Fréttablaðið - 15.02.2005, Page 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
62,35 62,65
117,52 118,10
80,83 81,29
10,86 10,92
9,61 9,66
8,88 8,83
0,59 0,60
94,42 94,98
GENGI GJALDMIÐLA 14.02.2005
GENGIÐ
Heimild: Seðlabanki Íslands
SALA
111,23 +0,20%
4 15. febrúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Hundrað prósenta lán til íbúðarkaupa:
Farið að bera á vanskilum
FÉLAGSMÁL „Það eru farin að ber-
ast inn á borð til okkar nokkur
dæmi um fólk sem hefur fengið
hundrað prósenta lán og nær
ekki að standa í skilum,“ segir
Ásta S. Helgadóttir, forstöðu-
maður Ráðgjafarstofu um fjár-
mál heimilanna. Þau auknu lán
sem almenningi bjóðast til hús-
næðiskaupa nýtast illa þeim sem
minnst hafa milli handanna enda
húsnæðisverð víða um land
margfaldast og engin endir á
hækkununum í sjónmáli.
Sú stofnun sem flestir leita til
eftir að hafa lent í alvarlegum
greiðsluerfiðleikum á einhvern
hátt er Ráðgjafarstofa heimil-
anna, þar sem reynt er eftir
megni að aðstoða viðkomandi.
Ásta segir að þrátt fyrir tilkomu
hundrað prósent lánanna, sem
voru upphaflega ætluð þeim sem
áttu erfitt með að brúa bilið þeg-
ar aðeins voru lánað 70 prósent
af kaupverði íbúðar, sé ljóst að
enn sé fólk að leita sér aðstoðar.
„Það er nú einu sinni svo að þessi
lán út af fyrir sig breyta litlu
fyrir þann sem ekkert á. Á sama
tíma er enn fremur íbúðaverð að
hækka til mikilla muna svo að
þau þægindi sem fylgja áttu
þessum auðveldu lánum þýða
þyngri greiðslubyrði vegna mun
hærra verðs.“ ■
Lagðist í jörðina
og byrjaði að tárast
Tveir ellefu ára gamlir drengir björguðu á laugardaginn lífi vinar síns sem hafði
fengið gat á lunga. Þeir óku honum í búðarkerru og héldu á honum í strætó.
LÍFSBJÖRG Tveir ellefu ára drengir,
Alexander Theódórsson og Arnar
Þór Stefánsson, unnu þrekvirki
þegar þeir björguðu lífi Róberts
Heiðars Halldórssonar, tíu ára
gamals vinar síns, á laugardag-
inn. Drengirnir voru í Kringlunni
síðdegis þegar Róbert fann fyrir
verk í brjóstinu.
„Ég var nýbúinn að kaupa ís
handa mér og vini mínum þegar
ég fann fyrir sársauka,“ segir
Róbert. „Ég sagði við strákana
að ég þyrfti að fara heim. Við
fórum þá upp í strætóskýli en
þegar strætó kom vildi bílstjór-
inn ekki hleypa okkur inn af því
að við vorum með lítinn peking-
hund með okkur. Ég vildi ekki
segja strax að ég fyndi fyrir
sársauka því ég vildi ekki að
strákarnir myndu panikka.“
Drengirnir fóru þá aftur niður
í Kringlu því móðir Alexanders
vinnur þar. Hún var hins vegar
farin heim þegar þeir komu og
því héldu þeir aftur af stað upp í
strætóskýli. Drengirnir keyrðu
Róbert í búðarkerru og héldu
síðan á honum. Róbert að það
hafi verið orðið erfitt að anda
þegar hér var komið sögu.
„Mér var orðið mjög illt. Ég
lagðist í jörðina og byrjaði að
tárast.“
Alexander og Arnar Þór
segjast fyrst hafa haldið að
Róbert hafi verið að grínast en
síðan hafi þeir séð að hann var
mjög veikur.
„Mér brá alveg geðveikt,“
segir Alexander. „Þegar ég sá
hann liggja hélt ég fyrst að þetta
væri hjartað eða lungun.“
Strætó kom fljótlega og í
þetta skiptið var þeim hleypt inn.
Strætó stoppar beint fyrir fram-
an heimili Róberts í Bústaða-
hverfinu og héldu drengirnir á
honum þangað. Farið var með
hann beint á sjúkrahús. Þar kom
í ljós að Róbert hafði fengið gat á
lunga. Að sögn læknis geta
verstu tilfellin leitt til þess að
lunga falli saman og það er lífs-
hættulegt.
„Ég er kominn heim núna og
mér líður alveg ágætlega,“ segir
Róbert. „Strákarnir voru mjög
duglegir. Þeir hjálpuðu mér
mikið.“ trausti@frettabladid.is
Eiður Smári Guðjohnsen:
Ölvaður
við akstur
ENGLAND Eiður Smári Guðjohnsen,
knattspyrnumaður með Chelsea og
Íþróttamaður ársins 2004, var tek-
inn ölvaður undir stýri aðfaranótt
sunnudagsins eftir að hafa tekið
þátt í gleðskap með öðrum leik-
mönnum Chel-
sea. Voru þeir að
fagna góðu
gengi liðsins en
á laugardaginn
lagði liðið Ever-
ton á útivelli og
skoraði Eiður
Smári sigur-
mark liðsins.
Að sögn lög-
reglu var akst-
urslag Eiðs með
þeim hætti að
ástæða þótti til að stöðva bíl hans og
láta hann blása. Í framhaldi af því
var hann handtekinn og færður á
lögreglustöð í suðurhluta London.
Þar var tekin af honum blóðprufa
áður en hann var látinn laus gegn
tryggingu. ■
Lestarslys í Lyngby:
Fimmtíu
slösuðust
DANMÖRK Flytja þurfti fimmtíu
manns á sjúkrahús í Kaupmanna-
höfn eftir að tvær lestir skullu
saman á brautarstöðinni í Lyngby,
úthverfi höfuðborgarinnar, um
hádegisbilið í gær. Tveir eru al-
varlega slasaðir, annar þeirra
lestarstjóri annarrar lestarinnar.
Ekki er ljóst hvernig slysið bar
að en netútgáfa Berlingske
Tidende hermir að önnur lestin
hafi ekið á talsverðri ferð aftan á
hina lestina, sem hafði staðnæmst
við brautarstöðina. Nokkrar tafir
urðu á umferð vegna slyssins en
23 sjúkrabílar fluttu hina slösuðu
af vettvangi. ■
ÁNÆGÐIR VINIR Á GÓÐRI STUNDU
Vinirnir þrír voru að fá sér snarl þegar ljósmyndari Fréttablaðsins kíkti í heimsókn. Frá
vinstri: Alexander Theódórsson, Róbert Heiðar Halldórsson og Arnar Þór Stefánsson. Með
þeim á myndinni er hundurinn Trítill.
EIÐUR SMÁRI
Látinn laus gegn
tryggingu.
Deilur um barn:
Skorið úr
um foreldra
SRÍ LANKA, AP Nú liggur fyrir hverj-
ir eru foreldrar þriggja mánaða
gamals drengs sem lagður var inn á
sjúkrahús eftir flóðbylgjuna á Ind-
landshafi. Niðurstaða lífsýnatöku
sýnir að hjón sem börðust hvað
harðast fyrir því að fá drenginn eru
raunverulegir foreldrar hans.
Málið vakti mikla athygli á sín-
um tíma því níu pör á Srí Lanka
sögðu drenginn vera sinn. Fólkið
hefur verið í óvissu um átta vikna
skeið en nú er búið að eyða þeirri
óvissu. Móðir drengsins segist hafa
haldið á honum þegar flóðbylgjan
skall á en týnt honum. Kraftaverk
þykir að hann hafi lifað hamfarirn-
ar af. ■
Alþýðusamband Íslands:
Kanna hátt
fasteignaverð
HÚSNÆÐISMÁL „Okkur finnst eins og
reyndar fleirum í þjóðfélaginu að
eitthvað sé bogið við þessa eilífu
þróun fasteignaverðs upp á við,“
segir Grétar Þorsteinsson, for-
maður Alþýðusambands Íslands.
Innan sambandsins hyggjast menn
kanna hvað valdi og þá sérstaklega
þátt þeirra nýju milliliða sem virð-
ast komnir inn á fasteignamarkað-
inn.
„Við höfum furðað okkur á þess-
ari stöðu, sem er úr takti við allt
annað í samfélaginu, og ætlum okk-
ur að kanna hvað hæft er í því að
verktakar leita nú allt annað en til
Íbúðalánasjóðs eins og áður fyrr.“ ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
BOGINN SPENNTUR
Þrátt fyrir hundrað prósenta íbúðalánin
þykir húsnæði orðið svo dýrt, sérstaklega á
höfuðborgarsvæðinu, að auðvelt aðgengi
að lánum hefur lítið að segja.
Ungt fólk:
Þriðji hver
fær vinnu
REYKJAVÍKURBORG Búist er við að
um þrjú þúsund sæki um eitt þús-
und sumarstörf
s t o f n a n a
Reykjavíkur-
borgar.
Vinnumiðlun
ungs fólks opn-
ar fyrir mót-
töku umsókna
um sumarstörf
í dag.
Selma Árna-
dóttir, forstöðu-
maður Vinnu-
miðlunar ungs
fólks, segir
sautján ára
ungmenni eiga
erfiðast upp-
dráttar. Þau séu
of gömul fyrir
Vinnuskólann
en mörg fyrirtæki ráði aðeins
átján ára og eldri: „Það væri gott
ef fleiri fyrirtæki á almennum
markaði myndu taka við sér og
ráða sautján ára til sín.“ - gag
VIÐ UNDIRBÚNING
Þeir sem eru fæddir
1988 eða fyrr geta
sótt um sumarstörf
hjá stofnunum
Reykjavíkurborgar.
Hægt er að sækja
um störf frá 15. febr-
úar til 30. apríl. Því
fyrr sem fólk sækir
um, því meiri líkur
eru á vinnu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI