Fréttablaðið - 04.01.2005, Page 34
FRÁBÆR SKEMMTUN
Sýnd kl. 5.30, 8, 9.20 og 10.40
Sýnd kl. 5.30 m/ísl. tali
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 m/ensku tali
MBL HHH Algjört augnayndi!
FBL Hressir ræningjar!
Kvikmyndir.com HHH
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15
HHHHH
Mbl
Nýársmyndin 2005
Sama Bridget. Glæný dagbók.
Nýársmyndin 2005
HHHHH
Mbl
Sýnd kl. 6, 8 og 10.40
Sýnd í LÚXUS VIP kl. 8 & 10.40
Ein stærsta opnun frá upphafi
í des í USA.
MBL HHH Algjört augnayndi!
FBL Hressir ræningjar!
Kvikmyndir.com HHH
Sýnd kl. 3.30 & 5.30 m/íslensku tali
Sýnd kl. 5.30, 8 & 10.30 m/ensku tali
POLAR EXPRESS SÝND KL. 5.30 & 8 m/ísl. taliSURVIVING CHRISTMAS SÝND KL. 4 & 8.30
POLAR EXPRESS SÝND KL. 10.30 m/ens. tali
Sýnd kl. 6, 8.40 og 10.30 Sýnd í LÚXUS VIP kl. 3.30
Sýnd kl. 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 10
Sýnd í LÚXUS kl. 5, 7 og 9
"séríslenskt
Fönn, fönn,
fönn!"
HHH
SV Mbl
"...bráðvel
heppnuð
skemmtun,
grín og fjör..."
Sýnd kl. 8 & 10 B.i. 14
Sýnd kl. 4 og 6 Sýnd kl. 10.15 B.i. 14Sýnd kl. 5.45 og 8
Yfir 17.000 áhorfendur
Yfir 20.000 gestir
Yfir 20.000 gestir
Söngkonan Ashlee Simpson segistvera fær um að ropa stafrófið og
elskar að sýna öðru fólki þennan sér-
staka hæfileika sinn. „Þegar ég ropa
stafrófið er G uppáhaldsstafurinn
minn. Þetta er opinn samhljóði og er
frekar snemma í stafrófinu þegar
ennþá er mikill vindur í mér. Erfiðast
finnst mér að ropa stafinn S
sem er frekar seint og lítill
vindur eftir í mér,“ segir Ash-
lee.
Stúlkan segir eldri systur
sína, Jessicu Simpson,
deila þessum hæfileika
með sér. „Jessica ropar
stafrófið miklu betur en ég.
Það er meiri vindur í henni
og hún er betri ropari.“
Kate Hudson segist ferðast svomikið að henni sé farið að líða
eins og sígauna. Leikkonan, sem er
gift Chris Robinson, söngvara hljóm-
sveitarinnar Black Crowes, segist
hafa lifað í ferðatösku síðan
hún fæddi son sinn, Ryder,
fyrir ári síðan. „Við ferðumst
svo mikið og þó að barnið
sé einungis eins árs hefur
hann ferðast heilmikið.
Við lifum í ferðatöskum og
mér líður svolítið eins og
sígaunamömmu,“ segir
Hudson.
26 4. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR
FRÉTTIR AF FÓLKI ■ TÓNLIST
■ SJÓNVARP
■ BÓKMENNTIR
■ TÓNLEIKAR
Hinir árlegu Vínartónleikar Tríós
Reykjavíkur í Hafnarborg verða
endurteknir í kvöld.
„Við höfum oft þurft að endur-
taka tónleikana, stundum þrisvar
eða fjórum sinnum. Þetta form
höfðar greinilega til geysilega
margra,“ segir Gunnar Kvaran
sellóleikari, sem skipar tríóið
ásamt þeim Guðnýju Guðmunds-
dóttur fiðluleikara og Peter Maté
píanóleikara. Með þeim syngja á
tónleikunum þau Sigrún
Hjálmtýsdóttir og Bergþór Páls-
son.
„Ég held að þetta sé í fjórða
skiptið sem við erum með þau
Diddú og Bergþór með okkur,“
segir Gunnar. Tríó Reykjavíkur
hefur í fimmtán ár haldið reglu-
lega tónleika í Hafnarborg, þar á
meðal nýárstónleika þar sem Vín-
artónlist eftir Strauss, Lehar og
fleiri kappa er í aðalhlutverki,
„En þótt Vínartónlistin sé í for-
grunni einblínum við ekki bara á
hana,“ segir Gunnar. „Við erum
með ungverska dansa og sígauna-
músík og Diddú og Beggi syngja
dúett úr Mozartóperu, þannig að
við komum víða við.“
Nýárstónleikar virðast njóta
ótrúlegra vinsælda hér á landi.
Undanfarin ár hafa víða verið
haldnir Vínartónleikar hér á landi
í ársbyrjun, meðal annars í Saln-
um í Kópavogi. Þá hefur Sinfónían
verið með sína Vínartónleika í
upphafi árs í meira en tvo áratugi.
„Þetta er greinilega eitthvað
sem fólk telur ómissandi að upp-
lifa við áramótin. Svona góð
popptónlist er líka þannig gerð að
hún léttir lundina í skammdeginu
og gerir fólk jákvætt og bjartsýnt.
Hún lyftir andanum.“ ■
TRÍÓ REYKJAVÍKUR ÁSAMT DIDDÚ
OG BERGÞÓRI
Ómissandi í ársbyrjun
Ganga má að Skáldaspírukvöldi
vísu á Kaffi Reykjavík annan
hvern þriðjudag þar sem skáld
koma til þess að lesa úr verkum
sínum. Í kvöld verður 26. Skálda-
spírukvöldið haldið þar og þeir
sem lesa upp úr nýútkomnum
bókum sínum eru Sigfús Bjart-
marsson, Þóra Ingimarsdóttir,
Úlfar Þormóðsson og Jökull Vals-
son. Einnig les Guðrún Heiður Ís-
aksdóttir úr óbirtum verkum sín-
um.
Beðist er velvirðingar á mis-
tökum sem urðu í Fréttablaðinu í
gær, þegar fullyrt var að Skálda-
spírukvöldið yrði haldið í gær-
kvöld, mánudagskvöld. ■
Skáldaspírur
lesa í kvöld
SIGFÚS BJARTMARSSON Les úr nýju
ljóðabókinni sinni á Skáldaspírukvöldi.
Ragnar Eyþórsson bar sigur úr
býtum í Roskilde-sögusamkeppni
sem efnt var til í nóvember. Fær
hann að launum aðgöngumiða fyr-
ir tvo á Hróarskelduhátíðina á
næsta ári.
Í sögu sinni lýsir Ragnar því
sem fyrir augu bar á hátíðinni
sem hann fór á fyrir tveimur
árum. Var það jafnframt fyrsta
Hróarskelduhátíðin sem hann
sótti. „Þetta voru sjö skemmtileg-
ustu dagar ævi minnar fyrr og
síðar,“ segir Ragnar. „Þetta sló út
allar aðrar skemmtanir og úthá-
tíðir sem ég hafði farið á.“ Á með-
al hljómsveita sem hann sá voru
Metallica, Coldplay, Björk, Sigur
Rós og Iron Maiden, hver annarri
betri.
Ragnar, sem er að læra kvik-
myndagerð í Kanada, segist hafa
tekið dagbókina sína með til að
skrá niður stikkorð fyrir blogg-
síðu sína á netinu. Það borgaði sig
því nú er hann á leiðinni á hátíðina
á næsta ári og hefur þegar lofað
annarri sögu. Verðlaunasögu
Ragnars má lesa á heimasíðurnni
www.roskilde-festival.is. ■
Félagarnir Sveppi, Pétur og Auddi
úr 70 mínútum á Popptíví byrja
með nýja þáttinn sinn, sem að öll-
um líkindum mun heita Strákarn-
ir, á Stöð 2 í lok janúar eða fyrstu
vikuna í febrúar.
Þættirnir verða 25 mínútur
hver og verða sýndir alla virka
daga frá mánudegi til fimmtu-
dags. „Við erum að ganga frá
þessu eins og er. Við verðum
næsta mánuðinn í upptökum og
erum að ganga frá stúdíóinu,“ seg-
ir Heimir Jónasson, dagskrár-
stjóri Stöðvar 2. „Það er óhætt að
segja að menn eiga eftir að fá
þessa helstu föstu vinsælu liði
sem voru í 70 mínútum,“ segir
hann um efni þáttarins. „Þarna
verða til dæmis liðirnir Fríkað úti,
Stjórnun og Kapphlaupið litla.“
Að sögn Péturs Jóhanns Sigfús-
sonar áætla þeir félagar að fara til
útlanda í janúar til að taka upp
efni. Ekki er alveg á hreinu hvert
verður farið. „Hvort sem við
heimsækjum Chelsea eða Harri-
son Ford eða einhverja aðra verð-
ur bara að koma í ljós. Okkur lang-
ar alltaf að hitta frægt fólk.“ ■
SVEPPI, PÉTUR OG AUDDI Félagarnir Sveppi, Pétur og Auddi byrja með nýja þáttinn
sinn í lok janúar eða byrjun febrúar.
Upptökur í næsta mánuði
Skemmtilegustu
dagar ævi minnar
RAGNAR EYÞÓRSSON
Ragnar Eyþórsson er sigurveg-
ari Roskilde-samkeppninnar
sem efnt var til í nóvember.
Fær hann að launum tvo
miða á hátíðina á næsta ári.