Tíminn - 01.03.1975, Qupperneq 4

Tíminn - 01.03.1975, Qupperneq 4
4 TÍMINN Laugardagur X. marz 1975 Margar konur hafa komið við sögu i lifi leikarans þekkta, Curd Jurgens, sem nú er 59 ára gamall. Þrátt fyrir það hefur honum aldrei tekizt að eignast börn. Nú hefur hann ákveðið að breyting verði þar á. Beztu vinir hans tóku að sér fyrir nokkru fjögurra ára gamlan dreng, og það varð til þess að Jurgens ákvað að gera hið sama. Hann er nú skilinn við konu sina frú Simone, en hér á myndinni er hann og núverandi vinkona hans Renate Kraus. Ætli hún eigi að verða móðir fósturbarnsins? — Nei, segir Curd. Við erum að- eins vinir. Ég hef ákveðið að ráða barnfóstru fyrir barnið. Curd brá sér siðan til tengdafor- eldra sinna, foreldra Simone til þess að gleðja þau með þvi, að lokum kæmi nú smábarn i fjöl- skylduna. Renata fór þó með Curd i heimsóknina, og þá fór marga að gruna, að hún ætti ef til vill eftir að fá barnfóstru- starfið. Hér á myndinni sjáið þið svo Curd og Renötu. ☆ ☆ Glftist Rose Kennedy 23ja ára greifa Rose Kennedy, ættmóðir Kennedyanna er nú 83 ára. Hún brá sér nýlega til London og þar hitti hún 23 ára gamlan pólskan greifa, Jersey Komienski, sem vinnur sem þjónn i stórborginni. Komienski þjónaði gömlu frúnni svo vel, að endirinn varð sá, að þegar hún kom aftur heim til Bandarikjanna gerði hún boð eftir honum, og bauö honum starf, sem kjallarameistari hjá sér. Ungi pólski greifinn tók starfinu feginsamlega og nú er kominn upp sá kvittur i Banda- rikjunum, aö Rose hafi i hyggju að giftast þessum unga manni. Það versta er að greifinn hefur staðfest þennan orðróm, en eng- um sögum fer af þvi, hvort Rose hafi veriö spurð. Fyrir þrjátiu árum gátu sjó- menn i Norðursjó og Eystrasalti átt von á góðum tekjum, en nú er svo komið, að hafið við strendur landa i Norður-Evrópu er oröið svo gjörsneytt af fiski, aö sjómenn frá Þýzkalandi verða að sigla mun lengra en nokkru sinni fyrr til þess að eiga von á sæmilegum afla. Oliuverð hefur hækkað svo mikið, og sömuleiðis viðhaldskostnaður skipanna, og leiðir þetta til mun hærra fiskverðs á mörkuðum i Þýzkalandi. Astandið er sem sagt svo alvarlegt, að þýzka stjórnin hefur veitt sjómönnum, sem aöallega stunda veiðar nærri ströndum, þriggja milljón marka styrk til þess að rétta við útgerðina. Nýtízku þægindi íbúum norðursins Óvenjuleg sivalningslaga hús má sjá við götur i mörgum land- námsstöðum á Taimirskaga, sem er noröan heimskauts- baugs i Sovétrikjunum, en þarna búa verkamenn er starfa við gaslindasvæðin á þessum slóöum. Hús þessi eru sérstak- lega hönnuð fyrir héruð þar sem til handa loftslag er mjög kalt, en i Taimir fer frostið oft upp fyrir 40 stig á Celsius og snjóstormar geisa þar þriðjung úr árinu. Húsin eru framleidd úr álblöndu og eru einangruð með gerviefni, sem heldur ibúðunum hlýjum. Þessi hús eru einnig mjög sterk og þægilegt að flytja þau til. hægt að stilla útvarpið svo hátt, sem hver vill, án þess aö ónáða nágrannana. Fyrirgeföu pabbi, ég ætlaöi ekki aö gera þetta, fyrirgefðu, það er alveg satt. DENNI DÆMALAUSI Hversu fljótt fáum viö herbergið aftur?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.