Fréttablaðið - 15.02.2005, Side 2
2 15. febrúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR
FLUTNINGASKIP Skráning kaupskipa
á íslenskri skipaskrá hefur verið
tekin til nánari skoðunar stjórn-
valda. Með því á að skoða hvort
hægt sé að gera kaupskipum kleift
að sigla undir íslenskum fána.
Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðu-
neytisstjóri samgönguráðuneytis,
segir nefnd sem starfar á vegum
samgöngu- og fjármálaráðuneyt-
anna og Siglingamálastofnunar
hafa skilað tveimur tillögum á borð
beggja ráðherranna:
„Önnur var að aðhafast ekkert
vegna skráninga íslenskra flutn-
ingaskipa erlendis. Hin var að setja
á fót alþjóðlega skipaskrá. Sú leið
verður nú skoðuð nánar, án skuld-
bindinga.“
Sex íslenskar áhafnir eru á skip-
um Eimskips sem eru í millilanda-
siglingum til og frá landinu. Tvær
íslenskar áhafnir eru á skipum
Samskipa en báðar skráðar í Fær-
eyjum. Engir íslenskir sjómenn
eru á skipum Atlantsskipa sem
leigir skipin erlendis með áhöfn.
Öll skip flutningafyrirtækjanna
eru skráð á erlendri grundu.
- gag
Að kosningum loknum:
Vélað um völdin í Írak
ÍRAK, AP Miklar þreifingar fara nú
fram í Írak um samsetningu þing-
meirihluta en endanleg úrslit kosn-
inganna urðu ljós í fyrradag. Sam-
einuðum flokki sjía mistókst að ná
hreinum meirihluta eins og honum
hafði verið spáð og því verður
hann að mynda bandalag með öðr-
um flokkum á stjórnlagaþinginu
sem senn tekur til starfa. Þingið
útnefnir forseta og varaforseta
landsins, sem aftur skipa for-
sætisráðherra.
Líklegast er talið að sjíar myndi
meirihluta með Kúrdum, sem
fengu fengu fjórðung atkvæða í
kosningunum. Kúrdinn Jalal Tala-
bani yrði þá forseti en sennilega
tekur annað hvort Ibrahim Jaafari
eða Ahmed Chalabi við forsætis-
ráðherraembættinu. Jaafari hefur
gegnt varaforsetaembættinu í
bráðabirgðastjórninni en Chalabi
var eftirlæti Bandaríkjamanna þar
til hann féll í tímabundna ónáð í
fyrra. Hann er illa þokkaður af íra-
skri alþýðu og því eru möguleikar
Jaafaris taldir meiri.
Uppreisnarmenn eyðilögðu
olíuleiðslur nálægt Kirkuk í fyrri-
nótt og róstur voru í Bagdad, þar
sem tveir lögreglumenn voru
myrtir. ■
Stríðinu er lokið
Eftir vel heppnaðan fund Abbas, leiðtoga Palestínumanna, og Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, ríkir bjartsýni um að friður sé í sjónmáli. Í viðtali um
helgina sagði Abbas að stríðinu við Ísrael væri lokið.
PALESTÍNA Bjartsýni ríkir nú fyrir
botni Miðjarðarhafs um að friður
sé loks í sjónmáli eftir vel heppn-
aðan fund Mahmoud Abbas, for-
seta palestínsku heimastjórnar-
innar, og Ariel Sharon, forsætis-
ráðherra Ísraels, í síðustu viku.
Ýmis erfið mál eru þó óleyst.
Mahmoud Abbas var ómyrkur í
máli í viðtali við dagblaðið The
New York Times um helgina um
stöðu og horfur í samskiptum
Ísraelsmanna og Palestínumanna
en þeir Ariel Sharon hittust í
Sharm el Sheikh í Egyptalandi í
liðinni viku. Abbas sagði að stríð-
inu við Ísraelsmenn væri lokið og
gjörbreyting orðin á afstöðu Shar-
ons í garð Palestínumanna. Þetta
mætti sjá af áherslu hans á brott-
flutning landnema frá Gaza og
Vesturbakkanum þrátt fyrir
mikla andstöðu harðlínumanna.
Sharon hefur fyrirskipað aðgerðir
gegn ísraelskum öfgamönnum
eftir að ráðherrum í ríkisstjórn
hans var hótað vegna þessa.
Sharon hefur boðað að frum-
varp verði lagt fram í næstu viku
á ísraelska þinginu um að land-
nemabyggðir á Gaza verði rýmd-
ar. Palestínumenn munu á næstu
vikum taka við stjórn Jeríkó og
fjögurra annarra borga á
Vesturbakkanum.
Abbas kvaðst fagna sam-
starfsvilja Hamas og Jihad-
samtakanna. Algert forgangs-
mál að hans mati er að palest-
ínskir fangar verði látnir lausir
úr ísraelskum fangelsum. 8.000
Palestínumenn eru í haldi Ísraels-
manna og segir Abbas að sakar-
uppgjöf þeirra sé mælikvarði á
friðarvilja Ísraelsmanna. Á
sunnudaginn lýstu ísraelsk stjórn-
völd því yfir að 500 fangar yrðu
senn látnir lausir.
Enn á þó eftir að ræða erfið
mál á borð við hugsanlega skipt-
ingu Jerúsalemborg-
ar, rétt palest-
ínskra flótta-
manna til að
snúa aftur
til heim-
kynna sinna og framtíðarlanda-
mæli Palestínu en um öll þessi
mál hefur ríkt verulegur ágrein-
ingur. Samkvæmt svonefndum
Vegvísi til friðar er gert ráð fyrir
að Palestína verði sjálfstætt ríki
áður en landamæri verða endan-
lega ákveðin. Þessu segist Abbas
hins vegar andvígur, skilgreina
verði landamærin áður en
sjálfstæði verði lýst yfir.
sveinng@frettabladid.is
Valdís Óskarsdóttir:
Kom þægi-
lega á óvart
VERÐLAUN „Satt best að segja átti
ég ekki von á að hljóta þessi
verðlaun með tilliti til þess
hverjir aðrir voru tilnefndir í
mínum flokki,“ segir Valdís
Óskarsdóttir, en hún hlaut hin
virtu BAFTA-verðlaun bresku
kvikmynda- og sjónvarpsaka-
demíunnar fyrir klippivinnu
sína í kvikmyndinni Eternal
Sunshine of the Spotless Mind.
Meðal þeirra sem einnig voru
tilnefnd ásamt Valdísi var
Thelma Schoonmaker, sem unn-
ið hefur lengi með Martin Scor-
sese og er enn fremur tilnefnd
til Óskarsverðlauna en sú hátíð
fer fram síðar í þessum mánuði.
„Mig grunaði aldrei að ég ætti
möguleika gegn henni enda er
ég ekki tilnefnd fyrir vestan
haf.“ ■
FATAHAF
Drengur leikur sér í fötum sem hafa verið
send.
Vafasöm hjálpargögn:
Háir hælar
og Viagra
INDÓNESÍA, AP Vesturlandabúar
hafa verið duglegir að safna
hjálpargögnum fyrir fórnarlömb
flóðbylgjunnar í Indlandshafi. Þó
hafa gjafirnar komið að misjöfnu
gagni og í raun ótrúlegustu hlutir
sem hafa verið sendir.
Á meðal þess sem komið hefur
upp úr kössunum er háhælaðir
skór, matvæli sem eru komin
fram yfir síðasta söludag, Viagra-
töflur, vetrartjöld og svo mætti
lengi telja. Hjálparstarfsmenn
eru ekkert sérlega hrifnir af
þessu því það tekur dýrmætan
tíma að flokka og henda. ■
SPURNING DAGSINS
Fjölnir, eru nafnar þínir úr
Grafarvogi nafnsins verðugir?
„Já, þeir eru nafnsins verðugir.“
Fjölnir Þorgeirsson er margfaldur Íslandsmeistari
í hinum og þessum íþróttagreinum en á sunnu-
dag burstaði Njarðvík lið Fjölnis úr Grafarvogi í
bikarúrslitaleiknum í körfuknattleik.
Kristall plús:
Leyfi með
skorðum
MATVÆLI Hinn vítamínbætti Kristall
Plús fær leyfi gegn því að drykkur-
inn verði merktur sem óæskilegur
börnum yngri en sjö ára.
Elín Guðmundsdóttir, forstöðu-
maður matvælasviðs Umhverfis-
stofnunar, segir tillit hafa verið
tekið til umsagnar Lýðheilsustöðv-
ar um að börn neyti of mikils
fólasíns drekki þau Kristal plús.
Andri Þór Guðmundsson, for-
stjóri Ölgerðarinnar, segist sáttur
við leyfið en ekki skorðurnar sem
eru settar: „Við munum kanna
lagalegar forsendur fyrir þeim þar
sem enginn hefur sýnt fram á skað-
leg áhrif ofneyslu fólasíns.“ - gag
MAHMOUD ABBAS
Þess sjötugi leiðtogi sagðist í viðtalinu
ekki ætla að sitja lengur á forsetastóli
en eitt kjörtímabil, það er fimm ár.
ARNARFELL
Samgönguráðherra var viðstaddur afhendingu nýs skips Samskipa í Hamborg á dögunum.
Skipið er skráð í Færeyjum auk íslenskrar áhafnar þess. Í skoðun er hvort hægt sé að gera
flutningafyrirtækjum kleift að skrá skipin hér heima.
Lúðvík Bergvinsson:
Útilokar
ekkert
STJÓRNMÁL Lúðvík Bergvinsson,
þingmaður Samfylkingar úr Suð-
urkjördæmi, útilokar ekki að
hann bjóði sig fram í embætti
varaformanns flokksins.
Vikublaðið Fréttir í Vest-
mannaeyjum birti fyrir
skemmstu netkönnun sem sýndi
að 70 prósent svarenda vildu að
Lúðvík byði sig fram. Meira en
þúsund manns tók þátt.
Lúðvík segir að í raun sé ekki
enn tímabært að velta fyrir sér
hverjir gefi kost á sér. Hann
segir að það mál verði skoðað
þegar niðurstaða úr formanns-
kjöri liggi fyrir. „Þá munu menn
athuga hvað komi sér best fyrir
flokkinn. Þetta mál er því ekki á
dagskrá þótt engum dyrum hafi
verið lokað,“ segir hann.
- þk
Stjórnvöld íhuga að setja á stofn alþjóðlega skipaskrá:
Íslenskur fáni gæti
prýtt flutningaskipin
AHMED CHALABI
Chalabi rennir hýru auga til for-
sætisráðherrastólsins en senni-
lega mun Sistani erkiklerkur hafa
síðasta orðið um það.