Fréttablaðið - 04.01.2005, Page 30

Fréttablaðið - 04.01.2005, Page 30
22 4. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR Við hrósum ... handknattleiksmanninum Loga Geirssyni hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Lemgo en hann ætlar að bjóða langveiku barni og fjölskyldu þess til sín um páskana í ferð sem Logi ætlar að gera að ógleymanlegri lífsreynslu. Það er á eigin kostnað sem Logi framkvæmir góðverkið og er framtak hans öðrum svo sannarlega til eftirbreytni. „Svarið sem þau fá frá mér verður ekki mjög flókið – það verður nei!“ Ian Dowie, stjóri Crystal Palace, þegar hann var spurður um hvaða möguleika stærri lið hefðu á að kaupa hinn sjóðheita framherja Andy Johnson.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 1 2 3 4 5 6 7 Þriðjudagur JANÚAR FÓTBOLTI Liverpool komst upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildar- innar í gær með 1-2 útisigri á Norwich. Það voru þeir Luis Garcia og John Arne Riise sem skoruðu mörk Liverpool en glæsi- legt mark hins 18 ára gamla Ryan Jarvis á 88. mínútu kom einfald- lega of seint og fór Liverpool því með öll stigin heim. „Við stjórnuð- um leiknum í seinni hálfleik og áttum fullt af færum. Við höfum unnið þrjá leiki á níu dögum og aðeins tapað fyrir Chelsea þrátt fyrir að vera betra liðið. Það þýð- ir að við getum vel hugsað um að lenda í einu af fjórum efstu sæt- um deildarinnar og veitir okkur mikið sjálfstraust,“ sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool, eftir leikinn. Andy Johnson var enn og aftur á skotskónum fyrir Crystal Palace og skoraði bæði mörkin í dýrmæt- um sigri liðsins á Aston Villa. Johnson, sem margir giska á að verði valinn í enska landsliðið fyrir leikinn gegn Hollandi í næsta mánuði, er nú farinn að nálgast Thierry Henry í keppni markahæstu manna og er kominn með 13 mörk. Stærri lið hafa bor- ið víurnar í Johnson að undan- förnu en Ian Dowie, stjóri liðsins, segir það ekki til umræðu að Johnson verði seldur. „Hann er okkar leikmaður og verður það. Ég og hann náum mjög vel saman og hann hefur enga ástæðu til þess að fara annað. Og ef þið þekktuð hann þá mynduð þið sjá að það verður ekki vandamál. Ég sé það í augunum á honum að hann mun ekki fara,“ segir Dowie. Blackburn hefur leikið vel að undanförnu og varð engin breyt- ing á því gegn Charlton í gær. Brett Emerton skoraði eina mark leiksins en Blackburn hefði getað farið með mun stærri sigur af hólmi. „Við höfum náð að koma okkur talsvert upp töfluna og nú er komið smá gap á milli okkar og neðstu liðanna. En ég tel okkur vera með það gott lið að við eigum að horfa upp fyrir okkur og stríða toppliðunum í stað þess að ein- blína á að hleypa ekki neðri liðun- um upp fyrir okkur á ný,“ sagði Mark Hughes, stjóri Blackburn, eftir leikinn. Hrakfarir Newcastle halda áfram og í gær náði liðið aðeins markalausu jafntefli gegn botnliði West Brom. Liðið er enn í neðri hluta deildarinnar og ljóst er að liðið þarf að bæta sinn leik mikið ætli það sér sæti í Evrópukeppninni að ári. MARK Í UPPSIGLINGU Andy Johnson hjá Crystal Palace sést hér skora annað marka sinna gegn Aston Villa í gær. Hann er nú kominn með 13 mörk í deildinni. Liverpool á uppleið Liverpool er komið upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki gærdagsins. Andy Johnson heldur Crystal Palace á floti og Blackburn heldur áfram að hífa sig upp stigatöfluna. ■ ■ SJÓNVARP  17.45 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur frá kvöldinu áður.  19.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  19.25 Tiger Woods á Sýn. Fyrsti þáttur af þremur í þáttaröð um bandaríska kylfinginn Tiger Woods.  19.45 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Chelsea og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  20.20 Bardaginn mikli á Sýn. Sýnt frá bardaga Mike Tyson og Lennox Lewis.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  23.15 World Supercross á Sýn. Þáttur þar sem vélhjólakappar á öflugum tryllitækjum eru í aðalhlutverki. Ungbarnasund Námskeiðið hefst 5. febrúar nk. í Árbæjarlaug. Sunddeild Ármanns Barnasund Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára hefst laugardaginn 15. janúar nk. í Árbæjarskóla Innritun virka daga frá kl. 17:00 og um helgar frá kl. 13:00 í síma 557-6618 (Stella) og Eygló í síma 866-0122 Enska úrvalsdeildin ÚRSLIT NORWICH–LIVERPOOL 1–2 0–1 Luis Garcia (58.), 0–2 John Arne Riise (64.), 1–2 Ryan Jarvis (88.). BLACKBURN–CHARLTON 1–0 1–0 Brett Emerton (41.). CRYSTAL PALACE–ASTON VILLA 2–0 1–0 Andy Johnson (33.), 2–0 Andy Johnson, víti (66.). WEST BROM–NEWCASTLE 0–0 STAÐAN CHELSEA 21 16 4 1 41:8 52 ARSENAL 21 14 5 2 51:23 47 MAN. UTD. 21 12 7 2 33:13 43 EVERTON 21 12 4 5 25:22 40 LIVERPOOL 22 11 4 7 36:22 37 MIDDLESB. 21 10 5 6 34:26 35 TOTTENHAM 21 9 5 7 29:21 32 CHARLTON 22 9 4 9 24:32 31 ASTON VILLA 22 7 7 8 23:26 28 MAN. CITY 21 7 6 8 26:22 27 PORSTMOUTH 21 7 6 8 25:28 27 BIRMINGHAM 21 6 8 7 24:23 26 NEWCASTLE 22 6 8 8 33:39 26 BOLTON 21 6 6 9 27:30 24 BLACKBURN 22 4 10 8 20:33 22 FULHAM 21 6 3 12 25:36 21 CR. PALACE 22 4 6 12 23:34 18 NORWICH 22 2 10 10 19:39 16 SOUTHAMPT. 21 2 8 11 19:34 14 WEST BROM 22 1 10 11 17:43 13 MARKAHÆSTIR THIERRY HENRY, ARSENAL 16 ANDY JOHNSON, CRYSTAL PALACE 13 JERMAIN DEFOE, TOTTENHAM 10 ROBERT PIRES, ARSENAL 10 ANDY COLE, FULHAM 8 MILAN BAROS, LIVERPOOL 8 JIMMY F. HASSELBANK, MIDDLESBR. 8 ROBBIE KEANE, TOTTENHAM 7 AIYEGBENI YAKUBU, PORTSMOUTH 7 NICOLAS ANELKA, MAN.CITY 7 PAUL DICKOV, BLACKBURN 7 PAUL SCHOLES, MAN.UTD 7 EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN, CHELSEA 7 CRAIG BELLAMY, NEWCASTLE 7 EMILE HESKEY, BIRMINGHAM 6 FREDDIE LJUNGBERG, ARSENAL 6 EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN, CHELSEA 6 DAMIEN DUFF, CHELSEA 6 KEVIN DAVIES, BOLTON 6 Enska 1.deildin ÚRSLIT CARDIFF–NOTT. FOREST 3–0 BRIGHTON–WATFORD 2–1 Heiðar Helguson skoraði mark Watford og spilaði allan leikinn. Brynjar Björn Gunnarsson spilaði einnig allan leikinn fyrir Watford. COVENTRY–LEEDS 1–2 Gylfi Einarsson sat allan tímann á varamanna- bekknum hjá Leeds. LEICESTER–QPR 1–0 Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á sem varamaður á 14. mínútu í liði Leicester. MILLWALL–ROTHERHAM 1–2 PLYMOUTH–IPSWICH 1–2 Bjarni Guðjónsson kom inn á sem varamaður á 58. mínútu hjá Plymouth. STOKE–BURNLEY 0–1 SUNDERLAND–GILLINGHAM 1–1 WEST HAM–SHEFF. UTD 0–2 READING–DERBY 0–1 Ívar Ingimarsson lék allan tímann í vörn Reading í leiknum. CREWE–PRESTON 1–2 STAÐAN IPSWICH 28 16 7 5 52:34 55 WIGAN 27 14 8 5 47:20 50 SUNDERLAND 28 15 5 8 40:26 50 READING 28 14 6 8 36:26 48 SHEFF. UTD 28 13 9 6 38:34 48 WEST HAM 28 13 6 9 37:33 45 MILLWALL 28 12 6 10 32:26 42 DERBY 28 12 6 10 39:35 42 PRESTON 28 12 6 10 38:39 42 CREWE 27 11 6 10 48:46 39 BURNLEY 26 10 9 7 23:21 39 STOKE 28 10 8 10 18:20 38 QPR 28 11 4 13 36:41 37 LEEDS 28 9 9 10 33:31 36 LEICESTER 27 8 11 8 28:26 35 WATFORD 28 7 12 9 31:31 33 PLYMOUTH 28 9 6 13 33:39 33 BRIGHTON 28 9 6 13 22:35 33 WOLVES 27 7 11 9 36:36 32 COVENTRY 28 8 8 12 34:44 32 CARDIFF 28 7 9 12 30:34 30 GILLINGHAM 28 7 5 16 27:47 26 NOTT. FOREST 28 5 9 14 27:43 24 ROTHERHAM 28 3 10 15 22:40 19 LEIKIR GÆRDAGSINS HM U20 í íshokkí: Rússaland og Kanada í úrslitin ÍSHOKKÍ Landslið U20 liðs Kanada og Rússlands mætast í dag í úr- slitaleik U20 heimsmeistara- keppninnar í íshokkí en Rússarnir gerðu sér lítið fyrir í gær og grill- uðu Bandaríkjamenn í undanúr- slitum í gær 7-2. Þessi úrslit eru mikil vonbrigði fyrir Banda- ríkjamenn, sem höfðu ætlað sér stóra hluti á mótinu. Kanadamenn höfðu áður lagt Tékka að velli 3-1 og er þetta fjórða árið í röð sem Kanadamenn komast í úrslit í keppninni. Ljóst er að framtíð þjóðar- íþróttarinnar í landinu er örugg en Kanadamenn, sem voru fyrir fram taldir sigurstranglegastir, hafa unnið alla sína leiki á mótinu og hafa markatöluna 35-6. ■ Real Madrid tekur á móti Real Sociedad: Sex mínútna einvígið fram undan í kvöld FÓTBOLTI Glænýr þjálfari Real Ma- drid, Brasilíumaðurinn Vanderlei Luxemburgo, fær einkennilegt fyrsta verkefni sitt á morgun þeg- ar Real tekur á móti Real Sociedad í leik sem aðeins mun standa yfir í sex til sjö mínútur. Þar er verið að ljúka leik lið- anna sem varð að stöðva í desem- ber vegna sprengjuhótunar á Bernabeau. Var staðan þá 1-1 og hafa margir velt fyrir sér hvernig standi á því að þau úrslit voru ekki látin standa. Ljóst má þó vera að Lux- emburgo hefur vart áhuga á öðru en að hefja leik með látum enda þótt sigur Real yrði rán miðað við fyrri leikinn, þar sem Baskarnir í Sociedad voru líklegri til að sigra þegar leikurinn var blásinn af. Hefur það fengist staðfest að þar á bæ er ekki litið til annars en sigurs og verða þrír nýir leik- menn inni á á morgun; Karpin, Rekarte og Alonso, og víst er að breytingar verða á liði Real Madrid einnig. ■ LUXEMBURGO MÆTTUR Nýi þjálfarinn byrjar á merkilegum sex mínútna leik Real Madrid gegn Real Sociedad en honum var hætt í desember vegna sprengjuhótunar. Tölfræði kylfinga: Lengdin skiptir máli GOLF Lengd teighögga er mun mik- ilvægara en nákvæmni þeirra sé tölfræði bestu kylfinga heims skoðuð en afar nákvæmar skrár eru haldnar um slíkt á bandarísku mótaröðinni. Sé rýnt í hana kemur í ljós ýmislegt athyglisvert hvað varðar þá kylfinga sem mest er horft til af minni spámönnum. Enginn meðal stærstu nafn- anna í golfheiminum árið 2004 er nálægt því að vera meðal efstu manna þegar kemur að nákvæmni í teighöggum en allt öðru máli gegnir um lengd þeirra. Meðal átta efstu á peningalista síðasta árs er enginn sem lemur styttra en 268 metra að meðaltali í teig- höggum og sú staðreynd vegur upp og gott betur en það að hitta ekki brautina. Yfir 250 þættir eru þannig mældir á öllum mótaröðum PGA í Bandaríkjunum hvert ár og geta margir lært talsvert af þeirri töl- fræði sem þar birtist. Sem dæmi er Spánverjinn Sergio Garcia ná- kvæmastur allra þegar kemur að því að skjóta á pinnann frá 115 - 140 metra færi en sé hann 60 metra frá eða nær dettur hann niður í 122. sæti. Hann má því að ósekju æfa þessa vegalengd sér- staklega þegar kemur að næsta æfingartíma. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.