Fréttablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 11
Enda þótt enn sé langt til næstu borgarstjórnarkosninga er þegar farið að ræða framtíð Reykjavík- urlistans og raddir heyrast um að tími sé kominn til þess að leggja hann niður. Þessar raddir heyrast einkum úr Framsóknarflokknum en þar hafa alltaf verið einhverj- ir efasemdarmenn um R-listann. T.d. hefur formaður Framsóknar- flokksins, Halldór Ásgrímsson, aldrei verið neitt hrifinn af R- listanum. Ég tel, að Reykjavíkurlistinn eigi að halda áfram. R-listinn hefur í stórum dráttum staðið sig vel og Reykvíkingar hafa verið ánægðir með listann eins og sést best á því, að listinn hefur sigrað í þrennum borgarstjórnarkosn- ingum. Nýr borgarstjóri hefur nýlega tekið við embætti, Stein- unn Valdís Óskarsdóttir, frá Samfylkingunni. Hún hefur farið vel af stað og ef hún stendur sig vel áfram í embætti mun það styrkja R-listann í sessi og auka líkurnar á því, að R-listinn bjóði fram áfram í næstu kosningum. Framsóknarmönnum gremst hve fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík er lítið en samkvæmt skoðanakönnunum er það aðeins um 5%. Gestur Gestsson og fleiri framsóknarmenn vilja kenna Alfreð Þorsteinssyni og öðrum forustumönnum Framsóknar í borgarstjórn um. En Kristinn Snæland, sem var dyggur stuðn- ingsmaður Framsóknar til skamms tíma, segir að sökin liggi hjá formanni Framsóknarflokks- ins, Halldóri Ásgrímssyni. Hann skrifar grein um mál þetta í Fréttablaðið og gagnrýnir for- mann Framsóknar fyrir stefnuna í málefnum aldraðra og öryrkja og fyrir stefnuna í Íraksmálinu. Ég tel, að sökin á fylgisleysi Framsóknar í Reykjavík liggi ekki hjá borgarfulltrúunum Alfreð og Önnu. Þeir hafa staðið sig ágætlega. Alfreð hefur staðið sig nokkuð vel. Hann hefur fylgt þeirri stefnu, að Reykjavík eigi að stuðla að aukinni atvinnu og framkvæmdum í Reykjavík og nágrenni og hefur hann beitt sér fyrir því innan Orkuveitu Reykjavíkur að Orkuveitan réð- ist í umfangsmikla atvinnuupp- byggingu með orkuframkvæmd- um til stóriðju. Hann hefur lagst gegn einkavæðingu Orkuveitunn- ar. Þessi stefna er í anda jafnað- armanna. Ég tel að vísu að óþarfi hafi verið að byggja svo stórt hús fyrir Orkuveituna og gert var en allur R-listinn ber ábyrgð á því. Auðvitað kemur að því ein- hvern tímann, að R-listinn leysist upp og flokkarnir, sem að honum standa, bjóði fram sjálfstætt hver fyrir sig. En sá tími er ekki kominn. Rétt er einnig að hafa í huga að þegar það gerist er mikil hætta á því að Sjálfstæðisflokk- urinn endurheimti meirihlutann í borgarstjórn. Þegar stuðnings- menn R-listans taka afstöðu til þess hvort R-listinn eigi að halda áfram eða ekki þurfa þeir að hafa þetta atriði í huga. Vilja þeir færa Sjálfstæðisflokknum völdin á ný í Reykjavík. Ef þeir vilja það ekki, eiga þeir að standa með Reykjavíkurlistanum áfram í næstu kosningum. ■ R-listinn verði áfram 11LAUGARDAGUR 15. janúar 2005 Skattalækkun R-listans R-listinn hefur hætt við að hækka skatta! Í kjölfar þess að Sjálfstæðismenn á Sel- tjarnarnesi kenndu R-listanum stærð- fræði hefur borgarstjóri R-listans dregið boðaða hækkun á fasteignagjöldum til baka. Ber þá ef til vill að túlka þetta sem skattalækkun hjá R-listanum? Hækka skatta....hætta við að hækka skatta...=...lækka skatta? Davíð Guðjónsson á Deiglan.com Misskiptur auður Sú tæknibylting sem gert hefur hnatt- væðingu heimsins mögulega hefur til þessa einkum nýst auðugum ríkjum og stórfyrirtækjum. Upplýsingahraðbraut á milli markaða heimsins gengur sleitu- laust. Á hinn bóginn hefur lítið verið gert til að skapa jafn hraðvirka upplýsinga- veitu innan þróunarlanda, sem m.a. gæti miðlað viðvörunum um náttúruhamfarir. Þar hafa margir aldrei átt símtal, hvað þá verið tengdir við margmiðlunarnet heimsins. Sverrir Jakobsson á Múrinn.is Báknið skýtur framhjá Þegar rætt er um að Báknið megi ekki vaxa og minnka eigi umsvif Ríkisins er það ekki eingöngu til þess að spara held- ur líka til að bæta þjónustuna sem stofn- anirnar veita í dag. Það er löngu ljóst að þjónusta í ríkisreknu fyrirkomulagi er iðu- lega á skjön við þarfir markaðarins en einstaklingurinn er í betri tengslum við viðskiptavini sína og býr því við meira að- hald. Þar með veitir hann betri þjónustu og býr til verðmætari söluvöru. Báknið hittir aldrei beint í mark. Örvar Marteinsson á sus.is Trúverðugleiki og traust Sú staða sem nú er uppi á fjölmiðlamark- aðnum leggur að mínu mati ríkar siðferð- islegar skyldur á herðar forsvarsmanna bæði Baugs og Fréttar/Íslenska útvarps- félagsins um að koma hreint fram og eyða öllum vafamálum um leið og þau koma upp á yfirborðið. Trúverðugleiki og traust almennings er undir og því mikið í húfi fyrir alla sem hlut eiga að máli. Ég vona að Jóhannes í Bónus eða einhver annar forsvarsmaður Baugs mæti í Kast- ljósið í kvöld og skýri aðkomu Baugs að þessum bræðravígum á Útvarpi Sögu. Andrés Jónsson á politik.is Afrek Valgerðar Ef hægt er að tala um afrek í sömu setn- ingu og rætt er um feril Valgerðar Sverris- dóttur þá væri það helst í sambandi við Kárahnjúkavirkjun. Við andstæðingar virkjunarinnar verðum að viðurkenna að það er töluvert afrek að ná fram sam- þykki og framkvæmdaleyfi fyrir jafn brjál- að verkefni og þetta. Vissulega þarf ég að fara varlega svo ég sé ekki að hafa „heið- urinn“ af fólki eins og Halldóri Ásgríms- syni, Davíð Oddsyni, Finni Ingólfssyni, Friðriki Sóphussyni, Sigurði Arnalds og Siv Friðleifsdóttur. Jóhann Hjalti Þorsteinsson á sellan.is Spennandi kostur Í stað þess að kaupa Zeppelin-loftfar, eða bora jarðgöng til Vestmannaeyja er miklu gáfulegra að athuga hagkvæmni þess að útbúa flotgöng með segulhraðlest milli lands og eyja. Athuga þarf þetta. Ari Karlsson á Deiglan.com Orka til að takast á við hvað sem er Vörutegund Weetabix Cheerios Corn Flakes Havrefras Fitness Special K Orka Fita Sykur TrefjarHeildar- einkunn (kcal) (g/100 g) (g/100 g) (g/100 g) 4,7 343 3 5 7 4,1 368 6 5 6 3,3 381 1 8 2 3,0 359 7 12 7 2,6 362 1 17 4 2,3 381 1 16 2 Gæ›akönnun Neytendasamtakanna á morgunkorni Neytendabla›i› 2.tbl., júní 2003 Weetabix fær bestu einkunn! BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON FYRRVERANDI BORGARFULLTRÚI UMRÆÐAN FRAMTÍÐ REYKJAVÍKURLISTANS AF NETINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.