Fréttablaðið - 05.01.2005, Side 10

Fréttablaðið - 05.01.2005, Side 10
10 5. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR RÉTTARHÖLD HAFIN Á NÝ Réttarhöld yfir bandaríska leikaranum Robert Blake hófust á ný í Hæstarétti í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær eftir hálfs- mánaðar hlé sem gert var yfir hátíðarnar. Þar með hefst önnur vika réttarhaldanna yfir leikaranum sem gefið er að sök að hafa átt þátt í morðinu á Bonny Lee Bakley eiginkonu hans. Útboðsstefna Akureyrarbæjar: Samið um sorphirðu SORPHIRÐA Akureyrarbær hefur samið við Gámaþjónustu Norður- lands um sorphirðu frá stofnunum, deildum og fyrirtækjum bæjarins. Tók samningurinn gildi 1. janúar, og er til eins árs, en í honum er ekki kveðið á um ákveðna upphæð fyrir sorphirðuna heldur fær verktakinn greitt eftir umfangi sorpsins. Dan Jens Brynjarsson, sviðs- stjóri stjórnsýslusviðs Akureyrar- bæjar, segir að markmið bæjaryfir- valda með samningnum sé að bær- inn njóti hagkvæmrar sorpþjónustu um leið og áhersla verði lögð á að minnka þann úrgang sem fer til urðunar og auka endurvinnslu og endurnýtingu. „Þetta er fyrsta skrefið að því að sorphirða á Akur- eyri verði alfarið í höndum einka- aðila,“ segir Dan. Útboð á vegum bæjarins hafa verið að aukast á undanförnum misserum og í ár verður rekstur leikskóla boðinn út í fyrsta sinn á Akureyri. kk@frettabladid.is Búferlaflutningar á Austurlandi: Fjölmennið á Héraði AUSTURLAND Fljótsdalshérað er nú fjölmennasta sveitarfélagið á Austurlandi með 3.364 íbúa. Á síðasta ári sameinuðust sveit- arfélögin Fellahreppur, Norður- Hérað og Austur-Hérað í Fljóts- dalshérað. Íbúum héraðsins fjölgaði um 433 íbúa á milli ára, umfram sameininguna og munar þar mestu um virkjunar- svæðið við Kárahnjúka. Næstfjölmennasta sveitarfé- lagið á Austurlandi er svo Fjarðabyggð. Þar fjölgaði um 65 íbúa á milli ára og búa þar nú um 3.175 manns. Hornafjörður er svo þriðja fjölmennasta sveitarfélagið á Austurlandi með 2.225 íbúa en þar fækkaði íbúum um 79 milli ára og var fækkunin hvergi meiri á Austurlandi. - kk Árekstur við hross: Tengivagn skemmdist ÁREKSTUR Lögreglan á Sauðár- króki var kölluð til þegar tengi- vagn flutningabíls valt eftir að bíllinn hafði ekið á hross á Norðurlandsvegi við bæinn Mið- sitju í Skagafirði á fjórða tíman- um í fyrrinótt. Bílstjórann sakaði ekki en tengivagninn skemmdist töluvert en í honum voru meðal annars matvæli sem áttu að fara norður í land. Lög- reglan vissi ekki hvort miklar skemmdir hefðu orðið á flutn- ingabílnum sjálfum. Hrossið lifði áreksturinn af og komst undan bílnum af sjálfsdáðum og hljóp á brott. ■ Lokað í dag Jakkaföt, stakir jakkar, yfirhafnir, skyrtur, bolir og ótalmargt fleira. Laugavegi 74 • Sími 551 3033 Útsalan hefst á morgun Hamfarir við Indlandshaf: Sokkið í sæ GENF, PHUKET, AFP Fjöldi látinna við Indlandshaf er nú orðinn um 140 þúsund manns. Í Indónesíu einni er talið að um 95 þúsund manns hafi látist. Ekki hefur reynst auðvelt að fá opinberar upplýsingar alls staðar af á svæðinu, og á það sér- staklega við um herstjórnarríkið Myanmar, sem er eitt fátækasta ríki heims. Það er mjög sjaldgæft að þarlend stjórnvöld gefi upp hversu margir láta lífið í náttúru- hamförum. Óttast er um líf mörghundruð sjómanna frá Myanmar, eftir því sem Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna segir. Samkvæmt opin- berum tölum stjórnvalda hafa 53 látist og 21 er saknað. Talsmaður Matvælastofnunar- innar segir að um 30.000 íbúa Myanmar vanti nauðsynlega hús- næði, mat, drykkjarvatn og lyf. Myndir frá gervihnöttum sýna að strandlína Myanmar hefur ekki skemmst eins mikið og strandlínur annarra ríkja á svæðinu. Samanburður á gervihnatta- myndum á þeim svæðum sem verst urðu úti vegna flóðbylgjunn- ar sýna að strandlínur hafa víða breyst verulega. ■ SAMNINGURINN UNDIRRITAÐUR Árni Þór Freysteinsson, innkaupastjóri Akureyrarbæjar, lengst til vinstri, Dan Jens Brynjars- son, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Benóný Ólafsson, forstjóri Gámaþjónustunnar, og Arngrímur Sverrisson, rekstrarstjóri Gámaþjónustunnar. BREYTTAR STRANDLÍNUR Tala látinna við Indlandshaf eftir flóðbylgjuna 26. desember er nú tæplega 140.000 manns, en enn er reiknað með að þeim muni fjölga. Sameinuðu þjóðirnar reikna með að fjöldi látinna verði ekki undir 150 þúsundum. Taílensk yfirvöld spá því að fjöldi látinna í landinu verði um átta þúsund. ÍRAK,AP Írak hefur farið þess á leit við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) að sendir verði eftir- litsmenn til að fylgjast með kosn- ingunum 30. janúar. Óvíst er talið hvort samstaða næst um málið vegna andstöðu margra Evrópu- ríkja við stríðið í Írak. Írak á ekki aðild að ÖSE. Lengst af hefur stofnunin sem telur fimm- tíu og fimm aðildarríki einungis sinnt kosningaeftirliti á starfs- svæði sínu sem nær til Norður- Ameríku, Evrópuríkja og landa sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. ÖSE sendi þó fulltrúa til aðstoð- ar afgönskum yfirvöldum í nýliðn- um kosningum. Íslendingar hafa oft lagt til fulltrúa í kosningaeftir- lit ÖSE, nú síðast í Úkraínu. ÖSE getur hins vegar ekki tekið þátt í kosningaeftirliti nema öll aðildar- ríki samþykki það. Evrópusam- bandið ætlar að senda eftirlits- menn til Íraks vegna ótryggs ástands þar. ■ Kosningar í Írak: ÖSE beðið um eftirlit FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P KOSNINGAR Í SKUGGA STRÍÐS Íraki hengir upp mynd af Ajatolla Ali al-Sistani í búðarglugga í Bagdad. Óvíst er hvort ÖSE samþykkir kosningaeftirlit í Írak.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.