Fréttablaðið - 05.01.2005, Qupperneq 25
17MIÐVIKUDAGUR 5. janúar 2005
Greiningardeild Íslandsbanka spáir því
að vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands
komi til með að halda aftur af verðbólg-
unni og að hún verði aðeins 2,1 prósent í
ár.
Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær
kom fram að nú sé verðbólga á Íslandi
hærri en gengur og gerist í samanburð-
arlöndum okkar og er aukin innlend
eftirspurn talin frumorsök verðbólg-
unnar nú.
Bankinn spáir því hins vegar að verð-
bólgan muni hjaðna hratt á næstu mán-
uðum þegar áhrifa af gengishækkun
krónunnar fer að gæta í auknum mæli
og verði komin niður fyrir verðbólgu-
markmið Seðlabankans um mitt ár.
Íslandsbanki segir að ef þessi spá
gangi eftir þá sé um markverðan árang-
ur í hagstjórn að ræða en bendir á að sá
árangur muni hvíla á aðhaldssemi í
peningastjórnun en ekki í aðhaldi við
rekstur hins opinbera. „Verðbólgumark-
miðinu er þannig náð með því að lækka
verð innfluttrar vöru og veikja stöðu
þeirra fyrirtækja sem helst keppa við
erlend,“ segir í Morgunkorninu.
Þótt verðbólguhorfur á nýhöfnu ári
séu góðar að mati Íslandsbanka telur
greiningardeildin að áhrif hás gengis
fjari út þegar á líður á næsta ár og þá
gerir Íslandsbanki ráð fyrir að verð-
bólgan verði 3,3 prósent.
- þk
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 3.344
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 342
Velta: 6.246 milljónir
-0,47%
MESTA LÆKKUN
vidskipti@frettabladid.is
Telja að verðbólgumarkmið náist
Íslandsbanki telur að verðbólga í ár verði aðeins 2,1 prósent. Enn eiga áhrif gengishækkunar
eftir að skila sér í verðlaginu. Bankinn spáir 3,3 prósenta verðbólgu árið 2006.
Actavis 38,90 +0,52% ... Bakkavör
24,00 -1,23% ... Burðarás 11,85 -1,25% ... Atorka 5,79 -1,03% ... Flug-
leiðir 9,90 +0,51% ... Íslandsbanki 11,00 -1,79% ... KB banki 443,50
+0,34% ... Kögun 46,40 - ... Landsbankinn 11,95 -1,24% ... Marel 48,80
-0,81% ... Medcare 6,10 - ... Og fjarskipti 3,23 +0,94% ... Samherji 11,10
- ... Straumur 9,50 -0,52% ... Össur 76,50 -
Og fjarskipti 0,94%
Actavis 0,52%
Flugleiðir 0,51%
Síminn -8,89%
Opin kerfi -7,41%
SÍF -2,26%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
nánar á visir.is
SALA SAMKEPPNISAÐILA
Ríkissímafyrirtæki Tékklands er til sölu.
Fyrir á markaðnum er fjarskiptafyrirtæki
sem er í eigu fjárfesta undir forystu Björg-
ólfs Thors Björgólfssonar.
Tékka á
símakaupum
Níu fyrirtæki hafa lýst áhuga á
að kaupa tékkneska ríkissíma-
fyrirtækið Ceske Telecom.
Meðal þeirra eru nokkur af
stærri símafyrirtækjum Evrópu
svo sem Telia Sonera, TDC í
Danmörku, Vodafone, Swisscom
og Telefonica á Spáni. Frestur til
þess að skila inn tilboðum í
fyrsta hluta söluferlisins rennur
út 3. febrúar.
TDC var meðal þeirra fyrir-
tækja sem skoðuðu kaup á Sím-
anum hér á landi þegar síðast
var gerð tilraun til að einka-
væða fyrirtækið.
Tékkneska ríkið hyggst selja
51 prósent í símafyrirtækinu.
Seðlabanki Tékklands hefur
mælt með því að greiðsla fyrir
hlutinn verði í tékkneskum
krónum í stað evra.
Íslenskir fjárfestar eiga
hagsmuni á tékkneskum síma-
markaði, en Björgólfur Thor
Björgólfsson fór fyrir hópi fjár-
festa sem keypti fjarskipta-
fyrirtækið Ceske radiokom-
unikace sem rekur grunnnet
fastlínu- og farsímakerfis, auk
þess að eiga 40 prósenta hlut í
farsímafyrirtækinu T-Mobile.
- hh
Verðtryggðir
vextir lækka
Verðtryggðir vextir lækkuðu á
markaði í gær. Lækkun á ávöxt-
unarkröfu íbúðabréfa var sex
punktar að meðaltali og er
ávöxtunarkrafa bréfanna á
bilinu 3,47 til 3,56 prósent.
Ástæða lækkunarinnar er að
markaðurinn gerir ráð fyrir
minna framboði ríkistryggðra
bréfa á árinu. Íbúðalánasjóður
gerir ráð fyrir minni útgáfu á
árinu, auk þess sem væntingar
eru um talsverðar uppgreiðslur
sjóðsins á bréfum vegna endur-
fjármögnunar eldri lána. Endur-
fjármögnun íbúðalána hefur
verið meiri og hraðari en flestir
bjuggust við eftir innkomu
bankanna á íbúðalánamarkað.
- hh
SPÁIR 2,1 PRÓSENTS VERÐBÓLGU
Greiningardeild Íslandsbanka gaf í gær út verð-
bólguspár. Þar gætir bjartsýni um horfur í efna-
hagsmálum og verðbólgan ekki að fara úr
böndunum.