Fréttablaðið - 15.02.2005, Síða 32
15. febrúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Það er einn staður hér á
landi sem er fallegri og
betri en allir aðrir blettir
á jarðkringlunni. Þetta er
Vesturbærinn í Reykja-
vík. Landfræðileg lega
þessa rokrassgats við sjáv-
arsíðuna gerir það að verkum að
loftið þar er hreinna en annars stað-
ar og glæpir eru svo fátíðir að það
er hending að þar sjáist lögreglubíll
á ferli og þá sjaldan að afbrot eru
framin í þessum bæjarhluta eru
iðulega aðkomumenn að verki.
Þegar Vesturbæingar taka sig til
sýna þeir jafnan yfirburði, hvort
sem það er á andlegu eða líkamlegu
sviði. Fótboltafélagið KR er gott
dæmi um þetta en saga liðsins er
svo glæsileg og umfang þess svo
mikið að það er lífsstíll hjá þeim
sem búa ekki í Vesturbænum að
hatast við liðið.
Hin og þessi úthverfi eru dugleg
við að hampa einhverjum skáldum
og rithöfundum sem hafa sest þar
að. Vesturbærinn á nóg af slíkum en
þar nægir að nefna Þórberg Þórðar-
son, sem taldi skrefin í göngutúrum
sínum um Vesturbæinn. Annan eins
stílista hefur landið enn ekki alið og
hann gæti skrifað hvaða úthverfa-
höfund sem er sundur og saman.
Melabúðin er ein skrautfjöður
bæjarhlutans en hún er fyrir löngu
orðin hin mesta sælkerabúð og er
gott dæmi um hvernig kaupmaður-
inn á horninu á að hegða sér til að
lifa af í breyttu samkeppnisum-
hverfi. Í Vesturbænum eru líka
besta sundlaug landsins, bókabúð,
apótek (í það minnsta þrjú) og skot-
helt innra menntakerfi (Melaskóli,
Hagaskóli, MR, Háskólinn).
Það mætti því hæglega reisa
borgarmúra umhverfis Vestur-
bæinn og innan þeirra gætu Vestur-
bæingar unað glaðir við sitt óáreitt-
ir af hræringunum fyrir utan. Innan
borgarmúranna væri allt til alls og
ekkert því til fyrirstöðu að þarna
risi Aþena norðursins. Brottfluttir
Vesturbæingar, eins og ég sjálfur,
þyrftu svo ekki að hafa neinar
áhyggjur þó við stæðum utan múr-
anna. Það gildir nefnilega hið forn-
kveðna; einu sinni Vesturbæingur,
ávallt Vesturbæingur og dætur og
synir bæjarins eiga alltaf aftur-
kvæmt. ■
STUÐ MILLI STRÍÐA
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON HEFUR YFIRGEFIÐ ÖRYGGIÐ Í VESTURBÆNUM EN ER ÓSMEYKUR.
Borgvirkið
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
www.jumbo.is
Frábær viðbót við veisluþjónustu Júmbó
Pöntunarsími: 554-6999
Ótrúlegar 20 manna brauðtertur.
Við bjóðum upp á þrjár ljúffengar tegundir,
roastbeef, rækjur og skinku.
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ GELGJAN
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
Eftir Frode Överli
Miðasala í síma 568 8000
www.HOUDINI.is
mögnuð fjölskyldusýning!
Nýr
gemsi?
Jæja, ég frétti að það
ætti að vera veisla hjá
Lilju um næstu helgi.
Hvert ertu að fara?
Ég ætla til
tígrisdýranna.
Ertu búinn að átta þig á því
að eftir fimmtán ár verða
bæði Solla og Hannes
kominn í framhaldsskóla?
Já, það verður
skrýtið.
Ég vil
meira
hakk og
spaghettí!
Ég hef komist að því að ef við
herðum sultarólina, spörum og
treystum á lukkuna ættum við að
geta lifað sæmilegu lífi þar til þau
útskrifast.
Þú verður að gera betur ef
þú ætlar að kæta mig.
Veistur hvenær
næsti strætó til
Indlands kemur?
Ætlar þú að bjóða
einhverjum með þér?
Ég má ekki
tjá mig um
það!
Þetta var nú
ansi gott svar
hjá honum.
Þetta þýddi
„Já!“, elskan.
Langar þig
ekki til
að spila
lúftgítar?
Lúftgítar?
Við „Gleði-
bankann“?
Ég fæ
gæsahúð!
Ég líka!
Þetta er
hræði-
legt.
Ég náði líka í
nokkur lög
með Nylon en
ákvað að nota
það flottasta
fyrir mig.
Jamm. Nuke-
head 3220.
Hann er með
geðveika
hringitóna.