Fréttablaðið - 05.01.2005, Qupperneq 8
8 5. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR
Ferðafólk SA-Asíu:
Leiti læknis heima
HEILBRIGÐISMÁL
L a n d l æ k n i r
hvetur ferða-
fólk sem er að
koma heim eft-
ir dvöl á svæð-
um sem urðu
fyrir barðinu á
jarðskjálftan-
um í Indlands-
hafi 26. desem-
ber til að leita læknis hafi það ein-
hverjar áhyggjur af heilsufari
sínu. „Skiljanlega hafa þeir sem
upplifðu áhrif flóðbylgjunnar
miklu á annan í jólum 2004 orðið
fyrir andlegu og líkamlegu áfalli,“
segir á vef embættisins en hætta
á smitsjúkdómum er ekki talin
mikil í fyrstu eftir hamfarirnar.
Fólk er þó hvatt til að leita læknis
ef húðsár lagast ekki eða ef fólk
er með niðurgang. Fólk í fyrir-
byggjandi malaríumeðferð á að
ljúka henni eftir heimkomu og
fólk með hita eða inflúensu-
einkenni eftir heimkomu á að leita
læknis án tafar. - óká
■ EVRÓPA
HALD LAGT Á 151 ÞÚSUND E-
TÖFLUR Sænski tollurinn hefur
lagði hald á 151 þúsund e-töflur á
nýliðnu ári. Það er þrisvar sinn-
um meira magn en árið þar á
undan. Tollayfirvöld hafa einnig
lagt hald á 18 kíló af ópíum og
189 kíló af amfetamíni, sem er
nokkuð meira en lagt var hald á
árið 2003.
Æ FÆRRI FARA TIL ALGARVE
Ferðamálayfirvöld í Algarve í
Portúgal eru uggandi vegna
minnkandi ferðamannastraums.
Meðalnýting hótelrýma dróst
saman um 8 prósent miðað við
árið 2003. Ferðamenn á Algarve
hafa ekki verið færri í tíu ár.
Ferðamálayfirvöld segja aukna
samkeppni og laka skipulagningu
heima fyrir helstu ástæðuna.
Þorsteinn Pálsson:
Þýðir ekki
heimkomu
STJÓRNMÁL Þorsteinn Pálsson sendi-
herra var í gær skipaður í stjórnar-
skrárnefnd samkvæmt tilnefningu
Davíðs Oddssonar, formanns Sjálf-
stæðisflokksins. Þorsteinn segir
hins vegar ekkert samhengi milli
skipunar hans í nefndina og hugsan-
legrar heimkomu hans: „Það er ekki
hægt að draga neinar slíkar álykt-
anir af þessu,“ sagði hann.
Þorsteinn er sendiherra Íslands í
Kaupmannahöfn, en Ingibjörg
Rafnar, eiginkona hans var nýlega
skipuð umboðsmaður barna. - ás
Nýtt námskeið hefst 10. janúar nk.
Skráning er hafin í síma 444 5090
Þjálfari er
Goran Micic
íþróttafræðingur
Súperform á sex vikum!
Fimm tímar í viku kl. 7:30 eða 18:30
Brennsla og styrking
Takmarkaður fjöldi
Vikulegar mælingar
Eigið prógramm í tækjasal
Persónuleg næringarráðgjöf
Matardagbók
Ráðgjöf við matarinnkaup
Fræðsla og eftirfylgni – þrír fyrirlestrar
Strangt aðhald – mikill árangur
Nýr lífsstíll
Slökun og herðanudd í pottunum að æfingu lokinni
Protein shake eftir hverja æfingu
1. vika – Orkuhleðsla
Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum
í jafnvægi. Í lok vikunnar ættir þú að finna fyrir aukinni
orku og vellíðan sem er upphafið að breyttum lífstíl.
2. vika – Öflug melting
Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir
sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða.
3. vika – Hormóna jafnvægi
Hvort sem þú ert karl eða kona og óháð aldri þá mun
þriðja vikan koma jafnvægi á hormónaflæði líkamans sem
mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft.
4. vika – Hreinsun
Þegar líður að viku fjögur er líkaminn tilbúinn í úrgangs-
og eiturefnahreinsun. Lifrin er byggð upp og á auðveldara
með að hreinsa út skaðleg efni úr líkamanum.
5. vika – Ónæmiskerfið eflt
Í viku fimm byggjum við upp ónæmiskefið og hjálpum því
að verja líkamann á náttúrulegan hátt.
6. vika – Bætum minnið og skapið
Í þessari loka viku veitum við ráðgjöf varðandi hvaða mat
þú átt að borða til að bæta minnið, einbeitingu og skapið.
Til að komast að því hversu heilbrigð þú ert þarft þú að
fylla út spurningalista og fara í heilsufarsmælingu.
Nýtt námskeið fyrir konur
1Hvað heitir forseti Króatíu?
2Hvar þurfti í fyrradag að sækjalúsasjampó í ófærð?
3Hvað er Illugi Jökulsson að fara aðgera?
SVÖRIN ERU Á BLS. 30
VEISTU SVARIÐ?
HJÁLPARGÖGNUM
DREIFT Í
INDÓNESÍU
HAMFARIR, AP/AFP Á Taílandi benda
yfirvöld á að líklegt sé að líkams-
leifar hluta fórnarlamba hamfar-
anna á annan í jólum eigi aldrei
eftir að finnast og að marga mán-
uði geti tekið að bera kennsl á
önnur. Um helmingur þeirra sem
létu lífið í Taílandi eru útlending-
ar, margir hverjir ferðamenn frá
Evrópu. Líkin sem finnast nú eru
svo þrútin að reiða þarf sig á
tannlæknaskýrslur og DNA próf
til að bera kennsl á þau. „Það er
meira að segja erfitt að greina á
milli ljóshærðs Evrópubúa og
Asíubúa,“ sagði Surakiart Sathir-
athai, utanríkisráðherra Taílands.
Yfir 200 réttarmeinafræð-
ingar frá Taílandi og 18 öðrum
löndum vinna hröðum höndum
við að bera kennsl á lík í búdda-
musterum sem notuð eru sem
bráðabirgðalíkhús. Við eitt lík-
húsanna gat á að líta nokkur
hundruð líkama sem komið hafði
verið fyrir á jörðinni og búið að
hylja með dúkum eða líkpokum.
Hundrað lík til viðbótar lágu í sól-
inni og maður úðaði sótthreins-
andi efni yfir.
Lík útlendinga eru geymd í
loftkældum gámum meðan lík
Taílendinga eru urðuð til bráða-
birgða í nærliggjandi grafreitum
og bíða þess að ættingjar heimti
þau og láti brenna. Sumum líkum
er pakkað í þurrís til að hægja á
rotnun í hitanum. Yfirvöld hafa
reynt að auka kæligetuna í lík-
geymslum meðan safnað er DNA-
sýnum og tannlæknagagna aflað.
Colin Powell, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, kom til
Indónesíu síðla dags í gær frá
Taílandi. Hann ferðast nú um
hamfarasvæðin og ræðir gerð
viðvörunarkerfis sem varað gæti
við flóðbylgjum með það fyrir
augum að hörmungar líkar þeim
sem áttu sér stað á annan jóladag
endurtaki sig ekki. Í Bangkok
áréttaði Colin Powell að Banda-
ríkin ætluðu að leggja sitt af
mörkum við uppbyggingar- og
hjálparstörf á flóðasvæðunum.
„Bandaríkin snúa alls ekki baki
við fólki í nauðþurftum,“ sagði
hann. Á morgun situr Powell ráð-
stefnu um hamfarirnar á Jakarta,
ásamt John Howard, forsætis-
ráðherra Ástralíu, Junichiro
Koizumi, forsætisráðherra Jap-
ans, og Kofi Annan, aðalritara
Sameinuðu þjóðanna. ■
Líkin þekkjast bara
á tönnum og DNA
Lík Taílendinga eru urðuð til bráðabirgða meðan
lík ferðafólks eru kæld til að hægja á rotnun. Illa
gengur orðið að bera kennsl á líkin.
COLIN POWELL
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var í gær
á ferð á hamfarasvæðum Taílands, en er
nú kominn til Indónesíu.
MATVÆLUM ÚTDEILT Á PHUKET
Matvælum var í gær útdeilt í hjálparmiðstöð á Phuket-eyju á Taílandi til fórnarlamba flóð-
bylgnanna sem riðu yfir á annan í jólum. Tala látinna í Taílandi er komin yfir 5.000 og er
óttast að hún kunni að fara í 8.000, þar af um helmingurinn erlendir ferðamenn.
AP
M
YN
D
AP
M
YN
D
KJARAMÁL Forystumenn sjómanna
telja tvísýnt að nýr kjarasamn-
ingur við útgerðarmenn verði sam-
þykktur. Talning á atkvæðum gæti
tafist vegna slæms veðurs. Sjó-
mannasamband Íslands bíður at-
kvæða að norðan og vestan.
Jónas Garðarsson, formaður
Sjómannafélags Reykjavíkur,
telur samninginn verða felldan
meðal félagsmanna hans: „Ef
landsmeðaltalið væri það sem
maður heyrir hér á suðvesturhorn-
inu þá tel ég að þetta verði fellt. “
Konráð Alfreðsson, formaður
Sjómannafélags Eyjafjarðar, seg-
ist bjartsýnni en svartsýnni á að
samningurinn verði samþykktur.
Talningin gæti þó orðið spennandi.
„Ætli menn telji það ekki plús
að samþykkja samninginn því það
verður ekki farið lengra án átaka,“
segir Konráð: „Ég held líka að sjó-
menn séu ekki til í átök.“
Konráð og Jónas eru sammála
um að sjómenn gagnrýni helst að
kjarabætur þeirra séu greiddar úr
eigin vasa. „Við breytingarnar fer
minna í umslagið um hver mánaða-
mót en var áður,“ segir Jónas.
- gag
Formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar segir að ekki verði farið lengra án átaka:
Spennandi talning um kjör sjómanna
FRIÐRIK OG SÆVAR MEÐ ÁSMUNDI
VIÐ UNDIRRITUN Forystumenn sjó-
manna og útvegsmanna undirrituðu
samning í húsi ríkissáttasemjara
30. október. Kosning stóð um hann til
áramóta. Talning verður á næstu dögum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M