Fréttablaðið - 15.02.2005, Side 17
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 8
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Góðan dag!
Í dag er þriðjudagurinn 15. febrúar,
46. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 9.22 13.42 18.02
AKUREYRI 9.15 13.27 17.39
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Unnur Alfreðsdóttir, iðjuþjálfi hjá
Janus endurhæfingu, kveðst aldrei
hafa verið í betra formi en þegar hún
gekk daglega til vinnu sinnar, sem tók
hana 50 mínútur hvora leið. Eftir það
„flaug“ hún upp fjöllin.
„Ég bjó í mörg ár í Kópavogi en gekk til
Reykjavíkur í vinnu í Háaleitishverfinu og
verð að segja að það er einhver sú besta
heilsurækt sem ég hef stundað á ævinni,“
segir Unnur. Hún kveðst um svipað leyti
hafa farið að stunda fjallgöngur í fyrsta
skipti og nánast ekkert fundið fyrir þeim.
Þrekið og þolið hafi komið algerlega af sjálfu
sér. Hún hlær þegar hún viðurkennir að hafa
verið orðin hálf manískur gönguþjarkur. „Ég
fann að það pirraði mig ef ég missti úr dag og
hef aldrei orðið svona háð neinni líkams-
rækt. Að þiggja far í vinnuna var ekki inni í
myndinni og ég gekk nánast í hvaða veðri
sem var.“ Hún kveðst hafa dottið inn í þetta
mynstur eiginlega af tilviljun. „Ég átti ekki
bíl og var orðin svo leið að bíða eftir strætó
að ég byrjaði að labba. Fyrst út á næstu
stoppistöð og svo bara alla leið.“
Unnur kveðst hafa flutt til Reykjavíkur
fyrir nokkrum árum og þá styttust göngurn-
ar. „Ég var ekki nema kortér í vinnuna og til
að byrja með reyndi ég að búa mér til lengri
leiðir en sprakk á því. Svoleiðis gerviaðferð-
ir eru ekki nógu góður rammi til að styðja við
mann,“ segir hún og er þessu næst beðin að
lýsa afrekum sínum í fjallgöngum. „Ég hef
farið nokkrum sinnum með hópnum Göngu-
hrólfum um fjöll á Mallorka og einnig í
ítölsku Alpana. Svo var ég í öðrum göngu-
klúbbi til margra ára sem fór yfir skörð og
inn í firði, bæði á Vestfjörðum og Austfjörð-
um. Þetta voru allt yndislegar ferðir.“
Nú á Unnur orðið bíl og þar með er göng-
um í vinnuna lokið en í staðinn skutlast hún á
bílnum í Sundlaug Kópavogs og stundar þar
sína líkamsrækt. „Það hentar mér ágætlega
en ég hef aldrei verið í eins góðu formi og
þegar ég gekk daglega í og úr vinnu,“ segir
hún að lokum.
gun@frettabladid.is
Gangan er besta heilsubótin
Flensan virðist vera á undan-
haldi en 95 tilfelli voru skráð
vikuna 31. janúar til 6. febrúar
hjá læknavaktinni á móti 152
tilfellum vik-
una á und-
an. Á
Læknavakt-
ina Smára-
torgi komu
alls 1.294
sjúklingar á
móttöku og
farið var í
um 196 vitj-
anir í heimahús fyrstu vikuna í
febrúar. Þetta kemur fram á
vefnum doktor.is.
Farsóttafréttir er nýtt frétta-
bréf á vegum sóttvarnalæknis
sem hefur göngu sína hjá
Landlæknisembættinu. Ætlunin
er að það komi út einu sinni í
mánuði, á íslensku og ensku.
Fjallað verður um það sem efst
er á baugi hverju sinni og varð-
ar sóttvarnir. Ástæða þykir til að
gefa fréttabréfið einnig út á
ensku vegna tíðni fyrirspurna á
erlendum vettvangi varðandi
farsóttir og smitsjúkdóma á Ís-
landi. Engu að síður munu
áfram birtast á fréttavef Land-
læknisembættisins tilkynningar,
tilmæli og fyrirmæli eftir því
sem tilefni gefst til.
Námstefna um skimun og
snemmgreiningu einhverfu
verður haldin á Grand hóteli 4.
mars 2005. Aðalfyrirlesari verð-
ur Tony Charman, sér-
fræðingur í þroska
barna og einhverfu á
Institute of Cognitive
Neuroscience í London.
Námstefnan er sam-
starfsverkefni Greining-
ar- og ráðgjafarstöðvar
og Miðstöðvar heilsu-
verndar barna.
Auglýst hefur verið eftir um-
sóknum um styrki úr For-
varnasjóði en veittir verða
styrkir til almennra verkefna og
rannsókna auk þess sem hluta
Forvarnasjóðs verður varið til
styrktar áfangaheimilum. Við
úthlutun styrkja verða hafðar í
huga niðurstöður nýjustu rann-
sókna, fyrirliggjandi upplýsingar
um vímuefnaneyslu og forvarn-
ir í samfélaginu og að jafnvægi
sé á milli landshluta. Litið verð-
ur á samvinnu um verkefni og
mótframlög annarra sem kost.
Ekki verða veittir styrkir til al-
menns reksturs hópa eða fé-
lagasamtaka. Umsóknarfrestur
er til 28. febrúar 2005 og skal
sótt um á eyðublöðum sem
eru á heimasíðu Lýðheilsu-
stöðvar www.manneldi.is.
Unnur kveðst lítið hafa gengið að undanförnu en stefnir á að fara í stafgöngur með systur sinni.
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
LIGGUR Í LOFTINU
í heilsu
FASTEIGNIR HEILSA HEILSA NÁM MATUR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl.
Þú getur pantað
smáauglýsingar á
www.visir.is
KRÍLIN
Hagl er
svona
harðsoðin
rigning!
Cranio virkar við ýmsum kvillum
BLS. 4
][
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
Lyklabönd geta valdið slysum
LYKLABÖND SEM NOTUÐ ERU
YFIR HÁLSINN ÞURFA AÐ GETA
LOSNAÐ AUÐVELDLEGA Í
SUNDUR.
Á vef Lýðheilsustofnunar er
varað við notkun barna á svo-
kölluðum lyklaböndum, þar sem
þau geta valdið alvarlegum slys-
um. Böndin eru mjög vinsæl um
þessar mundir og nota bæði
börn og fullorðnir slík bönd um
hálsinn til að geyma síma og
lykla. Á vefsíðu Lýðheilsustofn-
unar er sagt frá 9 ára stúlku sem
hékk föst á lyklabandinu eftir að
hún stökk úr leiktæki. Lykillinn
sem hékk í bandinu festist í leik-
tækinu þegar hún stökk og hékk
stúlkan í bandinu og barðist um,
sem varð til þess að krókur
losnaði og hún féll á jörðina.
Stúlkan hlaut minniháttar áverka
en var að vonum mjög skelkuð.
Brýnt er fyrir foreldrum að ganga
úr skugga um að böndin séu
þess eðlis að þau losni í sundur
við átak. Lyklabönd eru ýmiss
konar og eru sum þeirra heil en
hægt er að gera þau öruggari
með því að klippa þau í sundur
og festa þau saman með frönsk-
um rennilási sem losnar auð-
veldlega sé kippt í bandið.
Lyklabönd eru mjög vinsæl um
þessar mundir hjá börnum og
fullorðnum.
heilsa@frettabladid.is