Fréttablaðið - 15.02.2005, Síða 12

Fréttablaðið - 15.02.2005, Síða 12
MÓTMÆLI Í ÍSRAEL Ísraleskar lögreglukonur taka á mótmæl- anda í Jerúsalem í gær. Hundruð Ísraels- manna komu saman og hindruðu umferð við stórar götur til að mótmæla áætlunum Ariels Sharon forsætisráðherra um að rýma landnemabyggðirnar á Gaza-strönd og hluta Vesturbakkans í sumar. 12 15. febrúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri í Fjarðabyggð: Tvær lóðir auglýstar á næstunni FJARÐABYGGÐ Gert er ráð fyrir að íbúum fjölgi um 1.200, eða 40 pró- sent, í Fjarðabyggð fram til ársins 2007 eða 2008. Íbúar verði um 4.200 þegar upp er staðið. „Þetta fólk mun vinna bæði í ál- verinu og í afleiddum störfum sem skapast í sveitarfélaginu,“ segir Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri. „Starfsemi opinberra stofnana mun eflast. Heilbrigðisgeirinn mun vaxa, þá sérstaklega Fjórðungs- sjúkrahúsið í Neskaupstað og öll heilsugæslan. Verkmenntaskólinn mun gegna ákveðnu hlutverki varð- andi menntun starfsfólks sem starfar í álverinu.“ Verslunarkjarni er að rísa á Reyðarfirði og verður fyrsta versl- unin opnuð í mars. Reiknað er með að þar vinni um 50 verslunarmenn. Á næstu vikum verða auglýstar tvær lóðir sem liggja að álverinu á Reyðarfirði. „Þær eru sérstaklega ætlaðar fyrir aðila sem vilja þjón- usta álverið í framtíðinni. Ef við fáum stóra aðila inn á svæðið er möguleiki fyrir þá að þjónusta fleiri álver frá þessum stað,“ segir Guð- mundur. - ghs Rauði Ken: Hneykslar gyðinga BRETLAND Ken Livingstone, borgar- stjóri í Lundúnum, hefur enn einu sinni komið sér í vandræði eftir að hann líkti Oliver Finegold, blaða- manni Evening Standard, við fanga- vörð í útrýmingarbúðum. Finegold er gyðingur og því vöktu ummælin mikla reiði. Til að bæta gráu ofan á svart neitaði Livingstone að biðjast afsökunar þar sem hann sagðist ekki iðrast ummælanna. Livingstone er hinn mesti orð- hákur og þannig neitaði hann að bjóða Bush Bandaríkjaforseta vel- kominn til Lundúna þegar sá síðar- nefndi kom í opinbera heimsókn til Bretlands á síðasta ári. ■ BANKI RÆNDUR Í KAUPMANNA- HÖFN Starfsmönnum í Arbejd- ernes Landsbank í Kaupmanna- höfn var haldið sem gíslum í klukkustund í gærmorgun meðan ræningjar athöfnuðu sig. Þeir ógnuðu starfsmönnum með haglabyssum og öðrum skotvopn- um og eru taldir hafa komist á brott með að jafnvirði yfir 10 milljóna króna. LYKKETOFT FÉKK MEIRA PLÁSS Formaður Jafnaðarmanna í Dan- mörku, Mogens Lykketoft, hefur haldið því fram að hann hafi ekki fengið jafn mikið pláss í fjöl- miðlum í kosningabaráttunni sem átti sér stað nýlega í Dan- mörku og aðalkeppinautur hans, Anders Fogh Rasmussen, for- maður Venstre. Þetta er þó ekki rétt. Rannsókn sýnir að Lykke- toft fékk meira pláss í fjölmiðl- um en Rasmussen, sérstaklega síðustu þrjá dagana fyrir kosn- ingar. ■ NORÐURLÖND GUÐMUNDUR BJARNASON Lóðirnar eru sérstaklega ætlaðar fyrirtækj- um sem vilja þjónusta fyrirhugað álver. Heitasta árið fram undan Vísindamenn telja að yfirstandandi ár geti orðið það heitasta nokkru sinni um gervallan heiminn og slái hitamet sem sett voru 1998, sem er heitasta árið á skrá síðan mælingar hófust. VEÐURFAR Vísindamenn hjá banda- rísku geimvísindastofnuninni, NASA, telja líklegt að árið 2005 verði það heitasta á jörðinni hingað til. Segja þeir kjöraðstæður í náttúr- unni til þess arna, annars vegar er veikur El Nino í Kyrrahafinu og í þokkabót síaukin gróðurhúsaáhrif og er það jafnvel ávísun á heitasta árið hingað til. Mengun af mann- anna völdum veldur síauknum áhrifum á náttúru- og veðurfar alls staðar á jarðkringlunni og telja vís- indamennirnir að sú hækkun sem orðið hefur á meðalhitastigi í heim- inum síðustu áratugi megi að stór- um hluta rekja til mengunar á borð við útblástur bifreiða og mengunar frá iðnaði hvers konar. Til sanns vegar má færa að merkileg veðurfræðileg fyrirbæri eiga sér mun oftar stað nú en áður. Svo nokkur dæmi séu tekin furða heimamenn á Kanaríeyjum sig yfir miklum rigningum og kuldaköstum sem gengið hafa þar yfir um hríð. Þurrkar hafa gert lífið erfitt fyrir íbúa Kenía en hin síðari ár hefur orðið vart við tengsl milli El Nino hitastraumsins í Kyrrahafinu og slæmum þurrkum í stórum hluta Afríku. Sjaldan hefur mælst jafn mikil úrkoma í Pakistan og reyndist hún svo mikil að tvær nýjar stíflur í landinu gáfu sig innan við tveimur árum eftir að þær voru byggðar. Mælingar á meðalhitastigi á landi og á sjó á síðasta ári leiddu í ljós að meðalhiti var 0,48 gráðum hærri 2004 en hann var á tímabilinu 1950 til 1980 og þykir slíkt gríðarleg hækkun á ekki lengri tíma. Þeir íslensku veðurfræðingar sem rætt var við vegna málsins vildu lítið segja en bentu á að vís- indamenn NASA og reyndar veður- stofnanir víða notuðu afar háþróuð veðurlíkön í spár sem þessar og því væri ekki hægt að virða slíkt að vettugi. ■ DOJRAN-VATN Í MAKEDÓNÍU Hitastig hefur verið fyrir neðan frost- mark á landamærum Makedóníu og Grikklands viku eftir viku.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.