Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.01.2005, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 05.01.2005, Qupperneq 18
Námskeið Ætíð er þörf á nægri þátttöku til að námskeið séu haldin og því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst ef þú sérð námskeið sem þú ætlar þér á. Sum námskeið fyllast líka fljótt og þá er einnig gott að hafa skráð sig tímanlega. Ef þú ert óviss um hvort þú ætlir að sækja námskeiðið eða ekki skaltu láta vita af því þegar þú skráir þig að það sé möguleiki á því að þú hættir við.[ Dyslexía – hvað er til ráða? Margar leiðir eru til þess að auðvelda nemendum með dyslexíu lífið - bæði heima og í skólanum. Jónas Halldórsson sálfræðingur hefur unnið mikið með börnum og unglingum með dyslexíu. Hann segir mikilvægt að greina dyslexíu sem allra fyrst vegna þess að því fyrr sem greining liggur fyrir og markviss íhlutun hefst þeim mun auðveldara sé að ná tökum á vandanum. Með sérhæfðri meðferð, stuðningi og skilningi er hægt að byggja upp sjálfs- traust, bæta líðan og hvetja viðkomandi. Þá þurfi að nálgast námsefnið úr mörgum áttum og nýta mismunandi skynjunarleiðir og minnisþætti. Krefst sú kennsla og þjálfun handleiðslu sérmennt- aðs sérkennslu- og meðferðaraðila sem þekkir þær aðferðir og rannsóknir sem hafa sýnt að gagnist. En hvað geta foreldrar gert til að hjálpa barni sem glímir við þennan vanda? Hvað heimavinnuna varðar er nauðsynlegt að lesa fyrir barnið, útskýra orð, ræða námsefnið og hlýða yfir. Auka þarf markvisst þekkingar- og orðaforða með utanbókalærdómi og nýta aðferðir minnistækni í því samhengi. Mælt er með góðum bókmenntum undir handleiðslu í þeim tilgangi að styrkja orðaforða, málsskilning og máltjáningu. Til að auka skilning er tilvalið að ræða fréttir og þætti úr daglegu lífi. Lestur og skrift er nauðsynlegur allt árið um kring, hæfilega lengi í senn. Gott er að nýta ritvinnslu í tölvu við lestrar- og stafsetningar- námið og þá er gott að tengja námið við áhugasvið barnsins. Hvað geta kennarar gert til að auðvelda nám nemanda með dyslexíu? Nauðsynlegt er að kennarinn geri sér grein fyrir vandamáli nemandans, viðurkenni það og leggi sitt af mörkum til að hjálpa honum. Nýta þarf aðferðir námstækni til að vinna gegn áhrif- um athygli- og úthaldsvanda. Það er því nauðsyn- legt fyrir kennarann að nota fjölbreyttar kennslu- aðferðir, hefðbundnar aðferðir í bland við aðrar, svo sem nýtingu tölvu og segulbands við verk- efnavinnu í kennslustundum. Þá þarf hann að huga að því að hafa verkefnin hæfilega löng og vel skipulögð. Nálgast þarf námsefnið úr mismun- andi áttum, varast skal að byggja um of á veik- leikum og reyna að kenna nemandanum í gegnum styrkleika hans. Kennarinn þarf að nýta námsefni og bókmenntir á snældum og einnig þau kennslu- forrit í tölvu sem þjálfa þætti eins og stafsetningu og málfræði. Þá er nauðsynlegt að nemandinn komi þekkingu sinni á framfæri í prófum, tími þarf að vera nægur, aðstæður rólegar og stuðn- ingur nálægur. ■ Aukin ökuréttindi Nú er rétti tíminn til að afla sér nýrra atvinnumöguleika ! Kennt er á leigu-, vöru- og hópferðabifreið, einnig vörubifreið með eftirvagni. Skólinn býður uppá nútíma kennsluaðstöðu og reynda kennara. Innritun alla miðvikudaga, áfangakerfi. Einnig eru í boði námskeið í vistakstri fyrir einstaklinga og hópa. Sími 567-0300 Þarabakka 3 109 Reykjavík Netfang mjodd@bilprof.is www.bilprof.is LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ Fyrir stafrænar vélar og filmuvélar Námskeiðin eru haldin að Völuteigi 8, Mosfellsbæ. Leiðbeinandi Pálmi Guðmundsson 10. janúar 8 vikna Mánudaga kl. 17-19 ( Stafrænt) 10. janúar 8 vikna Mánudaga kl. 20-22 ( Stafrænt) 12. janúar 8 vikna Miðvikudaga kl. 17-19 ( Stafrænt) 12. janúar 8 vikna Miðvikudaga kl. 20-22 ( Stafrænt) 13. janúar 8 vikna Fimmtudaga kl. 17-19 ( Filma) 13. janúar 8 vikna Fimmtudaga kl. 20-22 ( Filma ) HELGANÁMSKEIÐ Fyrir stafrænar vélar 8. - 9. janúar 15. - 16. janúar 12. - 13. febrúar 19. - 20. febrúar FJARNÁMSKEIÐ Fyrir stafrænar vélar og filmuvélar Nánari upplýsingar og skráning á www.ljosmyndari.is Eða í síma 898-3911 ] FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Helstu einkenni dyslexíu: Erfiðleikar við lestur, lestur mjög hægur og hikandi Ruglar stöfum, sleppir úr stöfum og jafnvel heilum orðum Þekkir ekki orð í texta, snýr við orðum Endurtekur oft orðhluta, orð og setningar Erfiðleikar í stafsetningu og hljóðvillur algengar Greinir ekki mun á líkum hljóðum svo sem smíða/sníða Erfiðleikar við að stafsetja einföld orð Stafavíxl og brottfallnir eða viðbættir stafir Erfiðleikar við að tjá hugsanir með orðum Orsakir dyslexíu: Skert hljóðkerfisvitund, þ.e. erfiðleikar við að vinna úr hljóð- rænum áreitum (umskráningarerfiðleikar). Misstór heilahvel. Hjá fólki sem er ekki með dyslexíu eru vinstra og hægra heilahvel jafnstór en hjá fólki með dyslexíu eru heilahvelin misstór. Ósamhverf heilahvel virðast því vera forsenda fyrir þroska hljóðkerfisvitundar en vinstra heilahvel er nátengt málhæfninni. Langvarandi eyrnabólgur geta gert það að verkum að ung börn eiga erfitt með að greina milli hljóða sem eru lík. Dyslexía verður ekki rakin til einnar orsakar heldur er um orsakasamhengi fleiri þátta að ræða. Fræðimenn telja fleiri orsakaþætti eigi eftir að koma í ljós með nýjum rannsóknum. Rannsóknir benda til að dyslexía sé ættgeng og að tíðni dyslexíu innan fjölskyldna þar sem einhver hefur greinst með dyslexíu sé meiri en annars mætti gera ráð fyrir. Sjálfstraustið eflt í Sönglist Námskeiðin enda með sýn- ingu í Borgarleikhúsinu. Söng- og leiklistarskólinn Söng- list er með innritun þessa dagana á námskeið vorannar sem hefjast 10. janúar. Skólinn er til húsa í Borgarleikhúsinu og aðal- kennslugreinar eru söngur og leiklist bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Nemendur eru á aldrinum 7-19 ára og er þeim skipt í hópa eftir aldri og getu að sögn Ragnheiðar Hall söng- kennara sem er stofnandi skól- ans ásamt Erlu Ruth Harðardótt- ur leikkonu. „Þetta eru 12 vikna námskeið, 24 tíma, það er semsagt kennt tvisvar í viku, tvo tíma í senn. Annar tíminn er söngtími og hinn leiklistar,“ útskýrir Ragnheiður og bætir því við að unnið sé markvisst að því að virkja sköpunarkraft nemenda og efla sjálfstraust þeirra. Námskeiðin enda með nem- endasýningu í 13. viku sem hald- in er á nýja sviðinu í Borgarleik- húsinu. Þá fær hver nemandi að syngja sitt besta lag og taka þátt í söngleik. Svo það er mesta fjör í Sönglist enda aðsóknin góð. ■ Hér syngur Helena Kjartansdóttir af innlifun í Sönglist. Talið er að um 10 prósent allra nemenda í íslenskum skólum glími við dyslexíu. Afleiðingar hennar geta verið alvarlegar og má þar nefna lágt sjálfsálit, áhugaleysi, uppgjöf eða reiði nemandans sjálfs eða misskilning, fordóma og stríðni annarra.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.