Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2005, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 15.02.2005, Qupperneq 38
30 15. febrúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Lárétt: 2 fjötur, 6 mjög reið, 8 nafar, 9 fantur, 11 þessi, 12 konunafn, 14 ævi- skeiðið, 16 í röð, 17 gyðja, 18 ábreiða, 20 ónefndur, 21 snemma. Lóðrétt: 1 hitta, 3 forlag, 4 prýði árinn- ar, 5 traust, 7 embættismenn, 10 eins um n, 13 skógardýr, 15 nákomna, 16 rá, 19 skammstöfun. Lausn Lárétt: 2haft,6æf, 8bor, 9fól,11sú,12 agnes,14ellin,16st,17gná,18lak,20nn, 21árla. Lóðrétt:1hæfa,3ab,4fossinn,5trú,7fó- getar, 10lnl,13elg,15nána,16slá,19kl. Fóstureyðingar Dvergum eytt í móðurkviði síðustu tíu árin – hefur þú séð DV í dag? Lagið Follow með hljómsveitinni Bang Gang hljómaði í tólfta sjón- varpsþætti The O.C. sem var sýndur á Fox-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum síðastliðinn fimmtudag. Þátturinn sem um ræðir heitir The Lonely Hearts Club og hljóm- ar lagið í atriði þar sem persón- urnar Summer og Zach ræða sam- band sitt á hótelherbergi á Valent- ínusardaginn. Þátturinn verður sýndur hér á landi um næstu jól en lagið er tekið af síðustu plötu Bang Gang, Something Wrong. Tónlistin sem heyrist í þessum vinsælu unglingaþáttum þykir mjög eftirtektarverð og reglulega hafa verið gefnar út plötur með lögum úr þeim. Á meðal annarra listamanna sem hafa átt lög í þátt- unum eru stór nöfn á borð við U2, Interpol, Gwen Stefani, The Thrills, Modest Mouse og The Album Leaf. ■ Bang Gang í The O.C. BARÐI JÓHANNSSON Lagið Follow með Bang Gang fékk að hljóma í tólfta þætti The O.C. í Bandaríkjunum fyrir skömmu. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Valdís Óskarsdóttir. 50 ár. Njarðvík. Tökum á nýju myndbandi rappsveitarinnar Quarashi við lagið Payback lauk með allsherj- ar drykkjukeppni á skemmti- staðnum Prikinu í gærkvöld á milli sveitarmeðlima og stúlkna- gengis. Myndbandið verður frum- sýnt í Japan þann 21. febrúar en Payback verður fyrsta smá- skífulag plötunnar Guerilla Disco sem kemur út 2. mars þar í landi. Verður myndbandið að öllum líkindum frumsýnt hér- lendis um svipað leyti. Tökur hófust á rallíkross- brautinni í Kapelluhrauni í fyrradag þar sem meðlimir Quarashi öttu kappi við stúlkna- gengið, en þrjár stúlkur voru valdar fyrir myndbandið úr hópi fjölda umsækjenda. Næsta at- riði var tekið á Álftanesi í gær. Þar keppti Ómar Swarez við eina stúlkuna í körfubolta með sjóinn í baksýn í miklu roki og rigningu. Næsta atriði var tekið upp inni á karlaklósettunum í Laugardalshöll og það síðasta var tekið á Prikinu. Leikstjórar voru þeir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll en þeir gerðu síðast myndband- ið við lag Quarashi og strákanna í 70 mínútum, Crazy Bastard. Tökumaður var Óttar Guðnason, sem er einn sá fremsti í faginu hér á landi. Síðasta verkfni hans var Hollywood-mynd Baltasars Kormáks, A Little Trip To Heaven. Upphaflega átti að taka myndbandið upp í Úkraínu en hætt var við vegna mikils kostn- aðar. freyr@frettabladid.is NÝTT MYNDBAND QUARASHI: TÖKUM LAUK Í GÆRKVÖLD Ein allsherjar drykkjukeppni Dótið? Scuba-Doo köfunartækið. Sem er? Alvöru köfunartæki fyrir allt áhuga- fólk um köfun. Köfunartækið, eða klefinn sem er sennilega betra orð, er byggt upp eins og hjól. Kafarinn situr á tækinu með hjálm á höfð- inu og siglir þannig um á tveggja og hálfs hnúta hraða. Úr tækinu eru slöngur sem flytja súrefni af yfirborði jarðar niður í tækið Þannig er hægt að skoða allt það sem hin dularfullu undirdjúp hafa upp á að bjóða á einfaldan og þægilegan hátt. Tækið er 1,35 metri á hæð, tæpur metri á lengd og vegur rétt rúm fjörutíu kíló með rafhlöðunni. Rafhlaðan gildir í um einn og hálfan tíma. Köfunarklefinn gengur fyrir rafhlöðum og er með eindæmum umhverfisvænn. Kostir Klefinn er einfaldur í notkun og geta nánast allir notað hann. Hægt er að nota klef- ann bæði á nóttu sem degi því tveir öflugir kastarar sem lýsa upp undirdjúpin fylgja hon- um. Í klefanum er einnig að finna klósett svo kafarinn þarf ekki að leita langt yfir skammt. Klefinn er til í fimm litum: appelsínugulum, grænum, hvítum, ljósbláum og gulum. Gallar? Slöngurnar sem flytja súrefnið í og úr klefanum eru ekki nema tólf metra langar og hamla því kannski að ekki sé hægt að sigla eins langt og fólk vill. Tækið er líka heldur dýrt. Verð? Scuba-doo tækið kostar 120 þúsund dollara. Þar sem gengið á dollaranum er ekki mjög hátt um þessar mundir er hægt að fá klefann fyrir um 7,5 milljónir íslenskra króna. Allar nánari upplýsingar um tækið má finna á heimasíðunni www.scubadoo- world.com. DÓTAKASSINN ...fær Svanur Halldórsson, sem hefur starfað sem leigubílstjóri í ein fimmtíu ár. Geri aðrir betur. HRÓSIÐ QUARASHI Þeir voru vígalegir, strák- arnir í Quarashi, við upptökur á myndbandinu við lagið Payback. SÖLVI BLÖNDAL Sölvi Blöndal, forsprakki Quarashi, var með allt á hreinu við tökur á nýja mynd- bandinu í Kapelluhrauni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MIÐVIKUDÖGUM

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.