Fréttablaðið - 05.01.2005, Side 26

Fréttablaðið - 05.01.2005, Side 26
Fréttir af hörmungunum við Ind- landshaf eru skelfilegar. Nátt- úruhamfarir af þessu tagi sýna okkur hve mannfólkið má sín í rauninni lítils. Þrátt fyrir að hafa farið til tunglsins fyrir 35 árum og alltaf sé verið að komast að einhverju nýju um gangverk al- heimsins þá erum við berskjöld- uð gagnvart náttúrunni. Líkleg- ast hefði viðvörunarkerfi af ein- hverju tagi bjargað einhverjum mannslífum, en líklegast hefði slíkt kerfi ekki komið tugum þús- unda að gagni, fremur en slíkt kerfi hefði gagnast 26 þúsund manns sem fórust í Bam í jarð- skjálftanum sem varð réttu ári fyrr en þessi ósköp dundu yfir. Þegar varnarleysi okkar gegn náttúruöflunum krsitallast með þessum hætti ætti okkur þykja enn vænna en fyrr um það sem við höfum í hendi okkar, ráðum við sjálf. Það er undarlegt til þess að hugsa að mennirnir ákveða stundum að gera hluti sem leiða slík ósköp yfir fólk, saklaust fólk, undir því yfirskini að verið sé að frelsa þjóðir undan vondum valdhöfum. Þetta gerðu Bandaríkjamenn og Bretar með dyggum stuðningi hinna viljugu og staðföstu fyrir bráðum tveim- ur árum síðan. Vissulega var Saddam hin mesta ófreskja, en það er bara ekki nóg til að fara með stríð á hendur heilli þjóð og leiða yfir hana hörmungar sem einungis náttúran ætti að geta leitt yfir mannkynið. Tveir menn ákváðu að við þessi litla þjóð hér norður í ball- arhafi skyldum vera viljug og staðföst í árásinni á Írak. Þeir fóru ekki að settum reglum. Þeir báru þetta ekki undir þá sam- kundu sem á að fara með völdin í landinu á milli kosninga. Vænt- anlega þótti þeim þetta smámál og ekki koma neinum við nema þeim, eða hvað ? Við höfum lýst því yfir að við séum vopnlaus þjóð. Kvikmynd sem sýnd var í Háskólabíó fyrir jól og á Stöð 2 daginn fyrir gaml- ársdag, Íslenska hersveitin, sýn- ir að svo er ekki lengur. Í nafni friðargæslu eru Íslendingar að sveiflast um með byssur sem ljóst má sjá af þessari kvikmynd að þeir kunna ekkert með að fara – og það er búið að hanna hermannahúfu með íslenska skjaldamerkinu. Hver hefur gefið leyfi til þess. Davíð og Halldór? Foringi þess annars um margt ágæta folks sem ræður hér ríkj- um, hefur sérstakt lag á því að reyna að taka málfrelsið af fólki. Honum tókst það í Evrópuum- ræðunni, þá var það fiskurinn í sjónum sem hann beitti fyrir sig. Honum tókst það með gagna- grunninn, þá voru það vísindi og listir. Honum tókst það til að byrja með í árásunum á Baugs- feðga, ef menn tóku ekki þátt í þeim árásum þá voru þeir með persónulegar árásir á hann. Nú má ekki hafa orð á þeirri hlálegu upphæð sem ríkisstjórnin ætlar að láta af hendi rakna til hjálpar- starfsins fyrir þjóðirnar í Ind- landshafi, það er ósmekkleg póli- tísk umræða. Ég held að honum finnist bara öll umræða sem ekki snýst um hvað hann sjálfur er frábær ósmekkleg. Við erum svo lítil hvort sem er, er klifað. Við gefum lúsarupp- hæð af því við erum svo lítil, við höfum ekkert að gera í Evrópu- samstarfið af því við erum svo lítil. Sumir vilja vera stórir fisk- ar í lítilli tjörn. Mér hugnast betur sá hugsunarháttur sem birtist í sjónvarpsauglýsingunni frá Baugi og sýnd hefur verið nú um hátíðina. En hvað gerðist í mars 2003, vorum við þá allt í einu orðin stór og þess vegna sett á lista hinna staðföstu og viljugu? Hvers vegna tók því að vera á þeim lista? Þjóð er aldrei lítil, þjóð er stór hversu fámenn sem hún er, þess vegna skiptir máli að þjóðir haldi vel á málum sínum. Ef ráðamenn fara illa með völd sín heima þá mótmælum við heima, ef ráðamenn fara illa með völd sín á alþjóðavettvangi þá mót- mælum við á alþjóðavettvangi. Náttúruöflin geta valdið ótrú- legri eyðileggingu, þess vegna eigum við að standa vörð um það sem við ráðum við, þar eru frelsið og lýðræðið með því dýr- mætasta. Þess vegna segjum við: Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni, síminn er 90 20000, reikn- ingurinn 1150-26-833 (kt. 640604- 2390). ■ M aðurinn hefur enn á ný verið minntur á smæð sína. Eftir því sem okkur birtist skýrar sú þjáning, sorg ogeyðilegging sem flóðbylgjan í Asíu olli, þess vanmátt- ugri erum við í spurn okkar gagnvart svo grimmilegum örlögum. Við slíka atburði er eðlilegt að margir brjóti heilann um stærstu spurningar mannlegrar tilvistar. Trúarleiðtogar heims- ins spyrja einnig. Biskupinn yfir Íslandi leitaði svars við sorg og þjáningu í nýárspredikun sinni. „Við römmum rúnum þján- ingar og dauða fást oft engin svör, nema tárin og gráturinn, handtak og faðmur samúðar og samstöðu. Saga, boðskapur og fordæmi Jesú Krists, frelsarans krossfesta og upprisna, er slíkt svar,“ sagði Karl Sigurbjörnsson í predikuninni. Íslendingar hafa um aldir búið við ógn náttúruhamfara. Þjóð- in þekkir vel sorg vegna náttúruhamfara og hefur sýnt samhug sinn og samstöðu með þeim sem þjáðst hafa vegna náttúruham- fara. Erkibiskupinn af Kantaraborg sagði slíkar hörmungar vekja upp efann um guð; annað væri óeðlilegt. Ógnarhörmungar sem þessar skilja okkur eftir í spurn og vanmætti. Við erum næsta smá og vald okkar takmarkað þegar ógnarkraftar náttúrunnar eru annars vegar og við hljótum á tímum sem þessum að velta fyrir okkur mörkum valds manns og heims. Við getum oft lítið gert við hörmungum sem náttúran kallar yfir okkur. Þar eru öfl sem við ráðum ekki. Eina sem við ráðum eru eigin gjörðir. Verk manna eru þegar allt er talið uppspretta meiri ógæfu og hörmunga en blind öfl náttúrunnar. Vitandi vits styðjum við jafnvel aðgerðir sem leiða sorg og hörmungar yfir þúsundir manna. Skeytingarleysi og grimmd manna veldur á hverri mínútu ómældum þjáningum og sorg víða um heim. Mannkynið sem slíkt fer ekki vel með það vald sem það þó hefur yfir örlögum meðbræðra sinna. Leiða má rök að því að fá- fræði og skeytingarleysi hafi valdið meiri þjáningu og tjóni í flóðunum en ella hefði orðið ef stjórnvöld á svæðinu hefðu haldið vöku sinni og varað við hættunni. Framundan eru einnig tímar þar sem frammistaða samfélags þjóðanna skiptir miklu. Fjármunir og mannafli geta ráðið því hvort frekari hörmungar dynja yfir fólk á svæðinu í kjölfarið. Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði kross Íslands safna nú til hjálpar fórnarlömbum flóðanna. Þar hefur hvert og eitt okkar vald til þess að hjálpa. Það vald, eins og annað vald sem við höfum, ættum við að nýta vel. Geigvænlegar hörmungar ættu að vera okkur tilefni til fleiri efasemda en um tilvist og hlutverk guðs í heiminum. Okkur er einnig hollt að hugleiða hvar valdmörk manns og náttúru liggja og hvernig við með- höndlum vald okkar. Við ættum einnig að spyrja okkur um skyldur okkar. Hvað og hversu mikið við leggjum á vogarskál- arnar til að létta meðbræðrum okkar byrðar. Hvort við, með af- stöðu okkar og athöfnum, leiðum hamfarir yfir saklaust fólk. ■ 5. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Náttúruhamfarir eru utan valds manna, en aðrar hamfarir eru á okkar valdi. Valdmörk manns, guðs og náttúru FRÁ DEGI TIL DAGS Hverafold 1-3, Foldatorg, Grafarvogi, sími 577 4949 Komið og gerið dúndurkaup Útsala, Útsala Opnum í dag á nýju ári miðvikudaginn 5. janúar með magnaðari útsölu. Fyrstir koma fyrstir fá. 40%- 80% afsláttur... Þjóð er aldrei lítil Gramir Morgunblaðinu Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri Fram- sóknarflokksins (og fyrrverandi blaða- maður á Morgunblaðinu), er óánægður með að Morgunblaðið skuli hafa birt áramótagrein Davíðs Oddssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins, í hátíðar- umgjörð á miðopnu blaðsins á gaml- ársdag „en sett greinar annarra stjórn- málaforingja, þar á meðal forsætisráð- herra, skör lægra“ eins og hann orð- ar það í pistli í Tímanum, vefriti Framsóknarflokksins. Pétur segir að þessi háttur hafi verið eðlilegur meðan Davíð var forsætisráðherra en nú þegar hann sé það ekki lengur eigi þetta ekki við, þ.e.a.s. ef blaðið meini eitthvað með því að það sé „blað allra lands- manna“ en ekki hreint flokksmálgagn sjálfstæðismanna. Pétur segir að Morg- unblaðið hafi ekki „skynjað kall tímans“ um áramótin. Það hafi tekið „pólitíkina fram yfir blaðamennskuna“. Ekki er ólíklegt að þessi skrif endurómi skoðun vinnuveitanda Péturs, Halldórs Ásgrímssonar for- manns Framsóknarflokksins. Þögnin rofin Varla höfðu forsætis- ráðherra og biskup lokið sjónvarpsávörp- um sínum um ára- mótin þar sem þeir lýstu áhyggjum sín- um yfir stöðu barnafjölskyldunnar á Íslandi fyrr en reiðilegt andlit Guðrúnar Ögmundsdóttur, þingkonu Samfylking- arinnar, birtist á skjánum. Taldi hún að í ræðunum „glitti í íhaldssama banda- ríska fjölskyldustefnu“, verið væri að ala á samviskubiti meðal kvenna og jafnvel „að reka konur inn á heimilin“ á ný. Þessu snöggu viðbrögð koma á óvart í ljósi frétta á dögunum um að þingkonan hefði í haust sett nýtt þagnarmet á Alþingi – aðeins talað í fjórar mínútur samtals! Hver veit nema við eigum við eftir að sjá fjörugar umræður um fjölskyldu- mál þegar þingmenn snúa aftur úr fjörutíu daga jólaleyfi sínu í lok þessa mánaðar. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS Í DAG HÖRMUNGAR AF MANNAVÖLDUM VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Þjóð er aldrei lítil, þjóð er stór hversu fámenn sem hún er, þess vegna skiptir máli að þjóðir haldi vel á málum sínum. Ef ráðamenn fara illa með völd sín heima þá mótmæl- um við heima, ef ráðamenn fara illa með völd sín á al- þjóðavettvangi þá mótmæl- um við á alþjóðavettvangi. ,,

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.