Fréttablaðið - 15.02.2005, Síða 25

Fréttablaðið - 15.02.2005, Síða 25
Hvað er leiðsögumaður ferða- fólks? Í Fréttablaðinu 9. febrúar sl. báru þau Sólrún Jónsdóttir og Pétur Sigurðsson upp svofellda spurningu: „Hvað er Félag leið- sögumanna?“ Þetta er mjög þörf spurning og full ástæða til að þakka þeim fyrir. Hún hefði helst þurft að birtast á forsíðu blaðs- ins, með stóru svörtu letri. Þessa stundina er svarið þó óljóst. Á aðalfundi félagsins á síðasta ári var samþykkt að skipta félaginu í tvær deildir, fagdeild og stéttar- félagsdeild. Kosnar voru nefndir til að undirbúa ný félagslög og nú bíða félagsmenn með óþreyju eftir að heyra endanlegar tillögur og taka afstöðu á næsta aðal- fundi. Kannske geta þau Sólrún og Pétur fengið inngöngu eftir þann fund. Ég get upplýst, sem ein úr hópi stofnenda FL, hvert var meginmarkmið þeirra með stofnun FL í júní 1972 – að stuðla að gæðaleiðsögu. Fram að þeim tíma hafði hópur vel menntaðra einstaklinga verið ráðinn til að leiðsegja erlendum ferðamönn- um sem heimsóttu Ísland. Sumir þessara einstaklinga voru tungu- málakennarar, aðrir jarðfræðing- ar, náttúrufræðingar eða sagn- fræðingar o.s.frv. Með ört vax- andi fjölda ferðamanna var oft erfitt fyrir starfsfólk ferðaskrif- stofa að finna nýja hæfa einstak- linga til leiðsögustarfa þó að margir hefðu þá lokið prófi frá leiðsögunámskeiðum, sem Vigdís Finnbogadóttir, ásamt öðrum reyndum og hæfum leiðsögu- mönnum, stjórnaði fyrir Ferða- skrifstofu ríkisins. Þeir sem á þessum tíma unnu við leiðsögu ferðamanna, með langa reynslu að baki eða með nýlegt leiðsögu- próf, ákváðu að stofna samtök í þeim tilgangi að... 1) Safna saman undir einu þaki starfandi leið- sögumönnum m.a. til að auðvelda vinnuráðningar bæði til hagsbóta fyrir ferðaskrifstofur og leið- sögumenn. 2) Bjóða félagsmönn- um upp á fræðandi fyrirlestra um hin margvíslegustu málefni lands og þjóðar, til að auka færni þeirra í leiðsögustarfinu. Í ljós kom skömmu síðar að viðbrögð ferðaskrifstofueigenda við þess- um hugmyndum voru þau að lækka einhliða laun leiðsögu- manna. Þá var bætt við... 3) Að samræma laun leiðsögumanna. Launagreiðendur töldu sig enga skyldu hafa við þetta félag ..það væri ekki alvöru stéttarfélag... það ætti ekki aðild að ASÍ. Þá bættist við... 4) Að fá inngöngu í ASÍ. Á þeim bæ var leiðsögustarf ekki talið alvöru starf ... það væri ekki stundað frá kl. 9-5 alla virka daga. Sú afstaða breyttist síðar og félagið fékk inngöngu í ASÍ – Hugsjón stofnenda í verki . Þegar reglugerð var sett um leiðsögu- nám árið 1981 sýndu félagsmenn metnað sinn í verki með því óum- beðnir að láta meta hæfni sína miðað við nýjar kröfur. Núna er vitað að margir einstaklingar kalla sig leiðsögumenn og selja leiðsöguþjónustu án þess að hafa leiðsögupróf. Vonandi smitast þeir af hugsjón stofnenda FL og fara í gæðapróf áður en verksala fer fram. Ef SAF skyldi óvænt telja þess þörf. Hvað varðar Birnu-braut vona ég að þeir sem þá braut hafa gengið hafi gæða- leiðsögu í fyrirrúmi. Og að eng- um takist að færa þá braut niður á menntaskólastig. Og nú spyr ég: „Hvað er leiðsögumaður“? Svar óskast. Höfundur er leiðsögumaður. Hvað er leiðsögumaður ferðafólks? 17ÞRIÐJUDAGUR 15. febrúar 2005 Kæra þriðja aðila Verðbólga undanfarinna 12 mánuði er fyrir ofan þau viðmiðunarmörk sem Seðlabankinn hefur sett sér. Helmingur þessarar verðbólgu er tilkominn vegna mikillar hækkunar á verði íbúðarhús- næðis. Í fréttum kom fram að bankarnir hafa markvisst unnið að því að hækka verð á íbúðarhúsnæði og að lögmál markaðarins um framboð og eftirspurn hafa ekki gilt á þessum markaði unan- farnar vikur og mánuði. Fréttamennirnir fundu rót vandans og gátu nefnt dæmi máli sínu til stuðnings og þá er svar bankanna ekki að ræða fréttina heldur að kæra þriðja aðila til þess að draga athyglina frá því sem þeir eru að gera. G. Valdimar Valdemarsson á timinn.is Jakkaföt á Alþingi Þingmenn Frjálslynda flokksins lögðu á dögunum fram þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að hætt verði að skylda karla til að klæðast ávallt jakka- fötum og bindi í þingsal í því skyni að færa klæðnað þingmanna til nútímalegs horfs. Fyrir það fyrsta vissi ég ekki að það væri gamaldags að klæðast jakka- fötum og bindi við ýmis tækifæri, en vart er hægt að túlka tillögu þingmann- anna öðruvísi. Það þykir eðlilegt við ófá tækifæri að karlar klæðist með þessum hætti og þá ekki sízt þar sem hugmyndin er að halda uppi ákveðinni háttvísi og virð- ingu. Og ef einhvers staðar er ástæða til að huga að slíku í þjóðfélaginu þá er það væntanlega á Alþingi sem gjarnan er nefnd virtasta stofnun landsins. Hjörtur J. Guðmundsson á ihald.is Stalín er hér Fyrir skömmu varð uppi fótur og fit meðal úkraínskættaðra Kanadamanna vegna tveggja víntegunda sem teknar voru í sölu í áfengisverslunum í Mani- toba-fylki. Reyndar voru ekki gerðar athugasemdir við innihaldið í flöskun- um heldur miðana sem skreyttir voru frægri mynd frá Jalta-ráðstefnunni þar sem Jósef Stalín og Winston Churchill skiptu Evrópu á milli sín. Þetta þótti fyrr- nefndum hópi í hæsta máta ósmekk- legt, þar sem Stalín væri tákngervingur svo margs ills sem yfir ættjörðina hefði dunið og Jalta-samkomulagið hefði ekki bætt úr skák. Yfirvöld vestra féllust á þessi rök og umræddar víntegundir voru teknar úr sölu. Þær voru reyndar fluttar inn frá Úkraínu. SH á murinn.is Hvað verður næst? Ég rakst á frétt á mbl.is þar sem greint er frá því að neðrideildar þingmenn Virginíu-fylkis hafa samþykkt að banna fólki að ganga um götur fylkisins með „buxurnar á hælunum“ þ.e. vera girtur ögn neðar en mjaðmir. Telur Algie T. Howell, flutningsmaður tillögunnar, að það særi blygðunarkennd fólks að sjá í nærföt þeirra sem eru illa girtir. Það geti haft varanleg áhrif á andlegt ástand þeirra. Þó er vert að minnast þess að neðst í þessari bókun þá stendur að konur megi þó gefa börnum brjóst hvar sem er, hvenær sem er. Ef þetta frumvarp verður síðan sam- þykkt af öldungardeild Virginíu-fylkis er það ljóst að réttur einstaklingsins er stórlega brotinn. Hvað verður þá næst? Kvenfólk má ekki vera í minipilsum eða magabolum? Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson á frelsi.is BIRNA G. BJARNLEIFSDÓTTIR SKRIFAR UM STARF LEIÐSÖGUMANNA AF NETINU Chelsea•Barcelona 8. mars í LONDON! Þú gætir unnið: • Ferð fyrir 2 á Chelsea-Barcelona* • PlayStation2 tölvur • CHAMPIONS LEAGUE 2004-2005 (Farðu á leikinn eða spilaðu hann heima í stofu) • Fullt af DVD myndum o.m.fl. *Ferðin á leikinn er dreginn úr öllum innsendum SMS skeytum og nafn vinningshafa verður birt á www.snilld.is 2. mars 2005. Svo vertu búinn að pakka! Vinningar verða afhendir í BT Smáralind. Kópavogi, Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr./skeytið. Eiður • Ronald inho Sjáðu þessa s nillinga í 100% beinni! Snilldarkort S PRON býður vi nningshafa á völlinn til að s já Chelsea-Barce lona 8. mars á Stamford Brid ge! Sendu SMS sk eytið JA VAS á númerið 1900 og þú gætir u nnið. Við sendum þé r spurningu. Þ ú svarar með því að senda SMS skeytið J A A, B eða C á númerið 1900 . Þessi leikur er á vegum VAS. Snilldarkort SPR ON býður vinningsha fa á völlinn! Þú getur fengið þér snilldarkor t SPRON á www. snilld.is ALLIR GETA TEKIÐ ÞÁTT !

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.