Fréttablaðið - 04.01.2005, Page 17
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 4
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 63 stk.
Keypt & selt 22 stk.
Þjónusta 34 stk.
Heilsa 11 stk.
Skólar & námskeið 3 stk.
Heimilið 12 stk.
Tómstundir & ferðir 6 stk.
Húsnæði 22 stk.
Atvinna 31 stk.
Tilkynningar 3 stk.
Góðan dag!
Í dag er þriðjudagurinn 4. jan.,
4. dagur ársins 2005.
Reykjavík 11.15 13.33 15.51
Akureyri 11.26 13.17 15.09
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Jón Gunnar Geirdal, markaðsstjóri af-
þreyingarsviðs Skífunnar, á tvær
uppáhaldsíþróttagreinar sem hann
stundar eftir bestu getu.
„Ég er mikið í golfi og stunda fótbolta einu
sinni í viku. Ég fer allt of lítið í ræktina
finnst mér en það er vegna þess að það er
mikið að gera hjá mér. Ég er með lítinn grís-
ling heima sem var að verða eins árs þannig
að ég er heima hálfan daginn og hálfan dag-
inn í vinnunni,“ segir Jón Gunnar.
„Ég byrjaði í golfi í fyrrasumar með fé-
lögum mínum og við erum svo sannarlega
komnir með golffíknina. Meira að segja
orðnir félagar í Setbergi. Ég fer alltaf einu
sinni í viku í golf á veturna og er í einhverri
kennslu og er að reyna að geta eitthvað í
þessu sporti. En þetta er rosa góð hreyfing.
Endalaust labb,“ segir Jón Gunnar, sem er
líka liðtækur í boltanum. „Ég er í fitubollu-
bolta einu sinni í viku með gömlum fótbolta-
kempum sem voru að æfa þegar þær voru
yngri. Það er rosa stuð - sviti og hiti.“
En getur Jón Gunnar gert upp á milli þess-
ara tveggja íþróttagreina? „Á sumrin togar
golfið meira í mig en boltinn. En boltinn togar
svo sem líka í mann þar sem ég fæ meiri útrás
í boltanum en golfinu. En golfið er heillandi
því ég er kominn á þennan aldur. Við golf-
félagarnir erum allir um og yfir þrítugt. Ég
hreyfi mig allt of lítið en ég ætla að breyta því
á nýbyrjuðu ári. Það er áramótaheitið.“ ■
Golffíkill í fitubollubolta
Vísindamenn hafa komist að
því að konur sem eru of þungar
eru mun lík-
legri til að
verða barns-
hafandi
vegna þess
að getnaðar-
varnarpillan
bregðist en
konur sem
eru í kjör-
þyngd. Frétta-
stofa BBC grein-
ir frá þessum niðurstöðum en of
þungar konur eru sextíu prósent-
um líklegri til þess að vera þung-
aðar á þeim tíma sem þær nota
pilluna. Samkvæmt niðurstöðum
rannsóknarinnar má gera ráð fyrir
að af hverjum hundrað konum
sem nota pilluna, verði tvær til
fjórar barnshafandi vegna þess
að þær eru of þungar. Þessar
tölur miðast hins vegar við
kjöraðstæður við notkun pillun-
ar en í raun bregst pillan í um
sex prósentum tilvika.
Karlmenn sem aldrei taka
veikindadag jafnvel þótt þeir séu
slappir kunna að stefna heilsu
sinni í voða og auka líkur á því
að þeir fái hjartaáfall. Þetta eru
niðurstöður nýrrar, finnskrar rann-
sóknar sem greint er frá á vefsíð-
unni doktor.is. Fimm þúsund op-
inberir, breskir starfsmenn á aldr-
inum 35-55 ára voru rannsakaðir.
Fylgst var með mönnunum í þrjú
ár og meðal annars kortlagðar
veikindafjarvistir þeirra. Hættan á
alvarlegum hjartasjúkdómum var
tvöfalt meiri hjá heilsulitlum
starfsmönnum sem tóku sér
aldrei veikindadaga en heilsulitl-
um starfsbræðrum þeirra sem
tóku sér frí í veikindum.
Eldra fólk sem hreyfir sig að
einhverju leyti dregur úr hættu á
að fá hjartasjúkdóma og sykur-
sýki. Þetta kemur fram í nýrri
rannsókn sem vísindamenn við
Johns Hopkins háskólann í
Bandaríkjunum gerðu og greint
er frá á fréttasíðu BBC. Fylgst var
með hundrað einstaklingum yfir
55 ára aldri í sex mánuði. Helm-
ingur var látinn æfa þrisvar til
fjórum sinnum í viku en hinn
helmingurinn æfði minna. Enginn
hafði sýnt merki um sjúkdóma ef
undan er skilinn hár blóðþrýsting-
ur. Hreyfingin reyndist bæta heils-
una og minnkaði áhættu á sjúk-
dómum.
Unglingar byrja
fyrr að drekka ef
foreldrar þeirra
halda að þeir muni
gera það. Unglingar
eru þá líklegri til að
endurspegla þessar
neikvæðu væntingar
samkvæmt könnun
sem gerð var í há-
skólanum Iowa
State. Foreldrar með
jákvæðar væntingar hafa minni
áhrif á unglingana sína. 115 ung-
lingar voru kannaðir ásamt for-
eldrum sínum. Foreldrar voru
spurðir um hvort þeir héldu að
unglingar sínir myndu drekka og
unglingarnir spurðir um áfengis-
neyslu. Rannsóknin sýndi að
áfengisneysla unglinga var mest
þegar foreldrarnir héldu að ung-
lingurinn væri djúpt sokkinn í
neyslu.
Golfið heillaði Jón Gunnar upp úr skónum og nú fer hann að minnsta kosti einu sinni í viku að æfa.
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
LIGGUR Í LOFTINU
í heilsu
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ NEYTENDUR o.fl.
Þú getur pantað
smáauglýsingar á
www.visir.is
KRÍLIN
Ég vil fá
eitthvað sem
ég get notað
í jólagjöf!
Byssu eða
frosk!
Raunsæ heilsuheit
BLS. 2
][
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
heilsa@frettabladid.is
Búast má við faraldri á
næstu vikum.
Inflúensan er komin hingað til
lands og tilfellunum fjölgar
jafnt og þétt að sögn Haraldar
Briem sóttvarnarlæknis. „Það er
svona stígandi í þessu. Yfirleitt
tekur 6 til 8 vikur fyrir svona in-
flúensufaraldur að ganga yfir
þannig að reikna má með því
að það verði talsvert mikið um
lasleika nú í janúar. Þó fer eng-
um sögum af því að menn séu
fárveikir en auðvitað er inflú-
ensa aldrei skemmtileg.“ Har-
aldur segir inflúensu bæði af A
og B stofni hafa greinst og
spurður um mismun á þeim
svarar hann. „Það er inflúensa
A sem er alltaf mest að angra
okkur, það er hún sem fer um
heiminn og er síbreytileg þan-
nig að okkar gömlu mótefni
virka ekki nógu vel en alltaf er
reynt að hafa bóluefnið sem
líkast þeirri veiru sem er í
gangi. B veiran er stöðugri og
smitast ekki eins hratt. Hún er
svona til hliðar við hina.“
Inflúensan komin á kreik