Fréttablaðið - 15.02.2005, Page 6
6 15. febrúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR
HEILBRIGÐISMÁL Breyting á skipu-
lagi sem tengist fyrirhugaðri
stækkun á barna- og unglingageð-
deildinni á Dalbraut (BUGL)
hefur nú verið auglýst.
Unnið hefur verið markvisst að
undirbúningi þess að stækka
BUGL og er gert ráð fyrir þremur
byggingaráföngum. Þess er
vænst að hægt verði að bjóða út
fyrsta áfangann, göngudeildar-
húsnæðið, seint á þessu ári og að
hinir fylgi strax í kjölfarið.
Eins og greint hefur verið frá í
Fréttablaðinu býr deildin við afar
þröngan og ófullnægjandi kost.
Þjóðarátak stendur yfir um
stækkun barna- og unglingageð-
deildarinnar og hefur talsvert fé
safnast í sjóð. Nefna má til dæmis
stórgjöf Hringsins, söfnun
Kiwanismanna og fé sem Lions-
klúbburinn Fjörgyn safnaði með
tvennum styrktartónleikum.
Margir fleiri hafa lagt fram stórt
og smátt til BUGL að undanförnu.
Tryggðar hafa verið um 190 millj-
ónir króna til byggingarinnar. Enn
vantar samt mikið fé til þess að
ljúka verkinu öllu sem áætlað er
að kosti röskan hálfan milljarð
króna með bílastæðum. ■
VATN Kópavogsbúar þurfa að
borga um tvöfalt meira fyrir
neysluvatn en Reykvíkingar.
Vatnsgjöld eru reiknuð sem
hluti af fasteignagjöldum sem
skiptast upp í fasteignaskatt,
sorpurðun, lóðarleigu, holræsa-,
sorp- og vatnsgjald. Hjá íbúum
Kópavogs er það 0,19 prósent af
fasteignagjaldi. Orkuveita
Reykjavíkur reiknar gjaldið á
annan hátt og tekur fast gjald af
hverri eign sem er 2.799 kr. auk
108 kr. á hvern fermetra. Vatns-
gjald af 100 fermetra íbúð sem
kostar fimmtán milljónir er sam-
kvæmt útreikningum 28.500 kr. í
Kópavogi en 13.599 kr. í Reykja-
vík.
Sama aðferð við útreikning-
ana er viðhöfð í Reykjanesbæ og
í Kópavogi og verðið til neytenda
er það sama. ■
MS-sjúkdómurinn:
Fyrsti fundur
aðstandenda
HEILBRIGÐISMÁL Rétt tæplega tíu
manns greinast með MS-sjúkdóm-
inn hér á landi á ári. Fyrsti fundur
MS-félagsins sem eingöngu er
fyrir aðstandendur verður í kvöld.
Sverrir Bergmann taugasjúk-
dómalæknir segir að á fundinum
verði svarað spurningum ættingja
sem þeir þori síður að nefna í ná-
vist MS-sjúklingsins sjálfs.
Sigurbjörg Ármannsdóttir, for-
maður MS-félags Íslands, vonar
einnig að fólk mæti sem hafi átt
ættingja með sjúkdóminn. Hér
áður hafi verið erfitt að fá skýr
svör um sjúkdóminn og lítið um
hann talað. - gag
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
■ SPÁNN
Á að fella niður afnotagjöld
RÚV?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hefur þú unnið svart?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
13,9%
86,1%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
IÐJUÞJÁLFUN
Iðjuþjálfunin á BUGL er á 15 fermetra
gangi í kjallara. Inni af honum eru tvö lítil
viðtalsherbergi. Enginn gluggi, engin loft-
ræsting.
Barna- og unglingageðdeildin;
Stækkun kallar á
annað skipulag
Tölvunám fyrir
eldri borgara
Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is
Grunnur
30 kennslustunda byrjendanámskeið. Engin undirstaða nauð-
synleg, hæg yfirferð með þolinmóðum kennurum. Aldurs-
takmark 60 ára og eldri. Á námskeiðinu er markmiðið að
þátttakendur verði færir að nota tölvuna til að skrifa texta,
setja hann snyrtilega upp og prenta, fara á internetið, taka á
móti og senda tölvupóst. Þátttakendur læra að koma sér upp
ókeypis tölvupóstfangi.
Kennsla hefst 22. febrúar
og lýkur 15. mars.
Kennt er þriðjudaga
og fimmtudaga kl 13 - 16.
Verð kr. 19.500,-
Vegleg kennslubók innifalin.
Framhald I
30 kennslustunda námskeið, hentar þeim sem lokið hafa
byrjendanámskeiðinu eða hafa sambærilega undirstöðu.
• Upprifjun
• Æfingar í Word ritvinnslu
• Leit og vinnsla á internetinu og meðferð tölvupósts.
• Excel kynning
Kennsla hefst 21. febrúar og lýkur 14. mars.
Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl 13 - 16.
Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin.
Framhald II
30 kennslustunda námskeið ætlað þeim sem lokið hafa fyrra
framhaldsnámskeiðinu eða hafa sambærilegan grunn og
vilja enn meiri þekkingu og þjálfun. Byrjað er á upprifjun og
svo er haldið áfram og kafað dýpra með framhaldsæfingum
í ritvinnslu, á netinu og tölvupóstinum ásamt Excel. Einnig er
fjallað um stafrænar myndavélar og meðferð ljósmynda í
heimilistölvunni. Ýmislegt fleira skv. óskum þátttakenda.
Kennsla hefst 21. febrúar og lýkur 14. mars. Kennt er mánudaga
og miðvikudaga kl 13 - 16. Verð kr. 17.000,- án kennslubókar.
Flóðasvæðin í Asíu:
625 lík fundin
ASÍA, AP Staðfest er að 625 erlend-
ir ríkisborgarar voru á meðal
þeirra ríflega 167 þúsund fórn-
arlamba flóðbylgjunnar í Ind-
landshafi sem hafa fundist látin.
Enn er tuga þúsunda manna
saknað, þar af meira en tvö þús-
und erlendra ríkisborgara.
Hundruð líka finnast á hverj-
um degi, til að mynda fundust
528 lík í Aceh-héraði á Súmötru
á sunnudaginn.
ERLENDIR RÍKISBORGARAR
Þjóðerni Látnir Saknað
Svíar 97 460
Frakkar 67 29
Þjóðverjar 60 548
Bretar 54 194
Finnar 52 127
Norðmenn 39 45
Japan 25 68
Svisslendingar 23 134
Ástralir 23 18
Ítalir 21 53
VATNSSOPINN
Umtalsvert dýrara er að nota kalt vatn í
Kópavogi en í Reykjavík.
Munur á vatnsgjaldi eftir búsetu:
Dýrast í Kópavogi og Reykjanesbæ
ÖKUMAÐUR LENDIR Í ÍSILAGÐRI
LEIRUTJÖRN Ökumaður á Akur-
eyri missti bíl sinn út í Leiru-
tjörn á tíunda tímanum í gær-
kvöld. Ætlaði ökumaðurinn
sjálfur að ná bílnum upp úr
tjörninni með aðstoð kranabíls.
ELDUR Í BÍL Eldur kviknaði út
frá rafmagni í bíl á Seyðisfirði í
gærkvöld. Var slökkviliðið kall-
að á staðinn og gekk vel að ráða
niðurlögum eldsins. Bíllinn er
mikið skemmdur.
NEYÐARKALL FRÁ FARÞEGASKIPI
Neyðarkall barst í gærmorgun
frá farþegaskipi sem statt var
norðaustur af Menorca-eyju á
Spáni en um 700 manns voru um
borð í skipinu. Héldu dráttarbát-
ar þegar til aðstoðar en ekki var
talin hætta á að skipið sykki
þrátt fyrir að sjór hefði komist í
vélar þess.
LÖGREGLUMÁL „Ég hef það ágætt
núna, það vill svo til að ég er búin
að vera í fríi og hef getað verið
heima eftir ránið,“ segir Ólöf Garð-
arsdóttir, starfsmaður Leikbæjar í
Mjóddinni, en hún var í vinnu
þegar maður rændi verslunina um
hábjartan dag á fimmtudaginn var.
Fyrr um daginn rændi maðurinn
bókabúð í Grafarvogi og hafði dag-
ana áður rænt þrjá söluturna í við-
bót, vopnaður ýmist loftriffli, öxi
eða hníf. Hann var handtekinn eftir
ránin á fimmtudag.
Ólöf segist ekki hafa veitt
manninum athygli í fyrstu því hann
hafi snúið baki í sig. Þegar
maðurinn sneri sér við sá hún að
hann var með lambhúshettu á höfð-
inu. „Fyrst hélt ég að þetta væri
eitthvert grín, en svo sá ég glitta í
hnífsskaftið og vissi að honum var
alvara. Hann sagði strax að hann
ætlaði ekki að meiða mig, hann
væri bara örvæntingarfullur og
kannski hef ég verið minna hrædd
vegna þess en mér brá auðvitað
nokkuð við þetta,“ segir Ólöf og
bætir við að maðurinn hafi angað
af víni. Ólöf segir að sér hafi geng-
ið vel að vinna úr þessu og ekki
þurft á sérfræðihjálp að halda.
„Hann mundaði aldrei hnífinn, það
hefði ábyggilega verið allt öðruvísi
hefði hann gert það.“
„Þetta er í þriðja skipti sem við
höfum verið rænd og auðvitað
hefur þetta mikil áhrif á starfs-
fólkið,“ segir kona sem á söluturn
sem maðurinn reyndi að ræna.
Hún vill ekki láta nafns síns getið.
Hún segir að atburðurinn hafi lagst
þungt á konuna sem var að vinna
þegar ræninginn lét til skarar
skríða „Hún svaf lítið nóttina eftir
en er sem betur fer öll að koma til.“
Konan segir að við atburði sem
þessa fái hún starfsfólkið til sín í
kaffi og spjalli við það og kanni
hvernig því líði. „Þau eru yfirleitt
reið en bregðast samt misjafnlega
við þessu og við reynum bara að
taka hvert tilfelli fyrir sig.“ Hún
segist heyra almennan vonleysis-
tón í þeim sem hafa komið að máli
við hana eftir ránstilraunina. „Fólk
virðist líta svo á að svona sé þjóð-
félagsástandið orðið og það sé hálf
bjargarlaust. Maður þarf ekki ann-
að en lesa blöðin til að sjá að fólki
er ekki óhætt að fara út fyrir húss-
ins dyr.“
bergsteinn@frettabladid.is
Svaf ekki eftir ránið
Starfsfólk í verslunum þar sem ræningi lét til skarar skríða í fyrri viku segist
vera að jafna sig. Starfsmaður í söluturni átti erfitt með svefn í kjölfar ráns.
Eigandinn segir fólk almennt svartsýnt á þjóðfélagsástandið.
RÁNSSTAÐIRNIR
Slóð ræningjans lá um Grafarholt, Grafarvog, Langholtsveg og Mjóddina. Þrjá staði reyndi hann að ræna um hábjartan dag og bar við
örvæntingu við einn afgreiðslumann.