Fréttablaðið - 05.01.2005, Page 16

Fréttablaðið - 05.01.2005, Page 16
16 HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? Eðli ofbeldisverka virðist vera að breyt- ast þó að ofbeldisverkum fjölgi ekki. Ofbeldismenn virðast ekki gera sér grein fyrir að eitt högg getur valdið dauða. Tveir létust á síðasta ári vegna eins banvæns höggs. Halldór Friðjóns- dóttir, formaður Bandalags háskóla- manna, segist halda að í báðum þeim tilfellum hafi verið um slys að ræða og ekki hafi verið ætlunin að myrða. Fjölgun vopna segir hún eðlilega þróun í undir- heimunum með aukinni neyslu fíkni- efna. „Mín tilfinning er að tölvuleikir og sjónvarpsefni hafi áhrif á að ofbeldi harðni. Krakkarnir spila tölvuleiki þar sem menn drepa mann og annan án þess að það hafi mikil áhrif og ég tel það geti firrt þá raunveruleikatilfinn- ingu.“ Þá segir hún að einnig verði að viðurkenna að fólk sé misjafnt að upp- lagi. Hún segir að ef börn fá ekki örvun og gott atlæti í æsku sé meiri hætta á að þau beiti ofbeldi. Halldóra segist ekki endilega viss um að þyngri refsingar geri menn að betri einstaklingum þannig að þeir hætti að ráðast á aðra. Til að svo megi verða þurfi að gera breytingar í fangelsunum. „Í dag virðist fangelsi vera einhvers konar geymslustöð.“ ■ Telur sjónvarp og tölvuleiki hafa áhrif AFLEIÐINGAR OFBELDIS VERÐA ALVARLEGRI SJÓNARHÓLL „Það er nú svo sem ágætt,“ svarar Ólaf- ur Kristjánsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Bolungarvík, spurður hvað sé að frétta. „En það er leiðindafærð og snjónum kyngir niður. Mér sýnist áttin vera að breytast og samfara því er hætt við að hengjur brotni niður.“ Sem kunnugt er hefur veðrið verið vit- laust vestra síðustu daga og hundi vart út sigandi. Ólafur man tímana tvenna þegar veðurfar er annars vegar og þarf að leita aftur um áratug til að finna hliðstæðu. „Þetta minnir mig svolítið á árið 1995. Áhlaupið nú er svipað og þá.“ Fáir eru á ferli í Bolungarvík þegar svona viðrar og til dæmis var hætt við mokstur gatna í gærmorgun þar sem ekki sást á milli húsa. Ólafur telur hins vegar að ástandið fái ekkert sérstaklega á fólk. „Við erum nú orðin nokkuð vön svona löguðu og menn halda stillingu og ró. Sem betur fer eru allir orðnir meðvitaðri um þær hættur sem kunna að stafa af veðrinu,“ segir hann og bendir á að eftirlit sé mun betra en áður og fólk því upplýstara um ástand mála. Þó að Ólafur hafi látið af bæjarstjóra- starfinu fyrir nokkru situr hann ekki að- gerðarlaus því enn er hann fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Bol- ungarvíkur og verður þar til hann verður sjötugur á næsta ári. Að auki sest hann reglulega við píanóið og spilar djass með Villa Valla vini sínum og pólskum snillingi sem kennir við tónlistarskólann vestra. Sem von er líst Ólafi illa á að Ratsjár- stofnun hætti starfsemi á Bolafjalli við Bolungarvík enda fyrirséð að um tugur sérhæfðra starfsmanna missi við það vinnuna og flytji í burt. „Þetta er blóð- taka fyrir byggðarlagið enda hlaupa þessir menn ekki í önnur störf hér,“ og rifjar upp að Bolvíkingar hafi verið 1298 árið 1998 en séu 934 samkvæmt nýj- ustu tölum. ■ Veðrið minnir á áhlaupið 1995 HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÓLAFUR KRISTJÁNSSON BOLVÍKINGUR. 5. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Bókabúðinni lokað Í næstu viku verður skellt í lás í síðasta sinn í Bókabúð Lárusar Blönd- al við Engjateig. Bóksal- inn í Laugardalnum hefur tapað milljónum króna á rekstrinum síðustu ár og segir gylli- boð Bónuss fyrir jólin hafa gert útslagið. Fyrir nokkrum árum lét hann gamlan draum um versl- unarmennsku rætast og keypti búðina. Það er einn viðskiptavinur í Bóka- búð Lársar Blöndal við Engjateig í Reykjavík, rétt fyrir klukkan 11 að morgni fyrsta virka dags ársins 2005. Viðskiptavinurinn, lagleg kona, rennir augunum eftir hillun- um og staðnæmist við einstaka bók eða annað sem er á boðstólnum. Gefur sig svo á tal við afgreiðslu- manninn og biður hann vinsamleg- ast um að teygja sig í spil í efstu hillu. Kaupir það og gengur út. Guðjón Smári Agnarsson keypti bókabúð Lárusar Blöndal fyrir rúmum fimm árum. Hún var þá neðarlega á Skólavörðustígnum, í saman húsi og hún var stofnuð í árið 1943. Lárus Blöndal hafði rúmlega tvítugur byrjað að vinna í Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar og varð svo verslunarstjóri í Bókaverslun Ísafoldar þegar hún var opnuð 1939. Það er annars merkilegt hve bækur og nafnið Lárus Blöndal eru samofin í sögunni. Auk bóksalans við Skólavörðustíginn höfum við Lárus hinn siglfirska sem þar rak Bókaverslun Lárusar Þ. J. Blöndal og bókavörðinn Lárus sem lengi gætti bóka á Landsbókasafninu og á Alþingi. Hvað um það, rúmlega sextíu ára sögu Bókaverslunar Lárusar Blöndal er að ljúka. Guðjón Smári, sem jafnan er kallaður Smári, er að bregða búi. Og hljóðið í honum er þungt. „Þetta er hundfúlt,“ segir hann. Penninn og Bónus Eins og fram kom í spjalli við Guðjón Smára í Fréttablaðinu rúmri viku fyrir jól er hann ósátt- ur við gylliboð stórmarkaðanna í jólabókaflóðinu og ítrekar þá skoð- un þar sem hann stendur í búðinni sinni þennan kalda og hvassa mánudagsmorgun. „Ja ég neita því ekki að það hefur verið fremur erfitt hjá mér undanfarið og í haust fannst mér þetta ekki ganga nógu vel,“ svarar hann aðspurður hvenær hann hafi séð fram á að þurfa að loka búðinni. „Penninn er nánast einráður með sínar búðir allt árið um kring og tveimur vik- um fyrir jól kemur Bónushringur- inn inn. Þegar ég byrjaði seldi Bónus tvær til þrjár bækur á inn- kaupsverði en fyrir þessi jól sýnd- ist mér hver einasta bók vera þar á innkaupsverði. Þessi gylliboð slá rothöggið. Bónus er að þessu virð- ist mér til að skapa sér einhverja ímynd eða kannski tálmynd. Fá fólk inn til að kaupa aðrar vörur sem gróði er af.“ Guðjón Smári hefur líka horn í síðu Pennans sem á og rekur fjölda bókaverslana. „Mér finnst mjög óeðlilegt að einn aðili sé svona gjörsamlega ráðandi í bóksölu annan tíma ársins. Penninn hefur átt Eymundsson í nokkur ár og keypti svo Mál og menningu fyrir einu eða tveimur árum. Þar áður var hann búinn að kaupa Griffil sem selur bækur stöku sinnum. Að mínu mati hefðu samkeppnisyfir- völd átt að banna þetta.“ Tapið hleypur á milljónum Guðjón Smári er uppalinn á Akra- nesi og átti sér ungur þann draum að fara út í verslunarrekstur. „Þeg- ar ég var ungur maður ætlaði ég að gerast verslunarmaður en leiddist út í annað,“ segir hann og horfir í gaupnir sér. Hann byrjaði að vinna í sjávarútvegsráðuneytinu og fluttist svo til Stöðvarfjarðar þar sem hann varð framkvæmdastjóri frystihússins. Síðar sinnti hann eigin rekstri á Stöðvarfirði, flutti út fisk og stundaði útgerð og skipa- afgreiðslu. „Svo hættum við þessu og fluttum hingað suður og þá keypti ég þessa búð.“ Draumurinn rættist sumsé og þó að reksturinn hafi alla tíð verið erfiður fannst Guðjóni Smára gaman í vinnunni. „Þetta hefur verið erfiður tími en mér hefur samt aldrei leiðst að fara í vinn- una. Mér hefur alltaf fundist þetta skemmtilegt.“ Aðspurður hvort honum finnist líka gaman nú þegar sér fyrir endann á rekstrinum svarar hann: „Þetta er náttúrulega svolítið sérstök tilfinning í dag. Nú er ég að ganga frá. Ég ætla að reyna að selja allt sem ég mögu- lega get þessa síðustu daga, skila svo inn þeim bókum sem ég get ekki selt og svo loka ég.“ Tapaðirðu miklum peningum? „Já.“ Mjög miklum? „Já.“ Hversu miklum? „Það hleypur á milljónum.“ Þarftu að borga þetta á næstu árum og áratugum? „Nei, ég átti svolítið fyrir þegar ég fór í þetta.“ Búðin er þá ekki að fara í gjald þrot? „Nei, ég á ekki von á því.“ Hvað tekur við? „Ja, nú vantar mig vinnu.“ Þú veist ekki hvað tekur við? „Nei.“ Tómleiki í hjartanu? „Já.“ Guðjón Smári hefur sjálfur staðið vaktina svo að segja frá því hann keypti verslunina, utan hvað sonur hans hefur leyst hann af stund og stund. Hann hafði unun af að standa á bak við búðarborðið og eiga samskipti við viðskiptavinina, spjalla um allt og ekkert. Margir voru fastir viðskiptavinir og keyptu ekki bækur annars staðar en í Bókabúð Lárusar Blöndal. Honum þykir mjög leitt, gagnvart því fólki, að þurfa að loka. En endalokin verða ekki umflúin, Bókabúð Lárusar Blöndal er að loka eftir að hafa séð borgarbúum fyrir bókum í rúm sextíu ár. Allt er í heiminum hverfult. bjorn@frettabladid.is GUÐJÓN SMÁRI AGNARSSON „Þetta hefur verið erfiður tími en mér hefur samt aldrei leiðst að fara í vinnuna. Mér hefur alltaf fundist þetta skemmtilegt.“ – hefur þú séð DV í dag? MORÐINGINN HÁKON EYDAL LEGGUR SPILIN Á BORÐIÐ Í EINKA- VIÐTALI VIÐ DV FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. ÁRSKORT Í LÍKAMSRÆKT KOSTAR 43.040. Um er að ræða meðalverð nokkurra líkamsræktarstöðva í Reykjavík. Ekki er tekið mið af sérstökum tilboðum. HALLDÓRA FRIÐJÓNSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.