Fréttablaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 10
10 4. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR PRINSESSA TRÚLOFAR SIG Sayako prinsessa í Japan, sem er 35 ára gömul, tilkynnti á blaðamannafundi trúlofun sína og Yoshiki Kuroda, 39 ára borgarstarfsmanns af almúgaættum, sem er í forgrunni á myndinni hér að ofan. Blaðamannafundurinn fór fram í húsnæði keisarafjölskyldunnar í Tókýó og batt enda á áralangar umræður um mögulega vonbiðla prinsessunnar. Upplýsingum ekki safnað á einn stað sé fólk án heimilislæknis: Allt að fjögur þúsund manns án læknis HEILBRIGÐISMÁL Á milli þrjú til fjög- ur þúsund manns eru án heimilis- læknis í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Guðmundur Einars- son, forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík, segir að hjá heimilis- lækni eigi að vera upplýsingar um nánast öll samskipti sjúklinga við heilbrigðiskerfið. Sé fólk án heimil- islæknis sé ekki svo. Guðmundur segir tíu af þrettán heilsugæslustöðvum á svæðinu geta tekið við beiðnum fólks um lækni. Það eigi þó að geta sótt lækn- isþjónustu á heilsugæslu síns hverf- is þrátt fyrir að vera án heimilis- læknis. Ný heilsugæslustöð í Salar- hverfi í Kópavogi taki við skráning- um víðar að en úr hverfinu: „Hún réði kannski ekki við ef allir þessir þrjú til fjögur þúsund kæmu í einu þangað en þeir sem beinlínis þurfa á þjónustu að halda eiga að geta fengið skráningu.“ Ný heilsugæslustöð í Voga- og Heimahverfi í Reykjavík og stækk- un heilsugæslustöðvarinnar í Árbæ, þangað sem íbúum Grafarholts sé beint, leysi mesta vandann. - gag Meiri sala á gömlu skrifstofuhúsnæði Sprenging í nýbyggingum á skrifstofuhúsnæði síðastliðin fimm ár. Skriður á markaðnum fyrir eldri eignir sem hafa lengi staðið auð. Allt að helmings verðmunur á fermetranum eftir ástandi og staðsetningu. HÚSNÆÐISMÁL Heilu hverfin eru að byggjast upp í borginni af splunkunýju atvinnuhúsnæði. Samkvæmt tölum frá bygginga- fulltrúa Reykjavíkurborgar kom kippur í nýbyggingar á verslunar- og skrifstofuhúsnæði árið 1999. Það ár voru byggð 47.791 m2 af slíku húsnæði, en til samanburðar voru í kring um fimmtán þúsund fermetrar byggðir á ári milli 1996 og 1998. Mest var byggt árið 2000, eða 66.198 m2 en á síðasta ári var þessi tala í 35.527 m2. Ekki er gott að segja til um hvað verður um húsnæðið sem fyrirtækin flytja úr. Samkvæmt Guðmundi Theodóri Jónssyni, fasteignasala hjá Fasteignamark- aðnum ehf. fer eftir staðsetningu eignanna hvað um þær verður. „Til dæmis verið að breyta eldra skrifstofuhúsnæði víða um borg- ina í íbúðir.“ Ekki hefur farið framhjá mörgum að hingað til hefur gengið illa að selja gamalt skrifstofuhúsnæði. Gamla Mogga- húsið við Ingólfstorg og DV-húsið í Þverholti hafa til að mynda stað- ið auð um langt skeið. Fasteigna- sölum ber saman um að veruleg aukning hafi verið í sölu á slíku húsnæði. „Þessar eldri skrifstofu- byggingar hafa margar hverjar verið úr sér gengnar sem slíkar og eitthvað hefur verið um að fjárfestar hafi verið að kaupa slíkar eignir á góðum stöðum og gera þær samkeppnishæfar á ný,“ segir Guðmundur. Eins og gefur að skilja er verð- ið mjög mismunandi á atvinnu- húsnæði eftir aldri, staðsetningu og ástandi. „Munurinn getur verið allt upp í helmingur. Eldra hús- næði er í sumum tilvikum að selj- ast á verðbilinu 100 til 125 þúsund á fermetrann á meðan nýtt, vel staðsett skrifstofuhúsnæði er að seljast á allt að helmingi hærra verði.“ - at Spánn: Nýburi út um glugga GLÆPIR Þrítug spænsk kona hefur verið handtekin grunuð um að hafa fleygt nýfæddum syni sínum út um glugga íbúðar á þriðju hæð í fjölbýlishúsi. Móðir konunnar og systir voru einnig handteknar, að sögn lögreglu í bænum Burjassot nærri Valencia. Talsmaður lögreglu segir ástæður verknað- arins ókunnar. Naflastrengur drengsins hafði ekki verið slitinn af þegar drengnum var kastað út um gluggann. Hann lenti á þaki bifreiðar og þaðan á gangstétt. Hann var með lífsmarki er lögregla fann hann, en lést á sjúkrahúsi skömmu síðar. ■ Skattlagning félaga: Fá félög greiða mest SKATTLAGNING Tiltölulega fá félög greiða bróðurpart opinberra gjalda félaga til Ríkisskattstjóra fyrir árið 2004. Af rúmlega þrjá- tíu þúsund félögum á skrá voru gjöld lögð á rétt rúmlega tuttugu þúsund þeirra. Á s t æ ð a n fyrir því að mörg félög greiða ekki opinber gjöld er tvíþætt að sögn Indriða H. Þorlákssonar r í k i s s k a t t - stjóra. „Mörg félaganna hafa lágar tekjur, skila ekki hagnaði og greiða því ekki skatt,“ segir Indriði. „Þar fyrir utan eru sum félaganna ekki virk.“ Indriði bendir einnig á að sum félög skili hagnaði en eigi yfir- færanlegt tap frá fyrri árum. „Ef félag hefur skilað tapi á fyrri árum má færa tapið milli ára,“ segir Indriði og bætir við að slíkt sé nokkuð algengt, sérstaklega í sveiflukenndum rekstri. Þá skili ný félög oft ekki hagnaði fyrstu árin. „Þessi félög safna tapi og greiða ekki skatt fyrr en búið er að jafna út tapið,“ segir Indriði. ■ Sævar Karl Bankastræti ÚTSALAN HEFST 5. JANÚAR Sævar Karl Bankastræti 7 Sími: 551 3470 www.saevarkarl.is BYGGINGAFRAMKVÆMDIR, VERSLUNAR- OG SKRIF- STOFUHÚSNÆÐI Á HÖFUÐ- BORGARSVÆÐINU 2003 35.527 m2 2002 55.361 m2 2001 30.820 m2 2000 66.198 m2 1999 47.791 m2 1998 15.981 m2 1997 17.487 m2 1996 13.533 m2 SVEITARSTJÓRNIR Framlög jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga vegna fram- kvæmda í sveitarfélögum með færri en tvö þúsund íbúa, við grunnskóla, íþróttahús, sundlaug- ar, leikskóla og vatnsveitur nema 147 milljónum á næsta ári sam- kvæmt áætlun félagsmálaráðu- neytisins. Af þeim fær Kaldraneshrepp- ur hæst framlög, eða nítján millj- ónir. Einnig hefur verið samþykkt að úthluta stofnframlögum sem nema allt að 200 milljónum til sveitarfélaga með fleiri en 2.000 íbúa. Þau eru ætluð til fram- kvæmda við grunnskóla. Hæst framlag fær Reykjavík, 77 millj- ónir, og þar á eftir kemur Hafnar- fjörður með 64 milljónir. Þá munu framlög vegna nýbúa- fræðslu nema allt að 67 milljónum króna, greiðslur vegna húsaleigu- bóta um 640 milljónum og jöfnun fasteignaskatts einum milljarði og sjö hundruð þúsund krónum. ■ Jöfnunarsjóður: Tæpir þrír milljarðar REYKJAVÍK Borgin fær 77 milljónir króna úr jöfnunar- sjóði sveitarfélaga vegna framkvæmda við grunnskóla. KB BANKI Er eitt af fyrirtækjunum sem hafa flutt sig, í nýja byggingu við Borgartún. AÐALSTRÆTI 6 Gamla Moggahúsið er dæmi um skrifstofubyggingu á besta stað sem erfiðlega hefur gengið að selja. INDRIÐI H. ÞORLÁKSSON Ríkisskattstjóri segir mörg félög eiga yfir- færanlegt tap frá fyrri árum. HEILSUGÆSLAN Í SALARHVERFI Getur bætt við sig fólki á lista heimilis- lækna. Forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík segir brýnt að fólk hafi aðgang að þeim. Margt fólk sé til dæmis tvíbókað sem hindri að aðrir komist að. AP M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.