Fréttablaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 29
Gleðilegt ár!
Kennsla hefst 10. janúar
Upplýsingar í síma:
561 5620
*Bílasamningur SP-FJÁRMÖGNUN me› 20% innborgun og eftirstö›var í 84 mánu›i
Í samstarfi vi›
Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 13:00–17:00
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
1
0
8
4
EKKI LÁTA ÓFÆR‹INA
KOMA fiÉR Á ÓVART
– N‡r Subaru Legacy á frábæru ver›i í janúar
Tilbo›sver› 2.440.000 kr.Ver›dæmi Ver›skráLegacy sedan sjálfskiptur 2.710.000 kr.
Subaru Legacy er bíll sem sameinar kraft og öryggi. Öflug 2.0 lítra vél ásamt fullkomnu fjórhjóladrifi
tryggja a› flú komist örugglega á lei›arenda. Allt fletta ásamt ríkulegum sta›albúna›i gerir Legacy a›
ótvíræ›um sigurvegara í sínum flokki. Kynntu flér Subaru og bú›u flig undir langt og traust samband.
Subaru fjórhjóladrif – einfaldlega fla›
besta. Grí›arleg flróun hefur átt sér sta›
hjá Subaru vi› hönnun og framlei›slu
fjórhjóladrifsins. Subaru fjórhjóladrifi› er
fla› besta sem völ er á í fólksbílum og
gerir Subaru bíla örugga og framúr-
skarandi til aksturs vi› allar a›stæ›ur.
Fá›u
meir
a fyr
ir pe
ninga
na
• Öf
lug 2
.0 lít
ra v
él
• Fjó
rhjó
ladri
f
• 16
“ álf
elgu
r
Mána›argrei›sla 26.509 kr.*
„Við hringdum í Kidda, sem rak
Hljómalind, og hann gaf okkur
strax leyfi til að nota nafnið. Hann
var mjög ánægður með að við
skyldum vilja nota það,“ segir
Helena Stefánsdóttir, sem ásamt
sex félögum sínum er að opna nýtt
kaffihús að Laugavegi 21, þar sem
plötubúðin Hljómalind var áður
til húsa.
„Við ákváðum að Kaffi
Hljómalind væri einfaldlega
besta nafnið á staðinn, það kann-
ast allir við húsið undir því nafni.“
Margt verður óvenjulegt við
þetta nýja kaffihús í miðbæ
Reykjavíkur, sem opnað verður á
sunnudaginn kemur. Til dæmis
verður það bæði áfengis- og reyk-
laust, og svo verður öllum hagnaði
af rekstri þess varið til góðgerð-
armála.
„Okkur langar svo til að búa til
vettvang fyrir unglinga, til dæmis
á menntaskólaaldri, sem hafa ekki
aldur til að komast á tónleika þar
sem vínveitingar eru leyfðar,“
segir Helena um reyk- og áfengis-
leysið.
Hugmyndin að rekstrarform-
inu er hins vegar komin frá ind-
verskum heimspekingi, P.R. Sark-
ar, sem útfærði nýjar hugmyndir
um samvinnurekstur sem reynd-
ar hafa verið víða um heim.
„Til dæmis veit ég um heilt
samfélag í Kanada sem er rekið
með þessum hætti. Fyrirtækið á
sig í rauninni sjálft. Enginn getur
því grætt neitt á rekstrinum,
menn fá bara laun fyrir sína vinnu
en hagnaðurinn kemur öðrum til
góða.“
Öll innkoma af opnunarkvöld-
inu á sunnudaginn rennur til
dæmis beint í söfnun til hamfar-
anna í Asíu.
Hugmyndin er sú að kaffihúsið
verði vettvangur fyrir grasrótar-
tónlist, opinskáa samfélagsum-
ræðu og námskeið sem tengjast
bættu samfélagi. Þar verður ein-
göngu seldur lífrænn matur. ■
ÁRAMÓTASKAUP Þetta sérstaka fyrirbæri
í íslenskri dægurmenningu er tekið fyrir á
alfræðiritinu Wikipedia en það er meðal
annars vísað á umfjöllun á Skaupið á slóð-
inni http://www.sciencedaily.com/encyclo-
pedia/aramotaskaup.
Skothlé í Skaupi
Uppflettiorðið „aramotaskaup“ er
varla algengt í alþjóðlegum alfræði-
ritum en kemur þó við sögu á
Wikipedia, sem er ókeypis alfræði-
rit á netinu. Það er engin hætta á að
Íslendingar verði neins vísari um
Skaupið á vefsíðunni en þeim mun
líklegra að útlendingum þyki upp-
lýsingarnar sérstakar.
Þar segir að Áramótaskaupið,
sem þýði bókstaflega „Nýársgrín-
ið“, sé sjónvarpsþáttur sem sé orð-
inn mikilvægur þáttur í áramóta-
fögnuði Íslendinga. „Þar eru atburð-
ir liðins árs sýndir í spéspegli og
fórnarlömbunum, sem oftast eru
stjórnmálamenn og framámenn í
viðskiptalífinu, sýnd lítil miskunn.“
Nýársfagnaður Íslendinga er
sagður jafnast á við jólin og að of-
notkun flugelda á áramótum sé
þjóðareinkenni og sprengugnýrinn
sé nánast látlaus frá 30. desember
til 6. janúar sem kallast „The thir-
teenth“, eða Þrettándin. Eina al-
mennilega hléið á flugeldapuðrinu
sé á milli klukkan 22 og 23.30 á
gamlárskvöld á meðan Áramóta-
skaupið er á dagskrá. ■
21ÞRIÐJUDAGUR 4. janúar 2005
OPNA KAFFIHÚS MEÐ ÖÐRU SNIÐI
Helena Stefánsdóttir og félagar hennar
vinna baki brotnu þessa dagana við að
standsetja Kaffi Hljómalind, sem opnað
verður á sunnudaginn að Laugavegi 21.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
Hljómalind verður kaffihús