Fréttablaðið - 15.01.2005, Page 13

Fréttablaðið - 15.01.2005, Page 13
LAUGARDAGUR 15. janúar 2005 MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.553* KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 337 Velta: 2.095 milljónir +0,90% MESTA LÆKKUN vidskipti@frettabladid.is Actavis 40,20 +2,29% ... Atorka 5,81 +0,87% ... Bakkavör 25,70 +0,39% ... Burðarás 12,65 +0,40% ... Flug- leiðir 11,90 -2,46% ... Íslandsbanki 11,40 +0,44% ... KB banki 479,00 +1,05% ... Kögun 47,40 – ... Landsbankinn 12,55 -0,40% ... Marel 52,50 +0,96% ... Medcare 6,05 – ... Og fjarskipti 3,54 +0,57% ... Samherji 11,30 – ... Straumur 9,95 +2,05% ... Össur 84,50 +3,68% Fiskeldi Eyjafjarðar 8,33% Össur 3,68% Actavis 2,29% Flugleiðir -2,46% Landsbankinn –0,40% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is *Tölurnar eru frá kl. 15.00 í gær. Sérfræðingur sem vann að sölu þýska ríkissímans segir aðstæður til rekstrar Símans góðar og sýnist fyrirtækið vera tilbúið til einkavæðingar. Klaus Dieter Schuerle sem tók þátt í einkavæðingu þýska ríkissíma- fyrirtækisins Deutsche Telekom telur miklu skipta að verkferlar og markmið í aðdraganda einka- væðingar séu skýr. Hann segir að langur undirbúningstími sé hins vegar ekki endilega heppilegur. Schuerle ræddi um einkavæð- ingu Deutsche Telekom á fundi Þýsk-íslenska verslunarfélagsins og Verslunarráðs Íslands í gær. Hann lýsti aðdraganda einkavæð- ingarinnar og sagðist almennt telja að mjög vel hefði tekist til. Langur undirbúningstími hefði hins vegar valdið vanda þar sem ýmislegt í rekstri fyrirtækisins hafi verið undir mikilli smásjá á því tímabili. Um einkavæðingu Símans á Íslandi segist Schuerle ekki getað sagt til um hvert sé líklegt verð- mæti félagsins. „Það væri ekki við- eigandi að ég tjáði skoðun á því,“ segir hann. Hann segir hins vegar allt benda til þess að Síminn sé tilbúinn til þess að verða einkavæddur og að starfsaðstæður hér á landi séu mjög hagstæðar til fjarskipta- rekstrar. Í einkavæðingu þýska símans var það markmið ríkisstjórnar- innar að sem stærstur hluti félags- ins kæmist í eigu almennings með- al annars vegna þess að lítið var um að almenningur ætti hluti í fyrirtækjum. Um það hvort hann telji slíkt fyrirkomulag heppilegt hér á landi segir Schuerle að ríkis- stjórnin hafi úr ýmsum kostum að velja. Hann segir að líklega sé raunhæfara hér á landi en í Þýska- landi að selja stóran hlut til kjöl- festufjárfestis. „Þegar um ræðir Deutsche Telekom er kjölfestu- hlutur hundruð milljarða króna- fjárfesting en það má ætla að fleiri geti keppst um hlut í Símanum hér á Íslandi,“ segir hann. thkjart@frettabladid.is Aukning hjá Geest Breski matvælaframleiðandinn Geest sem Bakkavör hyggst kaupa, birti í gær áætlanir um af- komu nýliðins árs. Stjórnendur Geest gera ráð fyrir því að veltuaukning ársins verði fimm prósent, þrátt fyrir mótbyr. Rekstrarskilyrði hafa verið óhagstæð vegna aukinnar samkeppni smásala sem þrýst hefur niður verði frá framleið- endum. Geest býst við harðri sam- keppni áfram, en félagið er bjart- sýnt á að árið í ár verði nokkuð gott. Markaður fyrir kældar mat- vörur sem er sérsvið Bakkavarar vex hraðar en matvælaiðnaðurinn almennt. Landsbankinn birti í gær greiningu þar sem Bakkavör er verðmetin eftir sameiningu við Geest. Niðurstaða greiningar- deildar Landsbankans gefur gengið 22,8 á hlut í Bakkavör. Lokagengi bréfa Bakkavarar í gær var 25,7 og mælir greiningar- deildin því með sölu bréfanna. ■ AUKNING Í MÓTBYR Sala matvælafram- leiðandans Geest jókst, þrátt fyrir harðn- andi verðsamkeppni. Stjórnendur Bakka- varar vinna að kaupum á fyrirtækinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA AF FUNDI VERSLUNARRÁÐS Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands; Klaus Dieter Schuerle, sérfræðingur í einkavæðingu fjarskiptafyrirtækja; og Johann Venzl, sendiherra Þýskalands á Íslandi. Telur Símann tilbúinn til sölu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.