Tíminn - 01.03.1975, Qupperneq 2
2
TÍMINN
Laugardagur 1. marz 1975
Laugardagur 1. marz 1975
íh
Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.)
Þetta veröur annasamur dagur og jafnvel
erfiöur. Þú kemur miklu i verk, og þaö verður
bæöi þér og öörum til yndis og ánægju, aö svona
vel skuli hafa tekizt til og morgundagurinn
veröur alveg einstakur.
Fiskarnir (19. febr.—20. mai .
Þaö er eitthvaö i sambandi viö peningamálin,
sem varpar skugga á daginn, og þti er liklega
ráölegast aö reyna aö leiöa þau hjá sér meö öllu I
dag — sérstaklega ef einhver gamall vinur eöa
kunningi kemur meö uppástungu.
Hrúturinn (21. marz—19. april)
Þessi dagur og morgundagurinn hafa mikiö aö
segja fyrir þig. Þú umgengst margt fólk þessa
hátiðisdaga, og litur út fyrir, aö eftir þér veröi
tekiö á þann hátt, sem kemur sér vel fyrir þig, og
þá, sem þér þykir vænst um
Nautið (20. april—20. mai)
Þaö litur bara út fyrir, aö þú veröir i sviös-
ijósinu i dag. Þú skalt gripa tækil'ærið, ef þér
finnst þú l'á það, sem þú átl skiliö, en þú skalt
slaka á með kvöldinu. Það er ekki allt fengið
með útstáelsinu.
Tviburarnir (21. mai—20. júni)
Þú skalt ekki eyða timanum I einskisvert þóf og
rifrildi. Þú hefur allt annað meö timann aö gera
en aö vera aö.fást viö slikt fánýti, og þú veröur
lika aö láta hendur standa fram úr ermum.
Varaöu þig á umferöinni. ..
Krabbinn (21. júni—22. júli)
Þetta er niesti ágætisdagur, og i kvöld ættirðu
bara að láta þaö eftir þér aö lyfta þér upp. Gott
vin gleður mannsins hjarta, en allt er samt bezt
i hófi. Einhver kynni verða þéi einstakrar, jafn-
vel varanlegrar ánægju.
Ljónið (23. júlí—23. ágúst)
Þetta er mesti indælisdagur og tilvalinn til úti-
lifs. En þaö er óþarfi aö fara langt, þvi aö gleöin
er oft nær manni en mann grunar. Einhver, sem
þér þykir vænt um, hefur samband viö þig.
Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.)
Þetta er svolitiö skritinn dagur, og þaö er þó
vist, aö ekki leiðist þér. Um afleiðingarnar fæst
þú hins vegar ekki til aö hugsa, og þýöingarlitiö
aö benda þér á, að þær kunna aö véröa skritnar
lika.
Vogin (23. sept.—22. okt.)
Þaö er aldrei að vita, nema eitthvað kunni aö
vera til i þessu, sem kunningi þinn segir þér i
dag, þótt þér finnist það ótrúlegt. Þú leggur of
mikla áherzlu á kynlifiö til aö vera fyllilega
ánægöur.
Sporödrekinn (23. okt.—21. nóv.)
Þessi dagur er alskaplega heppilegur til aö
koma frá alls konar bréfaviðskiptum, sem þú
hefur lengi trassaö. Annars er þetta hálf-um-
hleypingasamur dagur, og þú ættir aö fara aö
öllu með gát i sambandi við ástamálin.
Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.)
Áform þin og ráöagerðir skaltu ræða viö skyld-
fólk þitt. Það kynni aö vera, aö einhver kæmi i
heimsókn til þin, sem ylli leiöindum eöa óvænt-
um ágreiningsmálum, en þetta þarf ekki aö vera
varanlegt.
Steingeitin (22. dea-19. jan)
Hafiröu geymt einhver verkefni til þessarar
löngu helgar, þá skaltu flýta þér aö ljúka þeim
af, þvl aö upp úr hádeginu og á morgun er hætt
viö, aö þú hafir nóg fyrir stafni. Vinir úr fjar-
lægö koma mikiö viö sögu.
Ljósmæðrablaðið í breyttri mynd
SJ-Reykjavik- Ljósmæörablaðið
er nú komiö út i breyttum bún-
ingi. Þetta er 53. áriö sem blaöiö
kemur út, en útgefandi er Ljós-
mæðrafélag tslands. Ljósmæöur
hafa verið launastétt I landinu i
rúm 200 ár.
í þessu 1. tölublaöi 53. árgangs
Ljósmæörablaösins er einkum
efni, sem lýtur aö félags- og hags-
munamálum stéttarinnar. Þar er
og umsögn formannsins Stein-
unnar Finnbogadóttur um fóstur-
eyöingafrumvarpið, sem gerö var
aö beiöni Alþingis. Haföi for-
maöurinn samráö viö aöra
stjórnarmenn og sérstaka nefnd.
I umsögninni er lögö áherzla á
þann þátt frumvarpsins, sem
fjallar um aukna fræöslu og ráö-
gjöf til aö fyrirbyggja ótimabæra
þungun. Ennfremur er bent á
hvort ekki beri aö auka mæöra-
laun fyrsta æviár barnsins. Þá
eru I blaðinu gömul munnmæli
*um vanfærar konur og barns-
fæöingu.
Þess er ekki aö dyljast, aö
sum bréfin, sem Landfara
berast, eru ósköp dauf og hvers-
dagsleg aö allri framsetningu.
En viö og viö halda þeir á
penna, sem frumlegri eru i
málsmeðferö en gengur og
gerist. Og við hverju er ekki aö
búast, þegar ólafur Ketilsson á
Laugarvatni sleppir hendi af
þvi, sem viö kemur bifreiðum
og mundar I þess staö penna?
Hér sjá menn þaö.
Viö skulum ekki fara fleiri
oröum um ólaf Ketilsson, held-
ur draga fram bréfiö sem hann
stilar til tveggja raanna, sem
mikils eru megnugir. Það er á
þessa leið:
„Ég beini orðum minum til
Halldórs E. Sigurössonar sam-
göngumálaráðherra og Sig-
uröar Jóhannssonar vegamála-
stjóra. Viö þá vil ég segja:
Hér I okkar landi megum viö
eiga von á frosti I jörö og vegi
seint i októbermánuði. En hús-
karlar yðar, sem eiga aö skila
ofanibornum, hefluðum og slétt-
um vegum, áöur en þeir frjósa,
gleymdu þvi I haust.
Um mánaöamótin október og
nóvember kom frost i flesta
vegi. Þá voru vegir um Grims-
nes, Biskupstungur og Laugar-
dal likir þvi, sem Skálholts-
bóndinn, Björn Erlendsson,
lýsti þeim i blööum seinni hluta
sumars: Svo helviti vondir, aö
þeir hristu sundur alla bila. Þeir
voru meö djúpum holum á löng-
um köflum, svo og viö hin
alkunnu þrjátiu graömerarræsi
og ristarhliö með djúpum skurö
um. Þannig hafa þeir veriö i
meira en þrjá og hálfan mánuð,
þótt beöiö hafi verið um malar-
ögn i verstu pytti, ásamt heflum
frá 1.-12. þessa mánaðar, þá
ætiö var þiða.
Ég hef beðið Steingr im, Ólaf,
Snæbjöm, Sigurö og Guðmund
góöa um bót á nefndu ástandi,
en aöeins hefur veriö lagaður
nokkuö um fjóröungur vega-
lengdar neöst I Grimsnesi. Hús-
karlar yöar virðast þvi ekki
kunna aö hlýöa. Niöurstaöan er
sú, að sumir hafa lagzt i dvala —
aörir stungiö hausnum I
sandinn.
Um meðhöndlun
óþægra húskarla
Af nefndum ástæðum bið ég
yöur, Halldór og Sigurð, aöal-
ráöamenn, aö senda þessa
óþægu húskarla yðar á slóöir
bjarndýra, sem liggja I dvala,
en hina þá, sem holdgrennri
eru, til Suöurlanda, þar sem
þeir finna sand til þess aö grúfa
sig niöur I. Þessir húskarlar
yöar viröast hvort eö er mót-
fallnir þvl, aö ökumenn komist
leiöar sinnar um hérað.
Aö vlsuöu: Vinsamlegast
veröég þó aö fara þess á flot, að
viö austanverar fáum aöra
menn til þess aö sjá um aö mal-
bera og hefla vegina á næstu
mánuöum — að minnsta kosti
þar til hinir koma endurnærðir
og uppfjörgaöir á vettvang meö
vorinu.”
Byggðastefna
Næst tekur til máls Helgi
Gislason á Hrappstöðum i
Vopnafirði:
„Jafnvægi I byggð landsins
eru orö, sem menn taka sér oft i
munn. Til þess liggja augljósar
orsakir. Á siðari timum hefur
oöriö mikil röskun á búsetu
manna i landinu — meö
flutningi fólks úr dreifbýli i þétt-
býli og i annan staö með hinu
mikla misræmi, sem oröiö hefur
i búsetu eftir landshlutum.
Þetta misræmi veldur þvi
meöal annars, aö landgæöin til
lands og sjávar nýtast ekki jafnt
og á eölilegan hátt. Þaö er gott
aö eiga myndarlega höfuöborg,
en það er ómissandi aö hafa
framleiöslupláss i sjávarútvegi
dreifðhringinn i kringum landiö
i nálægt viö fengsæl fiskimið
Byggöastefnan er rétt stefna, ef
hún er rétt framkvæmd.
Byggöasjóði er ætlaö þaö
hlutverk að efla atvinnulif I
byggöarlögunum úti um land og
bæta þannig búsetuskilyrðin
þar, og eins meö langtima-
áætlunum um framkvæmdir á
sömu stööum. Þaö er gleöilegt,
aö þessi viðleitni hefur borið
árangur og fólksfjölgunar orðiö
vart á ýmsum stööum á lands-
byggöinni. I umræöum um
byggöamál hefur aftur á móti
litiö gætt þess sjónarmiös aö
efla beri dreifbýliö, sveitirnar,
til jafns viö sjávarplássin. Þaö
er þó eölilegt að lita á þetta i
nánum tengslum, þar sem
hvorugt má án annars vera.
Þaö er þroskaskilyrði fyrir
kauptúnin, aö I nálægð þeirra
þróist blómlegur landbúhaöur.
Blómgun til
lands og sjávar
Byggöastefnan i land-
búnaöarmálum hlýtur að veröa
sú, aö ráöast gegn frekari
eyöingu byggðar og landsölu til
annars en landbúnaðar, og hefja
landnám aö nýju á þvi landi,
sem tapazt hefur úr byggð. Með
alhliða ræktun er islenzka
moldin fær um aö fæöa æ stærri
hluta þjóöarinnar á komandi
timum.
íslendingar þurfa aö byggja og
rækta land sitt út i yztu æsar.
Þeir mega ekki taka mark á þvi,
þótt nokkrir kögursveinar hafi
uppi trosmælgi um is-
lenzkanlandbúnaö og vilji
leggja hann niöur. Viö þurfum
eftir sem áöur aö nýta land-
gæðin skynsamlega og af
þekkingu. Landiö veröur ekki
bætt, nema á þvi sé búiö. Eitt
hiö ákjósanlegasta til eflingar
islenzkum landbúnaöi er stór-
aukin fræösla um búnað, og lág-
mark er aö búnaðarskóli sé i
hverjum landsfjórðungi. Koma
þyrfti sem fyrst háskóli meö
fullkominni rannsóknarstöö
fyrir landbúnaöinn.
Ég vil minna á, að þegar
unniö er að byggðamálum, má
dreifbýliö i sveitunum ekki
gleymast. Eflum hvort tveggja
— sveitirnar og þéttbýliö viö
sjóinn. Þaö miöar jafnt aö
þjóöarheill”.
Orðsending úr austur-
byggðum
A þriöjudaginn áttiaöskipa snjóbfl, sem keyptur hefur veriötil flutninga um Flateyrarlæknishéraö, um
borð I Esjuna i Reykjavfkurhöfn. Einhver mistök uröu þegar biliinn var hifður upp, þannig aö hann féli
á bryggjuna og skemmdist töluvert. Fyrirsjáanlegt er þviaö önfiröingar veröa aö biöa um sinn eftir þvi
aö fá snjóbllinn. Húsiö þarfnast mikillar lagfæringar og sömuleiöis þarf aö yfirfara bflinn til þess aö
kanna hvort frekari skemmdir hafi oröiö.
Snjóbfllinn er sænskur aö uppruna og verö hans mun vera um hálf þriöja milljón króna. Aö sögn tals-
manna Globusar h.f. sem flutti bflinn inn, geta bótakröfur vegna óhappsins dregizt nokkuö á langinn,
þvi aö Globus mun fyrir sitt leyti, krefjast bóta af tryggingafélagi fyrirtækisins, sem slöan mun
væntanlega krefja Eimskip um bætur, og toks mun Eimskip sennilega krefjast bóta af Skipaútgerö
rikisins. — Myndin var tekin, þegar veriö var aö kanna hversu miklar skemmdir heföu oröiö á snjóbfln-
um. Tlmamynd Gunnar.