Fréttablaðið - 15.02.2005, Side 10

Fréttablaðið - 15.02.2005, Side 10
DÚFUR HEFJA SIG TIL FLUGS Þessar mæðgur fyrir framan Hanuman Dhoka musterið í Katmandu í Nepal virt- ust skemmta sér ágætlega þegar dúfurnar hófu sig til flugs. 10 15. febrúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR Kolbrún Halldórsdóttir: Kostun og auglýsingar ALÞINGI Kolbrún Halldórsdóttir alþingiskona hefur lagt fram fyrirspurn til menntamálaráð- herra á Alþingi um kostun dag- skrárliða í útvarpi og sjónvarpi. Kolbrún vill fá að vita hvernig stjórnvöld fylgja því eftir að farið sé að kostunarreglum laga, hve stór hluti auglýsingatekna Ríkis- útvarpsins fáist með kostun og hvernig hlutfallið hafi þróast síð- ustu tíu ár. Hún spyr líka hvort ráðherra telji ástæðu til að endur- skoða reglur um kostun. „Mér hefur fundist vanta greinarmun á því hvað er auglýs- ing og hvað er kostun. Það er ekki farið eftir laganna hljóðan. Nú- orðið er enginn munur gerður á því hvernig kostunaraðili er kynntur og hvernig sama fyrir- tæki auglýsir sig,“ segir Kolbrún. „Mér finnst skipta máli að fólk viti að það er að horfa á auglýs- ingu. Samkvæmt lögum má bara nefna það að viðkomandi hafi ver- ið kostunaraðili í þætti eða dag- skrárþætti. Hann má ekki vera með auglýsingu um leið.“ - ghs Öngþveiti í Madríd Loka þurfti götum kringum háhýsið sem brann til kaldra kola í Madríd um helgina. Samgöngur löm- uðust og fleiri þúsundir komust ekki til vinnu sinnar. SPÁNN Um tíu þúsund manns í Madríd á Spáni komust ekki til vinnu sinnar í fjármálahverfi borgarinnar í gær sökum hætt- unnar af frekara hruni úr háhýs- inu sem brann þar til kaldra kola á laugardagskvöldið. Varð öng- þveiti í borginni vegna þessa þar sem almenningssamgöngur voru takmarkaðar og um 600 þúsund manns komust ekki leiðar sinnar í gærmorgun. Windsor-turninn, sem svo er kallaður, var einn af tiltölulega fáum háhýsum í höfuðborg Spán- ar, alls 32 hæðir, og stóð í því sem af borgarbúum er gjarnan kallað fjármálahverfið þótt ekki sé um eiginlegt slíkt hverfi að ræða eins og þekkist í öðrum stórborgum í Evrópu. Stóð byggingin við eina helstu verslunarmiðstöð El Corte Inglés í Madríd en margir Íslend- ingar þekkja það vörumerki afar vel. Í gær hófst rannsókn á upptök- um eldsins en flestir hallast að því að rafmagnsbilun hafi valdið eldinum. Þó eru aðrir möguleikar ekki útilokaðir og hefur borgar- stjóri Madrídar, Alberto Ruiz Gallerdon, farið fram á ítarlega rannsókn og skal öllu til kostað enda um stóran vinnustað að ræða. Enn verða rannsóknar- menn að fara varlega því talin er hætta á að burðarvirki hússins falli saman og þá er ekki spurt að leikslokum fyrir þá sem inni í húsinu eru. Þeir íbúar Madrídar sem vitni urðu að ósköpunum óttuðust í fyrstu að um skipulagða árás al- Kaída hefði verið að ræða en fáir hafa enn jafnað sig á þeim hörm- ungum sem urðu í mars á síðasta ári þegar rúmlega 200 manns lét- ust í sprengjutilræðum á lestar- stöðvum í borginni. Þess utan hafa aðskilnaðarsamtök Baska verið að færa sig upp á skaftið að nýju eftir hlé en þau samtök hafa reglulega í um 20 ár sprengt sprengjur hér og þar í borginni, oft með alvarlegum afleiðingum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort reyna eigi að endurbyggja turninn aftur eða brjóta það sem eftir stendur niður og reisa nýtt hús frá grunni. - aöe Bankareikningar: 250 þúsund að meðaltali ALÞINGI Heildarfjöldi reikninga ein- staklinga í viðskiptabönkum og sparisjóðum var 1,1 milljón og var meðalinnstæðan tæpar 250 þúsund krónur. Allt að 32 þúsund einstak- lingar áttu 1.740 þúsund krónur eða meira inni á reikningum sínum en tæplega 581 þúsund einstaklingar 1,7 milljónir eða minna. Rétt er að taka fram að sami einstaklingurinn getur verið margtalinn, þ.e. hann getur átt marga reikninga. Þetta kom fram í svari iðnaðar- og viðskiptaráðherra við fyrir- spurn Jóhönnu Sigurðardóttur um tryggingavernd innstæðureikn- inga. - ghs Einkabankaþjónusta | Private Banking 410 4000 | landsbanki.is Landsbankinn heldur kynningarfund um fjárfestingu í fasteignum erlendis á Hótel Sögu, fundarsal A, miðvikudaginn 16. febrúar kl. 16 - 18. Dagskrá: • Ingólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Einkabankaþjónustu, greinir í stuttu máli frá breytingum á Einkabankaþjónustu Landsbankans. • Þorvaldur Þorsteinsson, fjármálaráðgjafi, lýsir þjónustu bankans á sviði fjárfestinga í fasteignum erlendis. • Kristján G. Valdimarsson, forstöðumaður skattaráðgjafar, gerir grein fyrir skattamálum sem tengjast fjárfestingum af þessu tagi. • Tim Watts, yfirmaður fjárfestinga í íbúðarhúsnæði hjá Cordea Savills, fjallar um fasteignamarkaðinn í Englandi. • Brynhildur Sverrisdóttir, sjálfstæður fjármálaráðgjafi, segir frá reynslu sinni af fasteignakaupum í Luxemborg, Frakklandi og Englandi. Fundarstjóri er Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri. Veitingar í boði. Allir velkomnir en vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 410 7140 eða á landsbanki.is Fjármögnun fasteigna erlendis Kynningarfundur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S C A L 26 44 8 0 2/ 20 05 ■ NORÐURLÖND STÓRBRUNI Í WINDSOR-BYGGINGUNNI Margir borgarbúar fengu fyrir hjartað þegar fyrstu myndir birtust af turninum alelda enda minnti sjónin óneitanlega á atburðina í New York í september 2001. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P UNGVERJALAND, AP Írönsk stjórn- völd eru ekki að þróa kjarnorku- vopn, að sögn Kamel Kharrazi, utanríkisráðherra Írans. Banda- rískt stjórnvöld og Evrópusam- bandið hafa haft miklar áhyggjur af kjarnorkuáætlun Írana. „Íran vill stuðla að kjarnorku- vopnalausum heimi,“ sagði Kharrazi þegar hann var í opin- berri heimsókn í Ungverjalandi. „Samkvæmt okkar hugmynda- fræði og trú er bannað að þróa kjarnorkuvopn og önnur gereyð- ingarvopn.“ Kharrazi segir að ef bandaríski herinn ráðist inn í landið sé alveg ljóst að Íranar verði tilbúnir. Þegar hann var spurður nánar út í hvað hann meinti með því vildi hann ekki svara. ■ RAFMAGNSLAUST Bylur hefur gengið hvað eftir annað yfir Skandinavíu upp á síðkastið, síð- ast í gær, og valdið tjóni á hús- um, vegum og skógum í Svíþjóð. Einn maður hefur týnt lífi í árekstri af völdum veðursins, tré hafa fallið og rafmagnslaust orðið hjá yfir 12 þúsund manns. Svo mikið hefur gengið á að við- gerðarmenn hafa varla haft undan að gera við. Lestarsam- göngur hafa raskast verulega. SELDI DÓTTURFÉLAGIÐ Á KRÓNU Sænska tryggingafélagið Folksam International seldi dótturfélag sitt, Folksam Inter, fyrir eina sænska krónu hálfu ári áður en það varð gjaldþrota. Þetta gerði tryggingafélagið til að losna við áfallið af gjaldþrotinu sem hefði haft veruleg áhrif á trúverðug- leika og traust móðurfélagsins. OPINBER HEIMSÓKN Kamal Kharrazi, utanríkisráðherra Írans, ásamt hinum ungverska starfsbróður sínum Ferenc Somogyi. Íranskur ráðherra: Engin kjarnorkuvopn KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR Alþingiskona vill fá að vita hvort farið sé að kostunarreglum laga.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.