Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2005, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 15.02.2005, Qupperneq 20
15. febrúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR Er maginn vandamál? Stress, þreyta og sérstakur matur getur sett magann úr jafnvaægi. Óþægindi lýsa sér oft sem nábítur, brjóstsviði, vindgangur, harðlífi og niðurgangur. Þetta þykir öllum afar óþægilegt og líður þá illa í öllum líkamanum. Silicol fæst í apótekum Lífrænt heilsukex Speltkex með fyllingu 2 bragðtegundir: • með eplum og kanel • með rauðum berjum Sérpakkað: 6 stangir í pakka Ekkert hveiti Einungis sæta úr ávöxtum og spelti. Fæst í heilsubúðum og heilsuhillum matvörumarkaða. Dreifing: Yggdrasill ehf. Borgartúni 24 Opið virka daga kl. 10–20 laugardaga kl. 11–17 Heilsuvörur og matstofa Allar heilsuvörur á einum stað Cranio, höfuðbeina- og spjald- hryggsjöfnun, nýtur vaxandi vinsælda hér á landi, en með- ferðinni er beint gegn öllum kvillum, hvort sem er líkam- legum eða andlegum. Nýlega var staddur hér á landi Thomas Atlee, sérfræðingur í höfuðbeina- og spjaldhryggs- jöfnun, en hann hefur rekið og veitt forstöðu skóla í London í 20 ár þar sem meðferðin er kennd. Thomas hefur komið hingað reglulega frá árinu 1991 og hald- ið námskeið og útskrifað fjölda íslenskra nemenda í þessum fræðum. Höfuðbeina- og spjald- hryggsjöfnun, öðru nafni cranio, nýtur vaxandi vinsælda, en í hverju felst þessi meðferð? „Markmiðið er að koma á heil- brigði og jafnvægi á öllum svið- um,“ segir Thomas. „Meðferðin felst í mildri snertingu en áhrif- in eru mjög kröftug og hafa djúpstæð áhrif. Með snerting- unni getum við fundið hvar spennan er í líkamanum og virkj- að hann sjálfan til að losa um stíflur. Líkaminn hefur einmitt hæfileika til að lækna sig sjálfur, en uppsöfnuð spenna og streita getur hins vegar komið í veg fyrir að honum takist það. Cranio virkjar þennan innbyggða hæfi- leika þannig að orkan streymir óhindruð um líkamann.“ Thomas segir að með cranio sé hægt að takast á við hvers konar kvilla, hvort sem er líkamlega eða andlega. „Við getum læknað streitu, háls-, höfuð- og bakverki, meltingarsjúkdóma og þunglyndi svo fátt eitt sé nefnt. Við með- höndlum líka ungbörn með góðum árangri, en fæðingin sjálf er einmitt algeng ástæða fyrir vandamálum fólks síðar á lífsleið- inni. Fæðingin getur verið erfið og átakamikil og oft fáum við börn til meðferðar sem gráta mikið án sjá- anlegrar ástæðu. Læknar segja eðlilegt að ungbörn gráti, en barn grætur ekki nema einhver ástæða sé fyrir því. Með cranio finnum við hvort barn á erfitt eftir fæð- inguna og getum komið á jafn- vægi. Það er stanslaus straumur til okkar af mæðrum sem koma ör- magna með börnin sín sem gráta látlaust og yndislegt að horfa á þau fara brosandi og hamingju- söm út aftur.“ Thomas segir að ofvirkni og hegðunarvandmál barna og ung- linga megi oft rekja til áfalls í fæðingu og cranio geti læknað þessi börn. „Það verður auðvitað að skoða hvert tilfelli fyrir sig og stundum þarf að koma til frekari meðferð samhliða, en þarna, eins og á öðrum sviðum, höfum við náð undraverðum árangri.“ Heimasíða Félags höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara á Íslandi er www.cranio.cc. edda@frettabladid.is Ungbörn hætta að gráta og fara hjalandi heim úr meðferð Thomas meðhöndlar fimm daga gamalt barn, en óróleika barna má oft rekja til erfiðrar fæðingar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Á FÖSTUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins -

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.