Fréttablaðið - 05.01.2005, Page 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
Dreifing: 515 7520 Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 – fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
GÞ leysir
kennaravandann
BAKÞANKAR
ÞRÁINS BERTELSSONAR
Eitt er það sem er gulltryggt á Ís-landi, en það er að hvorki mölur
né ryð skuli fá grandað verðgildi
peninga. Það hugsjónaátak sem
kallast „verðtrygging“ kostar þjóð-
ina blóð, tár og svita, enda fylgja
því miklar fórnir að upphefja nátt-
úrulögmálin og tryggja að þótt deyi
fé og deyi frændur skuli fjármagn
aldregi tapa gildi sínu, hvað svo
sem á dynur.
Í JÓLABOÐUM er margt spjallað
um landsins gagn og nauðsynjar og
í einu slíku setti vinur minn, GÞ,
fram stórmerkilega hugmynd um
hvernig tryggja megi kennurum
mannsæmandi kjör sem myndu
gera það að verkum að verkföll
þessarar mikilvægu stéttar heyrðu
sögunni til. Vandinn sem þarf að
leysa er sá að kjör mismunandi
stétta eru síbreytileg og þeir sem í
dag eru sæmilega haldnir af laun-
um sínum hafa dregist aftur úr á
morgun.
EINFÖLD LEIÐ til að kippa kenn-
arastéttinni út úr þessari eilífu
kjarabaráttu er að tengja kennara-
laun við hóp í þjóðfélaginu sem
kann að bjarga sér í kjaramálum og
það án þess að fara nokkru sinni í
verkfall. Snjallt væri að ákveða að
kennaralaun skuli héðan í frá og til
eilífðar vera fastbundin kjörum
stjórnmálamanna og reiknast sem
ákveðið hlutfall af meðal-brúttó-
launum alþingismanna og ráðherra
ásamt með biðlauna- og eftirlauna-
réttindum og nefndasporslum,
ferðalögum og dagpeningum.
ÞETTA VÆRI góður díll fyrir alla.
Alþingismenn og ráðherrar úr öll-
um flokkum eru innilega sammála
um að kjör þeirra séu hófleg, sann-
gjörn og í takti við þjóðfélagið. Ef
kennurum væru tryggð XX% af
þessum kjörum væri ótruflað skóla-
starf tryggt til frambúðar. Að vísu
er sá galli á þessu reiknilíkani að
virðing kennarastarfsins er á upp-
leið eftir því sem kennarar þurfa að
aðlaga sig flóknari veruleika, en
virðing Alþingis á niðurleið eftir
því sem þingið verður sjálfvirkari
afgreiðslustofnun fyrir tilskipanir
og duttlunga þaulsætinna valda-
matadora. Samt bendir þó allt til að
alþingismönnum muni takast að
halda launum sínum og eftirlauna-
réttindum óskertum þótt ekki sé
lengur til þess ætlast að þeir hugsi
sjálfstætt. ■