Fréttablaðið - 15.02.2005, Page 30
HANDBOLTI Segja má að íslenskir
handboltadómarar séu tegund í
útrýmingarhættu. Lítil sem engin
endurnýjun hefur átt sér stað
undanfarið og er víða pottur brot-
inn hjá félögunum þegar kemur
að því að huga að dómaramálum.
„Handknattleiksforystan fram-
leiðir ekki dómara, við skulum
hafa það á hreinu. Það eru félögin
sem eiga að standa sig í stykkinu
þegar kemur að því að búa til
dómara,“ sagði Einar Þorvarðar-
son, framkvæmdastjóri HSÍ, í
samtali við Fréttablaðið um
helgina og hvítþvoði sjálfan sig og
aðra forystumenn sambandsins
algjörlega af dómaramálum.
Hákon Sigurjónsson, formaður
dómaranefndar HSÍ, sagði í sam-
tali við Fréttablaðið að félögin
virtust ekki gera sér grein fyrir
mikilvægi dómara í íþróttinni.
„Sinnuleysi félaganna er algjört
og ég skil eiginlega ekki hvaða
forgangsröðun er í gangi hjá
þeim,“ sagði Hákon og bætti við
að það væru í raun aðeins fjögur
félög, HK, Grótta/KR, Stjarnan og
Selfoss, sem stæðu sig í stykkinu.
„Önnur félög láta sig þetta litlu
varða.“
Hákon sagði að dómaranefndin
stæði fyrir reglulegum dómara-
námskeiðum en það væru litlar
heimtur af þeim. „Ég hugsa að ef
um hundrað manns mæta á
námskeið þá megum við teljast
heppnir ef við fáum einn mann til
starfa í þeim hópi. Virðingarleys-
ið gagnvart þessari stétt er
algjört frá hendi félaganna og það
gerir það að verkum að fólk hefur
síður áhuga á því að skella sér út í
dómgæslu. Nú horfum við fram á
að nokkur af okkar bestu dómara-
pörum eru að komast á aldur og
við munum, ef fram heldur sem
horfir, lenda í vandræðum með að
fylla þeirra skörð. Ég vona að
menn geri sér grein fyrir því að
án dómaranna verður enginn
handbolti spilaður hér á Íslandi.
Ef ekkert verður að gert þá mun
skapast neyðarástand í dómgæsl-
unni innan fárra ára,“ sagði
Hákon. oskar@frettabladid.is
15. febrúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR
■ ■ LEIKIR
18.00 Fram og FH mætast í
Framhúsinu í DHL-deild kvenna í
handbolta.
18.00 Grótta/KR og Valur mætast
á Seltjarnarnesi í DHL-deild kvenna í
handbolta.
19.15 ÍBV og Víkingur mætast í
Vestmannaeyjum í DHL-deild kvenna
í handbolta.
19.30 ÍS og Valur mætast í
Kennaraháskólanum í 1. deild karla í
körfubolta.
20.00 Fram og Selfoss mætast í
Framhúsinu í 1. deild karla í
handbolta.
20.00 Stjarnan og Grótta/KR
mætast í Ásgarði í 1. deild karla í
handbolta.
■ ■ SJÓNVARP
17.35 Olíssport á Sýn.
18.50 World Supercross á Sýn.
19.45 Knattspyrna til hjálpar á
Sýn.
22.00 Olíssport á Sýn.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
12 13 14 15 16 17 18
Þriðjudagur
FEBRÚAR
Sinnuleysi félaganna í
dómaramálum er algjört
Hákon Sigurjónsson, formaður dómaranefndar HSÍ, segir allt stefna í
neyðarástand innan fárra ára vegna lítillar endurnýjunar í dómarastéttinni.
sport@frettabladid.is
Við minnum…
…Eið Smára Guðjohnsen, framherja Chelsea og fyrirliða íslenska landsliðsins,
á að hann er fyrirmynd ungra krakka hér á Íslandi. Þetta síðasta atvik, þar
sem hann var tekinn drukkinn undir stýri, er ekki til þess fallið að skapa
honum virðingu og er svartur blettur á orðstír þessa annars frábæra
knattspyrnumanns.
Í ÚTRÝMINGARHÆTTU Hlynur Leifsson
myndar eitt besta dómarapar landsins
ásamt Antoni Gylfa Pálssyni en þeir félagar
gætu innan fárra ára orðið eitt af örfáum
dómarapörum landsins. Fréttablaðið/E. Ól