Fréttablaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 5. janúar 2005 Ray Allen og félagar í SeattleSupersonics bundu enda á 14 leikja sigurgöngu Miami Heat í NBA- körfuboltanum í fyrrinótt, 98-96. Allen fór fyrir sínum mönnum og skor- aði 35 stig. Leikur- inn var í járnum síð- ustu mínúturnar og náði Heat að jafna leikinn fjórum sinn- um á síðustu fimm mínútum leiksins en Sonics náði alltaf að svara og knúði fram sigur. Dwyane Wade var stigahæstur Heat með 28 stig. „Þetta var góður sigur hjá okkur, sérstaklega í ljósi sigurgöngu Miami-liðsins,“ sagði Nate McMillan, þjálfari Sonics, sem er með næstbesta árangur allra liða í NBA á eftir Phoenix Suns. Góðar líkur eru á að MauricioPellegrino hjá spænska liðinu Valencia gangi til liðs við Liverpool. Hinn 33 ára gamli Pellegrino hefur fengið leyfi hjá Valencia til að hefja viðræður við Liverpool. Samkvæmt Filippo Cavadini, u m b o ð s m a n n i Pellegrino, fékk kappinn tilboð frá Liverpool í fyrradag sem hljómaði ágæt- lega. „Fyrst þarf þó að ganga frá samn- ingslokum við Val- encia,“ sagði Cavadini. „Minn maður er tilbúinn að fara til Liverpool.“ Sjálf- ur sagðist Pellegrino alltaf hafa dreymt um að leika í enska boltan- um. Aaron Mokoena, fyrirliði Suður-Afríku og leikmaður Racing Genk í Belgíu, hefur gengið til liðs við Blackburn í ensku úrvals- deildinni í kna t t spy rnu . Kaupverðið er 300 þúsund p u n d . Mokoena var kynntur til leiks í hálfleik í viður- eign Blackburn og Charlton. „Ég er mjög spenntur fyrir því að spila í ensku úrvalsdeild- inni. Markmið mitt er að komast í byrjunarliðið,“ sagði Mokoena. Jamie Redknapp hefur samið viðSouthampton til næstu sex mán- aða eftir að forráðamenn Tottenham gáfu honum grænt ljós á að flytja sig um set. Redknapp, sem lék í tæp þrjú ár með Tottenham, mun starfa með föð- ur sínum, Harry Redknapp, í Sout- hampton. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er frá- bært félag og mikil áskorun fyrir mig,“ sagði Jamie. Það verða engir leikmenn keyptirtil Arsenal í þessum mánuði. Þetta fullyrti Arsene Wenger, knatt- spyrnus t jó r i liðsins, á dög- unum en þær sögur gengu fjöllum hærra að Jussi Jaaskelainen, m a r k v ö r ð u r Bolton, væri á leið til Arsenal. „Á þessari stundu er leikmannaskiptaglugginn minn lok- aður og ég hef engin áform um að opna hann,“ sagði Wenger. Gríman sem LeBron James lékmeð til að verja áverka sem hann hlaut í leik gegn Houston kom ekki í veg fyrir góða frammistöðu kappans í leik C l e v e l a n d Cavaliers gegn C h a r l o t t e Bobcats í N B A - k ö r f u - boltanum í f y r r i n ó t t . James var s t i g a h æ s t i maður vallarins með 26 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Cavaliers vann leikinn 92-83 og er næstefst í Austurdeildinni með 60% vinningshlutfall en Shaquille O’Neal og lið hans, Miami Heat, er sem fyrr á toppnum. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Körfuboltalið Hauka skiptir um útlending: Manciel kominn aftur KÖRFUBOLTI Bandaríkjamaðurinn Michael Manciel, sem lék með Haukum á síðasta tímabili í Inter- sportdeildinni í körfubolta, er genginn til liðs við félagið á nýjan leik og mun spila með því til loka tímabilsins. Manciel leysir landa sinn Damon Flint af hólmi en Flint spil- aði tvo leiki með Haukum fyrir jól og þótti ekki standa undir vænt- ingum. Sverrir Hjörleifsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sagði í samtali við Fréttablaðið að Flint kæmi ekki aftur til Íslands og að Haukar væru mjög ánægðir með að hafa fengið Manciel til baka á nýjan leik. „Við vorum ekki sáttir við Flint og Manciel er happafengur ef hann skilar sömu tölum og fyrir jól í fyrra,“ sagði Sverrir. Manciel var lykilmaður í liði Hauka í fyrra og skoraði 24,3 stig og tók 13 fráköst í deildinni að meðaltali. Haukar eru í níunda sæti deild- arinnar eins og staðan er í dag og Sverrir sagði það vera undir væntingum. „Það er ekkert launungarmál að við ætluðum okkur að vera ofar. Þetta er óvænt staða fyrir okkur ef svo má segja og fyrsta verk liðsins eftir áramót verður að koma liðinu út úr þeim hremm- ingum sem það er í. Við stefnum að sjálfsögðu á sæti í úrslita- keppninni en það passar einhvern veginn ekki, miðað við stöðu okk- ar í dag, að stefna á eitthvert ákveðið sæti,“ sagði Sverrir í gær. -ósk MICHAEL MANCIEL Kominn í raðir Hauka á nýjan leik eftir að hafa ekki spilað neitt fyrir áramót. Hann sést hér reyna að komast framhjá Njarðvíkingnum Friðriki Stefánssyni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.