Tíminn - 01.03.1975, Síða 1

Tíminn - 01.03.1975, Síða 1
vélarhitarinn í f rnsti ig kulda HFHÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leigufiug um allt land Simar: 2-60-60 & 2-60-66 Tillögum um launa- jöfnunar- bætur frestað FULLTRÚAR Alþýðusam- bands lslands og verkalýðs- félaganna mótmæltu þvi i gær við Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra, að stjórnarvöld hefðu upp á sitt eindæmi ákveðið svo- nefndar láglaunabætur, 3600 krónur á sextiu þúsund króna mánaðarlaun og lægri, og lagt tillögur þar að lútandi fram i þingnefnd. — Við teljum að með þessu hafi verið seilzt inn á verk- svið samninganefndar verkalýðsfélaganna, sagði Björn Jónsson, forseti A.S.l. við Timann i gær. Ákvarðanir um launabætur verður að taka við samningaborð með sam- komulagi um launamálin i heild. Við vorum nýbúnir að visa kjaradeilunum til sátta- semjara, og með einhliða ákvörðunum stjórnarvalda væri hann sviptur möguleik- um til þess að sinna störfum sinum. Rikisstjórnin tók mót- mælin til greina, og i gær- kvöldi sendi forsætisraðu- neytið svolátandi frétta- tilkynningu: „Rikisstjórnin hefur fallizt á þau tilmæli Alþýðusambands lslands og Vinnuveitendasambands Is- lands og Vinnumalasam- bands samvinnufélaganna að fresta að svo stöddu fram- lagningu tillagna um endur- skoðun launajöfnunarbóta og bóta almannatrygginga.” Tillaga Kristjáns samþykkt BH-Reykjavik: — A fundi borgarráðs á föstudaginn gerðist það, að tekin var til meðferðar tillaga Kristjáns Benediktssonar þess efnis, að gerð yrði gangskör að þvi að setja embættismönnum borgarinnar erindisbréf. Var skýrt frá tillögunni hér i blaðinu i gær og ummælum Kristjáns Benediktssonar þar að lútandi. A borgar- ráðssfundinum i gær var til- lagan samþykkt, en frestað til næstkomandi þriðjudags að kjósa nefndarmenn þá, sem tiilagan greinir frá. Verður ekki annað sagt en hér hafi þó verið brugðið skjótt við til að bæta úr ófremdarástandi i málefnum borgarinnar. Týr fer í reynsluferð í dag: BÚINN FULLKOMNUM TÆKJUM TIL AD FYLGJAST MED SKIPAFERÐUM BÆÐI OFAN SJÁVAR OG NEÐAN Árósum föstudag. Frá fréttaritara Timans, Helga Péturssyni: i dag verður farin reynsluferð með hið nýja skip Landhelgis- gæzlunnar, sem 10. okt s.l. var gefið nafnið Týr. Skipið er byggt eftir sömu teikningu og Ægir og er um 1000 tonn að stærð, búið tveim Man disilvélum, sem hvor um sig er 4300 ha, auk mjög fullkomins tækjabúnaðar. Upphaflega var ráðgert að smiði skipsins yrði lokið 15. des. s.l. en af þvi gat ekki orðið vegna tafa á afgreiðslu vélanna frá verksmiðjunum. Að ttðru leyti hefur smiðin farið eftir áætlun, en segja má, að hér skelli hurð nærri hælum, þar eð skyndiverk- föll meðal verkamanna i mörgum atvinnugreinum eru farin að gera vart við sig hér i Danmörku sakir hins ótrygga ástands, er hér rikir. Arhus Flydedock hefur séð um smiði skipsins eftir sömu teikningum og Ægir er byggður eftir eins og áður segir, en þó með ofurlitlum frávikum. Gekk Árhus Flydedock inn i samningana, sem gerðir voru við skipasmiðastöð- ina i Alaborg en þar var Ægir byggður. Að sögn Guðmundar Kjærne- sted skipherra er Týr að sjálf- sögðu styrktur sérstaklega til siglinga i is eftir finnsku kerfi, og eru stálplötur i skipinu allt að 20 mm þykkar og þá sérstaklega miðskips. 1 venjulegum skipum er þykkt platnanna um 10-15 mm. Segja má að vélarrúmið sé eigin- lega brynvarið sagði Guðmundur. Samkvæmt nýrri reglugerð er skipið búið mjög fullkomnu eld- varnakerfi. Komi eldur upp um borð gefur það að sjálfsögðu frá sér hættumerki. Um leið fer i gang sjálfvirkur útbúnaður, sem lokar öllum dyrum á göngum þannig að komið er i veg fyrir súg, sem auðveldlega breiðir eld- inn út um skip, sé ekki hægt að loka dyrum. Allar þiljur eru úr kemisku efni sem ekki á að kvikna i of* til viðbótar er skipið hólfað allmikið niður. Tæknibúnaður er allur af nýj- u.stu gerð, mjög fullkominn gira- kompás og þrir radarar, þar á meðal 10 sm radar, sem ekki hef- ur verið á varpskipunum fyrr, en mjög hentugur við erfiðar að- stæður, sér is mun betur og eins skip i vondum veðrum. Fullkom- inn dýptarmælir og ákaflega fullkomið astic-tæki er einnig i skipinu. — Okkur er ekkert óviðkom- andi innan við 200 milur, bæði ofan sjávar og neðan, sagði Guð- mundur, og þetta er eini mögu- leikinn á þvi að fylgjast með bæði fiski og öðru. Það er engin laun- ung á þvi, að við höfum orðið var- ir við kafbáta við landið að visu ekki inni i landhelgi, en innan fiskveiðimarkanna, og það er okkur auðvitað ekki óviðkom- andi, sagði Guðmundur ennfrem- ur. Miklar kröfur eru gerðar til varðskipanna, og er prófið sem Týr á að gangast undir sam- kvæmt þvi. Verður siglt um sund- ir hér umhverfis Árósa næstu 10 timana og skipið og öll tæki þaulreynd. Nánar verður sagt frá þvi i Timanum á þriðjudaginn. Flugbjörgunarsveitarmenn í 200-230 km gönguferð HHJ—Reykjavik. —Um tíuleytið i dag leggja niu flugbjörgunar- sveitarmenn upp frá Akureyri i gönguferð yfir hálendið þvert. Þeir búast við að verða sjö til tiu daga á leiðinni og leggja að baki 200-230 kilómetra. 1 ferðinni verða átta menn frá Reykjavik, og einn frá Akureyri. Reykvikingarnir eru Rúnar Nordquist, Arngrimur Her- mannsson, Helgi Ágústsson, Jó- hann Ellert Gunnlaugsson, Erlendur Björnssom Þorsteinn Guðbjörnsson, Hjalti Sigurðsson og Ástvaldur Guðmundsson en Akureyringurinn er Jón Gislason. Allt eru þetta þaulvanir fjalla- menn, að sögn Sigurðar M. Þor- steinssonar. Sigurður sagði i við- tali við blaðið i gær, að göngu- garparnir væru allir komnir norður nema einn,sem væri með flugvél nú á morgun og myndu félagar hans biða hans á flugvell- inum nyrðra og siðan yrði óðara lagt upp. Fyrst verður haldið upp i Laugafell, þaðan i átt að Hofsjökli en óvist er hvort farið verður yfir jökulinn eða krækt fyrir hann. Frá Hveravöllum verður haldið niður i Hvitárnes eða Þjófadali eftir þvi hvernig viðrar — og þá yfir Langjökul. Loks verður haldið að Hagavatni eða Hlöðu- felli og þaðan að Skjaldbreið og niður á Þingvöll. Þrir skálar eru á leið niumenn- inganna, en nokkrar nætur munu þeir þurfa að liggja i tjöldum. Haukur Tómasson um framlög tll Blöndurannsókna: „HÆPIÐ, AÐ TAKI ÞVÍ AÐ HREYFA BORINN" MO—Reykjavik. — Úr orkuskortinum vcrður að bæta, allt kapp verður lagt á að hraða virkjunarrannsóknum og virkjunarframkvæmdum. Þetta eru orð, sem við höfum oft heyrt stjórnmálamennina okkar segja, að undanförnu, enda liafa i vetur sifellt borizt fréttir frá ýmsum stöðum á landinu um að alvarleg vá sé fyrir dyrum vegna skorts á orku. Jafnframt hefur verið látið I veðri vaka, að hinir og þessir staðir séu mjög álitlegir til virkjunar og orkumálaráðherra sagði á Alþingi fyrir nokkru, að hann teldi stórvirkjun i Blöndu álitlegasta sem næstu stórvirkjun landsins. Mætti þvi álíta, að veru- lcgu fjármagni yrði varið til rannsókna þar á þessu ári, svo að framkvæmdir geti hafizt sem fyrst, enda taka allar virkjunar- framkvæmdir mörg ár. Haukur Tómasson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, sagði i viðtali við hlaðið, að Orkustofnunin teldi, að virkjun i Blöndu væri ein álitleg- asta stórvirkjun landsins, og hefði verið lögð áherzla á að fá verulcgt fjármagn, svo að hægt væri að hraða þar rannsóknum. Haukur taldi, að verja þyrfti sem svaraði þrjátiu milljónum króna til borana við Blöndu i ár og álika fjármagni næsta ár, til þess að hægt væri að ljúka rannsóknum og bjóða verkið út. Fjárveiting til borana við Blöndu er hins vegar aðeins fimm milljónir króna á þessu ári, og litlu fé er varið til annarra rannsókna. Að sögn Hauks er hæpið að taki þvi að halda borunum áfram, ef ekki fæst meiri fjárveiting, og þótt reynt væri að halda rannsóknum áfram með svolitilli árlegri fjárveitingu, er vonlaust að hægt verði aö hefja virkjunarfram- kvæmdir fyrr en að tólf til fimmtán árum liðnum. Ákveðið er, að Krafla verði virkjuð á næstu ár.um cg taki til starfa 1976 eða 1977, en samkvæmt orkuspá, scm gerð hefur verið fyrir Norðurland, verður orkan frá Kröflu fullnýtt 1982 þá þarf ný virkjun að vera tilbúin á Norðurlandi. Til þess að svo megi verða má engan tima missa frá rannsóknum, enda ekki nema sjö ár til stefnu. Almenn reynsla er, að timinn fráþvi að farið er að hugsa alvarlega um virkjunarstað og þangað til að vélarnarfara aðsnúast.sé átta til tiu ár. Eðlilegt er talið, að tvö ár fari til rannsókna , eitt ár til þess að annast útboð og fjármangsút- vegun og fjögur ár til þess að byggja virkjunina. Áð þesfeu at- huguðu er engin furða þótt ýms- um finnist að meira sé talað um orkuskortinn á Norðurlandi held- ur en að raunhæfum aðgerðum sé beitt til þess að bæta ástandið. Framhald á bls. 6. SOLUSKATTUR HÆKKAR UM 1 % FRÁ OG MEÐ 1. MARZ Frumvörp stjórnarinnar afgreidd í gær AÞ-Rey kjavik. — Frumvörp rfkisstjqrnarinnar, annars vegar um ráðstafanir vegna tjónsins i Neskaupstað og fjáröflun til Við- lagasjóðs, og hins vegar fruin- varpið um ráðstafanir til að draga úr áhrifum oliuverðhækk- ana á hitunarkostnað ibúða, voru samþykkt sem lög frá Alþingi i gær. Engar breytingar voru gerðar á frumvörpunum frá þvi, sem samþykkt hafði verið i hvorri deild fyrir sig áður. Frumvarpið um ráðstafanir til að afla Við- lagasjöði aukinna tekna með 1 stigs söluskattshækkun var til umræðu og afgreiðslu i efri deild. Einn stjórnarþingmanna, Stein- grimur Ilermannsson (F), lýsti sig andvigan þvi, að söluskattur- inn yrði hækkaður til að afla Við- lagasjóði tekna. Taldi hann skyn- samlegra að framlengja eitt sölu- skattsstig til 31. desember 1976. Bar hann fram breytingartillögu þess efnis. en lýsti jafnframt yfir, að hann myndi greiða frumvarpi rikisstjórnarinnar atkvæði. ef þessi tillaga næði ekki fram að ganga. Var tillaga Steingrims felld að viðhöfðu nafnakalli. Já sögðu 7 þingmenn, en 13 sögðu nei. Aðeins einn þingmaður greiddi atkvæði gegn söluskatts- hækkuninni i efri deild, en það var Geir Gunnarsson (Ab). Frumvarpið um ráðstafanir vegna oliuverðshækkana var af- greitt sem lög frá neðri deild eftir nokkurt þref. Samkvæmt þessari afgreiðslu hafa tvö söluskattsstig verið framlengd og einu bætt við. Verð- ur söluskatturinn þvi 20% frá og með 1. marz.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.