Fréttablaðið - 15.02.2005, Page 28
1564 Galíleó Galílei, stjarn-
fræðingur.
1483 Babur, stofnandi Mughal-veldisins
á Indlandi.
1922 Herman Kahn, rithöfundur.
1951 Jane Seymour, leikkona.
1918 Hank Locklin, sveitasöngvari.
1944 Mick Avory, trommuleikari Kinks.
1951 Melissa Manchester, söngkona.
1954 Matt Groening, höfundur Simp-
sons-teiknimyndanna.
1959 Ali Campbell, söngvari UB40.
1960 Mikey Craig, bassaleikari Culture
Club.
1964 Chris Farley, leikari.
1968 Michael Easton,
leikari.
1971 Renee O’Connor, leik-
kona.
JARÐARFARIR
13.00 Grímólfur Andrésson, skipstjóri,
frá Stykkishólmi, Laugarnesvegi
112, verður jarðsunginn frá Lang-
holtskirkju.
13.00 Guðrún Sigríður Jónsdóttir,
hjúkrunarheimilinu Eir, áður Hlað-
hömrum, Mosfellsbæ, verður jarð-
sungin frá Lágafellskirkju.
13.00 Gunnar Tryggvi Sigtryggsson, frá
Bolungarvík, verður jarðsunginn
frá Áskirkju.
13.00 Jóhannes Kr. Guðmundsson,
verslunarmaður, Reyrengi 4,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju.
13.00 Jóna J. Guðjónsdóttir, Sólvangi,
áður Miðvangi 41, Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Þjóðkirkj-
unni í Hafnarfirði.
13.00 Magnea Dagmar Tómasdóttir,
Engihjalla 19, Kópavogi, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju.
13.00 Ólafur E. Stefánsson verður jarð-
sunginn frá Bessastaðakirkju.
13.30 Bryndís Bolladóttir, Stóra-Hamri,
Eyjafjarðarsveit, verður jarðsungin
frá Munkaþverárkirkju.
13.30 Helga Halldórsdóttir, Norðurgötu
52, Akureyri, verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju.
14.00 Þóra Kristjánsdóttir, ráðskona,
Akureyri, verður jarðsungin frá
Glerárkirkju á Akureyri.
15.00 Rósey S. Helgadóttir, Dalbraut
14, Reykjavík, verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju.
15.00 Sigrún Kristinsdóttir, Þangbakka
8, Reykjavík, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni.
Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í
Reykjavík, var stofnað þennan
dag árið 1937 og er því 68 ára í
dag. Hvöt er fyrsta kvenfélag
stjórnmálaflokks hér á landi og
hefur starfað óslitið frá stofnun.
Í lok október síðastliðins urðu
stjórnarskipti í félaginu. Erla
Tryggvadóttir, varaformaður
Hvatar, segir að stjórnarmönn-
um hafi verið fækkað úr níu í
fimm með það fyrir augum að
auka sveigjanleika og gera
stjórnina skilvirkari. „Þá bindum
við okkur ekki lengur við fasta
mánaðarlega fundi eins og lög fé-
lagsins kváðu áður á um, heldur
höfum við fundað þegar þurfa
þykir og í samvinnu við önnur fé-
lög, svo sem Landssamband
sjálfstæðiskvenna, hverfafélög,
ungliða og fleiri,“ segir hún og
bætir við að félagið hafi einnig
tekið þann pól í hæðina að láta
meira til sín taka í pólitískri um-
ræðu og senda frá sér ályktanir
um mál sem hæst beri hverju
sinni. „Til dæmis ályktaði Hvöt
um fasteignagjaldahækkanir í
borginni og við fögnuðum líka
hugmyndum Davíðs Oddssonar
um að andvirðið af sölu Símans
mætti nota til uppbyggingar á
nýju sjúkrahúsi.“
Erla segir ekki vanþörf á að
vera með sérstök kvenfélög inn-
an stjórnmálaflokka. „Hvöt er
elsta kvenfélag Sjálfstæðis-
flokksins og við undirbúning að
stofnun þess voru deilur um
hvort konur ættu yfir höfuð að
starfa í sérfélögum. Segja má að
sú umræða sé enn í gangi í dag.
Raunin er hins vegar sú að hlut-
fall kvenna er ekki nógu hátt í
stjórnmálum og þar til hlutfallið
verður ásættanlegra réttlætir
það tilvist sérstakra kvenfélaga,“
segir hún og áréttar að félagið
starfi líka í anda hugmyndafræði
Sjálfstæðisflokksins um að hæfn-
in skipti máli en ekki kynið. „Mín
skoðun er sú að konur þurfi að að
standa saman og láta til sín taka á
vettvangi stjórnmálanna.“ Erla
telur ákveðinna viðhorfsbreyt-
inga þörf þó hún hafi ekki trú á
kynjakvótum eða inngripi ríkis-
valdsins til að rétta hlut kvenna.
„Konur eru í meirihluta í Háskóla
Íslands og ég trúi ekki öðru en að
þær láti til sín taka á öllum víg-
stöðvum þjóðlífsins þegar fram í
sækir.“
Sjálfstæðiskonum á Alþingi
fækkaði um síðustu kosningar og
telur Erla það ákveðna áminn-
ingu um að konur megi ekki sofna
á verðinum.
„Við megum vera duglegri og
virkari þátttakendur. Það datt
fullt af fínum konum út af þingi
sem mér finnst að mættu vera
þar ennþá. Við þurfum bara að
sýna meiri hörku,“ segir hún og
telur að innan flokksins sé mikið
til af hæfileikaríkum ungum kon-
um sem eigi framtíðina fyrir sér í
stjórnmálum. ■
20 15. febrúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR
ALFRED NORTH WHITEHEAD (1861-1947)
fæddist þennan dag.
Elsta kvenfélagið
lætur til sín taka
TÍMAMÓT: SEXTÍU OG ÁTTA ÁRA AFMÆLI HVATAR, FÉLAGS
SJÁLFSTÆÐISKVENNA Í REYKJAVÍK
„Það er ekki fáviskan, heldur fáviskan um
fáviskuna, sem boðar dauða þekkingarinnar.“
A. N. Whitehead var breskur stærðfræðingur, rökfræðingur og heimspek-
ingur, best þekktur fyrir verk sín um rökfræði stærðfræðinnar og vísinda-
heimspeki. Með Bertrand Russell skrifaði hann tímamótaverkið Principia
Mathematica.
timamot@frettabladid.is
ERLA TRYGGVADÓTTIR
Þennan dag árið 1961 fórust 73 þegar Boeing 707-
þota belgíska flugfélagsins Sabena brotlenti í Berg,
nærri flugvellinum í Brussel, rétt fyrir áætlaða lend-
ingu.
Sprenging varð í vélinni þegar hún skall á jörðina á
engi nærri bóndabæjum eftir að hafa slitið í sund-
ur raflínur á leiðinni niður. Vélin brotlenti í annarri
tilraun sinni að aðflugi að flugvellinum, en í þeirri
fyrri flaug hún yfir völlinn. Talsamband við vélina
hafði rofnað nokkru fyrr þegar flytja átti sambandið
yfir í flugvöllinn í Brussel.
Meðal látinna var 11 manna áhöfn vélarinnar og
maður sem var við störf á enginu þar sem hún
kom niður. Flestir farþegarnir voru frá Bandaríkjun-
um, en í hópnum voru 17 úr landsliði Bandaríkj-
anna í listhlaupi á skautum. Hópurinn var á leið á
heimsmeistaramót í Prag, en því var frestað vegna
slyssins.
Rannsókn á orsökum
slyssins hófst strax dag-
inn eftir brotlendinguna,
en rannsóknarmenn
bandarísku alríkislög-
reglunnar komu til að
starfa með belgísku lög-
reglunni og sérfræðing-
um á sviði flugvélasmíð-
ar. Ekki fékkst þó endan-
leg niðurstaða um or-
sakir slyssins, en líklegast var talið að bilun hefði
orðið í stjórnbúnaði flugvélarinnar.
Í kjölfar slyssins var settur á stofn minningarsjóður
til að minnast listhlaupsskautaliðs Bandaríkjanna.
Árið 2001 var svo haldin skautahátíð í Madison
Square Garden í New York í Bandaríkjunum í
minningu þeirra sem létust í slysinu. ■
15. FEBRÚAR 1961
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1879 Rutherford Hayes Banda-
ríkjaforseti skrifar undir lög
sem heimila konum í stétt
lögfræðinga að flytja mál
fyrir Hæstarétti.
1917 Kristín Ólafsdóttir lýkur
læknaprófi og er fyrsta
konan sem lýkur embætt-
isprófi frá Háskóla Íslands.
1923 Fyrsta konan sem kosin er
á löggjafarþing Íslendinga,
Ingibjörg H. Bjarnason, tek-
ur sæti á Alþingi.
1964 Cassius Clay (Múhammeð
Ali) verður heimsmeistari í
þungavigtarflokki í hnefa-
leikum.
1971 Stóra-Bretland og Írland
skipta yfir í myntkerfi sem
byggir á tugakerfinu.
Boeing-þota fórst í lendingu
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Elskulegur eiginmaður minn,
Jón Valdimar Kristjánsson
frá Stöðvarfirði, til heimilis að Hraunbæ 103,
Reykjavík,
andaðist föstudaginn 11. febrúar síðastliðinn. Útförin fer fram frá
Árbæjarkirkju föstudaginn 18. febrúar kl. 13.00.
F.h. fjölskyldunnar,
Borghildur Gísladóttir.
Elskuleg eiginkona, móðir og amma,
Helga Jónína Dagbjartsdóttir
áður til heimilis að Bergstaðastræti 48a,
lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 11. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. febrúar
klukkan 15.00.
Bjarni Magnússon, Guðbjörg Bjarnadóttir og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn
Magnús Einar Finnsson
lést sunnudaginn 13. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jóhanna Erla Birgisdóttir.
ANDLÁT
Ásdís A. Helgadóttir, Árskógum 6,
Reykjavík, lést laugardaginn 5. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Ingibjörg Ragnheiður Jóhannsdóttir
lést á Hrafnistu í Reykjavík, föstudaginn
11. febrúar.
Jón Valdimar Kristjánsson, frá Stöðvar-
firði, Hraunbæ 103, Reykjavík, lést föstu-
daginn 11. febrúar.
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
AFMÆLI
Örnólfur Árnason, rithöfund-
ur og þýðandi, er 64 ára í dag.
Alfreð Þorsteins-
son, borgarfulltrúi og stjórnar-
formaður Orkuveitu Reykjavík-
ur, er 61 árs í dag.
Bergþóra Árnadóttir vísna-
söngkona er 57 ára í dag.
Margeir Pétursson, skák-
meistari, stofnandi og stjórnar-
formaður MP banka, er 45 ára
í dag.
Steinn Kári Ragnarsson, dag-
skrárstjóri á Popp Tíví, er 32
ára í dag.