Fréttablaðið - 15.01.2005, Síða 33

Fréttablaðið - 15.01.2005, Síða 33
LAUGARDAGUR 15. janúar 2005 25 Opið frá kl. 12-16 laugardaga Söluumboð: Bílás sf., Akranesi - BSA, Akureyri - Betri bílasalan, Selfossi - SG Bílar, Reykjanesbæ Mazda3 T 5 dyra 1,6 l kostar aðeins 1.795.000 kr. Mazda er japanskur bíll, framleiddur í Japan sem vermir nú toppsætið samkvæmt stærstu gæðakönnun Evrópu og skarar fram úr hvað varðar endingu og lága bilanatíðni. Komdu, reynsluaktu og gerðu verðsamanburð. Gæðin eru augljós. Aukahlutir á mynd: álfelgur Gegnheil gæði og gott verð Kynntu þér fjölda freistandi tilboða! Sími 540 5400 Mazda3 er sérstaklega ríkulega búinn bíll þar sem saman fara falleg hönnun, frábærir eiginleikar og einstakt verð. H im in n o g h a f / SÍ A Allir gerðu miklu meira en þeir gátu S igríður Hrönn leið segir blaðamanni og ljósmyndara um gömlu byggðina í Súða- vík og sýnir hvar áður stóðu hús sem ýmist lentu undir flóðinu eða voru flutt í nýju byggðina. Hún þekkir svæðið vel enda hefur hún búið í Súðavík bróðurpart ævinnar. Snjóflóðin og það sem þeim fylgdi reyndu mjög á hana en hún hugsar ekki mikið um at- burðina. Ekki lengur. „Ég get ekki sagt að ég hugsi oft um þetta. En þetta er alltaf í undirmeðvitund- inni. Mér og fleirum hefur tekist að vinna úr þessum málum en öðruvísi kemst fólk ekki í gegnum lífið. Við þurfum að taka því sem að höndum ber og vinna úr því. Sama hver áföllin eru.“ Og vitaskuld man hún glögg- lega hversu mikið hörmungarnar reyndu á hana. „Þetta tók mjög mikið á mig. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, þurft að vaka í tvo eða þrjá sólarhringa og vera með allt á útopnu. Og þetta tók ekki bara á mig, allir gerðu miklu meira en þeir gátu. Þannig var ástandið.“ Sigríður Hrönn rifjar upp hvernig aðstæður voru í þorpinu þegar flóðið féll. Veðrið var vit- laust, vegir tepptir og sjóleiðin torsótt. „Hér var björgunarsveit skipuð heimamönnum. Svo var bara sveitarfélagið. Það var ekki Rauðakrossdeild, við vorum ekki með lækni og ekki hjúkrunarfræð- ing. Þannig var staðan hjá okkur. Við notuðum bara það sem við höfðum og fengum síðan aðstoð með skipi rétt fyrir tíu um morg- uninn. Heimamenn voru upp- gefnir. Þeir höfðu verið úti í kol- vitlausu veðri og það þurfti að skipta og koma skipulagi á hlutina. Allir höfðu verið á útopnu.“ Unnið samkvæmt hættumati Þegar atburðir á borð við Súða- víkursnjóflóðin eiga sér stað skoða menn auðvitað hvort rétt var að málum staðið. Spurningar um frekari rýmingu húsa og jafn- vel hvort þegar hefði átt að vera búið að færa byggðina undan hlíð- inni skutu upp kollinum. Sigríður Hrönn segir að enginn hafi haft hugmyndaflug til að ráðast í slík- ar framkvæmdir þó öllum hafi fundist það sjálfsagt eftir að flóð- in féllu. „Unnið var eftir gildandi hættumati, sem var fárra missera gamalt. Ég held að engum hafi dottið í hug að það þyrfti að rýma þar sem flóðið féll, hvað þá að flytja byggðina. En síðan eru komnar allt aðrar upplýsingar. Menn nota tölvuforrit til útreikn- inga og forsendur hafa gjör- breyst, ekki bara hér heldur um allt land. Þar sem eru fjallshlíðar og snjór, þar getur allt gerst.“ Sigríður Hrönn bendir á að margt hafi lærst á þeim tíu árum sem liðin eru og þannig sé það alltaf. „Við lærum í lífinu.“ Hún minnist líka aðstoðarinn- ar sem Súðvíkingar nutu í kjölfar hamfaranna. „Við fundum ein- staklega vel fyrir hlýhug sam- félagsins og þetta hefði aldrei gengið öðruvísi. Við fengum hjálp frá ríkinu, almenningi, félaga- samtökum, frá útlöndum, heil- brigðisstéttinni, bara alls staðar. Þessi aðstoð var ómetanleg.“ Sálræna aðstoðin skipti sköpum Sigríði Hrönn finnst sem Súðvík- ingum hafi flestum tekist að vinna sig út úr sorginni sem skall svo harkalega á þessu litla samfé- lagi fyrir áratug. „Ég held að fólk hafi tekið á öllu sem hefur komið upp á og unnið úr því. Þetta hefur gengið skref fyrir skref, ekki með stórum stökkum. Fólk hefur haldið áfram að lifa og tekið því sem að höndum hefur borið af æðruleysi. Samheldnin er mikil og fólk hefur stutt hvert annað.“ Níu mánuðum eftir snjóflóðin í Súðavík féll gríðarlegt snjóflóð á Flateyri og hreif með sér tuttugu mannslíf. Sárar minningar Súð- víkinganna helltust yfir. „Þá áttu margir Súðvíkingar erfitt. Snjóflóðið hér rifjaðist upp og allt var þetta svo ofarlega í hugs- uninni. En fólk hefur lent í áföll- um hér í gegnum tíðina. Hér fór- ust skip og menn misstu sína nán- ustu. Þá var ekki þessi sálræna aðstoð sem fólk fékk 1995. Við sjáum það líka í kjölfar flóðanna í Asíu að sérfræðingar segja að fólk eigi að sýna tilfinningar til að geta unnið úr sínum málum. Fyrir 20 til 30 árum átti fólk að harka af sér. Þetta er allt svo gjörbreytt. Ég held að þessi aðstoð hafi gert það að verkum að fólk hefur getað unnið úr þessu, orðið eðlilegar manneskjur aftur og lifað eðli- legu lífi.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Sigríður Hrönn Elíasdóttir var sveitarstjóri í Súða- vík þegar snjóflóðin féllu 1995. Áður hafði hún, í samráði við sýslumann og sérfræðinga Veðurstof- unnar, látið rýma nokkur hús í þorpinu enda vofði snjóflóðahættan yfir. Það dugði ekki til. Flóðið féll annars staðar en reiknað var með og varð stærra og ógurlegra en áður hafði sést í Álftafirði.  SIGRÍÐUR HRÖNN ELÍASDÓTTIR, FYRRVERANDI SVEITARSTJÓRI, VIÐ KROSSINN Í MINNINGAR- REITNUM SEM VERÐUR VÍGÐUR Í SUMAR „Við fundum einstaklega vel fyrir hlýhug samfélagsins og þetta hefði aldrei gengið öðruvísi. Við fengum hjálp frá ríkinu, almenningi, félagasamtökum, frá útlöndum, heil- brigðisstéttinni, bara alls staðar. Þessi aðstoð var ómetanleg.“

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.