Fréttablaðið - 05.01.2005, Side 30
FÓTBOLTI Ekkert lát virðist ætla
verða á sigurgöngu Chelsea og í
gær tók liðið Middlesbrough í
sannkallaða kennslustund í
knattspyrnu. Yfirburðir Chelsea
voru algjörir og hefði liðið getað
unnið mun stærri sigur en raun
bar vitni. Didier Drogba var í
miklu stuði eftir að hafa komið
inn í byrjunarliðið í stað Eiðs
Smára Guðjohnsen og skoraði
bæði mörk liðsins á fyrstu 17
mínútunum. Þess má geta að
Eiður Smári sat á varamannabekk
Chelsea allan leikinn. Munar nú
heilum 7 stigum á milli Chelsea og
Arsenal sem mjög óvænt náði
aðeins jafntefli gegn Manchester
City á Highbury.
Shaun Wright-Phillips kom
gestunum yfir á 31. mínútu en
Freddie Ljungberg jafnaði
stundarfjórðungi fyrir leikslok
og þar við sat þrátt fyrir þunga
pressu Arsenal á lokamínútunum.
Manchester United hikstaði
einnig í gærkvöldi eftir frábær
gengi undanfarið. Á einhvern
óskiljanlegan hátt náði liðið ekki
að skora þrátt fyrir afar mikla
yfirburði og til marks um þá má
nefna að liðið var með boltann um
70% af leiknum.
Everton blaðran virðist ekki
alveg vera sprungin og var Leon
Osman hetja liðsins í gær þegar
hann skoraði sigurmarkið á
síðustu mínútu leiksins gegn
Portsmouth. Sigurinn styrkir
stöðu Everton í fjórða sæti
deildarinnar og er liðið nú sex
stigum á undan erkifjendunum í
Liverpool sem eru í fimmta sæti.
Í fimmta og síðasta leik
gærkvöldsins vann Bolton
gríðarlega mikilvægan sigur á
Birmingham.
22 5. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR
Við hrósum ...
íþróttafréttamönnunum Guðjóni Guðmundssyni og Adolf Inga Erlingssyni sem mættu í morgunsjónvarp Stöðvar
2 í gær til að „réttlæta“ kjörið á íþróttamanni ársins. Vöktu þeir réttilega athygli á því að samtökum íþrótta-
fréttamanna bæri engin skylda til þjóðarinnar að útskýra niðurstöður leynilegrar kosningar samtakanna sem
fram fór í lok síðasta árs, þar sem meðlimir eru beðnir um að kjósa eftir eigin sannfæringu.
„Ég vil að andstæðingar
mínir deyi.“
Vanderlei Luxemburgo, nýráðinn þjálfari
Real Madrid, vill mótherjum sínum
ekki neitt gott.sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
2 3 4 5 6 7 8
Miðvikudagur
JANÚAR Bilið á toppnum eykst
Arsenal tapaði stigum á heimavelli gegn Manchester City í ensku
úrvalsdeildinni í gær á meðan Chelsea hélt uppteknum hætti og valtaði yfir
Middlesbrough. Munar nú 7 stigum á milli liðanna á toppnum.
■ ■ LEIKIR
19.15 Grindavík og KR mætast í
Grindavík í 1. deild kvenna í
körfubolta.
19.15 Njarðvík og Keflavík
mætast í Njarðvík í 1. deild
kvenna í körfubolta.
■ ■ SJÓNVARP
17.45 Olíssport á Sýn.
19.00 Heimsbikarinn á skíðum á
Sýn.
19.25 Bestu bikarmörkin á Sýn.
Fyrri þáttur af tveimur þar sem
farið er yfir bestu mörkin í ensku
bikarkeppninni í fótbolta.
20.15 Bestu bikarmörkin á Sýn.
Seinni þáttur af tveimur þar sem
farið er yfir bestu mörkin í ensku
bikarkeppninni í fótbolta.
21.10 Maradona á Sýn. Þáttur um
argentínska knattspyrnusnillinginn
Diego Maradona.
22.00 Olíssport á Sýn.
22.20 Íþróttakvöld á RÚV.
23.15 Bandaríska mótaröðin í
golfi 2004 á Sýn. Farið yfir
nýlokið keppnistímabil á
bandarísku mótaröðinni í golfi.
! "#
!
"!# $%%
&
' (
!#) $%%***+ Enska úrvalsdeildin
ÚRSLIT
ARSENAL–MAN. CITY 1–1
0–1 Shaun Wright-Phillips (31.), 1–1 Freddie
Ljungberg (75.).
BIRMINGHAM–BOLTON 1–1
0–1 El-Hadji Diouf (17.), 1–1 Matthew Upson
(66.), 1–2 Kevin Davies (90.).
CHELSEA–MIDDLESBROUGH 2–0
1–0 Didier Drogba (15.), 2–0 Didier Drogba (17.).
EVERTON–PORTSMOUTH 2–1
1–0 Alan Stubbs (29.), 1–1 Yakubu Aiyegbeni
(31.), 2–1 Leon Osman (90.).
MAN. UTD–TOTTENHAM 0–0
STAÐAN
CHELSEA 22 17 4 1 43:8 55
ARSENAL 22 14 6 2 52:24 48
MAN. UTD. 22 12 8 2 33:13 44
EVERTON 22 13 4 5 27:23 43
LIVERPOOL 22 11 4 7 36:22 37
MIDDLESB. 22 10 5 7 34:28 35
TOTTENHAM 22 9 6 7 29:21 33
CHARLTON 22 9 4 9 24:32 31
MAN. CITY 22 7 7 8 27:23 28
ASTON VILLA 22 7 7 8 23:26 28
BOLTON 22 7 6 9 29:31 27
PORSTMOUTH 22 7 6 9 26:30 27
BIRMINGHAM 22 6 8 8 25:25 26
NEWCASTLE 22 6 8 8 33:39 26
BLACKBURN 22 4 10 8 20:33 22
FULHAM 21 6 3 12 25:36 21
CR. PALACE 22 4 6 12 23:34 18
NORWICH 22 2 10 10 19:39 16
SOUTHAMPT. 21 2 8 11 19:34 14
WEST BROM 22 1 10 11 17:43 13
MARKAHÆSTIR
THIERRY HENRY, ARSENAL 16
ANDY JOHNSON, CRYSTAL PALACE 13
JERMAIN DEFOE, TOTTENHAM 10
ROBERT PIRES, ARSENAL 10
ANDY COLE, FULHAM 8
MILAN BAROS, LIVERPOOL 8
JIMMY F. HASSELBANK, MIDDLESBR. 8
AIYEGBENI YAKUBU, PORTSMOUTH 8
ROBBIE KEANE, TOTTENHAM 7
NICOLAS ANELKA, MAN.CITY 7
PAUL DICKOV, BLACKBURN 7
PAUL SCHOLES, MAN.UTD 7
EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN, CHELSEA 7
CRAIG BELLAMY, NEWCASTLE 7
SHAUN WRIGHT-PHILIPS, MAN.CITY 7
EMILE HESKEY, BIRMINGHAM 6
FREDDIE LJUNGBERG, ARSENAL 6
DAMIEN DUFF, CHELSEA 6
KEVIN DAVIES, BOLTON 6
DIDIER DROGBA, CHELSEA 6
HENRIK PEDERSEN, BOLTON 6
JOSE ANTONIO REYES, ARSENAL 6
JOHN ARNE RIISE, LIVERPOOL 5
LUIS GARCIA, LIVERPOOL 5
LEIKIR GÆRDAGSINS
Íslandsmeistarar FH halda áfram að styrkja sig:
Auðun semur í dag
FÓTBOLTI Íslandsmeistarar FH
verða ekki árennilegir næsta
sumar því enn bætist í sterkan
leikmannahóp félagsins. Sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum
Fréttablaðsins mun varnar-
maðurinn sterki, Auðun Helga-
son, skrifa undir þriggja ára
samning við félagið í dag.
Auðun er uppalinn FH-ingur en
hefur leikið sem atvinnumaður
undanfarin ár. Sænska félagið
Landskrona bauð honum tveggja
ára samning og var einnig tilbúið
að gera hann að fyrirliða liðsins
samkvæmt heimildum blaðsins.
Auðun hafnaði samningstilboði
félagsins og ákvað frekar að koma
heim til Íslands.
Auðun verður þriðji leik-
maðurinn sem gengur í raðir
Íslandsmeistarana í vetur en áður
hafa Daninn Dennis Siim og
Ólafur Páll Snorrason skrifað
undir samning við félagið.
Auðun vildi ekki tjá sig um
málið við Fréttablaðið í gær en
FH er með blaðamannafund í
hádeginu í dag þar sem Auðun
verður kynntur til leiks.
Á LEIÐ HEIM Auðun Helgason skrifar
undir þriggja ára samning við uppeldis-
félag sitt , FH, í dag.
FYRSTA MARKIÐ STAÐREYND Didier Drogba fór illa með Gareth Southgate þegar
hann skoraði fyrra mark sitt í leiknum í gær og Mark Schwarzer var bjargarlaus í markinu.