Tíminn - 01.03.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. marz 1975
TÍMINN
5
AAikil uppbygging á
yfirráðasvæði stjórn-
ar þjóðfrelsishreyf-
ingarinnar
Víetnam
SJ-Reykjavik. Það er
hernaðarihlutun Bandaríkja-
manna i Suður-Vietnam, sem
stendur i vegi fyrir að friður
komist á i landinu, sagði Huynh-
tai — son á fundi með fréttamönn-
um, en hann er nú staddur hér
ásamt landa sinum Tran-van-an i
boði stúdentasamtaka á Norður-
löndum. Að sögn Huynh-thai-son
er um fjóröungur ibúa Saigon og
náiægra borga og svæða, sem
stjórn Thieu ræður yfir, atvinnu-
laus og morð eru tið vegna
bjargarleysis og hungurs. Jafnvel
heiiar fjölskyidur fyrirfara sér af
þeim sökum. — Bandarlkjamenn
hafa eytt 200 billjónum dala I
striðið i Vietnam og nú biður
Saigon stjórnin um 300 milljónir
dala til viðbótar, en heimsveidis-
stefnan mun ekki sigra þótt
Bandarikjamenn verði við þeirri
bón.
Þeir Huynh-thai-son og Tran-
van-an eru frá
Mekongóshólmunum.sem er þétt-
býlasta svæðið i S-Vietnam, sem
stjórn þjóðfrelsishreyfingarinnar
ræður yfir. Fjórir fimmtu hlutar
S-Vietnam eru nú undir hennar
yfirráðum og um helmingur ibúa
Fyrstir á
morgnnna
í Suður
landsins, sem eru uml7 milljóniri
öllu S-Vietnam.Á svæði stjórnar
þjóðfrelsishreyfingarinnar hefur
hungri verið útrýmt og ibúarnir
hafa litilsháttar af hrisgrjonum
aflögu handa ibúum á Saigon-
svæðinu.
Menntun á svæði stjórnar
þjóðfr. hreyfingarinnar fer fram
á vietnömsku, en á Saigon-
svæðinu fer háskólakennsla fram
á frönsku og ensku og
kennslubækur fyrir öll skólastig
koma frá Michiganháskóla i
Bandarikjunum.
Þrjátiu þjóðarbrot önnur en
Vietnamar eru á svæði stjórnar
þjóðfr.hr. sem tala sin eigin mál.
Málfræðingar vinna að þvi að
gera stafróf fyrir þetta fólk, sem
til þessa hefur eingöngu átt tal-
mál. Þegar hafa verið gerð
stafróf fyrir 17 af þessum þjóðar-
brotum.
Landbúnaður er aðalatvinnu-
vegur á svæði stjórnar
þjóðfrelsishreyfingarinnar, eink-
um hrisgrjónaframleiðsla.
Gúmmí er einnig framleitt, en
gúmmiekrurnar eru nú á yfir-
ráðasvæði stjórnar þjóðfr.hr.
Farið er að hugsa fyrir iðnvæð-
ingu og er tæknimenntun hafin I
þvi skyni.
Huynh-thai-son kvað rétt vera,
að Thieu forseti hefði átt hlut að
eiturlyfjasölu i S-Vietnam. Hann
sagði heróin tiu sinnum ódýrara i
Saigon en i Bandarikjunum,
eiturlyfjavandamálið væri meðal
erfiöleikanna á yfirráðasvæði
stjórnar Thieus.
Stjórn þjóðfr.hr. vill vinna á
friðsamlegan hátt að sjálfstæði S-
Vietnam undir stjórn þjóðfr. hr.
og siðan sameiningu alls Viet-
nam.
Þeir Huynh-thai-son og Tran-
van-an gengu á fund Einars
Ágústssonar i gærmorgun.
1 gærkvöldi, miðvikudag, var
almennur fundur með Suður-
Vietnömunum i Félagsheimili
stúdenta. A föstudag fara þeir til
Akureyrar á vegum mennta-
skólanema og áhugafólks og
veröa á fundi þar um kvöldið.
KAUPMENN—
INNKAUPASTJÓRAR
Allir helztu fataframleiðendur landsins
kynna yður vor- og sumartizkuna á kaup-
stefnunni
ÍSLENZKUR FATNAÐUR
að Hótel Loftleiðum, Kristalsal, 6.-9. marz
n.k. Tizkusýningar verða alla daga kaup-
stefnunnar kl. 14:00, nema opnunardaginn
kl. 13:30.
Verið velkomin á kaupstefnuna
ÍSLENZKUR FATNAÐUR
Allar nánari upplýsingar varðandi kaup-
stefnuna eru veittar i sima 91-24473.
fl 1
Huynh-thai-son, Sigurður Tómasson varaformaöur Stúdentaráðs Háskóla islands og Tran-van-an, sem
setið hefur fjögur ár I fengelsi stjórnarinnar I Saigon. Vietnamarnir eru fulltrúar námsmannasamtaka
þjóðfrelsishreyfingarinnar i S-Vietnam.
(Timamynd Gunnar)
Sparið rafmagn!
01-0
NotiöNOBÖ
termistorstýrða rafofna
Spyrjið um álit fagmanna.
Myndlistar hjá rafverk-
tökum um land allt.
Söluumbod L.Í.R.
Hólatorgi 2. Sími: 16694
Termistorstýröur
hitastillir.
Auöveld stilling.