Fréttablaðið - 05.01.2005, Side 39
LSA
MIRALE
Grensásvegi 8
108 Reykjavík
sími: 517 1020
Opið:
mán. - föstud. 11-18
laugard. 11-15
Útsala
15- 50% afsláttur
MIÐVIKUDAGUR 5. janúar 2005
Hljómsveitin Vínyl heldur til
Austin í Texas í mars þar sem þeir
kauðar spila á tónlistarhátíðinni
SXSW. Þetta er stærðarinnar há-
tíð þar sem margar hljómsveitirn-
ar hafa fengið sitt stóra tækifæri.
Ár hvert koma þarna fram hund-
ruðir hljómsveita og í fyrra var
nóg af stórum nöfnum og má þar
helst nefna N.E.R.D., Dizzee
Rascal, Blink 182, Scissor Sisters,
TV On The Radio og Joss Stone.
„Þetta er svona festival sam-
bærilegt við Inner City, CMJ og
Airwaves. Við sóttum um og vor-
um meðal þeirra sem voru valdir.
Tvær íslenskar hljómsveitir í við-
bót spila á tónleikunum. Það eru
hljómsveitirnar Ske og Ampop,“
segir Egill Tómasson gítarleikari
Vínyl.
Hátíðin stendur yfir frá 16. til
20. mars og segir Egill þá félaga
jafnvel munu spila á fleiri tónleik-
um í sömu ferð. „Það er ekkert
komið á hreint en það getur vel
verið að við spilum á fleirum tón-
leikum. Þarna er verið að sýna
hvað er það ferskasta í tónlistar-
senunni og þeir sem stjórna þessu
eru gaurar sem stúdera músík út í
eitt.“
Hljómsveitin fer út vel undir-
búnin með splunkunýja plötu í
farteskinu. Platan kemur út þann
3. febrúar og mun þá efnt til helj-
arinnar útgáfutónleika. Þetta er
fyrsta stóra plata Vínyls og ber
hún heitið LP.
„Þetta er að sjálfsögðu gríðar-
lega spennandi fyrir okkur og við
erum mjög ánægðir. Við höfum
breyst mjög mikið sem hljómsveit
síðan við byrjuðum að spila sam-
an. Platan spannar allt tímabilið
sem við erum búnir að vera að
spila saman í þessari mynd og það
heyrist vel á plötunni. Við sækj-
um áhrif úr öllum áttum og
ómögulegt að nefna einn áhrifa-
vald. Fólk verður bara að hlusta á
plötuna.“ hilda@frettabladid.is
Hljómsveitin Vínyl til Texas
VÍNYL Spilar ásamt öðrum vel völdum ferskum hljómsveitum á tónlistarhátíðinni SXSW.