Fréttablaðið - 04.01.2005, Page 33

Fréttablaðið - 04.01.2005, Page 33
ÞRIÐJUDAGUR 4. janúar 2005 ■ TÓNLIST Jóhann Þorsteinsson og Sólveig Stefánsdóttir, Miðsitjuhestar ehf., voru tilnefnd sem ræktunarmenn ársins á liðnu ári en hrepptu þó ekki verðlaunin. Kom það mörg- um á óvart. Staða ræktunar þeirra hefur aldrei verið sterkari. Þau rækta hross út af Kröflu frá Sauð- árkróki, sem var undan Gusti frá Sauðárkróki og Perlu frá Reykj- um. Krafla var gæðingur og varð efst í flokki 6 vetra hryssna og eldri á LM 1986 á Gaddstaðaflöt- um. Engum blöðum er um það að fletta að hún er ein öflugasta undaneldishryssa landsins, stólpi á borð við Ragnars-Brúnku og Síðu frá Sauðárkróki. Stóðhestar undan henni og út af henni hafa þegar sett mark sitt á hrossa- stofninn í landinu og eiga eftir að hafa enn meiri áhrif í framtíðinni. Ef litið er á árangur liðins árs þá er fyrst að nefna stóðhestana úr ræktuninni. Kraflar frá Mið- sitju hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 1. sæti á LM2004. Keilir frá Miðsitju fékk 1. verð- laun fyrir afkvæmi og 1. sæti á LM2004. Hann átti fjórtán af- kvæmi á mótinu. Spuni frá Mið- sitju fékk einnig 1. verðlaun fyrir afkvæmi á árinu í kynbótamati en hann er nú í Svíþjóð. Eftirsjá er í Spuna því afkvæmi hans reynast mjög vel, auðtamin, ganggóð og falleg. Hann átti nokkur afkvæmi á LM2004. Rétt er að minna á að dóttir Kraflars, Vigdís frá Feti, varð efst í flokki sex vetra hryssna og eldri á LM 1998 á Melgerðismelum. Ekki eru þær síðri hryssurnar. Samba frá Miðsitju, undan Kröflu frá Sauðárkróki og Orra frá Þúfu, varð í 2. sæti í 6 vetra flokki á LM2004. Frigg frá Miðsitju, und- an Keili frá Miðsitju og Flugu frá Sólheimum, varð efst í fimm vetra flokki og tvær fjögurra vetra hryssur frá þeim hjónum komust inn á mótið, Fold frá Mið- sitju, undan Spuna frá Miðsitju og Flugu frá Sólheimum, og Lind frá Miðsitju, undan Kröflu frá Sauð- árkróki og Loga frá Skarði. Fold er glæsileg klárhryssa, fékk 9,0 fyrir tölt og brokk, sem er sjaldgæft hjá 4 vetra hryssum. Askja frá Miðsitju (ekki í eigu þeirra hjóna) átti þrjú afkvæmi á landsmótinu, en hún er móðir stóðhestanna Asks frá Kanastöð- um og Akks frá Brautarholti. Þá fékk Svás frá Miðsitju, undan Tinnu frá Miðsitju og Páfa frá Kirkjubæ, 1. verðlaun á síðsum- arssýningu og ekki má gleyma Núma Tinnusyni frá Miðsitju, sem varð Íslandsmeistari í tölti í opnum flokki á árinu. Jóhann og Sólveig seldu Mið- sitju fyrir tveimur árum og búa nú á Sauðárkróki. Miðsitjuhestar er þeirra ræktunarnafn, Þau eiga ennþá sínar góðu hryssur og sinna ræktuninni af kostgæfni. Það er því ennþá von á góðum hrossum frá Miðsitjuhestum. ■ JENS EINARSSON FJALLAR UM HESTA OG HESTAMENNSKU Á HESTBAKI Hrossarækt í sérflokki GÓÐ RÆKTUN Krafla frá Sauðárkróki með afkvæmi sín, Keili og Sömbu á LM2002. Tónleikaferð Prince, 69-city/96- show, halaði inn mestan pening á árinu 2004, eða um 5,4 millj- arða króna. Þetta var stærsta tónleikaferðin sem Prince hefur nokkurn tímann farið í. Hann hafði áður gefið út sína fyrstu plötu í langan tíma, Musicology, sem hlaut mjög góðar viðtökur. Tímaritið Pollstar tók listann saman og nær hann yfir 25 tekjuhæstu tónleikaferðirnar. Söngkonan Celine Dion, sem kom mikið fram á Caesar’s Palace í Las Vegas varð í öðru sæti með tæpa 5 milljarða. Rétt á eftir lenti Madonna og Íslands- vinirnir í Metallica komu þar á eftir með tæpa 3,8 milljarða. Skammt undan í fimmta sæti lenti söngkonan Bette Midler. Aðrir sem komust á topp tíu voru Van Halen, Kenny Chesn- ey, Sting, Toby Keith og Elton John. Miðaverð á hverja tónleika var að meðaltali um 3.200 krón- ur. Miðar á tónleika Elton John voru dýrastir, eða að meðaltali tæpar 9.800 krónur. ■ Síðumúla 13 Opið 10 - 18 Sími 568-2870 ÚTSALA ÚTSALA 50 – 80 % Ótrúlega lágt verð Dæmi um verð: Áður Núna Mohair peysa 6.000.- 1.900.- Riffluð peysa 6.500.- 1.900.- Rennd peysa 5.900.- 1.900.- Rúllukragapeysa 6.200.- 1.900.- Vafin peysa 4.800.- 1.900.- Satín toppur 5.300.- 1.900.- Bolur m/perlum 6.600.- 1.900.- Bolur m/áprentun 3.700.- 900.- Skyrta 4.000.- 1.800.- Viskósblússa 4.700.- 900.- Hettupeysa 4.900.- 1.900 Sítt pils 6.300.- 900.- Flauelsjakki 6.400.- 1.900.- Dömujakki 6.500.- 1.900.- Vatteruð úlpa 6.800.- 2.900.- Íþróttagalli 8.900.- 2.900.- Leðurbuxur 11.200.- 2.900.- Kvartbuxur 4.900.- 900.- Dömubuxur 5.800.- 900.- Og margt margt fleira VERÐ SEM FRAMKALLAR ÁNÆGJU LÁTTU HAGSTÆTT VERÐ AUKA ÁNÆGJUNA AF JÓLAMYNDUNUM. Í janúar bjóðum við framköllun á stafrænum myndum fyrir aðeins 35 kr. stk. þegar 50 myndir eða fleiri eru framkallaðar. Hagamel 67, sími: 552 4960, ulfarsfell@simnet.is AP /M YN D PRINCE Tónlistarmaðurinn Prince rakaði saman peningum á árinu 2004. Hér spilar hann á tónleikum í New York þann 15. mars eftir að hafa verið tekinn inn í frægðarhöll rokksins. Prince tekjuhæstur 2004 Á FIMMTUDÖGUM Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.