Fréttablaðið - 04.01.2005, Side 16

Fréttablaðið - 04.01.2005, Side 16
Í dag streyma grunnskólanem- endur aftur í skólana sína að loknu jólafríi. Flestir hafa snúið sólarhringnum við, eru úthvíldir en samt þreyttir eftir annasöm jól. Vonandi eru allir glaðir í byrjun nýs árs, tilbúnir að takast á við seinni helming skólaársins. Koma fullir tilhlökkunar, ákveðnir í að gera enn betur en áður. Þá er komið að foreldrun- um, enn og aftur, að standa þétt við bakið á börnum sínum, að- stoða þau eftir megni, leggja þeim lið við heimanám, fylgjast vel með framvindunni, taka þátt í lífi og starfi þeirra. Vonandi ganga nemendur til náms í dag, fullir af orku og starfsvilja. Til þess að svo megi vera þurfa þeir að hafa hvílst vel í nótt og nærast vel í morgunsár- ið, áður en þeir takast á við verk- efni dagsins. Það er alltof al- gengt að nemendur segjast lyst- arlausir á morgnana, langar ekki til að borða neitt, kjósa frekar að kúra í bólinu tíu mínútunum lengur og fara í skólann án þess að fá sér neitt að borða. Þetta þýðir að þegar þeir mæta í fyrsta tímann eru þeir ekki enn almennilega vaknaðir, blóðsyk- urinn er í lágmarki eftir nætur- hvíldina og þeir hafa ekkert gert til þess að þoka honum upp aft- ur. Þar að auki er alltof algengt að þeir hafi fengið of lítinn svefn, sofni seint og séu langt frá því að vera útsofnir þegar þeir mæta í skólann. Allt leggst á eitt til að draga úr afköstum morgunsins. Síðan koma frímín- útur og þá flykkist þetta unga fólk í næstu sjoppu þar sem það kaupir sér gosdrykk og eitthvað sætt að borða. Blóðsykurinn rýkur upp og nemendur koma æstir og upprifnir í þriðju kennslustund dagsins þannig að óþarfur tími fer í að róa þá niður og koma þeim að verki. Þessa lýsingu þekkja flestir ef ekki all- ir grunnskólakennarar. Það er hlutverk foreldra og forráðamanna að sjá til þess að börn fái næga hvíld á nóttunni og næringu í upphafi hvers dags. Þetta reynist mörgum erfitt, einkum þegar börnin eru komin á unglingsaldur. Þau láta reyna á sjálfstæði sitt til hins ýtrasta, mótmæla foreldrum sín- um í flestu sem þau geta og háttatími og næring verður mörgum tilefni til mótmæla. Það vita allir að 8 tíma nætursvefn er lágmark flestra barna og ung- linga, margir þurfa allt að 10 tíma nætursvefn. En næring að morgunlagi er ekki síður mikil- væg. Það þurfa ekki allir að borða hafragraut í morgunmat og taka lýsi, þótt það sé vafa- laust besti morgunmatur sem völ er á. Ef börnin eiga erfitt með að borða á morgnana, sem er vissulega rétt í mörgum til- fellum, getur einn ávöxtur gert kraftaverk. Hann dugir til að þoka blóðsykrinum upp á við, eykur afköst í fyrstu kennslu- stundum og dregur úr þörf fyrir sætindi í fyrstu frímínútum með tilheyrandi afleiðingum; æsingi og óróleika. Epli, banani, nokkur vínber geta gert kraftaverk. Ávaxtasykurinn fer beint í blóð- ið og kemur orkunni í gang og börnin vinna betur og ná betri árangri. Það reynist hins vegar mörg- um þrautin þyngri að fá blessuð börnin til að borða að morgun- lagi og afleiðingin verður sú að mataræðið fer meira og minna úr skorðum allan daginn. Nýlega lásum við í blöðum að kennarar Hagaskóla sjá beina fylgni milli árangurs nemenda og þess hvort þeir borða hollan og góðan há- degisverð í skólanum. Þar hefur tekist að laða meirihluta nem- enda að mötuneytinu í hádeginu, nokkuð sem kannski heyrir held- ur til undantekninga en hitt á unglingastigi. Það hlýtur að vera samstarfsverkefni heimila og skóla að fá nemendur til þess að borða hádegisverð í mötuneyti skóla frekar en að hlaupa út í sjoppu eftir súkkulaðisnúð eða öðru álíka. Það er hinsvegar fyrst og fremst hlutverk heimila að sjá til þess að börnin fái næg- an svefn og góðan morgunverð. Það var gott að heyra bæði biskup Íslands og forseta lýð- veldisins ræða um mikilvægi kærleikans og agans nú um ára- mótin. Þar að auki hefur forsæt- isráðherra skipað sérstaka nefnd til að kanna stöðu fjöl- skyldunnar og heimilanna. Von- andi vinnur sú nefnd hratt og vel en mikilvægast er kannski að ná fram viðhorfsbreytingu hjá þjóðinni, setja börnin og fjöl- skylduna í fyrsta sæti en elt- ingaleik við aukin fjárráð í síð- ustu sætin. ■ Ný stjórnarskrárnefnd er um það bil að taka til starfa. Verkefni hennar hefur ekki verið skilgreint nákvæmlega en virðist eiga að vera svo opið að það geti falið í sér heildarendurskoðun á grund- vallarþáttum stjórnskipunar lýðveldisins svo sem valdi og vald- mörkum forseta og þings. En hvort sem nefndin fer þá leið að endurskoða stjórnarskrána í heild eða einbeitir sér að afmörkuð- um þáttum er ljóst að verkefnið verður í sviðsljósinu næstu mán- uði og misseri. Ekki dregur úr athyglinni að helstu forystumenn stjórnmálaflokkanna hafa lýst þeim ásetningi að sitja í nefndinni og gefa starfi hennar þannig aukið vægi. Viðvera þeirra og bein afskipti munu leiða til þess að stjórnarskrármálið verður mál málanna í íslenskum stjórnmálum. Hinn 8. desember síðastliðinn var á þessum vettvangi í blaðinu hvatt til þess að þjóðinni allri yrði gefið tækifæri til þess að hafa áhrif á hina fyrirhuguðu endurskoðun: „Hugsa má sér að stjórn- arskrárnefndin opni í þessu skyni vefsíðu þar sem tekið verði á móti tillögum og staðið fyrir umræðum um stjórnarskrármálið. Opinber málþing um einstaka þætti í vinnu stjórnarskrárnefndar eru einnig æskileg. Slík vinnubrögð gera vissulega miklar kröfur um röskleika og markvisst skipulag en tryggja um leið að niður- staðan, hver sem hún verður, eigi víðtækan hljómgrunn í þjóð- félaginu. Á engan hátt væri verið að taka ábyrgð, frumkvæði og endanlegt vald frá stjórnarskrárnefndinni og Alþingi. Hér er tækifæri til að efla og bæta lýðræði á Íslandi.“ Ánægjulegt var að heyra Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra taka undir þetta viðhorf í áramótaávarpi sínu að kvöldi gamlársdags. Orðrétt sagði ráðherrann: „Ég hvet til þess að við fjöllum um þetta stóra og mikilvæga verkefni af gætni og virð- ingu. Með nútíma samskiptatækni og fjölbreytni í fjölmiðlun er hægt að tryggja að sem flestir landsmenn geti lagt hönd á plóginn auk þess sem haldnir verði fundir og ráðstefnur um einstaka þætti stjórnarskrárinnar. Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra og niðurstaðan á að endurspegla þjóðarvilja.“ Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, stað- festi í samtali við Fréttablaðið í gær að þetta fæli meðal annars í sér að stofnuð yrði netsíða á vegum stjórnarskrárnefndar og tölvu- og samskiptatækni virkjuð til að auðvelda fólki að kynna sér starf hennar og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Er von- andi að þetta gangi eftir og sem flestir áhugamenn um stjórnmál notfæri sér þennan vettvang. Stjórnmál á Íslandi hafa of lengi að mestu verið einskorðuð við ýmiss konar dægurþras. Atburðir síðustu mánaða hafa með óvæntum hætti sett grundvallaratriði og meginsjónarmið á dag- skrá. Tími var til kominn og vonandi ber þjóðin gæfu til að vinna vel úr þeim tækifærum sem nú skapast. ■ 4. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Ákvörðun forsætisráðherra um vinnubrögð við endurskoðun stjórnarskrárinnar er til fyrirmyndar. Almenningur móti stjórnarskrána ORÐRÉTT Sóað tækifæri? Halldór Ásgrímsson flutti sitt fyrsta ávarp sem forsætisráð- herra og sýndi fram á af hverju hann var ekki orðinn forsætis- ráðherra fyrir löngu. DV um áramótaávarp forsætisráð- herra. DV 3. janúar Átti það ekki bara að vera fynd- ið? „Áramótaskaupið minnir okkur á að lífið er eitt allsherjarleik- svið og fjalirnar minna oftar en ekki á fjölleikahús. Öll fáum við eitthvað að bardúsa, sumir fest- ast í rullunni til lífstíðar, aðrir ekki.“ Sæbjörn Valdimarsson um Skaupið. Morgunblaðið 3. janúar. Já, hvernig skyldi það hafa gerst? „Tilvera barnsins í maganum á konunni minni, litli laumufar- þeginn. Hvernig gat þetta gerst?“ Valgarður Bragason var spurður að því hvað væri sér eftirminnilegast frá síðasta ári. DV 3. janúar. Fjölmiðlavant kornabarn „Hún er alveg sallaróleg yfir þessu. Reyndar fara flössin á myndavélunum svolítið í hana, en að öðru leyti er hún alveg ró- leg.“ Anna Lára Guðmundsdóttir, móðir fyrsta barns ársins. Morgunblaðið 3. janúar. Auðvitað eru leiðir „Auðvitað eru leiðir til þess að innheimta þetta. Annars vegar þá ber gjaldandanum að telja gróða úr póker fram, eins og aðr- ar tekjur. Það gildir um allt sem menn afla.“ Indriði H. Þorláksson, skattstjórinn úrræðagóði, um sjö milljóna gróða Íslendings í póker á netinu. DV 3. janúar. FRÁ DEGI TIL DAGS Stjórnmál á Íslandi hafa of lengi að mestu verið einskorðuð við ýmiss konar dægurþras. Atburðir síðustu mánaða hafa með óvæntum hætti sett grund- vallaratriði og meginsjónarmið á dagskrá. Tími var til kominn og vonandi ber þjóðin gæfu til að vinna vel úr þeim tækifærum sem nú skapast. ,, Enskuskóli Erlu Ara auglýsir enskunám í Hafnarfirði og Englandi - áhersla á talmál-10 getustig - enska fyrir 12-14 ára - enska fyrir 10. bekk - enska í Englandi fyrir hópa og einstaklinga allan ársins hring, afbragðs skólar viðurk. af The British Council Skráning stendur yfir alla daga í síma 8917576 og erlaara@simnet.is e n s k a f y r i r a l l a . i s Sumarið 2005 verður sem fyrr boðið upp á námsferðir til Englands fyrir fullorðna og unglinga Er morgunmatur á borðum? Endurkoma? Þegar nöfn manna sem sæti munu taka í væntanlegri stjórnarskrárnefnd eru skoð- uð vekur eitt sérstaka athygli. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ákveðið að einn af þremur fulltrúum flokksins verði embætt- ismaðurinn Þorsteinn Pálsson, sendiherra í Kaupmannahöfn. Fram að þessu hefur það verið litið hornauga ef sendiherrar hafa afskipti af stjórnmálum. Þannig hafa til dæmis ýmsar pólitískar yfirlýsingar sem Jón Baldvin Hannibalsson hefur gef- ið á undangengnum útlegðarárum sínum í utanríkisþjónustunni ekki mælst vel fyrir meðal stjórnmálaforingja. Skipun Þorsteins í nefndina vekur því upp þá spurn- ingu hvort hann sé á leið heim í stjórnmálin á ný. Nema eigendur Morgun- blaðsins vilji sjá hann í ritstjórastól á blaðinu innan tíðar eins og ýmsir trúa? Sem kunnugt er tók eigin- kona Þorsteins, Ingibjörg Rafnar, við embætti umboðsmanns barna nú um áramótin þannig að hugur sendiherrans er væntanlega meira bundinn við heima- slóðir en áður. En hvort hann er að íhuga að snúa sjálfur heim er annar handlegg- ur. Í miðopnu Áramótagrein Davíðs Oddssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins, fékk heiðurs- sess í miðopnu Morgunblaðsins á gaml- ársdag. Aftur á móti var ávarpi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra valinn staður hjá greinum formanna stjórnar- andstöðuflokkanna. Þótt Morgunblaðið vilji hin síðari ár ekki kannast við að vera flokksblað sjálfstæðismanna telur það greinilega nauðsynlegt að gera vel við formanninn á tyllidögum. Honum var reyndar einnig boðið að birta áramóta- grein í Fréttablaðinu eins og formenn annarra flokka gerðu en engin grein barst. Finnar á flóðasvæðum „Er ekki kominn tími til að fjölmiðlar á Ís- landi setji Finnland inn á Norðurlanda- kortið?“ spyr Björgvin Björgvinsson í Finn- landi í orðsendingu til Fréttablaðsins. Hann bendir á að íslenskir fjölmiðlar hafi flutt fréttir af Norðmönnum og Svíum á hamfarasvæðunum í Asíu en Finnar hafi af einhverjum ástæðum ekki verið nefnd- ir á nafn. Í þessu sambandi bendir Björg- vin á að nú um helgina hafi tæplega tvö hundruð Finnar verið ófundnir á flóða- svæðunum og óttast sé að flestir þeirra hafi látið lífið. Um 3.000 Finnar voru staddir þarna þegar hamfarirnar urðu. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG UPPELDI OG NÆRING INGA RÓSA ÞÓRÐARDÓTTIR Alltof oft koma nemendur í skólann án þess að hafa borðað morgunmat og jafnvel án þess að hafa fengið nægan svefn. ,,

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.