Fréttablaðið - 05.01.2005, Side 2
2 5. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR
Rauði krossinn leitar ættingja landsmanna af erlendum ættum:
Fjölskylda fundin en konu enn leitað
JARÐSKJÁLFTI Rauði krossinn hefur
fundið fjölskyldu á Srí Lanka
sem ættingi hennar hér á landi
saknaði. Enn er taílenskrar konu
leitað.
Þórir Guðmundsson, upplýs-
ingafulltrúi Rauða krossins,
segir fleiri fjölskyldur hér á
landi hafa haft samband við
samtökin og grennslast fyrir um
kunningja eða vini. Þeim hafi
verið bent á vefsíðu sem samtök-
in standi að familylinks.icrc.org:
„Þar geta menn sjálfir skráð
fjölskyldumeðlimi sem leitað er
að. Listarnir eru prentaður út og
þeir birtir á flóðasvæðum.“
Þórir segir Rauða krossinn
einnig vera með gervihnatta-
síma á hamfarasvæðunum og
bjóða fjölskyldum að hringja í
tvær mínútur til ástvina sinna
erlendis.
Þrír sendifulltrúar Rauða
krossins eru við hjálparstörf á
flóðasvæðunum. Þórir segir einn
í stjórnstöð Alþjóða rauða kross-
ins á Srí Lanka, starfsmaður Al-
þjóða rauða krossins sé í Jakarta
í Indónesíu og geðhjúkrunar-
fræðingur vinni við skipulagn-
ingu áfallahjálpar í Indónesíu.
Þangað fari einnig tveir á
fimmtudaginn til að aðstoða við
dreifingu hjálpargagna.
- gag
STJÓRNARSKRÁ Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra skipaði í gær
Jón Kristjánsson heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, formann
stjórnarskrárnefndar, sem hefur
það hlutverk að endurskoða
stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
Jón segir mikið verkefni
framundan: „Ég vonast til að horft
verði til framtíðar í starfi nefnd-
arinnar og nefndin verði ekki of
bundin af fortíðinni“. Jón segir að
samkvæmt skipunarbréfi nefnd-
arinnar verði hlutverk hennar að
endurskoða fyrsta, annan og
fimmta kafla stjórnarskrárinnar
sem fjalla meðal annars um hlut-
verk Alþingis og forseta Íslands.
Össur Skarphéðinsson, for-
maður Samfylkingarinnar, og full-
trúi í nefndinni lýsir undrun sinni
á skipunarbréfinu. „Við setjumst
ekki í þessa nefnd til að taka
við skipunum Davíðs Oddssonar
og Halldórs Ásgrímssonar. Við
teljum margt brýnna en að
endurskoða þessi atriði. Við leggj-
um áherslu á þjóðaratkvæða-
greiðslur, að landið sé eitt
kjördæmi og að auðlindir séu
sameign þjóðarinnar.“
Ögmundur Jónasson, Vinstri
grænum, segist ekki kannast við
að gert hafi verið ráð fyrir að
verkefni nefndarinnar yrðu tak-
mörkuð við vissa þætti stjórnar-
skrárinnar. Jón Kristjánsson
bendir á að stutt sé síðan mann-
réttinda- og kosningakaflarnir
hafi verið endurskoðaðir.
Aðrir nefndarmenn eru Jónína
Bjartmarz, fulltrúi Framsóknar-
flokksins en fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins eru Geir H. Haarde
fjármálaráðherra og varaformað-
ur, Þorsteinn Pálsson sendiherra
og Birgir Ármannsson alþingis-
maður.
Auk Össurar Skarphéðinssonar
er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
varaformaður fulltrúi Samfylk-
ingarinnar og formennirnir Stein-
grímur J. Sigfússon og Guðjón
Arnar Kristjánsson fulltrúar
Vinstri grænna og Frjálslynda
flokksins.
Fjögurra manna sérfræðinga-
nefnd mun starfa með nefndinni,
en formaður hennar er Eiríkur
Tómasson lagaprófessor. Nefnd-
inni er ætlað að skila tillögum til
breytinga á stjórnarskránni í árs-
byrjun 2007.
- as
ASÍ OG FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA
Forysta ASÍ fundaði með Árna Magnússyni
félagsmálaráðherra í gær og gerði þar
alvarlegar athugasemdir við veitingu
atvinnuleyfa fyrir Kínverja.
ASÍ:
Auglýst til
málamynda
KJARAMÁL Forysta Alþýðusambands
Íslands gerði alvarlegar athuga-
semdir við væntanlega veitingu at-
vinnuleyfa fyrir allt að 300
Kínverja á fundi með Árna Magnús-
syni félagsmálaráðherra
í gær.
Niðurstaða fundarins var sú að
von er á greinargerð frá ASÍ til ráð-
herra og í framhaldi af því mun ASÍ
eiga annan fund með ráðherra.
ASÍ telur að auglýsingar
Impregilo á evrópska vinnumiðlun-
arvefnum Eures séu málamynda-
gjörningur enda sé óskað eftir
starfsmönnum með m.a. þriggja ára
reynslu af lífi og starfi á heim-
skautasvæðum. - ghs
Þýskaland:
Atvinnuleysi
eykst
ÞÝSKALAND, AFP Fjöldi atvinnulausra
í Þýskalandi hefur ekki verið meiri
í sjö ár, en var í desember. Atvinnu-
lausir þar eru nú 4,48 milljónir, eða
10,8 prósent af vinnuafli á stærsta
evrusvæðinu, þegar tekið er tillit til
árstíðabundinnar sveiflu.
Fjölgunin var meiri en reiknað
hafði verið með og vara sérfræð-
ingar við því að atvinnulausir gætu
orðið um fimm milljónir í vetur.
Í vesturhluta landsins eru nú
tæplega 2,9 milljónir atvinnulausra,
eða um 8,7 prósenta atvinnuleysi. Í
austurhlutanum er rúmlega 1,6
milljón án vinnu sem jafngildir 18,8
prósenta atvinnuleysi. ■
Söfnunarsíminn er 907 2020
Með því að hringja í söfnunarsímann leggur þú fram 1.000 kr. til hjálparstarfsins
í Asíu. Einnig er hægt að leggja fram fé með kreditkorti á www.redcross.is,
eða millifærslu á bankareikning 1151-26-000012, kt. 530269-2649.
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
kostar birtingu auglýsingarinnar
Nei, hvert eitt og einasta atvik var
guðsheilagur sannleikur.
Ragnar Eyþórsson bar sigur úr bítum í Roskilde-
sögusamkeppni og fékk að launum tvo miða á
Hróarskelduhátíðina á næsta ári. Ragnar lýsir í
sögu sinni því sem fyrir augu bar á hátíðinni sem
hann fór á í fyrsta skipti fyrir tveimur árum.
SPURNING DAGSINS
Ragnar, var þetta ekki bara lygasaga?
KJARAMÁL Laun erlendra starfs-
manna portúgalskra starfsmanna-
leigufyrirtækja við Kára-
hnjúkavirkjun eru að jafnaði 50
þúsund krónum undir lágmarks-
kjörum samkvæmt Virkjunar-
samningi. Það þýðir að portú-
galskir starfsmenn hafa verið
snuðaðir um samtals tæpar 300
milljónir króna í fyrra.
Þessa upplýsingar byggjast á
launaseðlum og tímaskýrslum frá
Impregilo og ná til um 500 manna
frá ársbyrjun 2004. ASÍ telur að
hér sé um alvarlegt brot á virkj-
unarsamningi að ræða og hyggst
sækja það fyrir félagsdómi.
„Ef þetta er rétt þá er þetta
grafalvarlegt og eitthvað sem
ekki er hægt að líða. Öllu máli
skiptir að menn virði lög og leik-
reglur og þá kjarasamninga sem í
gildi eru og undan því getur eng-
inn og á enginn að víkja sér. Ef
verkalýðshreyfingin metur það
svo að þarna sé um raunverulegt
brot að ræða þá væntanlega rekur
hún það mál fyrir félagsdómi. Að-
koma okkar sem stjórnvalds er
engin fyrr en að dómnum gengn-
um og þá hvað varðar fram-
kvæmd hans,“ segir Árni
Magnússon félagsmálaráðherra.
- ghs
ÚR HÚSAKYNNUM RAUÐA KROSSINS
Starfsmenn Rauða krossins, Kristín Ólafsdóttir, Helga Þórólfsdóttir, Anna Bryndís Hendriks-
dóttir og upplýsingafulltrúinn Þórir Guðmundsson, sem segir mikið álag hafa verið á vef-
síðunni www.familylinks.icrc.org, þar sem ættingja sé einnig leitað.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
ASÍ:
Impregilo snuðaði Portúgala
Ágreiningur um
hlutverk nefndar
Flokksforingjar og ráðherrar voru í gær skipaðir í nefnd til að endurskoða
stjórnarskrá. Formaður Samfylkingarinnar undrast að einungis eigi að endur-
skoða hlutverk forseta og Alþingis.
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segist
vonast til að horft verði til framtíðar í starfi
stjórnarskrárnefndar.
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Formaður Samfylkingarinnar sagði í umræðum á Alþingi í gær að margt væri brýnna að
endurskoða en þau atriði stjórnarskrár sem snúa að hlutverki forseta og Alþingis.
ÁRNI MAGNÚSSON
Félagsmálaráðherra segir grafalvarlegt ef Impregilo hafi snuðað portúgalska starfsmenn
starfsmannaleigufyrirtækja um samtals tæpar 300 milljónir króna í fyrra eins og ASÍ hefur
fengið staðfest.
Fróði:
Stjóra leitað
TÍMARITAÚTGÁFA Forráðamenn Fróða
leita að nýjum framkvæmda-
stjóra að sögn Páls Gíslasonar,
sem gegnir því starfi nú. Knútur
Sigmarsson, sem tók við starfi
framkvæmdastjóra fyrirtækisins
í haust, hvarf aftur til starfa hjá
Odda, stærsta hluthafanum í
Fróða. Ástæðan var ágreiningur
um stefnu innan fyrirtækisins.
Páll sagði engar aðrar breytingar
fyrirhugaðar hjá Fróða. ■
Bagdad:
Borgarstjóri
drepinn
ÍRAK, AFP Samtök al-Zarqawi hafa
lýst yfir ábyrgð á morðinu á Ali
Radi al-Haidari, borgarstjóra
Bagdad í gær. Borgarstjórinn var,
ásamt einum lífverði, drepinn í
fyrirsát í Hurriyah.
Einnig létust tíu íraskir öryggis-
verðir og bandarískir hermenn
þegar bíll var sprengdur í sjálfs-
morðsárás. 57 slösuðust í spreng-
ingunni.
Vegna vaxandi ofbeldis hringdi
Allawi, forseti Íraks í Bandaríkja-
forseta til að fara yfir stöðu mála
áður en til kosninga kemur 30. jan-
úar. Sagt er að Allawi hafi ekki far-
ið fram á að fresta kosningunum. ■
MÓTMÆLI
Um 400 manns komu saman í Berlín á
mánudag til að mótmæla skerðingu at-
vinnuleysisbóta um áramót.