netagerðum á sex stöðum á
landinu, Fáskrúðsfirði, Seyðis-
firði, Akureyri, Siglufirði, Ísafirði
og í Neskaupstað. „Á öllum þess-
um stöðum munum við reka
alhliða veiðarfæraþjónustu en
auk þess verða með þjónustu við
gúmmíbáta á tveimur starfsstöðv-
um, í Neskaupstað og á Ísafirði. Á
Reyðarfirði erum við með
sérhæfða þvottastöð fyrir fiskeld-
ispoka sem tekin var í gagnið
fyrir rúmu ári,“ sagði hann. -kk
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
K