Fréttablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 8
1Hvað heitir forstjóri Vinnumálastofn-unar? 2Hvað hefur Landsvirkjun tapað mikluá fjarskiptarekstri? 3Hvað hækkar húshitunarkostnaðurmeð rafmagni mikið með nýjum raf- orkulögum? SVÖRIN ERU Á BLS. 38 VEISTU SVARIÐ? 8 15. janúar 2005 LAUGARDAGUR Neyðarhjálp úr norðri: Svamlað í söltum sjó LANDSSÖFNUN Félagar í Sjósund- félagi Íslands efna í dag til sjó- sundsmaraþons en framtakið er liður í landssöfnuninni Neyðar- hjálp úr norðri. Að sögn Benedikts Lafleur, for- manns Sjósundfélagsins, ætla sundmennirnir að skiptast á að vera í sjónum í stutta stund í einu þar sem sjávarhiti er afar lágur á þessum árstíma, aðeins um tvær gráður. Þrátt fyrir kuldann býst hann við að hátt í þrjátíu manns muni dýfa sér ofan í vatnið. „Við erum náttúrlega að synda til að leggja okkar af mörkum í landssöfnuninni en við erum líka að sýna fram á að það er hægt að vinna með náttúruöflunum þótt þau séu grimm eins og dæmin sanna, það er hægt að ganga til móts við þau við erfiðar aðstæður og líka finna paradísina hér á norðurhjara,“ segir Benedikt en hann hefur stundað sjósund í hálft annað ár og hefur aldrei verið hraustari. Kapparnir ætla að svamla um í sjónum fram eftir degi og getur fólk heitið á þá með því að hringja í söfnunarsímann, 755 5000. ■ Andlegar þjáningar fólks geta verið miklar á hamfarasvæðunum: Brýnt að takast á við sálræna áfallið HELSINKI, AP „Við stöndum frammi fyrir stöðu sem gerir mjög miklar kröfur til okkar og ég er ekki viss um að við ráðum við þær að svo stöddu. En við gerum okkar besta,“ sagði Marc Danzon, svæðisstjóri Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, um þau sálrænu áföll sem fólk í ríkjunum þar sem flóð- bylgjan gekk yfir varð fyrir. Heilbrigðisráðherrar aðildar- ríkja Evrópusambandsins lýstu í gær miklum áhyggjum af því hvernig sálarheill íbúa flóðasvæð- anna yrði tryggð, einkum þó barna. Þetta var niðurstaðan af fundi þeirra með fulltrúum Alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Ráðherrarn- ir sendu frá sér aðgerðaáætlun um hvernig veita ætti fólki á hamfara- svæðunum sálræna aðstoð. „Mikilvægast er að takast á við áfallið sem börnin hafa orðið fyrir,“ sagði Marc Danzon og kvað það ekki hafa gerst frá lokum seinni heimsstyrjaldar að jafnmargir hefðu orðið fyrir svo miklu áfalli. ■ Neyðarhjálp úr norðri nær hámarki Landssöfnun vegna hamfaranna í Asíu hófst í vikunni en nær hámarki í dag. Vonast er til að landsmenn opni pyngjur sínar og veski og láti fé af hendi rakna. LANDSSÖFNUN Landssöfnunin vegna hamfaranna í Asíu, Neyðarhjálp úr norðri, nær hápunkti í dag. Söfn- unin er ein sú umfangsmesta sem ráðist hefur verið í hér á landi en að henni standa fjölmörg hjálparsam- tök auk fjölmiðla, félagasamtaka, fyrirtækja og almennings. Söfnunni var formlega ýtt úr vör á þriðjudaginn og hefur hún staðið yfir undanfarna daga en í dag nær hún hins vegar hámarki. Þrjár sjón- varpsstöðvar, þrjár verslunarmið- stöðvar, þrjú dagblöð og níu út- varpsstöðvar auk listamanna, fyrir- tækja, félagasamtaka og almenn- ings munu leggjast á árarnar og safna sem mest þau mega. Elín Þ. Þorsteinsdóttir, verkefn- isstjóri, segir að söfnunin hafi farið vel af stað. „Allir hafa lagst á eitt, sýnt samhug og verið tilbúnir að leggja sitt af mörkum.“ Á hádegi í gær höfðu þrjár milljónir safnast í símasöfnunni. Söfnunarfénu verður varið til neyðaraðstoðar nú og uppbygg- ingar á næstu árum á vegum fimm mannúðarsamtaka: Barnaheilla, Hjálparstarfs kirkjunnar, Rauða kross Íslands, SOS barnaþorpa og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þannig verður hægt að veita lækn- isaðstoð og heilsugæslu á hamfara- svæðunum, hjálpa fjölskyldum sem misstu allt sitt itl að koma undir sig fótunum á ný og treysta framtíð barna sem misst hafa foreldra sína. Algengt er að framlag fólks sé á bilinu 1000-5000 krónur en fyrir þær upphæðir má gera ýmislegt. Til dæmis duga þúsund krónur fyrir fimm ullarteppum eða fimmtíu kertapökkum, fyrir þrjú þúsund krónur má bólusetja sextíu börn gegn mislingum og kaupa má sjö kassa af næringarríku kexi fyrir fimm þúsund krónur. sveinng@frettabladid.is Sjónvarpssafnanir: Safnað víða um heim SAFNANIR, AP Belgar luku í gær þriggja vikna söfnunarátaki til hjálpar þeim sem eiga um sárt að binda eftir hamfarirnar í Asíu og á austurströnd Afríku á annan dag jóla. Alls safnaðist á þriðja milljarð króna. Mikil fjársöfnun var haldin í kanadísku sjónvarpi á fimmtu- dagskvöld þar sem margar stjörn- ur lögðu hönd á plóg. Í kvöld verður svo haldin mikil fjársöfnun í bandarísku sjónvarpi og hefur hver stórstjarnan á fæt- ur annarri tilkynnt um það undan- farna daga að hún taki þátt í út- sendingunni.■ STUÐNINGUR Í VERKI Innheimta ekki æfingagjald Knatt- spyrnufélag Siglufjarðar innheimtir ekki æfingagjöld fyrir yngri flokka á vorönn á þessu ári heldur hvetur félagið í staðinn foreldra barnanna sem hjá því æfa til að láta duglega af hendi rakna í söfnunar- síma Rauða krossins. Stórsveit treður upp Stórsveit lista- manna treður upp í Smáralind og Kringl- unni í dag, eins og í gær til stuðnings Neyðarhjálpar úr norðri. Tenórarnir þrír; Jóhann Friðgeirsson, Snorri Wiium og Þorgeir Andrésson syngja við undirleik Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur. Diddú, Bjössi bolla o.fl. skemmta gestum, auk þess sem kór Kársnesskóla flytur frum- samið lag Kristjáns Hreinssonar, skálds í Skerjafirði, sem samið er vegna hörm- unganna í Asíu. Skemmtun á Glerártorgi Á Akureyri skemmta á Glerártorgi Óskar Pétursson með einsöng og Helgi Þórsson kveður rímur. Börn úr Tónlistarskóla Akureyrar og Tónlistarskóla Dalvíkur syngja og til stendur að halda uppboð í dag. Sjálfboðaliðar með bauka Rauði kross- inn hefur mannað vaktir sjálfboðaliða sem ganga um með söfnunarbauka í Kringlunni í Reykjavík, Smáralind í Kópa- vogi og Glerártorgi en gengið verður um þar og safnað í bauka. Hjúkrunarfræðingar hjálpa Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ákvað síð- asta mánudag að veita einni milljón króna til hjálparstarfs Rauða krossins vegna hamfaranna í Suðaustur-Asíu. Þá hvetur félagið önnur fag- og stéttarfélög til að láta fé af hendi rakna. Grundfirðingar góðir Í Grundarfirði söfn- uðust í vikulokin rúmar 520 þúsund krón- ur þegar gengið var í hús, auk þess sem félagasamtök og fyrirtæki lögðu átakinu lið. Í bænum búa rúmlega 700 íbúar. Fyrirtæki og félagasamtök Ferðaskrif- stofan Sumarferðir gaf 500 þúsund krón- ur til söfnunarinnar og skorar á aðrar ferðaskrifstofur að gera slíkt hið sama. Þá hafa ýmis fyrirtæki og félagasamtök lagt átakinu lið. Norðlenska ehf. gaf til dæmis 100 þúsund krónur og Kiwanishreyfingin á Íslandi gaf 700 þúsund. Bæjarfélög taka þátt Bæjarstjórn Seyðis- fjarðar gefur 100 þúsund krónur til söfn- unar Rauða krossins og skorar á aðrar bæjarstjórnir að taka einnig þátt. Sveitar- félagið Fjarðabyggð hefur gefið 200 þúsund krónur, Sveitarfélagið Ölfus 100 þúsund krónur, Ísafjarðarbær 250 þúsund krónur og Húsavík 250 þúsund krónur. Leikhúsin eru með Leikhópurinn Sokka- bandið ætlar að halda styrktarsýningu á leikritinu „Faðir vor“ eftir Hlín Agnarsdótt- ur 20. janúar næstkomandi. Þá gaf kvik- myndahúsið Regnboginn andvirði af sölu inn á nýju Stuðmannamyndarinnar „Í takt við tímann“ í gærkvöld. Þá var gefið and- virði aukasýningar á Hárinu um síðustu helgi, en leikhópurinn skoraði á Borgar- leikhúsið að fara sömu leið. Þar á bæ var ákveðið að gefa innkomuna á leikritið „Héra Hérason“ í gærkvöld. Safnað með Súmötrukaffi Kaffitár gefur andvirði af sölu kaffis frá Súmötru til söfnunarinnar, en að auki ætlar starfsfólk fyrirtækisins að gefa alla sína vinnu þá daga sem söfnunin stendur. Styrktartónleikar á Akranesi Í gærkvöld voru á Akranesi haldnir styrktartónleikar með hljómsveitum úr Fjölbrautaskóla Akraness. Þar tróð upp fjöldinn allur af ungu fólki. Framlag Símans og Landsbankans Sím- inn leggur Rauða krossinum til símaver og númer í söfnunina, auk þess sem starfsmenn fyrirtækisins söfnuðu fé. Þá er Landsbankinn fjárvörsluaðili söfnunarinn- ar og sér um talningu og slíkt. Svo hafa Íslenska auglýsingastofan og Nonni og Manni útbúið auglýsingar fyrir söfnunina. ■ HAMFARIRNAR NÍU MÆÐUR DRENGS Níu konur hafa gert tilkall til ungs barns sem var flutt á sjúkrahúsið Kalmunai á Srí Lanka daginn sem flóðbylgjan skall yfir. Ekki er vitað um upp- runa barnsins og því erfitt að ákvarða hver sé raunveruleg móð- ir barnsins. Konurnar hafa rifist harkalega innbyrðis og ein þeirra hótað að fremja sjálfsmorð fái hún barnið ekki. RÁÐHERRAR TIL TAÍLANDS For-sætisráðherrar Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, Matti Van- hanen, Kjell Magne Bondevik og Göran Persson, koma til Taílands á morgun. Þeir ætla að þakka fyrir þá hjálp sem landar þeirra fengu eftir flóðbylgjuna og leita leiða til að fá upplýsingar um afdrif 2.000 landa sinna sem er saknað. ÓHÆTT AÐ BORÐA FISK Ótti margra íbúa landanna sem urðu flóðbylgjunni að bráð hefur orðið til þess að Matvælastofnun Sam- einuðu þjóðanna sá sig tilknúna til að lýsa því yfir að óhætt væri að borða fisk. Orðrómur hfur gengið um að hættulegt sé að borða fisk þar sem þeir kunni að hafa nærst á líkum fólks sem lést í flóðbylgj- unni. VILJA VARANLEGAN FRIÐ „Við höf- um engan áhuga á vopnahléi. Við viljum varanlegan frið og vinnum að því,“ sagði Jusuf Kalla, vara- forseti Indónesíu, þegar hann hafnaði boði uppreisnarmanna í Aceh um vopnahlé í kjölfar flóð- bylgjunnar á annan í jólum. Ákve›i› hefur veri› a› vi›hafa allsherjar- atkvæ›agrei›slu um kjör stjórnar og trúna›arrá›s Verzlunarmannafélags Reykjavíkur fyrir ári› 2005. Frambo›slistum skal skila á skrifstofu félagsins, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 1. hæ›, eigi sí›ar en kl. 12:00, mánudaginn 31. janúar 2005. Kjörstjórnin SAFNAÐ FYRIR BÁGSTADDA Sjálfboðaliðar verða á ferli í Kringlunni, Smáralind og Glerártorgi og safna fé en einnig munu skemmtikraftar bregða á leik. Fyrir þrjú þúsund krónur má bólusetja sextíu börn gegn mislingum. BENEDIKT LAFLEUR ÁSAMT ÓÞEKKTUM SUNDKAPPA Félagar í Sjósundfélagi Íslands hittust á æf- ingu í gær en þeir ætla að synda í tveggja gráðu heitum sjó til að safna fé. Á BARNASPÍTALA Á SRÍ LANKA Háskólanum Mulliyawalai Vidyananada á Srí Lanka hefur verið breytt í flóttamannabúðir og bráðabirgðaspítala eftir að flóðbylgjan gekk yfir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.