Fréttablaðið - 05.01.2005, Side 20

Fréttablaðið - 05.01.2005, Side 20
4 5. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Talnámskeið - 7 vikur Barnanámskeið frá 5 til 12 ára Viðskiptanámskeið Málfræði og skrift Einkatímar Námskeið fyrir 8-10. bekk Málaskólar í Englandi Kennt á mismunandi stigum Vertu velkomin í heimsókn og ráðgjöf Enskuskóli Erlu Ara hefur aðsetur í gamla Lækjarskólanum í Hafnarfirði. Þangað sækir fólk í nám og sumir skella sér til Englands. „Fólk flykkist á enskunámskeið og það er ánægju- legt að sjá þegar einstaklingar fá stöðu- eða launa- hækkun í kjölfar enskunáms eða taka ákvörðun um að skella sér í meira nám,“ segir Erla Aradótt- ir kennari sem rekur enskuskóla í gamla Lækjar- skólanum í Hafnarfirði. Hún verður með 11 vikna námskeið nú á vorönn í almennri ensku með áherslu á talmál og býður líka upp á námskeið þar sem áhersla verður lögð á viðskiptaensku. Nám- skeiðin kosta 17.500 krónur. Tíu vikna enskunám- skeið fyrir unglinga eru líka á döfinni hjá henni, annars vegar fyrir 12-14 ára og hins vegar undir- búningur fyrir samræmt próf í ensku. Þau kosta 16 þúsund. Erla kveðst líka senda fólk í auknum mæli í enskunám til Englands þar sem hún er í samstarfi við enskuskóla bæði á Suður- og Norður-Englandi. „Þetta er fólk úr öllum starfsstéttum,“ segir hún. „Það dvelur frá tveimur vikum upp í níu og getur valið um hóptíma og einkatíma sem eru sérstak- lega sniðnir að þörfum þess og það getur líka valið um að dvelja á hótelum, hjá fjölskyldum eða leigja íbúð.“ Erla segir áberandi hversu ánægt fólk sé þegar það gerir sér grein fyrir að það geti fengið styrki frá starfsmenntasjóðum til þess að sækja enskunám og hvetur alla til þess að kanna sína stöðu í þeim efnum. Nánari upplýsingar um Enskuskóla Erlu Ara má sjá á enskafyriralla.is eða í síma 891 7576. ■ Erla Aradóttir ásamt eiganda The English Language Centre í York á fögrum sumardegi. Almenn enska með áherslu á talmál Jólabækurnar í leshring hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. „Ég var með þetta í vor sem leið og það var gasalega gaman, alveg ríf- andi fjör,“ segir Silja Aðalsteins- dóttir bókmenntafræðingur og hlær en heldur svo áfram af fullri alvöru með smá lýsingu á nám- skeiðinu. „Nemendur velja í fyrsta tímanum bækurnar sem eru lesnar, með uppástungum, og handaupp- réttingar ráða svo valinu. En valið var handahófskennt í fyrra því fólk var búið að lesa lítið, en úrvalið var fjölbreytt og skemmtilegt,“ segir Silja. Höfundar verkanna eru fengnir til að koma í heimsólkn og ræða við þátttakendur, svara spurningum og segja jafnvel aðeins frá tilurð verksins. „Sjálf held ég smá fyrir- lestur um höfundinn þar sem ég segi lauslega frá honum og tek svona fram það sem kemur málinu við í sambandi við bókina sem er lesin,“ segir Silja og tekur fram að það sé með ýmsum hætti hvernig tímarnir fara fram og fari í raun eftir því hvað bókin býður upp á. „Umræðurnar voru mjög líf- legar og skemmtilegar og margt kom mér mjög mikið á óvart,“ segir Silja. Námskeiðið kallast einfaldlega Leshringur með Silju Aðalsteins- dóttur og hefst 20. janúar næst- komandi, en skráning er hafin hjá Endurmenntum HÍ. ■ „Ég var með þetta í vor sem leið og það var gasalega gaman, alveg rífandi fjör,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir. Alveg rífandi fjör Tækniótti yfirstiginn Mímir - símenntun býður upp á nokkur námskeið um notkun al- gengustu tækja. Tæknivæðingin hefur lagst misvel í fólk og þeir eru ófáir sem finna fyrir öryggisleysi og ótta við notkun algengustu tækja. Mímir - símenntun er með þrjú námskeið þar sem fólki er kennt að þekkja tækin sín betur og nýta þau sem best. Fyrst ber að nefna námskeiðið Lærðu betur á GSM símann þinn þar sem kennarar frá Símanum leiða þátttak- endur í gegnum frumskóg farsím- anna. Farið er yfir hluti eins og SMS skilaboð, númerabirtingu og margt fleira. Viðskiptavinir Símans fá nám- skeiðið á tilboðsverði. Næst skal nefna námskeiðið Nám- skeið fyrir handvirkar filmu- og digital- vélar. Þar er farið í myndbyggingu, lýsingu og annað sem viðkemur ljós- myndatöku. Hópnum verður skipt upp í síðasta tíma eftir því hvort um er að ræða filmu- eða digitalvél og er þetta tilvalið fyrir alla þá sem vilja taka betri myndir. Að lokum er námskeiðið Lærðu á GPS tækið þitt. Þá er kennt á GPS tækið og farið yfir hvernig nota eigi landakort og GPS tæki saman. Hluti af námskeiðinu felst í verklegri kennslu. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.