Fréttablaðið - 05.01.2005, Page 6

Fréttablaðið - 05.01.2005, Page 6
6 5. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Stuðningur við fórnarlömb hamfara í Asíu: Borgin bætir um betur STJÓRNMÁL Borgarstjórn Reykja- víkur ákvað á fundi sínum nú í gær að tillögu borgarstjóra að veita tíu milljónum króna til neyð- arhjálpar við fórnarlömb hamfar- anna sem urðu við Indlandshaf á annan dag jóla. Athygli vekur að framlagið er tvöfalt hærra en framlag ríkisstjórnarinnar. „Nei við erum ekki að reyna að slá rík- isstjórninni við“, segir flutnings- maður tillögunnar Steinunn Val- dís Óskarsdóttir borgarstjóri og bendir á að ríkið hafi nú bætt á sig kostnaði við flug á hamfara- svæðin. „Þetta eru einhverjar mestu náttúruhamfarir sem um getur í seinni tíð og okkur þótti eðlilegt að stærsta sveitarfélag landsins legði sitt af mörkum.“ Tillaga borgarstjóra var sam- þykkt samhljóða á borgarstjórn- arfundi. Rauða krossi Íslands verður falið að ráðstafa fénu. - ás REYKJAVÍKURBORG Tillögu borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðisflokks- ins um að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar verði falið að gera úttekt á rekstri fjarskipta- fyrirtækja Orkuveitu Reykjavík- ur frá árinu 1998 og að lagt verði mat á arðsemi þessara fjárfest- inga var vísað frá á fundi borgar- stjórnar í gær. Þess í stað var samþykkt tillaga R-listans að borgarstjóra verði falið að láta gera óháða úttekt á fjárfestingum fyrirtækja í opinberri eigu í fjar- skiptafyrirtækjum, frá árinu 1998. Er þar innifalið að gera út- tekt á fjárfestingum Landsvirkj- unar í Fjarska og kaup Símans á Skjá einum. Í fyrri tillögu Sjálfstæðis- manna var vísað til fjárfestinga Orkuveitunnar í fyrirtækjunum Línu.net, Tetra Ísland og Raf- magnslínu. Fram kom í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem bar tillöguna fram að framlög Orkuveitunnar vegna þessara fjárfestinga frá árinu 1998 séu um 4.6 milljarðar. Kom fram í máli R-listans að tillagan, sem Alfreð Þorsteinsson bar upp, gengi lengra en tillaga Sjálfstæðisflokksins og því þyrfti ekki að greiða atkvæði um tillögu sjálfstæðismanna. Þessu and- mæltu Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son og Guðlaugur Þór. Þeir sögðu tillögu R-listans vera allt annað en breytingartillögu og ekki framkvæmanlega, þar sem það væri ekki á valdi borgarstjóra að gera úttekt á öðrum opinberum fyrirtækjum en þeim sem eru í eigu Reykjavíkurborgar. Í máli Alfreðs Þorsteinssonar kom fram að tillaga Guðlaugs Þórs gengi ekki upp, þar sem Orkuveita Reykjavíkur væri sameignarfélag fjögurra sveitar- félaga með innri endurskoðun. Því væri það óeðlilegt að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar tæki að sér slíkt verkefni. Guðlaugur Þór sagði það vel hægt ef pólitískur vilji væri fyrir hendi. Alfreð sakaði Guðlaug Þór einnig um að ganga erinda Símans í þessu máli, þar sem fjár- festingar Símans í koparlínum myndu rýrna verulega vegna lagningu ljósleiðara. Með tillögu R-listans væri hægt að fá saman- burð á fjárfestingum Orkuveit- unnar annars vegar og fjárfest- ingarfyrirtækja í eigu ríkisins hins vegar. Þessu andmælti Guðlaugur harðlega. svanborg@frettabladid.is Taíland: Einn Íslend- ingur eftir UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Aðeins er eftir að ná sambandi við einn Íslending í Taílandi og verður því haldið áfram þar til það tekst. Pétur Ásgeirsson, skrif- stofustjóri í utanríkisráðuneyt- inu, segir að verið sé að grennsl- ast fyrir um Íslendinginn í gegnum aðra Íslendinga á svæð- inu en þarna sé sterkt og gott net Íslendinga. Talið er að Ís- lendingurinn haldi sig á Pattaya- svæðinu og vill ráðuneytið full- vissa sig um að allt sé í lagi með hann þó ekki sé búist við öðru. - ghs HELGI BERNÓDUSSON Skrifstofustjóri Alþingis: Helgi ráðinn RÁÐNING Helgi Bernódusson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Alþingis og tekur við starfinu 20. janúar af Friðriki Ólafssyni sem þá lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Forsætisnefnd þingsins samþykkti ráðningu Helga ein- róma á fundi í gær. Helgi hefur unnið hjá Alþingi síðan 1983 og verið aðstoðarskrifstofustjóri frá 1996. Auk Helga sóttu Einar Farest- veit, starfsmaður Alþingis, og Þórhildur Líndal, fyrrverandi um- boðsmaður barna, um starfið. - bþs ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Nýr gosdrykkur á markað: Vítamín- bættur án leyfis MATVÆLI Nýr vítamínbættur gos- drykkur, Kristall plús frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar, hefur verið settur á mark- að án þess að sótt hafi verið um leyfi til v í t a m í n b æ t - ingar drykkj- arins til Um- hverfisstofn- unar. Almennt gildir þó sú regla að ekki eigi að vítamínbæta matvæli án leyfis, segir Elín Guð- mundsdóttir, forstöðumað- ur matvæla- sviðs Um- hverfisstofn- unar. Hún gerir ráð fyrir að Heilbrigðiseftirlitið kanni hvort drykkurinn uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til slíkra drykkja. Í kjölfarið segir hún hugsanlegt að drykkurinn komi aftur til skoðunar hjá Umhverf- isstofnun. Í Kristal plús er meðal ann- ars B-vítamín og önnur bæti- efni. - ht Fórst þú á áramótabrennu? Spurning dagsins í dag: Hefur þú gefið til hjálparstarfs vegna flóða í Asíu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 84.69% 15.31% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN KRISTALL PLÚS Nýr vítamínbættur drykkur er nú kom- inn á markað, en hann hefur ekki feng- ið leyfi Umhverfis- stofu. BÍLAR FUKU AF VEGINUM Þrír bílar lentu í óhöppum í umdæmi lögreglunnar í Keflavík. Einn fólksbíll lenti á ljósastaur á Reykjanesbraut. Annar ók út af brautinni og sá þriðji missti bílinn af Grindavíkurvegi. Ökumenn og farþegar slösuðust ekki. Lögregl- an rekur slysin til hvassviðris. BORGARSTJÓRNARFUNDUR Í GÆR Steinunn Valdís segist ekki vera að reyna að slá ríkisstjórninni við þótt stuðningur borgarinnar sé tvöfalt hærri en fjárframlag ríkisstjórnarinnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Borgarfulltrúinn sakaði meirihluta borgarstjórnar um valdníðslu, þegar tillögu hans var vís- að frá í borgarstjórn, því tillaga R-listans var talin ganga lengra. Reykjavíkurborg skoði kaupin á Skjá einum Hart var tekist á um tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úttekt á rekstri fjarskiptafyrirtækja Orkuveitunnar í gær og henni vísað frá. Í staðinn var samþykkt að láta gera úttekt á fjárfestingum fyrirtækja í opinberri eigu. Taíland: Höfrungum bjargað KHAO LAK, AFP Björgunarmenn reyndu í gær, annan daginn í röð að bjarga tveimur höfrungum, sem eru fastir í vatni í suðvestur Taílandi, eftir að hafa borist 500 metra inn á land með flóðbylgj- unni miklu annan í jólum. Taílenskir og grískir sérfræð- ingar hófu björgunartilraunir á mánudag, en sögðu björgunina ganga erfiðlega vegna þess að mikið brak væri í vatninu eftir flóðbylgjuna. Um hundrað manns taka þátt í björgunarstarfinu. ■ GAZA, AFP Í gær drap Ísraelsher sjö Palestínumenn í Gaza-borg með því að skjóta á þá úr skrið- dreka, en átökin segir herinn hluta af viðleitni til að stemma stigu við eldflaugaárásum. Með- al fórnarlamba skriðdrekaárás- arinnar í gær voru 11 ára gamall drengur og fimm unglingar, segja heimildir úr röðum heil- brigðisstarfsmanna. Mahmud Abbas, sem talinn er hafa forystu í forsetakosningum Palestínuaraba, fordæmdi í kjöl- farið harkalega það sem hann kallaði „zíonista óvininn.“ Þá lést einnig Palestínumaður og fimm aðrir særðust eftir skotárás Ísraelshers austur af Gaza-borg í gær, segja palest- ínskir heilbrigðisstarfsmenn. Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, hefur gefið hern- um lausan tauminn til að binda enda á eldflaugaárásir á ísra- elska landtökumenn frá Gaza. Í síðustu viku voru ellefu Palestínumenn drepnir í suður- hluta Khan Yunis. Með þessu er tala látinna komin í 4.669 frá því uppreisn Palestínumanna hófst í september árið 2000, 3.624 Palestínumenn og 970 Ísraelar. ■ BÚINN TIL GREFTRUNAR Lík unglings, sem var í hópi sjö Palestínumanna sem urðu fyrir sprengikúlum úr skrið- drekum Ísraela í gær, er hér búið til greftrunar í líkhúsi í bænum Beint Lahiya á Gaza í gær. Vitni segja sprengikúlurnar, sem ætlað var að svara árásum palestínskra andófs- manna, hafa skollið niður á velli þar sem bændur tóku upp kartöflur og tíndu jarðarber. Ísraelsher svarar eldflaugaárásum: Ungmenni drepin á Gaza AP M YN D /H AT EM M O U SS A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.