Fréttablaðið - 15.01.2005, Síða 10

Fréttablaðið - 15.01.2005, Síða 10
Það hefur verið sérkennilegt að fylgjast með málflutningi ráða- manna íslenska lýðveldisins allt frá því að fjölmiðlafrumvarpið var lagt fram í vor. Engu er líkara en að þeir telji sig sæta einelti og stöðugum ofsóknum fyrir það eitt að vilja festa lýðræðið í sessi með því að sjá til þess með lagasetningu að eignar- hald fjölmiðla væri fjölbreytt. Þeirri kenningu var komið á flot að allir starfsmenn fjölmiðla væru málpípur eigenda fjölmiðlanna. Þó væru það einungis svokölluð Baugstíðindi, sem væru lýðræðinu hættuleg, því að eigendur þeirra væru staðráðnir í að koma ríkis- stjórninni frá. Þess vegna skyldu aðrir fjölmiðlar undanþegnir lög- unum og engin ákvæði sett til verndar starfsmönnum fjölmiðla fyrir húsbóndavaldi forráðamanna þeirra. Þeir sem harðast gengu fram í forsvari fyrir stjórnar- herrana hikuðu ekki við að fullyrða að valdarán hefði verið í undirbún- ingi fyrir kosningarnar í fyrra, en hefði mistekist. Jafnframt átti fyrrum náinn samstarfsmaður for- sætisráðherrans, aðstoðarmaður hans og helsti trúnaðarmaður í einkavæðingarnefnd um árabil, Hreinn Loftsson, að hafa reynt að bera á hann mútur, kaupa hann til að ganga í þjónustu Baugs. Þegar það mistókst vegna staðfestu for- sætisráðherra var áætlun Baugs- feðga um valdarán sett í gang! All- ir voru forsvarsmenn þessarar kenningar handgengnir forsætis- ráðherra: Hannes Hólmsteinn Giss- urarson, Hallur Hallsson og Júlíus Hafstein. Sá síðastnefndi var ný- lega sérstaklega verðlaunaður með háu embætti í utanríkisráðuneyt- inu, eins og til að staðfesta velþókn- un utanríkisráðherrans á þessum málflutningi þeirra félaga. Þegar forsetinn synjaði fjöl- miðlalögunum undirskriftar átti það að vera liður í þessu samsæri um að grafa undan réttkjörnum stjórnvöldum þjóðarinnar. Með snjallræði þáverandi forsætisráð- herra (les: brellu) var komið í veg fyrir að lögin færu undir þjóðarat- kvæði, enda kjósendur upp til hópa „vitleysingar“, sem ekki vissu hvað þeim væri fyrir bestu. Nefnd voru dæmi um mál frá fyrri tíð, sem þjóðin hefði að líkindum fellt, hefðu þau verið borin undir atkvæði hennar á sínum tíma. Alþingi hafði hins vegar borið gæfu til að hafa vit fyrir þjóðinni og samþykkt þessi óvinsælu mál, og forsetar hingað til verið jafngæfusamir, er þeir neit- uðu öllum óskum stórra kjósenda- hópa um að vísa þessum umdeildu málum til þjóðaratkvæðis. Þetta sýndi að Alþingi yrði alltaf að hafa síðasta orðið. Annars væri stjórn- skipun lýðveldisins í hættu. Þorri þjóðarinnar væri „vitleysingar“, sem ekki væri treystandi til að greiða atkvæði um einstök mál, þótt kannski mætti treysta þeim til að skila sér á kjörstað og kjósa flokkinn sinn í almennum kosning- um á fjögurra ára fresti. Nú virðist ofsóknaræðið vera að taka sig upp aftur. Utanríkisráð- herra ásakar Gallup, og að þessu sinni alla fjölmiðla án undantekn- inga, um að hafa gengið í lið með stjórnarandstöðunni í enn einni „vitleysisumræðunni“. Gallup spurði spurningar, sem var svo vit- laus, að hann sjálfur, utanríkisráð- herrann, hefði verið í vandræðum með að svara henni. Spurningin var svona: Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum, sem styðja hernaðar- aðgerðir Bandaríkjanna í Írak, eða á Ísland ekki að vera á listanum? Aðeins 14% svarenda stóðust próf- ið, vilja að Ísland sé á listanum. Heil 84% landsmanna reyndust vera vitleysingar. Heil 58% sjálf- stæðismanna reyndust vera vit- leysingar. 93% kvenna reyndust vera vitleysingar. Björn Bjarnason tók upp þykkjuna fyrir herra sinn og gaf í skyn að enginn listi væri til og spurningin því ómarktæk. Hall- dór Ásgrímsson tók undir það og kvað Gallup hafa átt að spyrja hvort Íslendingar séu því fylgjandi að styðja lýðræðisþróun í Írak, kosningar þar og uppbygginguna sem framundan er þegar lokið hefur verið við að leggja landið í rúst! Björn hótaði því að alþjóða- stofnunin Gallup yrði spurð út í þetta athæfi íslenska útibúsins. Ís- lenska Gallup lætur slíkar hótanir þó ekki á sig fá og stendur við sitt. Þjóðarhreyfingin lagði fram drög sín að yfirlýsingu til birtingar í New York Times þann 1. desem- ber síðastliðinn. Þar voru lögð fram rök fyrir því að innrás í Írak væri brot á alþjóðalögum og stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og að ekki hafi verið farið að fyrirmælum ís- lenskra laga þegar formenn stjórn- arflokkanna ákváðu að Ísland yrði meðal 30 þjóða á þessum lista. Þeim rökum hefur verið svarað með skætingi einum og útúrsnúningi ámóta og í þeim sýnishornum, sem að ofan eru talin. Kannski er kominn tími til fyrir Gallup að spyrja: Hvort telur þú að málflutningur ráðamanna landsins í fjölmiðlamálinu, deilunni um mál- skotsrétt forseta og þjóðaratkvæði, og veru Íslands á lista hinna stað- föstu þjóða, beri vott um heilbrigða skynsemi eða ofsóknaræði. ■ N ú um helgina stendur sem hæst landssöfnun vegna hamfar-anna í Asíu. Þótt nú séu um þrjár vikur síðan flóðaldanmikla lagði í rúst tugi þúsunda heimila og varð hundruðum þúsunda manna að fjörtjóni eru enn að berast fréttir af fjölda lát- inna og tjóni á mannvirkjum. Sífellt nýjar fréttamyndir segja líka meira en mörg orð um hamfarirnar. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er verndari söfnunarinnar. Hún segir að við Íslendingar getum á ýmsan hátt sett okkur í spor þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á hamförun- um. Skemmst sé að minnast snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri og eldgossins í Vestmannaeyjum, auk þess hversu marga hafið hafi tekið. Vigdís minntist líka sérstaklega á börnin á hamfarasvæðun- um þegar söfnunin var kynnt. Mörg þeirra hafa misst foreldra sína og eiga ekki í nein hús að venda. Í Heimaeyjargosinu nutum við Ís- lendingar aðstoðar víða að, en einkum þó frá frændum okkar ann- ars staðar á Norðurlöndum og Bandaríkjamönnum. Viðlagasjóðs- hús risu víða á sunnanverðu landinu og minna okkur enn á gosið í Eyjum og örlæti frændþjóðanna. Margir nýbúar hér á landi eiga ættingja og vini sem hafa orðið fyrir barðinu á flóðöldunni miklu. Renuka Perera frá Srí Lanka er ein þeirra sem ekkert hafa heyrt frá mörgum vinum og ættingjum og veit ekki hvort þeir eru lífs eða liðnir. Hún sagði í viðtali við Fréttablaðið að venjulega væri áramótunum fagnað þar líkt og hér. „Enginn fagnaði áramótunum að þessu sinni. Vinkona mín sagði ekkert í umhverfinu hafa borið vitni um að nýtt ár hefði gengið í garð, þar ríkir bara sorg,“ sagði Renuka. Nokkrir Íslendingar eru í hjálparsveitum á hamfarasvæðinu, og íslensk flugfélög hafa flutt hjálpargögn þangað og veika og slasaða Svía til síns heima. Einn af þeim Íslendingum sem starfa nú á flóðasvæðunum er Vilhjálmur Jónsson, sem lengi hefur búið í Indlandi. Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann hefði alls ekki verið viðbúinn þeirri hrikalegu sjón sem við blasti þegar hann kom niður að ströndinni. Flóðið hafði sópað öllu í burtu og bátar höfðu undist utan um tré, sagði hann. „Það sem snerti mig mest var tilfinningin um að vonin væri horfin. Það er erfitt að útskýra þetta, en kannski er þetta eins og að vera laminn og barinn en það kemur ekki niður á líkamanum heldur sálinni,“ sagði Vilhjálmur. Hann og hans fólk hafa fengið leyfi yfirvalda til að taka að sér neyðaraðstoð og hjálparstarf í þrjú þúsund manna þorpi, í samvinnu við nokkra kaþólska presta. Þar stóð ekki steinn yfir steini eftir hamfarirnar. Þótt við höfum fengið margar og hrikalegar lýsingar á ástandinu á flóðasvæðunum er eins og fólk trúi því betur og það komist betur til skila hvernig ástandið er ef Íslendingar sem eru á vett- vangi greina frá. Víðtæk samstaða hefur náðst um söfnunina um helgina. Þar koma við sögu fjölmiðlar og ýmis samtök sem eiga aðild að alþjóð- legu hjálparstarfi. Þetta á að tryggja að peningarnir sem safnast nú um helgina fari beint í hjálparstarfið en ekki í milliliði. Skorað er á landsmenn að rétta hjálparhönd, því gífurlegt end- urreisnarstarf er fyrir höndum á flóðasvæðunum. ■ 15. janúar 2005 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Margir nýbúar hér á landi eiga ættingja og vini sem hafa orðið fyrir barðinu á flóðöldunni miklu. Þar ríkir bara sorg FRÁ DEGI TIL DAGS 30 rúmlesta réttindanám E N N E M M / S IA / N M 14 8 2 7 Námskei› 24. janúar - 5. mars Kennsla mánud., mi›viku. og fimmtud. kl. 18.00-22.10 Námsfög eru: Siglingafræ›i og samlíkir, siglingareglur og vélfræ›i, siglinga- og fiskileitartæki, sjóhæfni, ve›urfræ›i og öryggismál. Nánari upplýsingar og skráning í síma 522 3300 eða á netfangið sa@mennta.is Snúið við blaðinu Fyrir nokkrum dögum var á þessum vett- vangi fjallað um ákvörðun bæjarstjórans á Seltjarnarnesi, Jónmundar Guðmars- sonar, að falla frá hækkun fasteigna- gjalda sem að óbreyttu hefði fylgt í kjöl- far hækkunar fasteignaverðs á höfuð- borgarsvæðinu. Ólíklegt þótti þá að borg- arstjórinn í Reykjavík, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, færi sömu leið enda hafði borgarstjórnarmeirihluti R-lista þegar fellt tillögu sjálfstæðismanna þar að lútandi. En nú hefur það merkilega gerst að Stein- unn Valdís hefur tekið málið upp aftur og ákveðið að fara að for- dæmi Seltirninga. Hefur greinilega kynnt sér frekar rökin í málinu. Það verður að teljast til fyrirmyndar að stjórnmálaforingi treysti sér til að snúa við blaðinu með þessum hætti. Mættum við fá meira af svona snúningum frá Steinunni Valdísi! Rove höfundurinn „Það var Karl Rove [ráðgjafi Bush Banda- ríkjaforseta] sem bjó til hugtakið „Listi hinna staðföstu þjóða“. Það var engin pólitísk ákvörðun íslenskra stjórnvalda sem lá að baki því að nafn Íslands var skráð á þann lista, það var almannatengsla- ákvörðun, tekin í Hvíta húsinu, í því skyni að koma pólitískum skila- boðum á framfæri á einfaldan hátt við bandarískan almenning. Á því bera íslensk stjórnvöld ekki ábyrgð heldur starfsmenn Hvíta hússins og forseti Bandaríkjanna.“ Svo skrifar Pétur Gunn- arsson, starfsmaður Framsóknarflokksins, í vefriti flokksins, Tímanum, í gær. Hann lét svipuð orð falla í Silfri Egils á sunnu- daginn. Að þessu sinni er ljóst að boðskapurinn er með velþóknun sjálfs forsætisráðherr- ans, Halldórs Ásgrímssonar, sem haft hefur mikil óþægindi af málinu öllu. En sé málið svona vaxið vaknar þessi spurn- ing: Af hverju mótmæltu íslensk stjórn- völd ekki að listinn skyldi settur saman? Af hverju fóru þau ekki að dæmi Kosta Ríka og heimtuðu að nafn Íslands yrði fjarlægt? Og af hverju hafa þessar skýringar ekki heyrst áður, til dæmis strax eftir að listinn var birtur? gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS Í DAG MÁLFLUTNINGUR RÁÐAMANNA ÓLAFUR HANNIBALSSON „Nú virðist ofsóknar- æðið vera að taka sig upp aftur. Utanríkisráð- herra ásakar Gallup og fjöl- miðla um að hafa gengið í lið með stjórnarandstöðunni í enn einni „vitleysisumræð- unni“. ,, Hinir ofsóttu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.