Fréttablaðið - 05.01.2005, Side 28
Guðlaugur Bergmann fram-
kvæmdastjóri lést hinn 27. des-
ember 2004. Hann verður jarð-
sunginn frá Hallgrímskirkju í
dag klukkan 13.00. Guðlaugur
Bergmann var um árabil um-
svifamikill kaupsýslumaður og
iðnrekandi í Reykjavík. Hann
stofnaði verslunina Karnabæ og
rak saumastofu í tengslum við
hana. Verslunin var lengi í farar-
broddi í tískufatnaði ungs fólks.
Guðlaugur lét líka ýmis þjóð-
þrifamál til sín taka og var
gjarnan ómyrkur í máli.
Fjölskylda hans hefur stofnað
um hann Minningarsjóð. Mark-
mið sjóðsins er að styrkja verk-
efni í umhverfis- og samfélags-
málum, en þau áttu hug og
hjarta Guðlaugs síðustu árin.
Hann hafði sem verkefnisstjóri
unnið ötullega að því að undir-
búa sveitarfélögin á Snæfells-
nesi undir vottun Green Globe
21, en öðrum áfanga í því ferli
var náð í nóvember sl. þegar
sveitarfélögin fengu formlega
viðurkenningu á því að hafa
mætt viðmiðum Green Globe 21.
Guðlaugur hafði talað um það
við fjölskyldu sína að hann
óskaði þess helst að sín yrði
minnst fyrir starf sitt að um-
hverfismálum, því hann taldi
þau vera eitt mikilvægasta verk-
efni sem núverandi kynslóð gæti
tekist á við.
Sjóðurinn var í upphafi
kynntur undir kennitölu dánar-
búsins en hefur nú fengið eigin
kennitölu. Þeim sem vilja minn-
ast frumkvöðulsins Gulla Berg-
mann, sem alltaf lagði alla sína
krafta í þau verkefni sem áttu
hug hans hverju sinni, er bent á
Minningarsjóðinn. Reiknings-
númer sjóðsins er: 1143 18
640230 kt. 430105-2130. ■
20 5. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR
LEIKRITIÐ „BEÐIÐ EFTIR GODOT“
eftir Samuel Beckett var frumsýnt
í París þennan dag 1952.
Minningarsjóður stofnaður
GUÐLAUGUR BERGMANN: VERÐUR JARÐSETTUR Í DAG
„Orð eru allt sem við eigum“
- Gagnrýnandi sagði um þetta höfuðverk absúrdismans: „Í þessu
leikriti gerist ekkert – tvisvar.“
timamot@frettabladid.is
AFMÆLI
Hulda Jensdóttir ljósmóðir er áttræð í
dag.
Iðunn Steinsdóttir rithöfundur er 65
ára.
Steinunn Harðardóttir dagskrárgerðar-
maður er 55 ára.
Davíð Þór Jónsson vísnaskáld er fertug-
ur í dag.
Melkorka Tekla
Ólafsdóttir leiklist-
arráðunautur er
35 ára í dag.
ANDLÁT
Aðalsteinn Smári Valgeirsson, Múla-
vegi 35, Seyðisfirði, lést föstudaginn 31.
desember.
Pétur Sigurðsson lést laugardaginn 1.
janúar.
Stefán Runólfsson bóndi, Berustöðum,
lést föstudaginn 31. desember.
Skúli Björgvin Sighvatsson, Skólavegi
24, Keflavík, lést laugardaginn 1. janúar.
Sigrún Sæmundsdóttir, Vallargötu 7,
Þingeyri, lést laugardaginn 1. janúar
JARÐARFARIR
13.00 Erla Finnsdóttir frá Siglufirði, verð-
ur jarðsungin frá Grafarvogskirkju.
13.00 Ólöf Svavarsdóttir sjúkraliði,
Hrauntungu 12, Hafnarfirði, verður
jarðsungin frá Víðistaðakirkju.
14.00 Jón Bjarni Ólafsson, Borgarbraut
65a, Borgarnesi, verður jarðsung-
inn frá Borgarneskirkju.
15.00 Gyða Karlsdóttir verður jarðsung-
in frá Fossvogskirkju.
GUÐLAUGUR BERGMANN Fjölskylda hans hefur stofnað um hann Minningarsjóð.
Markmið sjóðsins er að styrkja verkefni í umhverfis- og samfélagsmálum.
Þennan dag árið 1895 var franski
liðsforinginn Alfred Dreyfus svipt-
ur öllum tignarmerkjum við opin-
bera athöfn og síðan sendur til
afplánunar á Djöflaeyjunni.
Dreyfus var sakaður um njósnir
og í fljótfærnislegum réttarhöld-
um sakfelldur og dæmdur í ævi-
langt fangelsi. Rúmu ári seinna
kom í ljós að sökudólgurinn var í
raun annar liðsforingi, Esterhazy.
Honum var stefnt fyrir herrétt en
rétturinn var ekki lengi að kom-
ast að niðurstöðu um sýknu
hans. Það var eftir þennan
sýknudóm sem rithöfundurinn
Emil Zola birti hið fræga opna
bréf sitt, „J¥accuse“. Zola varð í
kjölfarið að flýja land dæmdur
fyrir meiðyrði. En málinu var ekki
lokið. Franska þjóðin skiptist í
tvær fylkingar. Annars vegar voru
þeir sem trúðu á sekt Dreyfusar
og hins vegar frjálslynd öfl sem
þótti málið bera vitni um gyð-
ingahatur og fordóma ráðandi
afla í samfélaginu. 1898 játaði
svo Hubert Henry að hafa falsað
mest af gögnunum sem notuð
voru til þess að sakfella Dreyfus.
Önnur réttarhöld fóru fram og að
þessu sinni var Dreyfus dæmdur
til tíu ára fangavistar. Ný ríkis-
stjórn náðaði hann og loks 1906
komst hæstiréttur Frakklands að
þeirri niðurstöðu að málatilbún-
aðurinn væri ómerkur og náðaði
liðsforingjann Dreyfus. Málið
leiddi til mikilla breytinga í Frakk-
landi í frjálsræðisátt.
5. JANÚAR 1895 Dreyfus sviptur
tignarmerkjum.
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1846 Bandaríkjaþing slær eign
sinni á Oregon.
1874 Stjórnarskráin staðfest af
konungi. Hún tók gildi 1.
ágúst.
1931 Fyrsta barnið fæðist á Land-
spítalanum í Reykjavík.
1933 Vinna hafin við Golden
Gate brúna í San Fransisco.
1959 Síðasta lag Buddy Holly
gefið út, „It doesn´t matter
anymore“.
1941 Bréfi dreift til breskra her-
manna og þeir hvattir til
þess að ganga ekki í verk
Íslendinga í verkfalli.
1945 Sovétríkin viðurkenna stjórn
hliðholla sér í Póllandi.
1946 Fyrsta litmyndin með tali
sem tekin var á Íslandi
frumsýnd í Reykjavík.
Myndin var um lýðveldis-
hátíðina 1944.
Dreyfusmálið
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
Guðlaug Einarsdóttir
Vesturgötu 7, Eir,
Verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 6. janúar
klukkan 13.00. Fyrir hönd aðstandenda,
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Ólafur Pétursson, Þórfríður Guð-
mundsdóttir, Gísli Kr. Jónsson, Guðlaug Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
Magnús Blöndal Jóhannsson
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 6. janúar
kl. 11.
Fyrir hönd ástvina,
Hulda Björnsdóttir Sassoon, Jóhann Magnús Magnússon,
Kristján Þorgeir Magnússon og Marínó Már Magnússon.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
Stefán Runólfsson
bóndi, Berustöðum,
andaðist á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á gamlársdag.
Útför hans fer fram frá Kálfholtskirkju laugardaginn 8. janúar kl. 14.
Fanney Jóhannsdóttir, Sigrún Hrafnsdóttir, Anna Guðrún Stefánsdóttir,
Jóhanna Gyða Stefánsdóttir, Steinunn Inga Stefánsdóttir, Magnea Bára
Stefánsdóttir, Ingibjörg Ósk Stefánsdóttir, tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabarn.
Ástkær eiginmaður minn,
Ingólfur Arnar Þorkelsson
Espigerði 4, Reykjavík,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 3. janúar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Rannveig Jónsdóttir.
Ástkær móðir okkar,
Þórunn Sveinsdóttir
Fljótakróki, Skaftárhreppi,
lést sunnudaginn 2. janúar á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri.
Útförin fer fram frá Prestsbakkakirkju á Síðu, laugardaginn
8. janúar klukkan 14.00.
Börn hinnar látnu og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
bróðir, afi og langafi,
Guðlaugur Bergmann
Sólbrekku, Hellnum, Snæfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, miðvikudaginn 5. janúar
kl. 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja
minnast hins látna er bent á Minningarsjóð um Guðlaug Bergmann,
sem kemur til með að veita styrki til umhverfis- og samfélagsmála.
Reikningsnúmer sjóðsins er: 1143 18 640230 kt. 430105-2130.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún G. Bergmann