Fréttablaðið - 04.01.2005, Page 14

Fréttablaðið - 04.01.2005, Page 14
Afstaða ríkisins Ragnheiður Snorradóttir, lög- fræðingur á tekju- og lagaskrif- stofu fjármálaráðuneytisins, áréttar að lögboðin skylda fjár- málaráðherra sé að gera kröfur. „Menn fara bara eftir þeim sjónarmiðum sem gilda á sviði eignaréttar og þeim dómum sem fallið hafa á undanförnum árum,“ segir hún og telur að ef síðustu niðurstöður séu skoðað- ar á svæði 3, í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, komi í ljós að þar hafi að mestu verið fallist á kröfur fjármálaráð- herra. „Auðvitað er þetta kröfugerð og svo koma landeigendur með sína kröfugerð og óbyggðanefnd úrskurðar,“ segir hún og telur gagnrýnina á kröfugerð ríkisins ekki réttmæta. Um leið segir hún ekki óeðlilegt að skoðanir manna um öll þessi atriði séu í einstökum tilvikum skiptar, enda hafi lögum um þjóðlendur verið ætlað að taka á réttar- óvissu. „Kröfugerðin er eðlileg- ur hluti af ferlinu. Svo skoða menn vandlega þinglýst landa- merkjabréf, sem stundum eru skýr og stundum óljós.“ Ragn- heiður bendir á að landeigendur geri líka mjög ítarlegar kröfur og séu skoðuð fyrri mál þá komi í ljós að síst beri meira í milli hjá óbyggðanefnd og landeig- endum, heldur en hjá ríkinu. Ragnheiður segir vitanlega horft til fallins hæstaréttar- dóms og hann lagður til grund- vallar kröfugerð, ásamt öðrum dómum sem gengið hafa og varði eignarrétt á hálendinu, en auðvitað verði einnig að skoða hvert tilvik fyrir sig. Afstaða landeigenda „Þetta er eiginlega hætt að koma manni á óvart,“ sagði Gunnar Sæmundsson, varafor- maður Bændasamtaka Íslands, um ítarlegar kröfur ríkisins til þjóðlendna á Norðausturlandi. „Maður hélt kannski að menn myndu eitthvað slaka á eftir 14 Mikil hætta er talin á sjúkdómsfaröldrum á flóðasvæðum við Indlandshaf. Þeir sjúkdómar sem helst er óttast um smit- ast með vatni og ná til að mynda út- breiðslu þegar vatnsleiðslur fara í sundur og drykkjarvatn blandast óhreinu vatni. Meðal þeirra sjúkdóma sem smitast með þessum hætti eru malaría og kólera. Hvernig breiðist kólera út? Kólera er bakteríusjúkdómur sem breið- ist út með menguðu drykkjarvatni og matvælum. Stóra faraldra má þó nær eingöngu rekja til mengaðra vatns- birgða. Kólera smitast venjulega ekki með snertingu milli manna. Á þéttbýl- um svæðum leggst sjúkdómurinn aðal- lega á ung börn en einungis lítill hluti þeirra sem smitast sýnir merki um alvar- leg veikindi. Hver eru einkenni sjúk- dómsins? Niðurgangur fylgir sjúkdómnum og oft kasta sjúklingar einnig upp. Niðurgang- urinn getur á skömmum tíma valdið uppþornun og dauða ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður sem skyldi. Kól- erufaraldrar í vanþróuðum ríkjum geta leitt til dauða allt að helmings sjúk- linga. Vel skipulagðar aðgerðir geta þó minnkað líkur á dauðsföllum niður í innan við eitt prósent. Hvernig er hægt að með- höndla kóleru? Flest kólerutilfelli er hægt að lækna með því að gefa sjúklingum saltlausn sem hjálpar líkamanum að vinna upp vatnstap af völdum sjúkdómsins. Alvar- lega veikum sjúklingum verður þó að gefa vökva í æð. Nokkrar tegundir sýklalyfja geta einnig hjálpað til við að vinna bug á sjúkdómnum. Tetracyclin er algengasta lyfið sem gefið hefur ver- ið en þol kólerusýkla gegn lyfinu hefur þó verið að aukast. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir faraldur? Þegar kólera kemur upp þarf að tryggja þrennt: Hreinlæti við losun úr- gangs, nægar birgðir af hreinu vatni og mikið hreinlæti í kringum matvæli. Takmörkun ferða og viðskipta milli landshluta hefur engin áhrif á út- breiðslu sjúkdómsins né heldur er hægt að nota sýklalyf á heilu samfé- lögin til þess að koma í veg fyrir að hann breiðist út. Mikil hætta á flóðasvæðum HVAÐ ER? KÓLERA 4. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR Breytingar urðu í verslun fyrir jólin. Hún jókst að minnsta kosti um tíu prósent, vöruframboð var meira en nokkurn tíma áður og fólk tók lán í stórum stíl. Sigurður Jónsson er fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hvað einkenndi verslunina í ár? Það varð talsverð breyting á jólaversl- uninni. Vöruframboð var mun meira og fólk keypti meira af jólavörum en nokkurn tímann áður. Aðrar vörur seldust prýðilega. Fólk lét eftir sér ýmislegt sem hefur verið á óskalist- anum. Hefur fólk efni á þessu? Fólk hefur meiri kaupmátt en áður, almenn bjartsýni ríkir og svo er stóra breytingin sú að fólk hefur aðgang að nánast ótakmörkuðu lánsfé á sanngjörnum kjörum, sem tvímæla- laust ýtir undir neyslu. Ertu að meina íbúðalán bankanna? Já. Og yfirdráttarlán. Íslenskir neyt- endur hugsa því miður ekki mikið um fjármagnskostnað. Ef þeir komast í lánsfé þá nýta þeir það nánast á hvaða kjörum sem er. Það er gríðar- lega mikið framboð af fjármagni á markaði á mismunandi kjörum og fólk virðist nýta sér það. SIGURÐUR JÓNSSON Jókst um tíu prósent JÓLAVERSLUNIN SPURT OG SVARAÐ VATNAJÖKULL OG ÖRÆFAJÖKULL Í BAKSÝN Landeigendum finnst hart að þurfa að eyða bæði tíma og peningum í að verjast ítarlegum kröfum ríkisins til lands sem ríkið vill meina að sé þjóðlendur. Lögfræðingur fjármálaráðu- neytisins áréttar að í raun breytist lítið þó svo að skorið sé úr um eignarétt, landeigendur missi til dæmis ekki afnotarétt sem hefð sé fyrir. Bændur saka ríkið um yfirgang Fjármálaráðherra kynnti um miðjan desember kröfur ríkisins til þjóðlendna á Norðausturlandi. Land- eigendur undrast kröfugerð ríkisins og telja að farið sé offari, meðan fjármálaráðuneytið segist bara upp- fylla lögboðnar skyldur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.